Um frumvarp til laga um trúfélög og lífsskoðunarfélög Bjarni Randver Sigurvinsson skrifar 12. nóvember 2012 06:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið 25. okt. sl. þar sem hann greinir frá því að frumvarp til laga um skráningu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga sæti slíkri andstöðu á Alþingi að ekki hafi náðst að leggja það fram til atkvæðagreiðslu. Frumvarpið snýst að stórum hluta um að koma á jafnræði milli skráðra trúfélaga og annarra lífsskoðunarfélaga sem kenna sig við trúleysi. Slíkt frumvarp er fyrir löngu orðið tímabært eins og við bentum á í grein um drögin að því í Morgunblaðinu 24. nóvember 2011 og ber að þakka Ögmundi fyrir það hvernig hann hefur fylgt málinu eftir. En þótt við styðjum frumvarpið í megindráttum gerum við enn athugasemdir við þann greinarmun sem gerður er þar á trúfélögum og lífsskoðunarfélögum. Þar er skilyrðið fyrir skráningu trúfélags ?að um sé að ræða félag sem leggur stund á átrúnað eða trú? meðan skilyrðið fyrir skráningu lífsskoðunarfélags er ?að um sé að ræða félag sem byggist á veraldlegum lífsskoðunum, miðar starfsemi sína við ákveðin siðferðisgildi og mannrækt og fjallar um siðfræði eða þekkingarfræði með skilgreindum hætti?. Út frá forsendum almennra trúarbragðafræða er auðveldlega hægt að færa rök fyrir því að þessi aðgreining standist ekki. Öll trúfélög eru lífsskoðunarfélög, öll miða þau starfsemi sína við ákveðin siðferðisgildi og mannrækt og öll fjalla þau um siðfræði og þekkingarfræði með skilgreindum hætti. Þannig er ekki hægt að halda því fram að þetta séu sérkenni félaga sem byggjast á ?veraldlegum lífsskoðunum?. Þar að auki má hæglega færa rök fyrir því út frá viðteknum skilgreiningum og flokkunarkerfum innan almennra trúarbragðafræða að sú aðgreining milli trúar og veraldlegra lífsskoðana sem gerð er í frumvarpinu standist ekki. Þetta er ekki spurning um hvort um sé að ræða ?lífsskoðunarfélög sem ekki aðhyllast trúarlegar kenningar? eins og segir í athugasemdum innanríkisráðuneytisins með frumvarpinu, heldur hvort um sé að ræða lífsskoðunarfélög sem kjósa að aðgreina sig frá öllu því sem þau sjálf skilgreina sem trúarlegt. Starfsemi, athafnir og hugmyndafræði Siðmenntar, svo dæmi sé tekið, geta hæglega flokkast sem trúarlegar út frá forsendum almennra trúarbragðafræða. Þannig býður t.d. félagið upp á helgiathafnir á ævihátíðum einstaklinga og við tímamót í lífi fjölskyldna sem eru sambærilegar helgiathöfnum í trúfélögum og gegna sama hlutverki. Enn fremur má rekja sögulegar og menningarlegar rætur félagsins langt aftur í aldir í gegnum m.a. hreyfingu unitara. Það er með ólíkindum að umsóknum Siðmenntar um skráningu út frá núgildandi lögum hafi í tvígang verið hafnað. Hins vegar er sjálfsagt mál að taka tillit til þess í nýju lagafrumvarpi að félagið kýs einmitt að aðgreina sig frá trúarhugtakinu. Þau skilyrði fyrir skráningu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga sem tilgreina þarf í frumvarpinu þurfa að vera sameiginleg einkenni þeirra allra, óháð því hvort þau kjósi á eigin forsendum að skilgreina sig til tiltekinnar trúarhefðar eða frá hvers kyns trú. Allur gangur er á því hvernig trúarhugtakið er skilgreint innan hinna ýmsu félaga og því er það ekki hlutverk ríkisvaldsins að festa túlkun eins félags umfram annars í lög í eitt skipti fyrir öll á skjön við almenna trúarbragðafræði. Vandinn við frumvarpið er að það endurspeglar um of sérskilning Siðmenntar á trúarhugtakinu án þess að tekið sé tillit til fræðilegrar greiningar trúarbragðafræðinga á víðara merkingasviði þess. Athygli vekur að í athugasemdum innanríkisráðuneytisins með frumvarpinu er tekið undir það sjónarmið þeirra sem mótuðu núverandi lög frá 1999 um skráningu trúfélaga að sniðganga beri almenna trúarbragðafræði í þessum efnum. Þetta er orðað þannig ?að ekki sé verið að setja fram fræðilega skilgreiningu á hugtakinu trúfélag sem trúarbragðafræðingar séu endilega sammála um, heldur eingöngu verið að setja fram almenn skilyrði sem trúfélag verður að uppfylla til að hljóta skráningu? og er tekið fram að það sama gildi þar með um hugtakið lífsskoðunarfélag. Einkennilegt er að trúarbragðafræðin skuli sniðgengin með þessum hætti við gerð frumvarpsins, því að fræðileg greining á þeim grundvallarhugtökum sem um ræðir hlýtur að skipta máli og auka líkurnar á ígrundaðri lagasetningu. Þó svo að endurskoða þurfi frumvarpið í ljósi ofangreindra athugasemda ættu breytingarnar að vera einfaldar. Mikilvægt er að það sé gert með þeim hætti að sem víðtækust samstaða náist um það. Félög á borð við Siðmennt, sem kjósa að aðgreina sig frá trú í þröngri merkingu þess hugtaks, eiga fullan rétt á því að öðlast þá viðurkenningu og þau réttindi sem formleg tengsl við ríkisvaldið hafa í för með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið 25. okt. sl. þar sem hann greinir frá því að frumvarp til laga um skráningu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga sæti slíkri andstöðu á Alþingi að ekki hafi náðst að leggja það fram til atkvæðagreiðslu. Frumvarpið snýst að stórum hluta um að koma á jafnræði milli skráðra trúfélaga og annarra lífsskoðunarfélaga sem kenna sig við trúleysi. Slíkt frumvarp er fyrir löngu orðið tímabært eins og við bentum á í grein um drögin að því í Morgunblaðinu 24. nóvember 2011 og ber að þakka Ögmundi fyrir það hvernig hann hefur fylgt málinu eftir. En þótt við styðjum frumvarpið í megindráttum gerum við enn athugasemdir við þann greinarmun sem gerður er þar á trúfélögum og lífsskoðunarfélögum. Þar er skilyrðið fyrir skráningu trúfélags ?að um sé að ræða félag sem leggur stund á átrúnað eða trú? meðan skilyrðið fyrir skráningu lífsskoðunarfélags er ?að um sé að ræða félag sem byggist á veraldlegum lífsskoðunum, miðar starfsemi sína við ákveðin siðferðisgildi og mannrækt og fjallar um siðfræði eða þekkingarfræði með skilgreindum hætti?. Út frá forsendum almennra trúarbragðafræða er auðveldlega hægt að færa rök fyrir því að þessi aðgreining standist ekki. Öll trúfélög eru lífsskoðunarfélög, öll miða þau starfsemi sína við ákveðin siðferðisgildi og mannrækt og öll fjalla þau um siðfræði og þekkingarfræði með skilgreindum hætti. Þannig er ekki hægt að halda því fram að þetta séu sérkenni félaga sem byggjast á ?veraldlegum lífsskoðunum?. Þar að auki má hæglega færa rök fyrir því út frá viðteknum skilgreiningum og flokkunarkerfum innan almennra trúarbragðafræða að sú aðgreining milli trúar og veraldlegra lífsskoðana sem gerð er í frumvarpinu standist ekki. Þetta er ekki spurning um hvort um sé að ræða ?lífsskoðunarfélög sem ekki aðhyllast trúarlegar kenningar? eins og segir í athugasemdum innanríkisráðuneytisins með frumvarpinu, heldur hvort um sé að ræða lífsskoðunarfélög sem kjósa að aðgreina sig frá öllu því sem þau sjálf skilgreina sem trúarlegt. Starfsemi, athafnir og hugmyndafræði Siðmenntar, svo dæmi sé tekið, geta hæglega flokkast sem trúarlegar út frá forsendum almennra trúarbragðafræða. Þannig býður t.d. félagið upp á helgiathafnir á ævihátíðum einstaklinga og við tímamót í lífi fjölskyldna sem eru sambærilegar helgiathöfnum í trúfélögum og gegna sama hlutverki. Enn fremur má rekja sögulegar og menningarlegar rætur félagsins langt aftur í aldir í gegnum m.a. hreyfingu unitara. Það er með ólíkindum að umsóknum Siðmenntar um skráningu út frá núgildandi lögum hafi í tvígang verið hafnað. Hins vegar er sjálfsagt mál að taka tillit til þess í nýju lagafrumvarpi að félagið kýs einmitt að aðgreina sig frá trúarhugtakinu. Þau skilyrði fyrir skráningu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga sem tilgreina þarf í frumvarpinu þurfa að vera sameiginleg einkenni þeirra allra, óháð því hvort þau kjósi á eigin forsendum að skilgreina sig til tiltekinnar trúarhefðar eða frá hvers kyns trú. Allur gangur er á því hvernig trúarhugtakið er skilgreint innan hinna ýmsu félaga og því er það ekki hlutverk ríkisvaldsins að festa túlkun eins félags umfram annars í lög í eitt skipti fyrir öll á skjön við almenna trúarbragðafræði. Vandinn við frumvarpið er að það endurspeglar um of sérskilning Siðmenntar á trúarhugtakinu án þess að tekið sé tillit til fræðilegrar greiningar trúarbragðafræðinga á víðara merkingasviði þess. Athygli vekur að í athugasemdum innanríkisráðuneytisins með frumvarpinu er tekið undir það sjónarmið þeirra sem mótuðu núverandi lög frá 1999 um skráningu trúfélaga að sniðganga beri almenna trúarbragðafræði í þessum efnum. Þetta er orðað þannig ?að ekki sé verið að setja fram fræðilega skilgreiningu á hugtakinu trúfélag sem trúarbragðafræðingar séu endilega sammála um, heldur eingöngu verið að setja fram almenn skilyrði sem trúfélag verður að uppfylla til að hljóta skráningu? og er tekið fram að það sama gildi þar með um hugtakið lífsskoðunarfélag. Einkennilegt er að trúarbragðafræðin skuli sniðgengin með þessum hætti við gerð frumvarpsins, því að fræðileg greining á þeim grundvallarhugtökum sem um ræðir hlýtur að skipta máli og auka líkurnar á ígrundaðri lagasetningu. Þó svo að endurskoða þurfi frumvarpið í ljósi ofangreindra athugasemda ættu breytingarnar að vera einfaldar. Mikilvægt er að það sé gert með þeim hætti að sem víðtækust samstaða náist um það. Félög á borð við Siðmennt, sem kjósa að aðgreina sig frá trú í þröngri merkingu þess hugtaks, eiga fullan rétt á því að öðlast þá viðurkenningu og þau réttindi sem formleg tengsl við ríkisvaldið hafa í för með sér.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun