Fleiri fréttir

Tölum saman! Let‘s talk! Porozmawiajmy!

Joanna Marcinkowska skrifar

Ég heiti Joanna og ég er pólsk. Ég flutti til Íslands fyrir níu árum. Þegar ég kom hingað þurfti ég fyrst að læra íslensku og setja mig inn í íslenskt samfélag. Ég þurfti að afla mér upplýsinga um réttindi mín sem innflytjandi. Hvar, hvenær og hvernig átti ég að nálgast slíkar upplýsingar? Það var oft erfitt því ég talaði litla íslensku og ég vissi ekki hvert ég átti að leita. Oft mátti ég ganga á milli stofnana og fara erindisleysu því ég vissi ekki hvar þjónustuna var að finna. Þetta þekkja flestir sem hafa tekið sig upp og flust á milli landa.

Áskorun til borgarstjóra frá BIN hópnum

BIN-hópurinn skrifar

Skorað hefur verið á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að beita sér gegn því að nauðasamningar við kröfuhafa í þrotabú Kaupþings og Glitnis verði samþykktir. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum óttast að útgreiðsla á hundruðum milljarða í erlendri mynt, geti grafið undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins og valdið miklu efnahagstjóni.

Kona með reynslu

Nú er mikið rætt um ungan aldur Katrínar Júlíusdóttur en minna um þingreynslu hennar. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir hættir á þingi verður Katrín sú þingkona sem eina mestu reynsluna hefur. Á fjórða kjörtímabili Katrínar hefur það ekki síst komið í ljós að reynsla skiptir miklu máli á krefjandi tímum. Sú staðreynd birtist í því að félagar hennar í Samfylkingunni treystu henni til að taka að sér sjálf ríkisfjármálin með því að velja hana til þess að setjast í stól fjármálaráðherra.

Hagvexti hamlað með niðurskurði til háskóla

Svana Helen Björnsdóttir skrifar

Allir eru sammála um mikilvægi öflugrar menntunar fyrir verðmætasköpun og lífskjör. Því skýtur það skökku við að stjórnvöld skuli ítrekað fara þá leið, þvert á ráðleggingar sérfræðinga, að skera niður fjárframlög til háskóla.

Út úr vandanum!

Bryndís Loftsdóttir skrifar

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi. Ég tel brýnt að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur í ríkisstjórn og vonast til þess að framboð mitt verði flokknum að gagni. Ég er lærður leikari frá ALRA í London en hef starfað við bóksölu í hart nær 20 ár og hef því nokkra reynslu af viðskiptaumhverfi hér á landi. Ég bý ásamt eiginmanni mínum og þremur börnum á Seltjarnarnesi.

Snúum vörn í sókn

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Undanfarin ár hafa verið erfið í opinberum rekstri þar sem nánast allir geirar hins opinbera hafa tekið á sig niðurskurð í kjölfar efnahagshrunsins. Framhaldsskólarnir hafa ekki verið undanskildir en þar voru miklar væntingar um aukið fjármagn eftir að ný framhaldsskólalög gengu í gildi árið 2008. Þeir fjármunir skiluðu sér ekki heldur þurftu skólarnir að skera niður.

Nashyrningar í krossaprófi

Pawel Bartoszek skrifar

Í spurningaspili sem ég spilaði sem krakki kom eftirfarandi spurning ítrekað upp úr bunkanum: "Hvort sjá nashyrningar eða heyra betur?”

Besti heilbrigðisráðherrann

Ólafur Hauksson skrifar

Ég hef síðustu tvo áratugina unnið fyrir fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki sem hafa átt í samskiptum við ráðuneyti og ráðherra. Oftast nær eru frásagnir af slíkum samskiptum daprar. Fólk fær ekki svör eða er dregið á asnaeyrunum fram og til baka. Ákvörðunarfælni er gegnumgangandi.

Stuðningsgrein: Forval Samfylkingarinnar 2012

Bjarni Pétur Magnússon skrifar

Það eru tæp 40 ár liðin frá því undirritaður ásamt öðrum ungum áhugamönnum um stjórnmál hittumst og ræddum um nauðsyn breytinga á vali fulltrúa til þings og bæjarstjórna. Einkum var okkur ofarlega í huga að brjóta upp flokksræðið í íslenskum stjórnmálum. Ýmislegt bar á góma, skoðuðum við einkum kosningakerfi og höfðum þá í huga persónuval við kosningar. Lítið var okkur þá ágengt enda má segja að prófkjör hafi að hluta til verið lausn á hugmyndum okkar.

Fjárfestingaáætlun á fjárlög

Katrín Júlíusdóttir skrifar

Fjármögnun fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnarinnar sem kynnt var sl. vor hefur nú verið tryggð, en áætlunin var sett fram með fyrirvara um tekjur af veiðigjöldum og arði úr bönkum. Hvort tveggja hefur nú gengið eftir. Á næsta ári fara því alls 10,3 milljarðar króna á fjárlögum næsta árs í verkefni fjárfestingaáætlunar sem auka munu fjárfestingu og styðja við vaxandi atvinnugreinar til að skapa hagvöxt og ný störf.

Stefnuleysi og glundroði

Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar

Utanríkisstefna Íslands frá brotthvarfi Bandaríkjahers 2006 hefur einkennst af hálfgerðu stefnuleysi. Ísland hefur ekki getað markað með festu skýra utanríkisstefnu með markmið til langs tíma og situr þjóðin uppi með óvissu í þessum mikilvæga málaflokki.

Sigríðarólánið

Jóhann Hauksson skrifar

Sigríður Andersen, sem situr nú á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ýjar að því í grein í Fréttablaðinu í gær að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi narrað fjölda fólks til íbúðarkaupa síðustu mánuðina fyrir hrun.

Verðmætin í velferðinni

Magnús Orri Schram skrifar

Grunnur verðmætasköpunar samfélagsins er lagður í velferðarkerfinu. Hvort sem við lítum til menntunar unga fólksins, rannsóknar í háskólum, eða aðstoð við þá sem hafa orðið fyrir áföllum, þá gegnir velferðarkerfið lykilhlutverki til að skapa gott samfélag. Fólk vill búa og starfa þar sem velferðarkerfið er sterkt.

Stuðningsgrein: Árna Pál til áframhaldandi forystu

Steinþór Einarsson skrifar

Með Árna Pál í forystu Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í kosningunum árið 2009 varð Samfylkingin stærsti flokkur kjördæmisins. Árni Páll hefur því verið fyrsti þingmaður kjördæmisins.

Árna Pál til forystu í Suðvesturkjördæmi

Árni Guðmundsson skrifar

Árni Páll er hreinn og beinn í sínum störfum og hefur sýnt það í verki sem fyrsti þingmaður kjördæmisins að hann er vel til forystu fallinn. Árni Páll hefur beitt sér á mörgum sviðum í stjórnmálum og ekki síst í málum sem snúa að þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Verkefnið "Ungt fólk til athafna" varð til í félagsmálaráðherratíð hans, verkefnið var virkt og gott úrræði fyrir ungt fólk í atvinnuleit og gaf fjölda ungmenna nýja von. Barátta hans gegn okurvöxtum smálánafyrirtæka er annað mál sem flestum er kunnugt um. Árni Páll er búinn forystuhæfileikum og sem slíkur er hann verðugur leiðtogi þess góða og öfluga hóps er gefur kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar 9. - 10. nóvember.

Árangur ríkissjóðs – frá vöxtum í velferð

Katrín Júlíusdóttir skrifar

Það eru orð að sönnu að sú tíð er liðin að vinstri stjórnir eyði meiru en hægri stjórnir. Hafi það nokkurn tímann verið annað en áróðursfullyrðing að hægri menn væru gætnari í meðferð opinberra fjármuna en vinstri menn. Hvarvetna austan hafs sem vestan er hafin tiltekt eftir óráðsíu nýfrjálshyggjunnar á undanförnum áratugum. Endurreisnin gengur best þar sem leikurinn er jafnaður.

Orð án hugsana

Róbert Trausti Árnason skrifar

Heimskautaísinn hopar stöðugt og veitir aðgang að svæðum sem áður var ekki aðgangur að sökum ísalaga árið um kring. Olía og jarðgas eru nú sótt á staði sem áður fyrr voru utan hagkvæmra nýtingarsvæða og flutt á markaði. Samt fyrirfinnst ógrynni olíu og jarðgass suður í löndum sem hægt er að ná til með mun minni tilkostnaði en á Norðurskautinu. Þá eru öll álitaefni um afmörkun og skiptingu landgrunnsins norður frá enn óleyst.

Verum góðar fyrirmyndir og vöndum okkur í samskiptum

Nanna Kristín Christiansen skrifar

Reynslan og rannsóknir hafa sýnt að til þess að takast á við einelti og annað ofbeldi í skólum þarf að horfa á samskipti í víðu samhengi. Með réttum viðhorfum hinna fullorðnu og með því að kenna börnum að eiga samskipti sem einkennast af lýðræðislegum gildum er hægt að byggja upp menningu þar sem einelti er hafnað og börn búa við öryggi.

Hringjum bjöllum gegn einelti

Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir og Ögmundur Jónasson skrifar

Ofsóknir, þrálát áreitni, stríðni og ofbeldi. Allt eru þetta orð sem koma upp í tengslum við skilgreiningu orðabókar á hugtakinu einelti. Þessi orð lýsa ekki saklausri háttsemi, þvert á móti, alvarlegu ofbeldi, sem í eðli sínu er niðurbrjótandi. Í því felst að niðurlægja, móðga, særa, mismuna og ógna manneskju ítrekað. Kynferðisleg áreitni fellur hér undir, en einnig andlegt og líkamlegt ofbeldi.

Hringl í poka

Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar

Það hefur ekki farið fram hjá einni einustu fjölskyldu í landinu hvað kaupmátturinn hefur rýrnað. Laun tveggja einstaklinga sem áður veittu fjölskyldu gott lífsviðurværi duga varla fyrir mat og öðrum nauðsynjum þegar búið er að greiða afborganir lána. Í dag er ekkert auka, og sumir eiga hreinlega ekki nóg. Fólk fer með fimm þúsund krónur í búðina og fær fyrir hann hringl í poka sem ekkert er. Fiskur, ávextir og grænmeti er orðið að lúxusvöru, hvað þá að fjölskyldan hafi efni á því að fara saman út að borða.

Verndum börn gegn einelti

Erna Reynisdóttir skrifar

Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfa með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Í 19. grein sáttmálans er kveðið á um vernd barna gegn öllu ofbeldi, líkamlegu, andlegu, kynferðislegu og gegn vanrækslu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að ýmsum verkefnum varðandi vernd barna gegn ofbeldi. Vefurinn www.verndumborn.is er upplýsingavefur á vegum samtakanna þar sem hægt er að nálgast upplýsingar, einkenni og afleiðingar hvers kyns ofbeldis gagnvart börnum, um hvernig bregðast skuli við ef grunur vaknar um ofbeldi og með hvaða leiðum er hægt að tilkynna það.

Góðar ábendingar frá McKinsey

Valdimar Halldórsson skrifar

Nýbirt skýrsla ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um framtíðarmöguleika íslensks hagkerfis er holl lesning enda eru þar fjölmargar gagnlegar ábendingar um það sem betur má fara.

Burt með fjárfesta og ferðamenn

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Núverandi ríkisstjórn gaf í upphafi fögur fyrirheit um að efla erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu. Flestir vita hvernig það hefur farið; erlenda fjárfestingin hefur orðið mun minni en hún gæti verið, meðal annars vegna stöðugra breytinga á rekstrarumhverfi og regluverki, fjandsamlegra yfirlýsinga ráðamanna í garð fjárfesta, tilhneigingar til að breyta reglum eftir á, hótana um eignaupptöku og þannig mætti áfram telja.

Sykurhamfarir

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Borgarstjóri New York-borgar hefur í nógu að snúast. Dag og nótt leitar hann lausna fyrir þá sem hafa misst heimili sín eða eru án rafmagns eftir storminn Sandy.

Að stjórna skipulagi

Arna Mathiesen skrifar

Fagna ber nýlegum pistli ráðamanns hjá Reykjavíkurborg um góð tengsl borgar og sjávar. Gott ef Geirsgata verður gerð að borgargötu og bílum þannig verði gert minna hátt undir höfði í borgarmyndinni. Tilvísun í skala gamla bæjarins fyrir nýbyggingar, og endurnýting gamalla bygginga í miðbænum er til fyrirmyndar.

Jóhönnulánin

Sigríður Andersen skrifar

Það liggur fyrir að þeir sem tapað hafa mestu af eigin fé í húsnæði sínu eru þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð eða stækkuðu við sig á árunum 2007 og 2008.

Til hamingju með daginn

Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Miðvikudaginn 7. nóvember er Félagsmiðstöðvadagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Þá opna félagsmiðstöðvarnar í landinu dyr sínar fyrir fyrir gestum og gangandi, foreldrum og gömlum heimalingum félagsmiðstöðvanna.

Leynast góð verkefni eða úrræði í pokahorni þínu?

Elva Björk Ágústsdóttir skrifar

Málefni barna og unglinga hafa lengi verið mér mjög hugleikin. Ég er námsráðgjafi í Hofsstaðaskóla í Garðabæ þar sem starfsmenn eru allir af vilja gerðir og reyna eftir fremsta megni að styðja nemendur og huga að líðan þeirra. Við erum þó ekki alveg laus við einelti og vanlíðan frekar en aðrir, því miður. Það er okkur öllum mikið kappsmál að vinna að því að fækka eineltismálum og um leið að bæta líðan og samskipti nemenda okkar.

Skapandi hugsun og verðmæti hennar

Vilborg Aldís Ragnarsdóttir skrifar

Skapandi hugsun getur átt stóran þátt í að marka stefnu í eigin lífi og starfi. Hún getur einnig hjálpað okkur að líta lengra en reynsla okkar nær og að bregðast á sveigjanlegan hátt við hinum ýmsu aðstæðum.

Gervitennur í fermingargjöf

Magnús R. Gíslason skrifar

Rannsóknir sýna að tennur Íslendinga skemmast nú hraðar en hjá flestum öðrum þjóðum, t.d. skemmast tvisvar sinnum fleiri tennur í 12 ára börnum okkar en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum.

Evrópuaðild fyrir fólkið í landinu

Mörður Árnason skrifar

Öllu talinu um aðildarsamningana og framtíðarstefnuna í sambandi við Evrópusambandið hættir til að verða nokkuð fjarlægt og háfleygt, fyrir nú utan að þátttakendur leyfa sér óvenjumikið rugl og nöldur, jafnvel á íslenskan nútímakvarða. Jájá, það þarf að finna leið út úr gjaldeyrishöftunum, og enginn hefur bent á neina aðra í raun og veru en upptöku evru. Jájá, það eru vandamál kringum fullveldisdeilingu, bæði í EES og ESB, og Íslendingar mega ekki rasa um ráð fram. Sjávarútvegsmálin, landbúnaðurinn, byggðirnar, fjármálamarkaðirnir o.s.frv. o.s.frv. En hvað kemur þetta venjulegu fólki við í daglegu brauðstriti og amstri – sem eftir Hrun er alvarlegt mál fyrir hver einustu mánaðamót á fjölmörgum heimilum?

Nei eða já: Hverju eiga einstaklingar með ADHD að trúa?

Björk Þórarinsdóttir skrifar

Í ADHD-vitundarvikunni nú í haust vöktu ADHD-samtökin athygli þingmanna á að í fjárlagsfrumvarpi til næsta árs er áætlaður 220 milljóna króna sparnaður með því að hætta niðurgreiðslu metylphenidatlyfja til fullorðinna með ADHD. Í kjölfarið voru ADHD-samtökin boðuð á fund í velferðarráðuneytinu þar sem talað var um að þetta yrði ekki svona í raun, heldur ættu þeir sem sannanlega þyrftu á lyfjum að halda að fá þau niðurgreidd. Á þessum fundi var líka talað um að fjárveiting lægi fyrir til að stofna sérstakt ADHD-sérfræðiteymi og búið væri að tryggja rekstrargrundvöll þess.

Af salsaballi, bílabíó og klámvæðingu íslenskra ungmenna

Bjartur Steingrímsson skrifar

Klámvæðingin, það margumrædda og umdeilda hugtak, birtist okkur í ýmsum dapurlegum myndum í okkar daglega lífi. Hún á sinn þátt í kynbundnum staðalímyndum fólks sem við sjáum allt í kringum okkur og er skilgetið afkvæmi hins karllæga samfélags. Klámmarkaðurinn er risastór, einn sá stærsti á internetinu, og ratar inn á tölvuskjái langflestra unglingsdrengja á Íslandi. Klám þar sem meginþemu eru lítillækkun, niðurlæging og barngerving kvenmannslíkamans. Burt séð frá því þá eru áhrif þess, klámvæðingin sjálf, alls staðar í kringum okkur. Hún er til staðar í öllum okkar helstu upplýsingamiðlum, frá tónlistarmyndböndum í sjónvarpi til auglýsingaskilta á Breiðholtsbrautinni, hún kemur fyrir í blautbolakeppnum á Suðurnesjum og nú nýlega í auglýsingaherferðum fyrir nemendafélög íslenskra menntaskóla. Því er fásinna að halda því fram að klámvæðingin hafi ekki áhrif og eigi ekki sinn þátt í að móta skoðanir okkar og viðhorf.

Hvað eruð þið að pæla?

Kristín Guðmundsdóttir skrifar

Þegar fatlaður sonur minn var 10 ára tjáði kona mér sem var að sjá hann í fyrsta sinn hversu sniðugt það væri að blanda saman fötluðum og ófötluðum saman í bekk. Þar sem mér hafði aldrei dottið í hug að sonur minn færi í almennan bekk vildi ég fá rök fyrir þessu. Rökin voru þau að þá myndu fatlaðir kynnast ófötluðum og öfugt.

Ég vil breytingar. En þú?

Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar

Við stöndum á tímamótum því kjörtímabil fyrstu hreinræktuðu vinstri ríkisstjórnar á Íslandi er að renna sitt skeið. Stjórnmálamenn á vinstri vængnum hafa sýnt okkur það svart á hvítu að þeir telja að uppbygging atvinnulífs og byggðar í landinu eigi að snúast um hugmyndir stjórnmálanna. Það hefur berlega komið í ljós á þessu kjörtímabili að leið stjórnmálalegra afskipta og ríkisforsjár hefur dregið úr vilja og getu fólksins til þess að hefja á ný atvinnurekstur, taka áhættu og skapa verðmæti fyrir sig sjálft og þjóðarbúið.

Framtíð dætra okkar

Kjartan Örn Sigurðsson skrifar

Ég fæddist á kvennaári Sameinuðu þjóðanna 1975, kynntist Telmu eiginkonu minni 1997 og við eignuðumst elstu stelpuna okkar árið 1999. Í dag eru þær orðnar fjórar.

Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá

Guðmundur Gunnarsson skrifar

Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, og Þorsteinn Pálsson, fyrrv. ráðherra og sendiherra, hafa tekið höndum saman um að skrifa reglulega í Fréttablaðið pistla með það að markmiði að grafa undan trúverðugleika tillagna stjórnlagaráðs. Þorsteinn líkti nú um helgina tillögum stjórnlagaráðs við óvandað smjör og bendir á að hér á landi sé einmitt regluverk sem verndar þá framleiðendur sem eru valdhöfunum þóknanlegir hverju sinni. Framleiðsla þeirra fari milliliðalaust í gæðaflokk. Þessu regluverki var komið á af þeim flokki sem hefur verið hér við völd frá lýðveldisstofnun fram yfir Hrun. Regluverki sem færir mikið til fárra og flokkurinn beitir öllum ráðum til þess að vernda þetta kerfi.

Af hverju býð ég mig fram?

Hlédís Sveinsdóttir skrifar

Ástæða þess að ég gef kost á mér í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi er ekki sú að ég telji mig vita meira en samferðamenn mínir. Ástæðan er heldur ekki sú að ég hafi svona gaman af karpi og að takast á í orðræðu. Því er þveröfugt farið og einmitt þess vegna ákvað ég að taka þátt. Mig langar að leggja mitt af mörkum til að breyta umhverfi stjórnmála og gera þau mannlegri.

Stuðningsgrein: Við veljum Katrínu Júlíusdóttur

Þegar stofnun Samfylkingarinnar varð að veruleika árið 2000 rættist draumur okkar jafnaðarmanna. Fram á sjónarsviðið var kominn flokkur sem sameinaði ekki aðeins jafnaðarmenn heldur einnig hugsjónir okkar um jöfn tækifæri óháð kyni eða efnahag, réttlæti og frelsi. Undir þessum gildum fylktum við liði í breiðfylkingu. Innan

Stuðningsgrein: Árna Pál til forystu

Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hún hefur verið í forystu undanfarin ár í tiltektinni eftir hrunið og á þessum erfiðu tímum hafa jafnaðarmenn sýnt og sannað að það skiptir máli hverjir stjórna. Þrátt fyrir samdrátt í efnahagsmálum og skuldaaukningu ríkissjóðs hefur jafnaðarmönnum tekist að dreifa byrðunum og hlífa þeim sem minnst mega sín í íslensku samfélagi. Nú þegar rofar til skiptir máli að jafnaðarmenn fái áframhaldandi umboð kjósenda til þess að byggja enn frekar upp sterkara samfélag.

Opið bréf til þingmanna

Dag Andre Johansen skrifar

Ágæti þingmaður. Mig langar að deila með þér einkennilegri reynslu minni af því að vera erlendur fjárfestir á Íslandi.

Framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi

Teitur Guðmundsson skrifar

Íslenska heilbrigðiskerfið er í vanda statt og í mörg horn er að líta. Undanfarið hafa ítrekað birst fréttir af tækjabúnaði sem er úreltur og úr sér genginn, landflótti lækna og starfsánægja þeirra er einnig til umfjöllunar og áhyggjur af mönnun í framtíðinni bæði á sjúkrahúsum og í heilsugæslu hefur litað umræðuna. Mikið er fjallað um nýjan Landspítala og nauðsyn eða ónauðsyn hans og svona mætti lengi telja. Stéttarígur og hagsmunapot koma svo ofan á allt saman til að flækja þessa mynd enn frekar.

Samstaða um að rjúfa vítahring

Arnar Guðmundsson skrifar

Ný skýrsla McKinsey um leið Íslands til hagsældar er mikilvæg af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi afhjúpar hún innbyggða veikleika í íslensku atvinnulífi og þann vítahring sem þeir mynda. Í öðru lagi leggur hún grunn að víðtækri samstöðu um vaxtarleið í atvinnumálum. Sú vaxtarleið gengur út á að brjóta upp fákeppni og auka framleiðni með því að opna landið fyrir samkeppni og fjárfestingum, og horfa til atvinnulífs framtíðarinnar með menntun og virkjun nýsköpunar og hugvits.

Aukinn kraft í nýsköpun

Áslaug María Friðriksdóttir skrifar

Drifkraftur nýsköpunar á sér frekar stað hjá einkaaðilum en hinu opinbera. Hins vegar ætti nýsköpun að eiga jafn vel heima í opinberum rekstri. Hugtakið nýsköpun vísar til breytinga. Hægt er að tala um nýsköpun þegar verulegar breytingar verða á afurðum, aðferðum eða skipulagi. Markmiðin með nýsköpun geta verið ólík. Þau geta fjallað um nýjungar og viðbætur en eins sparnað í rekstri og skilvirkni í þjónustu.

Sjá næstu 50 greinar