Sættum okkur ekki við launamun kynja Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2012 06:00 Við getum státað okkur af ýmsu á Íslandi í jafnréttismálum en ég er hrædd um að þegar kemur að vinnumarkaðsmálum þurfum við að líta niður á tær okkar af skömm. Hvernig má það vera að konur beri skarðan hlut frá borði alla sína vinnutíð? Konum er mismunað í launum frá upphafi til enda sem svo smitast inn í ellilífeyri kvenna. Þetta er staðreynd. Fjölmörg mál sanna þetta, hið nýjasta hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem konu hefur verið mismunað gróflega í launum á forsendum kyns. Mikið hefur verið talað um kynbundinn launamun en þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa skilað litlum árangri. Það sýna launakannanir og niðurstöður þeirra þetta árið. Óútskýrður launamunur kynja er mjög hár, bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði, og hefur farið hækkandi síðustu ár, sem er auðvitað hneisa. Óútskýrður launamunur kynja mælist nú 12,1% hjá SFR og 11,8% hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkur. Þá sýna kannanir að heildartekjumunur kynjanna er allt að 25%. Eru konur til í að sætta sig við þetta áfram, ríflega helmingur samfélagsins? En samfélagið í heild? Á Íslandi er atvinnuþátttaka kvenna með því hæsta í heimi og konur eru ekki síður menntaðar en karlar. Við getum strípað launamuninn um margar prósentur með alls kyns ástæðum og afsökunum en eftir stendur þó þessi mikli munur. Við verðum að horfast í augu við að hér er um hreina fordóma að ræða. Hreint og óumdeilt kynjamisrétti. Þessi tala snarhækkar svo þegar litið er á heildartekjur. Ekki er það vegna þess að konur eru latari en karlar. Fremur er það vegna þess að konur taka á sig mun meiri ábyrgð innan veggja heimilisins og í barnauppeldi, sem samfélagið að sjálfsögðu greiðir ekki krónu fyrir. Það hefur þótt sjálfsagt að vinna kvenna sé ókeypis. Ætlum við ekkert að hrista þá forneskju af okkur og færa okkur inn í nútímann árið 2012? Ég fagna tilkomu jafnlaunastaðals sem á að vera tæki til að reikna út kynbundinn launamun svo hann geti verið leiðréttur innan stofnana og fyrirtækja. Þá fagna ég einnig því að verið er að vinna í leiðréttingu launamunar innan ráðuneytanna sjálfra. Jafnlaunastaðallinn er þó valkvæður og til þess að innleiða hann þarf vilja embættismanna og stjórnenda. Þá dugar skammt að leiðrétta launamun innan ráðuneyta ef ekki er litið til heildarmyndarinnar, sem er sú að laun eru gjarnan lægri innan ráðuneyta þar sem konur eru í meirihluta og hærri þar sem karlar eru í meirihluta. Ríkið hefur ekki viljað skilgreina sig sem einn vinnustað. Þannig gerir það okkur erfitt fyrir að bera saman hefðbundnar kvennastéttir og svo hefðbundnar karlastéttir. Það þarf ekki bara að útrýma óútskýrðum launamuni karla og kvenna innan sömu stéttar heldur þarf einnig að bera saman launamat þvert á stofnanir og stéttir, því það er engin tilviljun að hefðbundnar kvennastéttir séu lægst metnar í launum. Þetta er því bæði mannréttindamál þar sem ekki má mismuna á forsendum kyns, litarháttar eða annarra þátta, og hagsmunamál fyrir yfir helming þjóðarinnar. Þetta á að vera eitt af forgangsmálum þjóðarinnar að breyta. Kynbundinn launamunur er ekki náttúrulögmál. Honum er hægt að útrýma. Látum ekki kerfisbundið misrétti og fordóma atvinnurekenda og embættismanna skilgreina lífskjör kvenna á Íslandi. Til eru leiðir til að leiðrétta laun kvenna. Beitum þeim og breytum þessu. Hrafnhildur Ragnarsdóttir. Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Við getum státað okkur af ýmsu á Íslandi í jafnréttismálum en ég er hrædd um að þegar kemur að vinnumarkaðsmálum þurfum við að líta niður á tær okkar af skömm. Hvernig má það vera að konur beri skarðan hlut frá borði alla sína vinnutíð? Konum er mismunað í launum frá upphafi til enda sem svo smitast inn í ellilífeyri kvenna. Þetta er staðreynd. Fjölmörg mál sanna þetta, hið nýjasta hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem konu hefur verið mismunað gróflega í launum á forsendum kyns. Mikið hefur verið talað um kynbundinn launamun en þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa skilað litlum árangri. Það sýna launakannanir og niðurstöður þeirra þetta árið. Óútskýrður launamunur kynja er mjög hár, bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði, og hefur farið hækkandi síðustu ár, sem er auðvitað hneisa. Óútskýrður launamunur kynja mælist nú 12,1% hjá SFR og 11,8% hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkur. Þá sýna kannanir að heildartekjumunur kynjanna er allt að 25%. Eru konur til í að sætta sig við þetta áfram, ríflega helmingur samfélagsins? En samfélagið í heild? Á Íslandi er atvinnuþátttaka kvenna með því hæsta í heimi og konur eru ekki síður menntaðar en karlar. Við getum strípað launamuninn um margar prósentur með alls kyns ástæðum og afsökunum en eftir stendur þó þessi mikli munur. Við verðum að horfast í augu við að hér er um hreina fordóma að ræða. Hreint og óumdeilt kynjamisrétti. Þessi tala snarhækkar svo þegar litið er á heildartekjur. Ekki er það vegna þess að konur eru latari en karlar. Fremur er það vegna þess að konur taka á sig mun meiri ábyrgð innan veggja heimilisins og í barnauppeldi, sem samfélagið að sjálfsögðu greiðir ekki krónu fyrir. Það hefur þótt sjálfsagt að vinna kvenna sé ókeypis. Ætlum við ekkert að hrista þá forneskju af okkur og færa okkur inn í nútímann árið 2012? Ég fagna tilkomu jafnlaunastaðals sem á að vera tæki til að reikna út kynbundinn launamun svo hann geti verið leiðréttur innan stofnana og fyrirtækja. Þá fagna ég einnig því að verið er að vinna í leiðréttingu launamunar innan ráðuneytanna sjálfra. Jafnlaunastaðallinn er þó valkvæður og til þess að innleiða hann þarf vilja embættismanna og stjórnenda. Þá dugar skammt að leiðrétta launamun innan ráðuneyta ef ekki er litið til heildarmyndarinnar, sem er sú að laun eru gjarnan lægri innan ráðuneyta þar sem konur eru í meirihluta og hærri þar sem karlar eru í meirihluta. Ríkið hefur ekki viljað skilgreina sig sem einn vinnustað. Þannig gerir það okkur erfitt fyrir að bera saman hefðbundnar kvennastéttir og svo hefðbundnar karlastéttir. Það þarf ekki bara að útrýma óútskýrðum launamuni karla og kvenna innan sömu stéttar heldur þarf einnig að bera saman launamat þvert á stofnanir og stéttir, því það er engin tilviljun að hefðbundnar kvennastéttir séu lægst metnar í launum. Þetta er því bæði mannréttindamál þar sem ekki má mismuna á forsendum kyns, litarháttar eða annarra þátta, og hagsmunamál fyrir yfir helming þjóðarinnar. Þetta á að vera eitt af forgangsmálum þjóðarinnar að breyta. Kynbundinn launamunur er ekki náttúrulögmál. Honum er hægt að útrýma. Látum ekki kerfisbundið misrétti og fordóma atvinnurekenda og embættismanna skilgreina lífskjör kvenna á Íslandi. Til eru leiðir til að leiðrétta laun kvenna. Beitum þeim og breytum þessu. Hrafnhildur Ragnarsdóttir. Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun