Kastljósinu beint að Sigmari Gunnar Hrafnsson skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Ég er knúinn til að svara orðum Sigmars Guðmundssonar varðandi tónlistarflutning í þættinum Kastljósi sem birt voru í Fréttablaðinu 13. nóvember. Samkvæmt greininni segir hann: "Þetta er skrítin staða að vera með óánægða tónlistarmenn sem vilja spila. Við viljum fá þá en það er ekki hægt. Það eru allir að tapa á þessu ástandi" og síðar: "Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram…" Forsaga málsins er að í gildi hefur verið kjarasamningur milli Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og RÚV um greiðslur fyrir framkomu í útvarpi og sjónvarpi. Fyrir nokkrum árum komum við til móts við þau sjónarmið RÚV-manna að framkoma í Kastljósi hefði ákveðið kynningargildi fyrir viðkomandi listamann/menn og samið var um svokallaðan "kynningartaxta" sem gilt hefur síðan og kveður á um töluverða lækkun frá taxta.Er í lagi að tónlistarmenn vinni ókeypis? Þetta sömdum við um með hálfum huga af því að með framkomu tónlistarmannanna í Kastljósi er að verða til sjónvarpsefni sem nýtur mikils áhorfs og vinsælda og á auðvitað að vera metið sem slíkt í endurgjaldi. Af hverju að semja sig niður í launum? Svarið liggur annars vegar í þrýstingi frá hluta tónlistarmanna, sem telja hagsmunum sínum vegna útgáfu hljóðrita best borgið með því að koma fram í Kastljósi þó engin laun séu í boði. Hins vegar var fallist á af okkar hálfu að létta undir með RÚV í fjársvelti þess svo þessar upptökur og útsendingar héldu þó áfram. Kjarni málsins er þó alltaf af okkar hálfu, að tónlistarmenn skapa mikil verðmæti með "Kastljósspilamennskunni" og eiga að fá borgað fyrir þau. Rétt er að benda á að aðeins hluti þeirra sem koma fram í flestum útsendingum hafa beina hagsmuni af "kynningunni" sem Sigmar er svo rausnarlegur að bjóða. Fyrst og fremst eru það þeir sem eru útgefendur og/eða höfundar og telja sig þá "ná inn fyrir kostnaði" annars staðar. Eftir sitja hinir sem taka oft þátt vegna félagslegs þrýstings og bera ekkert úr býtum.Er hægt að tala svona í forsvari fyrir opinbert fyrirtæki? Verst í þessu máli er að opinber starfsmaður skuli leyfa sér að tala á þeim nótum sem hér eru raktar. RÚV er rekið fyrir opinbert fé, ætlar stofnunin að ganga fram fyrir skjöldu með að byggja útsendingar á ókeypis vinnuframlagi annarra, þvert gegn gerðum samningum? Ég efa að starfsmenn RÚV fáist til að vinna launalaust við þáttagerð og útsendingar, er hægt að ætlast til þess af öðrum utanaðkomandi? Reyndar dettur mér í hug í því samhengi: Nú mælir göturnar mikill fjöldi ungs og vel menntaðs fólks í fjölmiðlafræði sem ekki hefur enn fengið vinnu við sitt hæfi. Leyfa mætti þeim að koma fram ókeypis í svo sem eitt sinn sem stjórnendur Kastljóss. Þau fengju kynningu til að fleyta þeim áfram í störf sem jafnvel væru launuð og spara mætti laun Sigmars. Eru ekki allir að tapa á að þetta er ekki gert?Ef við berum ekki virðingu fyrir störfum okkar, hver gerir það þá? Tónlistarlíf á Íslandi vekur um þessar mundir heimsathygli. Nýafstaðin Iceland Airwaves-hátíð ber því vitni, þegar þúsundir útlendinga flykkjast hingað til að upplifa hvað er að gerast. Grunnur þessarar öflugu tónlistarflóru er vel menntað fólk á öllum aldri sem hefur til að bera hæfileika og metnað. Ég skora á allt þetta fólk að bera nægilega virðingu fyrir sjálfu sér og starfi sínu til að beygja ekki af og láta stundarhagsmuni grafa undan framtíðartilveru sinni. Enn fremur skora ég á forráðamenn RÚV að láta ekki raddir af þessu tagi tala í sínu nafni, þeim er það ekki sæmandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Engin tónlist í Kastljósi vegna samnings Rúv og FÍH "Þetta er eitthvað sem okkur finnst öllum leiðinlegt, að tónlistin sé komin út úr Kastljósi. Þetta er gert út af sparnaði og ég held að þetta sé ákvörðun sem enginn er sáttur við að taka,“ segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri þáttarins. Samningur sem Ríkissjónvarpið gerði við Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, fyrir fjórum árum hefur sökum niðurskurðar hjá Rúv orðið til þess að tónlistarmenn eru hættir að spila í Kastljósinu. Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram. 13. nóvember 2012 11:00 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er knúinn til að svara orðum Sigmars Guðmundssonar varðandi tónlistarflutning í þættinum Kastljósi sem birt voru í Fréttablaðinu 13. nóvember. Samkvæmt greininni segir hann: "Þetta er skrítin staða að vera með óánægða tónlistarmenn sem vilja spila. Við viljum fá þá en það er ekki hægt. Það eru allir að tapa á þessu ástandi" og síðar: "Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram…" Forsaga málsins er að í gildi hefur verið kjarasamningur milli Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og RÚV um greiðslur fyrir framkomu í útvarpi og sjónvarpi. Fyrir nokkrum árum komum við til móts við þau sjónarmið RÚV-manna að framkoma í Kastljósi hefði ákveðið kynningargildi fyrir viðkomandi listamann/menn og samið var um svokallaðan "kynningartaxta" sem gilt hefur síðan og kveður á um töluverða lækkun frá taxta.Er í lagi að tónlistarmenn vinni ókeypis? Þetta sömdum við um með hálfum huga af því að með framkomu tónlistarmannanna í Kastljósi er að verða til sjónvarpsefni sem nýtur mikils áhorfs og vinsælda og á auðvitað að vera metið sem slíkt í endurgjaldi. Af hverju að semja sig niður í launum? Svarið liggur annars vegar í þrýstingi frá hluta tónlistarmanna, sem telja hagsmunum sínum vegna útgáfu hljóðrita best borgið með því að koma fram í Kastljósi þó engin laun séu í boði. Hins vegar var fallist á af okkar hálfu að létta undir með RÚV í fjársvelti þess svo þessar upptökur og útsendingar héldu þó áfram. Kjarni málsins er þó alltaf af okkar hálfu, að tónlistarmenn skapa mikil verðmæti með "Kastljósspilamennskunni" og eiga að fá borgað fyrir þau. Rétt er að benda á að aðeins hluti þeirra sem koma fram í flestum útsendingum hafa beina hagsmuni af "kynningunni" sem Sigmar er svo rausnarlegur að bjóða. Fyrst og fremst eru það þeir sem eru útgefendur og/eða höfundar og telja sig þá "ná inn fyrir kostnaði" annars staðar. Eftir sitja hinir sem taka oft þátt vegna félagslegs þrýstings og bera ekkert úr býtum.Er hægt að tala svona í forsvari fyrir opinbert fyrirtæki? Verst í þessu máli er að opinber starfsmaður skuli leyfa sér að tala á þeim nótum sem hér eru raktar. RÚV er rekið fyrir opinbert fé, ætlar stofnunin að ganga fram fyrir skjöldu með að byggja útsendingar á ókeypis vinnuframlagi annarra, þvert gegn gerðum samningum? Ég efa að starfsmenn RÚV fáist til að vinna launalaust við þáttagerð og útsendingar, er hægt að ætlast til þess af öðrum utanaðkomandi? Reyndar dettur mér í hug í því samhengi: Nú mælir göturnar mikill fjöldi ungs og vel menntaðs fólks í fjölmiðlafræði sem ekki hefur enn fengið vinnu við sitt hæfi. Leyfa mætti þeim að koma fram ókeypis í svo sem eitt sinn sem stjórnendur Kastljóss. Þau fengju kynningu til að fleyta þeim áfram í störf sem jafnvel væru launuð og spara mætti laun Sigmars. Eru ekki allir að tapa á að þetta er ekki gert?Ef við berum ekki virðingu fyrir störfum okkar, hver gerir það þá? Tónlistarlíf á Íslandi vekur um þessar mundir heimsathygli. Nýafstaðin Iceland Airwaves-hátíð ber því vitni, þegar þúsundir útlendinga flykkjast hingað til að upplifa hvað er að gerast. Grunnur þessarar öflugu tónlistarflóru er vel menntað fólk á öllum aldri sem hefur til að bera hæfileika og metnað. Ég skora á allt þetta fólk að bera nægilega virðingu fyrir sjálfu sér og starfi sínu til að beygja ekki af og láta stundarhagsmuni grafa undan framtíðartilveru sinni. Enn fremur skora ég á forráðamenn RÚV að láta ekki raddir af þessu tagi tala í sínu nafni, þeim er það ekki sæmandi.
Engin tónlist í Kastljósi vegna samnings Rúv og FÍH "Þetta er eitthvað sem okkur finnst öllum leiðinlegt, að tónlistin sé komin út úr Kastljósi. Þetta er gert út af sparnaði og ég held að þetta sé ákvörðun sem enginn er sáttur við að taka,“ segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri þáttarins. Samningur sem Ríkissjónvarpið gerði við Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, fyrir fjórum árum hefur sökum niðurskurðar hjá Rúv orðið til þess að tónlistarmenn eru hættir að spila í Kastljósinu. Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram. 13. nóvember 2012 11:00
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun