Er kalda stríðinu ekki lokið? Árni Þór Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Eftir fall Sovétríkjanna hvarf um leið tilverugrundvöllur Atlantshafsbandalagsins (NATO). Hernaðarveldin voru hins vegar ekki á þeim buxunum að leggja upp laupana. NATO fór að færa út kvíarnar og í stað þess að snúast fyrst og fremst um varnarmál eigin aðildarríkja og vopnakapphlaup við Sovétríkin og fylgiríki þeirra tók bandalagið að hasla sér völl á ýmsum öðrum svæðum. Lengi framan af var ekki augljóst hvert stefndi með grundvöll NATO, en að lokum hafði hernaðarhyggjan betur. Í stað þess að Atlantshafsbandalagið væri lagt niður, sem hefði verið rökrétt, var ákveðið að tryggja efnahagslega og pólitíska hagsmuni hernaðar og vopnakapphlaups. Hér á landi lögðu stjórnarherrar sig alla fram um að ríghalda í bandaríska herliðið á Miðnesheiði, enda þótt Bandaríkjamönnum sjálfum væri löngu ljóst að vera þess hér væri tilgangslaus. Fastaráð NATO samþykkti sumarið 2007 beiðni þáverandi ríkisstjórnar Íslands um að NATO-ríki hefðu með höndum tímabundna loftrýmisgæslu með orrustuþotum hér við land. Í kjölfar þess að herinn fór var síðan lögð vinna í sérstakt áhættumat í öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar. Ein af meginniðurstöðum þeirrar vinnu er að „engar vísbendingar eru um að hernaðarógn muni í náinni framtíð steðja að Íslandi“. Þrátt fyrir þessa augljósu staðreynd takast enn á sjónarmið gömlu hernaðarhyggjunnar annars vegar og hins vegar nýrrar sýnar og nálgunar í öryggismálum. Þegar Alþingi ákvað að hefja vinnu við að móta þjóðaröryggisstefnu var ljóst að meirihluti Alþingis vildi hverfa frá þröngri hernaðarhugsun og segja skilið við kalda stríðið. Það kemur því óneitanlega á óvart að hernaðaræfingar, eins og loftrýmisgæsla NATO, skuli enn eiga fylgismenn í öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum. Loftrýmisgæsla í nokkrar vikur á ári hefur ekkert með öryggi Íslands að gera. Það er ástæða þess að ég hafði frumkvæði að því á nýloknu þingi Norðurlandaráðs að fjalla um loftrýmisgæsluna við Ísland. Gagnrýndi ég þar einkum utanríkisráðherra hlutlausu landanna Finnlands og Svíþjóðar fyrir að vilja taka þátt í þessum hernaðarleikjum, en skálkaskjólið nú er að allt sé þetta í anda „norrænnar samvinnu“. Hún er vissulega góð en á hins vegar ekki að snúast um hernaðarbrölt. Um það getur ekki orðið breið samstaða enda er loftrýmisgæslan arfur frá tímum kalda stríðsins. Það vita hins vegar flestir að því er lokið og þess vegna eiga menn að hætta þessum stríðsleikjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir fall Sovétríkjanna hvarf um leið tilverugrundvöllur Atlantshafsbandalagsins (NATO). Hernaðarveldin voru hins vegar ekki á þeim buxunum að leggja upp laupana. NATO fór að færa út kvíarnar og í stað þess að snúast fyrst og fremst um varnarmál eigin aðildarríkja og vopnakapphlaup við Sovétríkin og fylgiríki þeirra tók bandalagið að hasla sér völl á ýmsum öðrum svæðum. Lengi framan af var ekki augljóst hvert stefndi með grundvöll NATO, en að lokum hafði hernaðarhyggjan betur. Í stað þess að Atlantshafsbandalagið væri lagt niður, sem hefði verið rökrétt, var ákveðið að tryggja efnahagslega og pólitíska hagsmuni hernaðar og vopnakapphlaups. Hér á landi lögðu stjórnarherrar sig alla fram um að ríghalda í bandaríska herliðið á Miðnesheiði, enda þótt Bandaríkjamönnum sjálfum væri löngu ljóst að vera þess hér væri tilgangslaus. Fastaráð NATO samþykkti sumarið 2007 beiðni þáverandi ríkisstjórnar Íslands um að NATO-ríki hefðu með höndum tímabundna loftrýmisgæslu með orrustuþotum hér við land. Í kjölfar þess að herinn fór var síðan lögð vinna í sérstakt áhættumat í öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar. Ein af meginniðurstöðum þeirrar vinnu er að „engar vísbendingar eru um að hernaðarógn muni í náinni framtíð steðja að Íslandi“. Þrátt fyrir þessa augljósu staðreynd takast enn á sjónarmið gömlu hernaðarhyggjunnar annars vegar og hins vegar nýrrar sýnar og nálgunar í öryggismálum. Þegar Alþingi ákvað að hefja vinnu við að móta þjóðaröryggisstefnu var ljóst að meirihluti Alþingis vildi hverfa frá þröngri hernaðarhugsun og segja skilið við kalda stríðið. Það kemur því óneitanlega á óvart að hernaðaræfingar, eins og loftrýmisgæsla NATO, skuli enn eiga fylgismenn í öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum. Loftrýmisgæsla í nokkrar vikur á ári hefur ekkert með öryggi Íslands að gera. Það er ástæða þess að ég hafði frumkvæði að því á nýloknu þingi Norðurlandaráðs að fjalla um loftrýmisgæsluna við Ísland. Gagnrýndi ég þar einkum utanríkisráðherra hlutlausu landanna Finnlands og Svíþjóðar fyrir að vilja taka þátt í þessum hernaðarleikjum, en skálkaskjólið nú er að allt sé þetta í anda „norrænnar samvinnu“. Hún er vissulega góð en á hins vegar ekki að snúast um hernaðarbrölt. Um það getur ekki orðið breið samstaða enda er loftrýmisgæslan arfur frá tímum kalda stríðsins. Það vita hins vegar flestir að því er lokið og þess vegna eiga menn að hætta þessum stríðsleikjum.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun