Jóhönnuð atburðarás Sigríður Andersen skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Hér í blaðinu fyrir helgi svaraði Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, grein minni um þátt Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í kipp sem útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tóku á mánuðunum fyrir bankahrunið 2008. Upplýsingafulltrúinn segir að ég hafi „ýjað“ að því að Jóhanna hafi með aðgerðum sínum ginnt fjölda fólks út í fasteignaviðskipti á mánuðunum fyrir hrun. Hið rétta er þó að ég ýjaði ekki að þessu heldur fullyrti ég þetta enda liggja staðreyndir málsins fyrir. Það er engin ástæða til að fara í kringum þetta eins og köttur kringum heitan graut. Útlán ÍLS jukust hratt eftir að Jóhanna hafði fengið það samþykkt í ríkisstjórn vorið 2008 að hækka hámarkslán sjóðsins og rýmka veðsetningarheimildir. Þessu til viðbótar var hluti lántökukostnaðar vegna kaupa á fyrstu íbúð felldur niður. Upplýsingafulltrúinn reynir í grein sinni að breiða yfir þátt Jóhönnu Sigurðardóttur í þessu máli og koma ábyrgð hennar sem fagráðherra yfir á þáverandi forsætisráðherra, þótt ÍLS hafi heyrt undir hennar ráðuneyti. Það er ekki mikil reisn yfir þeirri tilraun en hún er svo sem í stíl við pólitíska ákæru vinstri flokkanna á hendur þessum sama einstaklingi fyrir Landsdómi. Þessi breyting á útlánareglum ÍLS var á forræði Jóhönnu. Sjálf sagði Jóhanna í þingræðu 23. maí 2008 að „sú sem hér stendur er ráðherra húsnæðismála.“ En þrátt fyrir þessa tilraun til að draga úr hlut húsnæðismálaráðherrans reynir fulltrúinn jafnframt að réttlæta auknar útlánaheimildir ÍLS með því að þær hafi verið „neyðarráðstöfun“ til að koma í veg fyrir að „fasteignamarkaðurinn botnfrysi“. En það var hins vegar gild ástæða fyrir því að fasteignaviðskipti höfðu nær stöðvast vorið 2008. Lánsfé, sem áður var ofgnótt af, var illfáanlegt. Það var fullkomlega eðlilegt að menn héldu að sér höndum um hríð og færu ekki út í jafn stórar fjárfestingar og íbúðarkaup eru fyrir hverja fjölskyldu. Loftið var byrjað að leka úr fasteignabólunni og við þær aðstæður er lítill áhugi á fasteignakaupum. Sjálf sagði Jóhanna húsnæðismálaráðherra í fyrrnefndri þingræðu um stöðuna á fasteignamarkaðinum að „alþjóðleg fjármálakreppa“ væri hafin. Hvernig gat það gerst að húsnæðismálaráðherra, sem gerir sér grein fyrir kreppunni, greip til aðgerða sem miðuðu að því að lokka fólk út í húsnæðiskaup? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hér í blaðinu fyrir helgi svaraði Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, grein minni um þátt Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í kipp sem útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tóku á mánuðunum fyrir bankahrunið 2008. Upplýsingafulltrúinn segir að ég hafi „ýjað“ að því að Jóhanna hafi með aðgerðum sínum ginnt fjölda fólks út í fasteignaviðskipti á mánuðunum fyrir hrun. Hið rétta er þó að ég ýjaði ekki að þessu heldur fullyrti ég þetta enda liggja staðreyndir málsins fyrir. Það er engin ástæða til að fara í kringum þetta eins og köttur kringum heitan graut. Útlán ÍLS jukust hratt eftir að Jóhanna hafði fengið það samþykkt í ríkisstjórn vorið 2008 að hækka hámarkslán sjóðsins og rýmka veðsetningarheimildir. Þessu til viðbótar var hluti lántökukostnaðar vegna kaupa á fyrstu íbúð felldur niður. Upplýsingafulltrúinn reynir í grein sinni að breiða yfir þátt Jóhönnu Sigurðardóttur í þessu máli og koma ábyrgð hennar sem fagráðherra yfir á þáverandi forsætisráðherra, þótt ÍLS hafi heyrt undir hennar ráðuneyti. Það er ekki mikil reisn yfir þeirri tilraun en hún er svo sem í stíl við pólitíska ákæru vinstri flokkanna á hendur þessum sama einstaklingi fyrir Landsdómi. Þessi breyting á útlánareglum ÍLS var á forræði Jóhönnu. Sjálf sagði Jóhanna í þingræðu 23. maí 2008 að „sú sem hér stendur er ráðherra húsnæðismála.“ En þrátt fyrir þessa tilraun til að draga úr hlut húsnæðismálaráðherrans reynir fulltrúinn jafnframt að réttlæta auknar útlánaheimildir ÍLS með því að þær hafi verið „neyðarráðstöfun“ til að koma í veg fyrir að „fasteignamarkaðurinn botnfrysi“. En það var hins vegar gild ástæða fyrir því að fasteignaviðskipti höfðu nær stöðvast vorið 2008. Lánsfé, sem áður var ofgnótt af, var illfáanlegt. Það var fullkomlega eðlilegt að menn héldu að sér höndum um hríð og færu ekki út í jafn stórar fjárfestingar og íbúðarkaup eru fyrir hverja fjölskyldu. Loftið var byrjað að leka úr fasteignabólunni og við þær aðstæður er lítill áhugi á fasteignakaupum. Sjálf sagði Jóhanna húsnæðismálaráðherra í fyrrnefndri þingræðu um stöðuna á fasteignamarkaðinum að „alþjóðleg fjármálakreppa“ væri hafin. Hvernig gat það gerst að húsnæðismálaráðherra, sem gerir sér grein fyrir kreppunni, greip til aðgerða sem miðuðu að því að lokka fólk út í húsnæðiskaup?
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun