Góðmennska við kaupmenn Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Nú um stundir standa Samtök verslunar og þjónustu fyrir átakinu Það borgar sig að versla á Íslandi, þar sem íslenskir neytendur eru hvattir til að beina viðskiptum sínum fyrir jól til íslenskra verslana, á þeim grundvelli að verslun á Íslandi stuðli að bættum efnahag. Í herferðinni segja samtökin sögu af manneskju sem kaupir útvarp af afgreiðslukonu sem á tvo syni og með því að versla af henni sé kaupandinn að styðja íslenska tónlist því konan getur núna fjármagnað tónlistarnám annars sonarins, sem kaupandinn mun svo síðar meir hlusta á í útvarpinu. Boðskapur sögunnar er fallegur og alveg réttur, kannski örlítið langsóttur en rétt er að íslensk verslun eflir efnahag Íslands. En eiga neytendur að versla hjá íslenskum smásölum eingöngu á þeim forsendum? Mér þykir það frekar léleg beiðni kaupmanna að ætlast til þess að fólk flykkist í verslanir sínar af góðmennskunni einni. Viðskiptavinir íslenskra verslana eiga að versla hjá íslenskum verslunum á sömu forsendum og kaupmenn selja vörur sínar, á viðskiptalegum forsendum. Neytendur eru oft og tíðum harðsnúnir rekstrarmenn sem sætta sig ekki við neitt annað en hagstæðasta verðið, en það er eitthvað sem margir rekstrarmenn gera hins vegar ekki. Enn fremur efast ég stórlega um að verslunarmenn leggi á vörur sínar af góðmennskunni einni. Því miður er verslun á Íslandi illa rekin, eins og fram kom í skýrslu McKinsey sem kynnt var í lok síðasta mánaðar. Framleiðni er lág og verslunarrými er allt of stórt, t.a.m. er meðalverslunarstærð á Íslandi um 550 fermetrar en meðalstærð á Norðurlöndunum og Bretlandi er 357 fermetrar. Þetta þýðir að um 4,1 fermetri af verslunarplássi er á hvert mannsbarn á Íslandi meðan það er 2,1 að meðaltali í ofangreindum löndum. Líklegast er verslun á Íslandi enn að glíma við afleiðingar góðærisins fyrir 2008, þegar opnaðar voru verslanir af miklum móð og öllum „gekk vel“. Líklegast hafa sumar matvöruverslanir burði til að standa undir miklum fjölda verslana en þær sem það gera eru iðulega í smærri kantinum og nýta fermetrana vel. Aðrar verslanir sem ekki selja nauðsynjavörur hafa þrátt fyrir það þanið út fermetraplássið líkt og þær væru staðsettar í milljónaborg og halda uppi vöruverði með því að reka óhagstæð verslunarveldi. Það er því sorglegt að sjá kaupmenn biðja neytendur að versla hjá sér á þeirri forsendu að það sé svo gott fyrir íslenskan efnahag, þegar þeir eru í raun og veru bara að biðja neytendur um að niðurgreiða óhagkvæman verslunarrekstur þeirra. Íslenskir kaupmenn ættu heldur að draga saman seglin, einfalda og hagræða í rekstri, hætta að borga í SVÞ og leyfa neytendum að njóta góðs af sparnaðinum af lægra vöruverði. Ég hvet því íslenska neytendur til að versla þar sem það er hagstæðast fyrir þá, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar, og nota sparnaðinn t.d. í tónlistarnám fyrir börnin sín. Þetta er eina leiðin til að lækka vöruverð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um stundir standa Samtök verslunar og þjónustu fyrir átakinu Það borgar sig að versla á Íslandi, þar sem íslenskir neytendur eru hvattir til að beina viðskiptum sínum fyrir jól til íslenskra verslana, á þeim grundvelli að verslun á Íslandi stuðli að bættum efnahag. Í herferðinni segja samtökin sögu af manneskju sem kaupir útvarp af afgreiðslukonu sem á tvo syni og með því að versla af henni sé kaupandinn að styðja íslenska tónlist því konan getur núna fjármagnað tónlistarnám annars sonarins, sem kaupandinn mun svo síðar meir hlusta á í útvarpinu. Boðskapur sögunnar er fallegur og alveg réttur, kannski örlítið langsóttur en rétt er að íslensk verslun eflir efnahag Íslands. En eiga neytendur að versla hjá íslenskum smásölum eingöngu á þeim forsendum? Mér þykir það frekar léleg beiðni kaupmanna að ætlast til þess að fólk flykkist í verslanir sínar af góðmennskunni einni. Viðskiptavinir íslenskra verslana eiga að versla hjá íslenskum verslunum á sömu forsendum og kaupmenn selja vörur sínar, á viðskiptalegum forsendum. Neytendur eru oft og tíðum harðsnúnir rekstrarmenn sem sætta sig ekki við neitt annað en hagstæðasta verðið, en það er eitthvað sem margir rekstrarmenn gera hins vegar ekki. Enn fremur efast ég stórlega um að verslunarmenn leggi á vörur sínar af góðmennskunni einni. Því miður er verslun á Íslandi illa rekin, eins og fram kom í skýrslu McKinsey sem kynnt var í lok síðasta mánaðar. Framleiðni er lág og verslunarrými er allt of stórt, t.a.m. er meðalverslunarstærð á Íslandi um 550 fermetrar en meðalstærð á Norðurlöndunum og Bretlandi er 357 fermetrar. Þetta þýðir að um 4,1 fermetri af verslunarplássi er á hvert mannsbarn á Íslandi meðan það er 2,1 að meðaltali í ofangreindum löndum. Líklegast er verslun á Íslandi enn að glíma við afleiðingar góðærisins fyrir 2008, þegar opnaðar voru verslanir af miklum móð og öllum „gekk vel“. Líklegast hafa sumar matvöruverslanir burði til að standa undir miklum fjölda verslana en þær sem það gera eru iðulega í smærri kantinum og nýta fermetrana vel. Aðrar verslanir sem ekki selja nauðsynjavörur hafa þrátt fyrir það þanið út fermetraplássið líkt og þær væru staðsettar í milljónaborg og halda uppi vöruverði með því að reka óhagstæð verslunarveldi. Það er því sorglegt að sjá kaupmenn biðja neytendur að versla hjá sér á þeirri forsendu að það sé svo gott fyrir íslenskan efnahag, þegar þeir eru í raun og veru bara að biðja neytendur um að niðurgreiða óhagkvæman verslunarrekstur þeirra. Íslenskir kaupmenn ættu heldur að draga saman seglin, einfalda og hagræða í rekstri, hætta að borga í SVÞ og leyfa neytendum að njóta góðs af sparnaðinum af lægra vöruverði. Ég hvet því íslenska neytendur til að versla þar sem það er hagstæðast fyrir þá, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar, og nota sparnaðinn t.d. í tónlistarnám fyrir börnin sín. Þetta er eina leiðin til að lækka vöruverð á Íslandi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun