Í hvað fer eyrnamerkti skatturinn? Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Á dögunum gaf SÁÁ út frá sér myndband með yfirskriftinni Betra líf. Þar eru lagðar fram athyglisverðar tillögur um að eyrnamerkja hluta tekna af áfengisgjaldinu fyrir meðferðarstofnanir. Augljóslega var skattlagning áfengis hugsuð sem tekjur til að vega á móti auknum kostnaði í félags- og heilbrigðiskerfinu sökum óhóflegrar áfengisneyslu. Þrátt fyrir það hefur verið bent á að erfitt hefur reynst að fá fjármagn til forvarna og meðferðar úr ríkissjóði. Hugmynd SÁÁ var ekki sérlega vel tekið af ríkisstjórnarflokkunum, t.a.m. lagði velferðarráðherra til aukna skattheimtu ef einhver annar en ríkiskassinn ætti að fá hlut í þessu gjaldi. Auðvitað er alltaf hægt að leggja til aukna skatta en það er hins vegar ekki skynsamlegt. Margt bendir til að nú þegar sé skattlagning á áfengi orðin óhófleg og neyslan hafi færst frá viðurkenndum, löglegum vímugjöfum til ólöglegra og mun hættulegri efna sem ekki skila nokkrum sköttum og valda mun meira álagi á samfélagið. Hugmynd SÁÁ er þó í það minnsta skoðunarinnar virði.Sértekjur stofnana Við höfum reynslu af að eyrnamerkja skatta, t.d. bensín- og olíugjald sem á að fara til uppbyggingar vegamála. Staðreyndin er hins vegar sú að þessir peningar skila sér á rétta staði, gera það með mjög sveiflubundnum hætti og stundum alls ekki. Þá eru ýmsar stofnanir sem hafa markaðar sértekjur. Nefna má sem dæmi Fjármálaeftirlitið, Umboðsmann skuldara, Hafrannsóknastofnun og fleiri. Í raun má halda því fram að flestar stofnanir ríkisins hafi einhverjar markaðar sértekjur. Nú á niðurskurðartímum í kjölfar hrunsins hafa ýmsar stofnanir því haft mismunandi aðstæður til að koma sér undan samdrættinum. Það hefur neikvæð áhrif á heildarárangur í efnahagsstefnu landsins á hverjum tíma þó það hjálpi einstökum stofnunum að lifa af. En það er líka ákaflega ósanngjarnt að markaðar tekjur fari ekki til þeirra verkefna sem þeim var ætlað af löggjafanum á sínum tíma. Taka má dæmi af innheimtu nefskatts t.d. til Framkvæmdasjóðs aldraðra. Alls greiða 183.000 manns á aldrinum 16-69 ára í hann tæplega 1.000 krónur hver sem allavega nú um stundir fara óskiptar í sjóðinn. Ef við tökum RÚV hins vegar, þá gerir ríkissjóður ráð fyrir að fá inn 4.380 millj. og að RÚV fái 3.195 millj. af því. Rúmur milljarður af nefskatti okkar fer því í sama farveg og tekjuskattur, virðisaukaskattur og önnur gjöld. Nefskatturinn til RÚV er 18.800 kr. á lögaðila. Spurningin er því: Ef RÚV þarf bara 3.2 milljarða, af hverju innheimtir ríkið 4,4 milljarða? Er verið að fela skattbyrðina, sýna lægri skattprósentu? Af hverju er nefskatturinn ekki lækkaður?Sóknargjöld kirkjunnar Ríkisvaldið tók að sér fyrir hönd söfnuða þjóðkirkjunnar að innheimta sóknargjöld. Áður fyrr innheimtu gjaldkerar söfnuðanna gjöldin beint af meðlimum kirkjunnar. Síðustu árin hefur ríkisvaldið innheimt full sóknargjöld en sett 2 milljarða, af tekjum söfnuðanna, í eigin vasa í nafni niðurskurðar. Sóknargjöld geta varla kallast sértekjur, hvað þá markaðar tekjur, því þau eru gjöld sem hver söfnuður á en fékk ríkisvaldið til að innheimta fyrir sig. Nú er svo komið að margar kirkjur líða fyrir skort á viðhaldi og margir söfnuðir þurfa að skera niður fjölskyldustarf sitt. Starf sem á tímum langtímaatvinnuleysis og erfiðleika vegna skulda heimilanna hefur aldrei verið mikilvægara. Auðvitað ætti að skila öllu til kirkjunnar sem innheimt er og hafi ríkisstjórnin viljað skera niður gjöldin átti ávinningurinn að lenda hjá fólkinu, safnaðarmeðlimunum, en ekki í ríkiskassanum. Framsóknarflokkurinn vill standa vörð um þjóðkirkjuna og hennar mikilvæga starf. Því finnst okkur eðlilegt að fjármunir söfnuðanna skili sér til þeirra.Niðurstaðan Setja þarf fram skýra stefnu varðandi markaðar tekjur/sértekjur. Í dag virðist ríkisvaldið nota þær með ýmsum hætti. Sumar stofnanir fá að halda sínum sértekjum sem kalla má þá markaðar tekjur. Á aðrar eru lagðir sérstakir nefskattar sem skila sér þó ekki til viðkomandi stofnunar sbr. sóknargjöldin. Ef allar tekjur, skattar, nefskattar og þjónustugjöld rynnu til ríkisins sem síðan deildi tekjunum út til stofnana samkvæmt ákvörðunum fjárlaga mætti halda fram að auðveldara væri að stýra heildarefnahagsstefnu ríkisins og hafa yfirlit yfir fjárreiður og fjárheimildir. Hins vegar hyrfi sá hvati sem stofnanir hafa að ná sér í sértekjur með slíku fyrirkomulagi. Einnig myndu upprunalegar ákvarðanir löggjafans varðandi einstakar stofnanir og málaflokka hverfa við slíkt kerfi. Allavega verður Alþingi og framkvæmdavald að hafa stefnu sem farið er eftir. Spyrja má ef allir nefskattar, sértekjur, sóknargjöld o.fl. sem ekki skila sér til viðkomandi málaflokks en renna í ríkissjóð gerðu það ekki, þyrfti tekjuskattsprósentan að hækka? Hver er heildarskattbyrði Íslendinga? Við í Framsókn viljum að ríkissjóður sé rekinn með langtímamarkmiðum, lagafrumvörp sem fela í sér útgjöld verða líka að fylgja tekjuöflun á móti og að ríkiskerfið sé endurskipulagt með það að markmiði að lækka raunkostnað í rekstri. Hugsunin verði í raun sú sama og að reka heimili þar sem heildartekjur heimilisins verða að standa undir heildarútgjöldum. Í þeim aðgerðum verði forgangsraðað þannig að staðinn sé vörður um mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á dögunum gaf SÁÁ út frá sér myndband með yfirskriftinni Betra líf. Þar eru lagðar fram athyglisverðar tillögur um að eyrnamerkja hluta tekna af áfengisgjaldinu fyrir meðferðarstofnanir. Augljóslega var skattlagning áfengis hugsuð sem tekjur til að vega á móti auknum kostnaði í félags- og heilbrigðiskerfinu sökum óhóflegrar áfengisneyslu. Þrátt fyrir það hefur verið bent á að erfitt hefur reynst að fá fjármagn til forvarna og meðferðar úr ríkissjóði. Hugmynd SÁÁ var ekki sérlega vel tekið af ríkisstjórnarflokkunum, t.a.m. lagði velferðarráðherra til aukna skattheimtu ef einhver annar en ríkiskassinn ætti að fá hlut í þessu gjaldi. Auðvitað er alltaf hægt að leggja til aukna skatta en það er hins vegar ekki skynsamlegt. Margt bendir til að nú þegar sé skattlagning á áfengi orðin óhófleg og neyslan hafi færst frá viðurkenndum, löglegum vímugjöfum til ólöglegra og mun hættulegri efna sem ekki skila nokkrum sköttum og valda mun meira álagi á samfélagið. Hugmynd SÁÁ er þó í það minnsta skoðunarinnar virði.Sértekjur stofnana Við höfum reynslu af að eyrnamerkja skatta, t.d. bensín- og olíugjald sem á að fara til uppbyggingar vegamála. Staðreyndin er hins vegar sú að þessir peningar skila sér á rétta staði, gera það með mjög sveiflubundnum hætti og stundum alls ekki. Þá eru ýmsar stofnanir sem hafa markaðar sértekjur. Nefna má sem dæmi Fjármálaeftirlitið, Umboðsmann skuldara, Hafrannsóknastofnun og fleiri. Í raun má halda því fram að flestar stofnanir ríkisins hafi einhverjar markaðar sértekjur. Nú á niðurskurðartímum í kjölfar hrunsins hafa ýmsar stofnanir því haft mismunandi aðstæður til að koma sér undan samdrættinum. Það hefur neikvæð áhrif á heildarárangur í efnahagsstefnu landsins á hverjum tíma þó það hjálpi einstökum stofnunum að lifa af. En það er líka ákaflega ósanngjarnt að markaðar tekjur fari ekki til þeirra verkefna sem þeim var ætlað af löggjafanum á sínum tíma. Taka má dæmi af innheimtu nefskatts t.d. til Framkvæmdasjóðs aldraðra. Alls greiða 183.000 manns á aldrinum 16-69 ára í hann tæplega 1.000 krónur hver sem allavega nú um stundir fara óskiptar í sjóðinn. Ef við tökum RÚV hins vegar, þá gerir ríkissjóður ráð fyrir að fá inn 4.380 millj. og að RÚV fái 3.195 millj. af því. Rúmur milljarður af nefskatti okkar fer því í sama farveg og tekjuskattur, virðisaukaskattur og önnur gjöld. Nefskatturinn til RÚV er 18.800 kr. á lögaðila. Spurningin er því: Ef RÚV þarf bara 3.2 milljarða, af hverju innheimtir ríkið 4,4 milljarða? Er verið að fela skattbyrðina, sýna lægri skattprósentu? Af hverju er nefskatturinn ekki lækkaður?Sóknargjöld kirkjunnar Ríkisvaldið tók að sér fyrir hönd söfnuða þjóðkirkjunnar að innheimta sóknargjöld. Áður fyrr innheimtu gjaldkerar söfnuðanna gjöldin beint af meðlimum kirkjunnar. Síðustu árin hefur ríkisvaldið innheimt full sóknargjöld en sett 2 milljarða, af tekjum söfnuðanna, í eigin vasa í nafni niðurskurðar. Sóknargjöld geta varla kallast sértekjur, hvað þá markaðar tekjur, því þau eru gjöld sem hver söfnuður á en fékk ríkisvaldið til að innheimta fyrir sig. Nú er svo komið að margar kirkjur líða fyrir skort á viðhaldi og margir söfnuðir þurfa að skera niður fjölskyldustarf sitt. Starf sem á tímum langtímaatvinnuleysis og erfiðleika vegna skulda heimilanna hefur aldrei verið mikilvægara. Auðvitað ætti að skila öllu til kirkjunnar sem innheimt er og hafi ríkisstjórnin viljað skera niður gjöldin átti ávinningurinn að lenda hjá fólkinu, safnaðarmeðlimunum, en ekki í ríkiskassanum. Framsóknarflokkurinn vill standa vörð um þjóðkirkjuna og hennar mikilvæga starf. Því finnst okkur eðlilegt að fjármunir söfnuðanna skili sér til þeirra.Niðurstaðan Setja þarf fram skýra stefnu varðandi markaðar tekjur/sértekjur. Í dag virðist ríkisvaldið nota þær með ýmsum hætti. Sumar stofnanir fá að halda sínum sértekjum sem kalla má þá markaðar tekjur. Á aðrar eru lagðir sérstakir nefskattar sem skila sér þó ekki til viðkomandi stofnunar sbr. sóknargjöldin. Ef allar tekjur, skattar, nefskattar og þjónustugjöld rynnu til ríkisins sem síðan deildi tekjunum út til stofnana samkvæmt ákvörðunum fjárlaga mætti halda fram að auðveldara væri að stýra heildarefnahagsstefnu ríkisins og hafa yfirlit yfir fjárreiður og fjárheimildir. Hins vegar hyrfi sá hvati sem stofnanir hafa að ná sér í sértekjur með slíku fyrirkomulagi. Einnig myndu upprunalegar ákvarðanir löggjafans varðandi einstakar stofnanir og málaflokka hverfa við slíkt kerfi. Allavega verður Alþingi og framkvæmdavald að hafa stefnu sem farið er eftir. Spyrja má ef allir nefskattar, sértekjur, sóknargjöld o.fl. sem ekki skila sér til viðkomandi málaflokks en renna í ríkissjóð gerðu það ekki, þyrfti tekjuskattsprósentan að hækka? Hver er heildarskattbyrði Íslendinga? Við í Framsókn viljum að ríkissjóður sé rekinn með langtímamarkmiðum, lagafrumvörp sem fela í sér útgjöld verða líka að fylgja tekjuöflun á móti og að ríkiskerfið sé endurskipulagt með það að markmiði að lækka raunkostnað í rekstri. Hugsunin verði í raun sú sama og að reka heimili þar sem heildartekjur heimilisins verða að standa undir heildarútgjöldum. Í þeim aðgerðum verði forgangsraðað þannig að staðinn sé vörður um mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfið.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun