Staða Háskólans í Reykjavík Sverrir Ólafsson skrifar 12. nóvember 2012 06:00 Fyrir nokkrum árum fór Ísland í gegnum mestu fjárhagslegu hremmingar í sögu landsins. Margir einstaklingar, svo og þjóðarbúið í heild, búa enn við fjárhagslega erfið kjör í kjölfar þessara atburða. Þó ýmislegt horfi nú til betri vegar er enn ekki ljóst hvenær og hvernig við losnum endanlega úr heljargreipum niðurskurðar og þrenginga, sem setja mark sitt á alla starfsemi þjóðfélagsins og eru menntamálin þar ekki undanskilin. Það er flestum ljóst að betri menntun einstaklinga og fyrirhyggja stofnana hefðu að öllum líkindum getað, ef ekki stöðvað, hrunið, þá a.m.k. dregið úr umfangi þess. Hér er átt við menntun fólks á öllum sviðum samfélagsins, frá einstaklingum til fyrirtækja einkageirans svo og æðstu manna opinberrar stjórnsýslu. Góð og fjölbreytt menntun þjóðarinnar er besta veganesti sem hún getur haft í viðureign sinni við alla þá erfiðleika sem óhjákvæmilega verða á vegi hennar, þ.á.m. náttúruhamfarir og fjármálakreppur. Um þetta þarf ekki að deila. Undanfarin ár hefur Háskólinn í Reykjavík endurlífgað íslenskt háskólasamfélag og stuðlað að grósku og samkeppni í kennslu, námi og rannsóknum á háskólastigi. Slíkt hefur haft ómetanlegt gildi fyrir íslenskt samfélag. Háskólinn í Reykjavík hefur dregið til sín fræðimenn, íslenska sem erlenda, og skapað þeim aðstöðu til kennslu og rannsókna, sem er til fyrirmyndar. Jákvæð áhrif þessa á nemendur háskólans, hagkerfið og samfélagið í heild eru nú þegar umtalsverð. Áhersla Háskólans í Reykjavík á tækni, viðskipti og lögfræði hefur haft mikil áhrif í íslensku fræðasamfélagi og viðkomandi deildir háskólans eru nú þegar þær öflugustu á meðal sambærilegra deilda í öðrum íslenskum háskólum. Hlutverk HR í háskólasamfélaginu er afar mikilvægt. Hann er menntastofnun sem þjóðin getur verið stolt af og stjórnvöld ættu, með hagsmuni Íslendinga að leiðarljósi, að styðja Háskólann í Reykjavík áfram til dáðaverka á sviði menntunar og rannsókna. Þrátt fyrir þetta eru blikur á lofti. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar til fjárlaga fyrir árið 2013 er lagt til að HR hljóti hlutfallslega langtum minni fjárhagslegan stuðning en sambærilegar stofnanir í þjóðfélaginu. Og þetta er þrátt fyrir óumdeilanlegan árangur skólans, bæði á sviði reksturs, kennslu og rannsókna. Skilvirkni í rekstri skólans er óumdeilanleg. Staðreyndirnar tala sínu máli: l HR útskrifar 18% þeirra sem ljúka háskólamenntun fyrir 14% af framlögum hins opinbera til kennslu á háskólastigi. l Háskólinn í Reykjavík birtir 14% greina í ISI-tímaritum, þó svo að hann fái aðeins 9% af framlögum hins opinbera til rannsókna í háskólum. l Háskólinn í Reykjavík útskrifar tvo þriðju allra sem ljúka tækninámi á háskólastigi, helming allra sem ljúka viðskiptafræðinámi og þriðjung þeirra sem ljúka laganámi. l Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík býður upp á eina viðskiptafræðinámið á Íslandi sem hefur alþjóðlega gæðavottun, EPAS-vottun á BSc-námi og AMBA-vottun á MBA-náminu. l Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið og vinnur stöðugt að því að mæta þörfum Íslands fyrir menntaðan mannauð. Samt er nú höggvið að stoðum skólans og um leið að íslensku mennta – og fræðasamfélagi, einmitt þess hluta samfélagsins sem svo brýnt er að styrkja svo við fáum að lifa í traustara og hamingjusamara samfélagi í framtíðinni. Lækkun á árlegu framlagi ríkisins til HR nemur 500 milljónum að raunvirði. Niðurskurður fjárframlags ríkisins til Háskólans í Reykjavík er yfir 17% milli áranna 2009 og 2013, á meðan niðurskurður til Háskólans á Akureyri er um 8% yfir sama tímabil og niðurskurður til Háskóla Íslands er innan við 1%. Hér er rétt að benda á að hefði niðurskurður til HR verið sambærilegur við HA, væri HR með verulega jákvæða afkomu árið 2012 og mun minni halli hefði verið 2011. Það er einfaldlega skemmdarverk að höggva svo hart að þessari metnaðarfullu stofnun, sem stuðlar að menntun frábærs fólks, á öllum aldri, á margvíslegum fræðasviðum og menntastigum, allt frá einstökum námskeiðum, grunnháskólagráðum, til meistara – og doktorsgráða. Það er óviðunandi að veita HR ekki sanngjarnan stuðning í samræmi við það sem aðrar ámóta stofnanir samfélagsins njóta. Fram hefur komið að skólann vanti um það bil 120 milljónir króna til að ná endum saman árið 2012. Upphæðin sem um er að ræða samsvarar verði stórs einbýlishúss. Á að stefna næststærsta háskóla landsins í hættu fyrir þessa upphæð? Ég skora á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína til fjármögnunar Háskólans í Reykjavík. Árangur HR er óumdeilanlegur og íslenskt mennta- og fræðasamfélag væri langtum fátækara ef þessa háskóla nyti ekki við í núverandi mynd. Ég treysti því að stjórnvöld sjái sóma sinn í að veita Háskólanum í Reykjavík þann stuðning sem hann verðskuldar. Hér má einungis taka mið af gæðum á framlagi háskólans og hagsmunum íslensks samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum fór Ísland í gegnum mestu fjárhagslegu hremmingar í sögu landsins. Margir einstaklingar, svo og þjóðarbúið í heild, búa enn við fjárhagslega erfið kjör í kjölfar þessara atburða. Þó ýmislegt horfi nú til betri vegar er enn ekki ljóst hvenær og hvernig við losnum endanlega úr heljargreipum niðurskurðar og þrenginga, sem setja mark sitt á alla starfsemi þjóðfélagsins og eru menntamálin þar ekki undanskilin. Það er flestum ljóst að betri menntun einstaklinga og fyrirhyggja stofnana hefðu að öllum líkindum getað, ef ekki stöðvað, hrunið, þá a.m.k. dregið úr umfangi þess. Hér er átt við menntun fólks á öllum sviðum samfélagsins, frá einstaklingum til fyrirtækja einkageirans svo og æðstu manna opinberrar stjórnsýslu. Góð og fjölbreytt menntun þjóðarinnar er besta veganesti sem hún getur haft í viðureign sinni við alla þá erfiðleika sem óhjákvæmilega verða á vegi hennar, þ.á.m. náttúruhamfarir og fjármálakreppur. Um þetta þarf ekki að deila. Undanfarin ár hefur Háskólinn í Reykjavík endurlífgað íslenskt háskólasamfélag og stuðlað að grósku og samkeppni í kennslu, námi og rannsóknum á háskólastigi. Slíkt hefur haft ómetanlegt gildi fyrir íslenskt samfélag. Háskólinn í Reykjavík hefur dregið til sín fræðimenn, íslenska sem erlenda, og skapað þeim aðstöðu til kennslu og rannsókna, sem er til fyrirmyndar. Jákvæð áhrif þessa á nemendur háskólans, hagkerfið og samfélagið í heild eru nú þegar umtalsverð. Áhersla Háskólans í Reykjavík á tækni, viðskipti og lögfræði hefur haft mikil áhrif í íslensku fræðasamfélagi og viðkomandi deildir háskólans eru nú þegar þær öflugustu á meðal sambærilegra deilda í öðrum íslenskum háskólum. Hlutverk HR í háskólasamfélaginu er afar mikilvægt. Hann er menntastofnun sem þjóðin getur verið stolt af og stjórnvöld ættu, með hagsmuni Íslendinga að leiðarljósi, að styðja Háskólann í Reykjavík áfram til dáðaverka á sviði menntunar og rannsókna. Þrátt fyrir þetta eru blikur á lofti. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar til fjárlaga fyrir árið 2013 er lagt til að HR hljóti hlutfallslega langtum minni fjárhagslegan stuðning en sambærilegar stofnanir í þjóðfélaginu. Og þetta er þrátt fyrir óumdeilanlegan árangur skólans, bæði á sviði reksturs, kennslu og rannsókna. Skilvirkni í rekstri skólans er óumdeilanleg. Staðreyndirnar tala sínu máli: l HR útskrifar 18% þeirra sem ljúka háskólamenntun fyrir 14% af framlögum hins opinbera til kennslu á háskólastigi. l Háskólinn í Reykjavík birtir 14% greina í ISI-tímaritum, þó svo að hann fái aðeins 9% af framlögum hins opinbera til rannsókna í háskólum. l Háskólinn í Reykjavík útskrifar tvo þriðju allra sem ljúka tækninámi á háskólastigi, helming allra sem ljúka viðskiptafræðinámi og þriðjung þeirra sem ljúka laganámi. l Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík býður upp á eina viðskiptafræðinámið á Íslandi sem hefur alþjóðlega gæðavottun, EPAS-vottun á BSc-námi og AMBA-vottun á MBA-náminu. l Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið og vinnur stöðugt að því að mæta þörfum Íslands fyrir menntaðan mannauð. Samt er nú höggvið að stoðum skólans og um leið að íslensku mennta – og fræðasamfélagi, einmitt þess hluta samfélagsins sem svo brýnt er að styrkja svo við fáum að lifa í traustara og hamingjusamara samfélagi í framtíðinni. Lækkun á árlegu framlagi ríkisins til HR nemur 500 milljónum að raunvirði. Niðurskurður fjárframlags ríkisins til Háskólans í Reykjavík er yfir 17% milli áranna 2009 og 2013, á meðan niðurskurður til Háskólans á Akureyri er um 8% yfir sama tímabil og niðurskurður til Háskóla Íslands er innan við 1%. Hér er rétt að benda á að hefði niðurskurður til HR verið sambærilegur við HA, væri HR með verulega jákvæða afkomu árið 2012 og mun minni halli hefði verið 2011. Það er einfaldlega skemmdarverk að höggva svo hart að þessari metnaðarfullu stofnun, sem stuðlar að menntun frábærs fólks, á öllum aldri, á margvíslegum fræðasviðum og menntastigum, allt frá einstökum námskeiðum, grunnháskólagráðum, til meistara – og doktorsgráða. Það er óviðunandi að veita HR ekki sanngjarnan stuðning í samræmi við það sem aðrar ámóta stofnanir samfélagsins njóta. Fram hefur komið að skólann vanti um það bil 120 milljónir króna til að ná endum saman árið 2012. Upphæðin sem um er að ræða samsvarar verði stórs einbýlishúss. Á að stefna næststærsta háskóla landsins í hættu fyrir þessa upphæð? Ég skora á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína til fjármögnunar Háskólans í Reykjavík. Árangur HR er óumdeilanlegur og íslenskt mennta- og fræðasamfélag væri langtum fátækara ef þessa háskóla nyti ekki við í núverandi mynd. Ég treysti því að stjórnvöld sjái sóma sinn í að veita Háskólanum í Reykjavík þann stuðning sem hann verðskuldar. Hér má einungis taka mið af gæðum á framlagi háskólans og hagsmunum íslensks samfélags.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun