Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Pétur Rúðrik Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; https://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. Samkvæmt þessari grein er ég sjálfhverfur og ekki nóg með það, heldur er öll kynslóðin frá 30 til 45 ára einnig sjálfhverf. Ég á erfitt með að staðfesta það út frá þessari grein að ég sé sjálfhverfur, því einhvern veginn finnst mér þú ekki vera að tala til mín í þessari grein. Enda erum við hvorki kunningjar né vinir. Við höfum aldrei kynnst nema í gegnum fjölmiðla eða þegar kosningar voru í nánd, þá fannst mér eins og þú hefði eitthvað verið að reyna að ná sambandi við mig eða mína fjölskyldu. Reyndar gerðir þú alltaf upp á milli okkar þar sem þú vildir bara eiga samneyti við þá sem höfðu kosningarétt. Þegar ég las þessa grein, þá fór ég að hugsa hvað þín kynslóð hafði kennt mér. Eitt af því var að "það er sælla að gefa en þiggja". Þetta eru góð ráð og eitthvað sem við ættum öll að láta ganga til komandi kynslóða. Það er reyndar einn hængur á þessari gjöf Njarðar. Það er víst ekki sama skilgreining á þessum málshætti hjá okkur öllum. Sumir eiga það til að gefa eitthvað sem þeir eiga ekki og stundum eru þeir meira að segja að þiggja það sem þeir gefa sjálfir. Það er annað sem þín kynslóð kenndi mér, "Að bera virðingu fyrir sér eldri fólki." Þegar ég var yngri þá fannst mér þetta sjálfsagður hlutur, enda krakki og ekki farinn að hugsa sjálfstætt. En þegar ég varð eldri, þá fannst mér þetta ekki lengur vera sjálfsagður hlutur og ég átti erfiðara með að bera virðingu fyrir öllum þeim sem mér voru eldri. Ég fór að spyrja mig af hverju ég ætti að bera virðingu fyrir mér eldri ef þau bæru enga virðingu fyrir mér. Virðing er ekki einstefnugata sem liggur frá ungum til aldraðra eða frá verkamanni til ráðherra. Ég er bæði kynslóð þinni og mínum nánustu þakklátur fyrir að gefa mér þessi góð ráð. Ég hefði samt viljað að þið hefðu kennt mér að ekki eiga allir sem eru mér eldri virðingu mína skilið. Þið hefðuð líka getað varað mig við að treysta ekki alltaf þeim sem eru að stjórna, þeir eru breyskir og oftar en ekki freistast þeir til að hugsa um eigið skinn áður en þeir huga að þeim sem þeir þjóna. Þeir eru ekki alltaf að gefa, þeir eru yfirleitt að þiggja. Ef ég hefði vitað að þú hefðir ætlað þér að nýta þá virðingu sem þú fékkst ókeypis vegna þess að þú varst eldri og að þú ætlaðir að gefa sjálfum þér og þeim sem þér fannst þér samboðnir gjafir, gjafir sem þú áttir ekki, á kostnað samfélagsins þá hefði ég fyrir löngu staðið upp og mótmælt þér og þeim sem fylgja þínum skoðunum. Ég ætla ekki að gera sömu mistök og þær kynslóðir sem fylgdu þessum góðu ráðum í blindni og treystu þér og öðrum sem misnotuðu aðstöðu sína og völd sér til framdráttar. Ég ætla að nota þessi góðu ráð sem ég fékk frá þinni kynslóð en ég ætla að breyta þeim örlítið þegar ég kenni börnunum mínum þau. Þar sem það er til fólk sem misnotar þau sér í hag. Ætli þau verði ekki einhvern veginn svona: "Það er sælla að gefa það sem þú átt en að þiggja" og "að bera virðingu fyrir öllum en hún á að vera gagnkvæm." Ég ber mikla virðingu fyrir mér eldri og í raun öllum kynslóðum. En ekki hafa allir áunnið sér virðingu mína. Það gæti breyst og ég vona að það breytist en þangað til ætla ég að leyfa mér að mótmæla þeim gjörningum sem hafa verið framkvæmdir, m.a. á þinni vakt. Þá skiptir ekki máli af hvaða kynslóð þú ert, ég mun gagnrýna þig ef starfshættir þínir eru ekki til þess fallnir að vera samfélaginu til góðs. Ég vona að þú ávinnir þér virðingu mína þegar þú eldist. En ég sé það ekki gerast fyrr en þú og þeir sem eru sammála þinni skoðun lítið á okkur "hin" sem jafningja. Með vinsemd og virðingu Pétur Rúðrik Guðmundsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því? Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. 13. nóvember 2012 06:00 Sighvatur: Búinn að fá "meira en nóg af stöðugu sífri fólks“ Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segist vera búinn að fá "meira en nóg af stöðugu sífri fólks, sem sér fátt annað en sjálft sig,“ og vitnar þar til fólks á Íslandi á aldrinum 30 til 45 ára, sem hann kallar sjálfhverfu kynslóðina. Í tveimur greinum í Fréttablaðinu, annarri sem birtist á laugardaginn og síðan þeirri síðari sem birtist í dag, segir hann "sjálfhverfu kynslóðina“ gera kröfu um að fá allt fyrir ekkert, og kenna fólki um eigin vandamál. Þá segir hann "sjálfhverfu kynslóðina“ ekki hafa hlustað á ítrekuð viðvörunarorð um lán í erlendri mynt á meðan tekjurnar eru í krónum. 13. nóvember 2012 09:47 Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; https://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. Samkvæmt þessari grein er ég sjálfhverfur og ekki nóg með það, heldur er öll kynslóðin frá 30 til 45 ára einnig sjálfhverf. Ég á erfitt með að staðfesta það út frá þessari grein að ég sé sjálfhverfur, því einhvern veginn finnst mér þú ekki vera að tala til mín í þessari grein. Enda erum við hvorki kunningjar né vinir. Við höfum aldrei kynnst nema í gegnum fjölmiðla eða þegar kosningar voru í nánd, þá fannst mér eins og þú hefði eitthvað verið að reyna að ná sambandi við mig eða mína fjölskyldu. Reyndar gerðir þú alltaf upp á milli okkar þar sem þú vildir bara eiga samneyti við þá sem höfðu kosningarétt. Þegar ég las þessa grein, þá fór ég að hugsa hvað þín kynslóð hafði kennt mér. Eitt af því var að "það er sælla að gefa en þiggja". Þetta eru góð ráð og eitthvað sem við ættum öll að láta ganga til komandi kynslóða. Það er reyndar einn hængur á þessari gjöf Njarðar. Það er víst ekki sama skilgreining á þessum málshætti hjá okkur öllum. Sumir eiga það til að gefa eitthvað sem þeir eiga ekki og stundum eru þeir meira að segja að þiggja það sem þeir gefa sjálfir. Það er annað sem þín kynslóð kenndi mér, "Að bera virðingu fyrir sér eldri fólki." Þegar ég var yngri þá fannst mér þetta sjálfsagður hlutur, enda krakki og ekki farinn að hugsa sjálfstætt. En þegar ég varð eldri, þá fannst mér þetta ekki lengur vera sjálfsagður hlutur og ég átti erfiðara með að bera virðingu fyrir öllum þeim sem mér voru eldri. Ég fór að spyrja mig af hverju ég ætti að bera virðingu fyrir mér eldri ef þau bæru enga virðingu fyrir mér. Virðing er ekki einstefnugata sem liggur frá ungum til aldraðra eða frá verkamanni til ráðherra. Ég er bæði kynslóð þinni og mínum nánustu þakklátur fyrir að gefa mér þessi góð ráð. Ég hefði samt viljað að þið hefðu kennt mér að ekki eiga allir sem eru mér eldri virðingu mína skilið. Þið hefðuð líka getað varað mig við að treysta ekki alltaf þeim sem eru að stjórna, þeir eru breyskir og oftar en ekki freistast þeir til að hugsa um eigið skinn áður en þeir huga að þeim sem þeir þjóna. Þeir eru ekki alltaf að gefa, þeir eru yfirleitt að þiggja. Ef ég hefði vitað að þú hefðir ætlað þér að nýta þá virðingu sem þú fékkst ókeypis vegna þess að þú varst eldri og að þú ætlaðir að gefa sjálfum þér og þeim sem þér fannst þér samboðnir gjafir, gjafir sem þú áttir ekki, á kostnað samfélagsins þá hefði ég fyrir löngu staðið upp og mótmælt þér og þeim sem fylgja þínum skoðunum. Ég ætla ekki að gera sömu mistök og þær kynslóðir sem fylgdu þessum góðu ráðum í blindni og treystu þér og öðrum sem misnotuðu aðstöðu sína og völd sér til framdráttar. Ég ætla að nota þessi góðu ráð sem ég fékk frá þinni kynslóð en ég ætla að breyta þeim örlítið þegar ég kenni börnunum mínum þau. Þar sem það er til fólk sem misnotar þau sér í hag. Ætli þau verði ekki einhvern veginn svona: "Það er sælla að gefa það sem þú átt en að þiggja" og "að bera virðingu fyrir öllum en hún á að vera gagnkvæm." Ég ber mikla virðingu fyrir mér eldri og í raun öllum kynslóðum. En ekki hafa allir áunnið sér virðingu mína. Það gæti breyst og ég vona að það breytist en þangað til ætla ég að leyfa mér að mótmæla þeim gjörningum sem hafa verið framkvæmdir, m.a. á þinni vakt. Þá skiptir ekki máli af hvaða kynslóð þú ert, ég mun gagnrýna þig ef starfshættir þínir eru ekki til þess fallnir að vera samfélaginu til góðs. Ég vona að þú ávinnir þér virðingu mína þegar þú eldist. En ég sé það ekki gerast fyrr en þú og þeir sem eru sammála þinni skoðun lítið á okkur "hin" sem jafningja. Með vinsemd og virðingu Pétur Rúðrik Guðmundsson
Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því? Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. 13. nóvember 2012 06:00
Sighvatur: Búinn að fá "meira en nóg af stöðugu sífri fólks“ Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segist vera búinn að fá "meira en nóg af stöðugu sífri fólks, sem sér fátt annað en sjálft sig,“ og vitnar þar til fólks á Íslandi á aldrinum 30 til 45 ára, sem hann kallar sjálfhverfu kynslóðina. Í tveimur greinum í Fréttablaðinu, annarri sem birtist á laugardaginn og síðan þeirri síðari sem birtist í dag, segir hann "sjálfhverfu kynslóðina“ gera kröfu um að fá allt fyrir ekkert, og kenna fólki um eigin vandamál. Þá segir hann "sjálfhverfu kynslóðina“ ekki hafa hlustað á ítrekuð viðvörunarorð um lán í erlendri mynt á meðan tekjurnar eru í krónum. 13. nóvember 2012 09:47
Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar