Sættum okkur ekki við launamun kynja Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2012 06:00 Við getum státað okkur af ýmsu á Íslandi í jafnréttismálum en ég er hrædd um að þegar kemur að vinnumarkaðsmálum þurfum við að líta niður á tær okkar af skömm. Hvernig má það vera að konur beri skarðan hlut frá borði alla sína vinnutíð? Konum er mismunað í launum frá upphafi til enda sem svo smitast inn í ellilífeyri kvenna. Þetta er staðreynd. Fjölmörg mál sanna þetta, hið nýjasta hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem konu hefur verið mismunað gróflega í launum á forsendum kyns. Mikið hefur verið talað um kynbundinn launamun en þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa skilað litlum árangri. Það sýna launakannanir og niðurstöður þeirra þetta árið. Óútskýrður launamunur kynja er mjög hár, bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði, og hefur farið hækkandi síðustu ár, sem er auðvitað hneisa. Óútskýrður launamunur kynja mælist nú 12,1% hjá SFR og 11,8% hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkur. Þá sýna kannanir að heildartekjumunur kynjanna er allt að 25%. Eru konur til í að sætta sig við þetta áfram, ríflega helmingur samfélagsins? En samfélagið í heild? Á Íslandi er atvinnuþátttaka kvenna með því hæsta í heimi og konur eru ekki síður menntaðar en karlar. Við getum strípað launamuninn um margar prósentur með alls kyns ástæðum og afsökunum en eftir stendur þó þessi mikli munur. Við verðum að horfast í augu við að hér er um hreina fordóma að ræða. Hreint og óumdeilt kynjamisrétti. Þessi tala snarhækkar svo þegar litið er á heildartekjur. Ekki er það vegna þess að konur eru latari en karlar. Fremur er það vegna þess að konur taka á sig mun meiri ábyrgð innan veggja heimilisins og í barnauppeldi, sem samfélagið að sjálfsögðu greiðir ekki krónu fyrir. Það hefur þótt sjálfsagt að vinna kvenna sé ókeypis. Ætlum við ekkert að hrista þá forneskju af okkur og færa okkur inn í nútímann árið 2012? Ég fagna tilkomu jafnlaunastaðals sem á að vera tæki til að reikna út kynbundinn launamun svo hann geti verið leiðréttur innan stofnana og fyrirtækja. Þá fagna ég einnig því að verið er að vinna í leiðréttingu launamunar innan ráðuneytanna sjálfra. Jafnlaunastaðallinn er þó valkvæður og til þess að innleiða hann þarf vilja embættismanna og stjórnenda. Þá dugar skammt að leiðrétta launamun innan ráðuneyta ef ekki er litið til heildarmyndarinnar, sem er sú að laun eru gjarnan lægri innan ráðuneyta þar sem konur eru í meirihluta og hærri þar sem karlar eru í meirihluta. Ríkið hefur ekki viljað skilgreina sig sem einn vinnustað. Þannig gerir það okkur erfitt fyrir að bera saman hefðbundnar kvennastéttir og svo hefðbundnar karlastéttir. Það þarf ekki bara að útrýma óútskýrðum launamuni karla og kvenna innan sömu stéttar heldur þarf einnig að bera saman launamat þvert á stofnanir og stéttir, því það er engin tilviljun að hefðbundnar kvennastéttir séu lægst metnar í launum. Þetta er því bæði mannréttindamál þar sem ekki má mismuna á forsendum kyns, litarháttar eða annarra þátta, og hagsmunamál fyrir yfir helming þjóðarinnar. Þetta á að vera eitt af forgangsmálum þjóðarinnar að breyta. Kynbundinn launamunur er ekki náttúrulögmál. Honum er hægt að útrýma. Látum ekki kerfisbundið misrétti og fordóma atvinnurekenda og embættismanna skilgreina lífskjör kvenna á Íslandi. Til eru leiðir til að leiðrétta laun kvenna. Beitum þeim og breytum þessu. Hrafnhildur Ragnarsdóttir. Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við getum státað okkur af ýmsu á Íslandi í jafnréttismálum en ég er hrædd um að þegar kemur að vinnumarkaðsmálum þurfum við að líta niður á tær okkar af skömm. Hvernig má það vera að konur beri skarðan hlut frá borði alla sína vinnutíð? Konum er mismunað í launum frá upphafi til enda sem svo smitast inn í ellilífeyri kvenna. Þetta er staðreynd. Fjölmörg mál sanna þetta, hið nýjasta hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem konu hefur verið mismunað gróflega í launum á forsendum kyns. Mikið hefur verið talað um kynbundinn launamun en þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa skilað litlum árangri. Það sýna launakannanir og niðurstöður þeirra þetta árið. Óútskýrður launamunur kynja er mjög hár, bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði, og hefur farið hækkandi síðustu ár, sem er auðvitað hneisa. Óútskýrður launamunur kynja mælist nú 12,1% hjá SFR og 11,8% hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkur. Þá sýna kannanir að heildartekjumunur kynjanna er allt að 25%. Eru konur til í að sætta sig við þetta áfram, ríflega helmingur samfélagsins? En samfélagið í heild? Á Íslandi er atvinnuþátttaka kvenna með því hæsta í heimi og konur eru ekki síður menntaðar en karlar. Við getum strípað launamuninn um margar prósentur með alls kyns ástæðum og afsökunum en eftir stendur þó þessi mikli munur. Við verðum að horfast í augu við að hér er um hreina fordóma að ræða. Hreint og óumdeilt kynjamisrétti. Þessi tala snarhækkar svo þegar litið er á heildartekjur. Ekki er það vegna þess að konur eru latari en karlar. Fremur er það vegna þess að konur taka á sig mun meiri ábyrgð innan veggja heimilisins og í barnauppeldi, sem samfélagið að sjálfsögðu greiðir ekki krónu fyrir. Það hefur þótt sjálfsagt að vinna kvenna sé ókeypis. Ætlum við ekkert að hrista þá forneskju af okkur og færa okkur inn í nútímann árið 2012? Ég fagna tilkomu jafnlaunastaðals sem á að vera tæki til að reikna út kynbundinn launamun svo hann geti verið leiðréttur innan stofnana og fyrirtækja. Þá fagna ég einnig því að verið er að vinna í leiðréttingu launamunar innan ráðuneytanna sjálfra. Jafnlaunastaðallinn er þó valkvæður og til þess að innleiða hann þarf vilja embættismanna og stjórnenda. Þá dugar skammt að leiðrétta launamun innan ráðuneyta ef ekki er litið til heildarmyndarinnar, sem er sú að laun eru gjarnan lægri innan ráðuneyta þar sem konur eru í meirihluta og hærri þar sem karlar eru í meirihluta. Ríkið hefur ekki viljað skilgreina sig sem einn vinnustað. Þannig gerir það okkur erfitt fyrir að bera saman hefðbundnar kvennastéttir og svo hefðbundnar karlastéttir. Það þarf ekki bara að útrýma óútskýrðum launamuni karla og kvenna innan sömu stéttar heldur þarf einnig að bera saman launamat þvert á stofnanir og stéttir, því það er engin tilviljun að hefðbundnar kvennastéttir séu lægst metnar í launum. Þetta er því bæði mannréttindamál þar sem ekki má mismuna á forsendum kyns, litarháttar eða annarra þátta, og hagsmunamál fyrir yfir helming þjóðarinnar. Þetta á að vera eitt af forgangsmálum þjóðarinnar að breyta. Kynbundinn launamunur er ekki náttúrulögmál. Honum er hægt að útrýma. Látum ekki kerfisbundið misrétti og fordóma atvinnurekenda og embættismanna skilgreina lífskjör kvenna á Íslandi. Til eru leiðir til að leiðrétta laun kvenna. Beitum þeim og breytum þessu. Hrafnhildur Ragnarsdóttir. Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun