Opið bréf til borgarfulltrúa Sigrún Edda Lövdal skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. Það er ekki nema rétt rúmlega ár síðan að markvisst var unnið að því hjá borginni að fjölga dagforeldrum og var kappkostað að fá fólk til að koma til starfa sem dagforeldrar. Um 40 Reykvíkingar sinntu kalli borgarinnar með tilheyrandi kostnaði. Fyrir hverja þá sem hefja starf sem dagforeldrar má reikna með að stofnkostnaður sé ekki undir 300 þúsund krónum þegar allt er samantekið. Ekki kemur Reykjavíkurborg neitt til móts við þá sem eru að hefja starfsemi eins og langflest sveitarfélög gera með aðstöðustyrkjum o.fl. Nú koma borgarfulltrúar fram á völlinn enn á ný og nú rúmlega ári frá því að allt kapp var lagt í það að fjölga dagforeldrum. Er nú stefnan tekin á að fækka dagforeldrum um 80-100. Nú á sem sagt að stefna því góða starfi í hættu, sem dagforeldrar inna af hendi við mikla ánægju foreldra. Hvernig í veröldinni geta borgarfulltrúar leyft sér að koma með þessum hætti fram við fólk og sér í lagi þá sem sinntu kalli þeirra fyrir rúmlega ári síðan? Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi talar um í fréttum Ríkissjónvarpsins þann 5. nóvember sl. að brúa þurfi bilið á milli fæðingarorlofs foreldra og leikskóla. Um áratugaskeið hafa dagforeldrar fyllt það bil með fórnfúsu starfi sínu þar sem yngstu þegnar okkar hafa stigið sín fyrstu skref í lífinu og hafa búið að mikilli umhyggju og alúð dagforeldra sem hafa með sínu góða starfi uppskorið ánægju foreldra eins og allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið meðal foreldra bera gott vitni um. Þess vegna er ekki með nokkru móti hægt að skilja hvert Sóley borgarfulltrúi er að fara með þessum orðum sínum og þess þá heldur er hægt að skilja þann viðsnúning sem hún vill halda fram að verði í þjóðfélaginu við það eitt að brúa þetta bil. Við krefjumst þess að Sóley færi rök fyrir þessari orðræðu sinni opinberlega. Þá svari hún þeirri spurningu okkar, ef henni er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hún hefur aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju hún hafi horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Frá stofnun Barnsins í febrúar 2011 hafa fulltrúar úr stjórn Barnsins fundað með Oddnýju Sturludóttur og Óttari Proppé þar sem fulltrúar Barnsins hafa eytt miklum tíma í að fá meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkurborgar til að hækka niðurgreiðslur til foreldra yngstu barna Reykjavíkurborgar sem hafa nýtt sér þjónustu dagforeldra. Höfum við lagt mikla vinnu í að reyna að fá borgarfulltrúana til að láta af þeim mikla mismun sem foreldrar þessara barna búa við þegar kemur að niðurgreiðslum. Sá mismunur liggur í niðurgreiðslum til foreldra þeirra barna sem dvelja á borgarreknum leikskólum og eða einkareknum, sem eru töluvert hærri og getur þar munað yfir 100 þúsundum á barn. Við höfum lagt áherslu á að borgarfulltrúar komi til móts við foreldra þeirra 800 barna sem dvelja að meðaltali hjá dagforeldrum með verulegum hækkunum á niðurgreiðslum svo jafna mætti þennan mikla mun sem er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Skilnings- og aðgerðarleysi borgarfulltrúanna gagnvart þessum hóp foreldra hefur sýnt sig og sannað þar sem niðurgreiðslur til þeirra hafa verið nánast í frystingu í 5 ár. Það skýtur því skökku við þegar Oddný, sem fundað hefur verið með og hefur ekkert viljað gera fyrir þennan hóp foreldra í tæp 2 ár, kemur nú fram í fjölmiðlum og stefnir nú á að setja 1.250 milljónir á ári í að koma eins árs börnum inn á leikskóla, þó svo það komi skýrt fram í skoðanakönnun að rúmlega 50% foreldra vilja ekki leikskóladvöl fyrir þetta ung börn. Stefna núverandi borgarfulltrúa virðist vera að gefa þeim foreldrum ekkert val þar sem niðurgreiðslum er, eins og fyrr sagði, haldið í frystingu á daggæslu barna hjá dagforeldrum. Foreldrar verða, fjárhagslega séð, að setja þetta ung börn á leikskóla hvort sem þeim líkar betur eða verr. Við gerum þá kröfu að Oddný Sturludóttir gefi stjórn Barnsins og foreldrum þessara ungu barna útskýringu opinberlega á því hvað veldur því að niðurgreiðslur til foreldra um 800 barna hafa ekki hækkað að neinu ráði síðan árið 2007, þegar hún kemur nú fram á sviðið með 1.250 milljónir upp á vasann til þess að setja þetta ung börn inn á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. Það er ekki nema rétt rúmlega ár síðan að markvisst var unnið að því hjá borginni að fjölga dagforeldrum og var kappkostað að fá fólk til að koma til starfa sem dagforeldrar. Um 40 Reykvíkingar sinntu kalli borgarinnar með tilheyrandi kostnaði. Fyrir hverja þá sem hefja starf sem dagforeldrar má reikna með að stofnkostnaður sé ekki undir 300 þúsund krónum þegar allt er samantekið. Ekki kemur Reykjavíkurborg neitt til móts við þá sem eru að hefja starfsemi eins og langflest sveitarfélög gera með aðstöðustyrkjum o.fl. Nú koma borgarfulltrúar fram á völlinn enn á ný og nú rúmlega ári frá því að allt kapp var lagt í það að fjölga dagforeldrum. Er nú stefnan tekin á að fækka dagforeldrum um 80-100. Nú á sem sagt að stefna því góða starfi í hættu, sem dagforeldrar inna af hendi við mikla ánægju foreldra. Hvernig í veröldinni geta borgarfulltrúar leyft sér að koma með þessum hætti fram við fólk og sér í lagi þá sem sinntu kalli þeirra fyrir rúmlega ári síðan? Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi talar um í fréttum Ríkissjónvarpsins þann 5. nóvember sl. að brúa þurfi bilið á milli fæðingarorlofs foreldra og leikskóla. Um áratugaskeið hafa dagforeldrar fyllt það bil með fórnfúsu starfi sínu þar sem yngstu þegnar okkar hafa stigið sín fyrstu skref í lífinu og hafa búið að mikilli umhyggju og alúð dagforeldra sem hafa með sínu góða starfi uppskorið ánægju foreldra eins og allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið meðal foreldra bera gott vitni um. Þess vegna er ekki með nokkru móti hægt að skilja hvert Sóley borgarfulltrúi er að fara með þessum orðum sínum og þess þá heldur er hægt að skilja þann viðsnúning sem hún vill halda fram að verði í þjóðfélaginu við það eitt að brúa þetta bil. Við krefjumst þess að Sóley færi rök fyrir þessari orðræðu sinni opinberlega. Þá svari hún þeirri spurningu okkar, ef henni er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hún hefur aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju hún hafi horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Frá stofnun Barnsins í febrúar 2011 hafa fulltrúar úr stjórn Barnsins fundað með Oddnýju Sturludóttur og Óttari Proppé þar sem fulltrúar Barnsins hafa eytt miklum tíma í að fá meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkurborgar til að hækka niðurgreiðslur til foreldra yngstu barna Reykjavíkurborgar sem hafa nýtt sér þjónustu dagforeldra. Höfum við lagt mikla vinnu í að reyna að fá borgarfulltrúana til að láta af þeim mikla mismun sem foreldrar þessara barna búa við þegar kemur að niðurgreiðslum. Sá mismunur liggur í niðurgreiðslum til foreldra þeirra barna sem dvelja á borgarreknum leikskólum og eða einkareknum, sem eru töluvert hærri og getur þar munað yfir 100 þúsundum á barn. Við höfum lagt áherslu á að borgarfulltrúar komi til móts við foreldra þeirra 800 barna sem dvelja að meðaltali hjá dagforeldrum með verulegum hækkunum á niðurgreiðslum svo jafna mætti þennan mikla mun sem er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Skilnings- og aðgerðarleysi borgarfulltrúanna gagnvart þessum hóp foreldra hefur sýnt sig og sannað þar sem niðurgreiðslur til þeirra hafa verið nánast í frystingu í 5 ár. Það skýtur því skökku við þegar Oddný, sem fundað hefur verið með og hefur ekkert viljað gera fyrir þennan hóp foreldra í tæp 2 ár, kemur nú fram í fjölmiðlum og stefnir nú á að setja 1.250 milljónir á ári í að koma eins árs börnum inn á leikskóla, þó svo það komi skýrt fram í skoðanakönnun að rúmlega 50% foreldra vilja ekki leikskóladvöl fyrir þetta ung börn. Stefna núverandi borgarfulltrúa virðist vera að gefa þeim foreldrum ekkert val þar sem niðurgreiðslum er, eins og fyrr sagði, haldið í frystingu á daggæslu barna hjá dagforeldrum. Foreldrar verða, fjárhagslega séð, að setja þetta ung börn á leikskóla hvort sem þeim líkar betur eða verr. Við gerum þá kröfu að Oddný Sturludóttir gefi stjórn Barnsins og foreldrum þessara ungu barna útskýringu opinberlega á því hvað veldur því að niðurgreiðslur til foreldra um 800 barna hafa ekki hækkað að neinu ráði síðan árið 2007, þegar hún kemur nú fram á sviðið með 1.250 milljónir upp á vasann til þess að setja þetta ung börn inn á leikskóla.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun