Góðmennska við kaupmenn Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Nú um stundir standa Samtök verslunar og þjónustu fyrir átakinu Það borgar sig að versla á Íslandi, þar sem íslenskir neytendur eru hvattir til að beina viðskiptum sínum fyrir jól til íslenskra verslana, á þeim grundvelli að verslun á Íslandi stuðli að bættum efnahag. Í herferðinni segja samtökin sögu af manneskju sem kaupir útvarp af afgreiðslukonu sem á tvo syni og með því að versla af henni sé kaupandinn að styðja íslenska tónlist því konan getur núna fjármagnað tónlistarnám annars sonarins, sem kaupandinn mun svo síðar meir hlusta á í útvarpinu. Boðskapur sögunnar er fallegur og alveg réttur, kannski örlítið langsóttur en rétt er að íslensk verslun eflir efnahag Íslands. En eiga neytendur að versla hjá íslenskum smásölum eingöngu á þeim forsendum? Mér þykir það frekar léleg beiðni kaupmanna að ætlast til þess að fólk flykkist í verslanir sínar af góðmennskunni einni. Viðskiptavinir íslenskra verslana eiga að versla hjá íslenskum verslunum á sömu forsendum og kaupmenn selja vörur sínar, á viðskiptalegum forsendum. Neytendur eru oft og tíðum harðsnúnir rekstrarmenn sem sætta sig ekki við neitt annað en hagstæðasta verðið, en það er eitthvað sem margir rekstrarmenn gera hins vegar ekki. Enn fremur efast ég stórlega um að verslunarmenn leggi á vörur sínar af góðmennskunni einni. Því miður er verslun á Íslandi illa rekin, eins og fram kom í skýrslu McKinsey sem kynnt var í lok síðasta mánaðar. Framleiðni er lág og verslunarrými er allt of stórt, t.a.m. er meðalverslunarstærð á Íslandi um 550 fermetrar en meðalstærð á Norðurlöndunum og Bretlandi er 357 fermetrar. Þetta þýðir að um 4,1 fermetri af verslunarplássi er á hvert mannsbarn á Íslandi meðan það er 2,1 að meðaltali í ofangreindum löndum. Líklegast er verslun á Íslandi enn að glíma við afleiðingar góðærisins fyrir 2008, þegar opnaðar voru verslanir af miklum móð og öllum „gekk vel“. Líklegast hafa sumar matvöruverslanir burði til að standa undir miklum fjölda verslana en þær sem það gera eru iðulega í smærri kantinum og nýta fermetrana vel. Aðrar verslanir sem ekki selja nauðsynjavörur hafa þrátt fyrir það þanið út fermetraplássið líkt og þær væru staðsettar í milljónaborg og halda uppi vöruverði með því að reka óhagstæð verslunarveldi. Það er því sorglegt að sjá kaupmenn biðja neytendur að versla hjá sér á þeirri forsendu að það sé svo gott fyrir íslenskan efnahag, þegar þeir eru í raun og veru bara að biðja neytendur um að niðurgreiða óhagkvæman verslunarrekstur þeirra. Íslenskir kaupmenn ættu heldur að draga saman seglin, einfalda og hagræða í rekstri, hætta að borga í SVÞ og leyfa neytendum að njóta góðs af sparnaðinum af lægra vöruverði. Ég hvet því íslenska neytendur til að versla þar sem það er hagstæðast fyrir þá, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar, og nota sparnaðinn t.d. í tónlistarnám fyrir börnin sín. Þetta er eina leiðin til að lækka vöruverð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Nú um stundir standa Samtök verslunar og þjónustu fyrir átakinu Það borgar sig að versla á Íslandi, þar sem íslenskir neytendur eru hvattir til að beina viðskiptum sínum fyrir jól til íslenskra verslana, á þeim grundvelli að verslun á Íslandi stuðli að bættum efnahag. Í herferðinni segja samtökin sögu af manneskju sem kaupir útvarp af afgreiðslukonu sem á tvo syni og með því að versla af henni sé kaupandinn að styðja íslenska tónlist því konan getur núna fjármagnað tónlistarnám annars sonarins, sem kaupandinn mun svo síðar meir hlusta á í útvarpinu. Boðskapur sögunnar er fallegur og alveg réttur, kannski örlítið langsóttur en rétt er að íslensk verslun eflir efnahag Íslands. En eiga neytendur að versla hjá íslenskum smásölum eingöngu á þeim forsendum? Mér þykir það frekar léleg beiðni kaupmanna að ætlast til þess að fólk flykkist í verslanir sínar af góðmennskunni einni. Viðskiptavinir íslenskra verslana eiga að versla hjá íslenskum verslunum á sömu forsendum og kaupmenn selja vörur sínar, á viðskiptalegum forsendum. Neytendur eru oft og tíðum harðsnúnir rekstrarmenn sem sætta sig ekki við neitt annað en hagstæðasta verðið, en það er eitthvað sem margir rekstrarmenn gera hins vegar ekki. Enn fremur efast ég stórlega um að verslunarmenn leggi á vörur sínar af góðmennskunni einni. Því miður er verslun á Íslandi illa rekin, eins og fram kom í skýrslu McKinsey sem kynnt var í lok síðasta mánaðar. Framleiðni er lág og verslunarrými er allt of stórt, t.a.m. er meðalverslunarstærð á Íslandi um 550 fermetrar en meðalstærð á Norðurlöndunum og Bretlandi er 357 fermetrar. Þetta þýðir að um 4,1 fermetri af verslunarplássi er á hvert mannsbarn á Íslandi meðan það er 2,1 að meðaltali í ofangreindum löndum. Líklegast er verslun á Íslandi enn að glíma við afleiðingar góðærisins fyrir 2008, þegar opnaðar voru verslanir af miklum móð og öllum „gekk vel“. Líklegast hafa sumar matvöruverslanir burði til að standa undir miklum fjölda verslana en þær sem það gera eru iðulega í smærri kantinum og nýta fermetrana vel. Aðrar verslanir sem ekki selja nauðsynjavörur hafa þrátt fyrir það þanið út fermetraplássið líkt og þær væru staðsettar í milljónaborg og halda uppi vöruverði með því að reka óhagstæð verslunarveldi. Það er því sorglegt að sjá kaupmenn biðja neytendur að versla hjá sér á þeirri forsendu að það sé svo gott fyrir íslenskan efnahag, þegar þeir eru í raun og veru bara að biðja neytendur um að niðurgreiða óhagkvæman verslunarrekstur þeirra. Íslenskir kaupmenn ættu heldur að draga saman seglin, einfalda og hagræða í rekstri, hætta að borga í SVÞ og leyfa neytendum að njóta góðs af sparnaðinum af lægra vöruverði. Ég hvet því íslenska neytendur til að versla þar sem það er hagstæðast fyrir þá, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar, og nota sparnaðinn t.d. í tónlistarnám fyrir börnin sín. Þetta er eina leiðin til að lækka vöruverð á Íslandi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun