Fatlaðir fá og munu fá liðveislu Björk Vilhelmsdóttir skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Mér og mörgum öðrum hnykkti við þegar fram kom í fréttum RÚV í síðustu viku að fatlaðir íbúar á sambýlum og búsetukjörnum fengju ekki liðveislu og stuðning til að rjúfa félagslega einangrun. Það er nefnilega ekki verið að spara í stuðningsþjónustu Reykjavíkurborgar. Fjármagni var bætt við fyrir árið 2012 og þjónustan þróuð með þarfir notenda að leiðarljósi. Hvorki ég né aðrir í velferðarráði Reykjavíkurborgar áttuðum okkur á því að fréttirnar tengdust breytingum á reglum um stuðningsþjónustu frá sl. vori, enda ekkert sem benti til þess. Í framhaldinu var því svo haldið fram á netmiðlum, m.a. Orðinu á götunni á Eyjunni og á Fésbók, að ég vissi ekki hvað velferðarráð samþykkti. Eitt veit ég netmiðlum betur: Það er ríkur og þverpólitískur vilji borgaryfirvalda að þróa þjónustu við fatlaða íbúa út frá þörfum hvers og eins. Við viljum veita heildstæða og samþætta þjónustu þar sem það er hægt, í stað þess að fólk þurfi að fá marga litla þjónustubúta frá mismunandi stöðum. Þess vegna notuðum við tækifærið, þegar öll þjónusta færðist til sveitarfélagsins, til jákvæðra breytinga í samræmi við þarfir notenda og ábendingar hagsmunasamtaka og fagaðila. Að leiðrétta neikvæðar fréttir er ekki auðvelt, því það neikvæða fær mun meiri athygli og hneykslan en hið jákvæða. Stella K. Víðisdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs, sagði í sjónvarpsfréttum RÚV að ekki væri verið að skerða þjónustu, þvert á móti væri verið að þróa þjónustuna til betri vegar. Enginn „lækaði“ þá frétt á RÚV en á annað þúsund gerði það með fyrri frétt um hinn meinta niðurskurð. Að sjálfsögðu og sem betur fer brugðust hagsmunasamtök fatlaðra við og mótmæltu því það er þeirra hlutverk. Takk Þroskahjálp og Átak fyrir að standa vaktina. Ég hlakka til fundarins með ykkur í velferðarráði nú í dag. En úr því að Eyjan vill gera pólitík úr málinu, leyfi ég mér á þessum vettvangi frjálsrar og faglegrar umræðu að segja það sem satt er – í von um einhverja áheyrn. Ég vil standa undir hinni pólitísku ábyrgð sem ég ber á þjónustu við fatlaða íbúa. Þar erum við að gera margt vel, en enn þarf að gera betur í mörgu. Það hefur aldeilis sýnt sig eftir að þjónustan fluttist frá ríki til sveitarfélaga, hvað margir fatlaðir íbúar hafa fengið ónóga aðstoð í sínu daglega lífi. Skortur á þjónustu til margra ára hefur verulega hamlað lífi margra íbúa sem búa við skerðingar. Ég trúi því einlæglega að það verði, þegar á hólminn er komið, betra að þróa þjónustuna með sveitarstjórnarfólki og starfsfólki heima í héraði. Við sem stjórnum í nærumhverfinu munum ekki sætta okkur við þá vanþjónustu sem boðið var upp á í góðærinu á Íslandi sl. áratug. Þjónustan mun batna, en það mun taka lengri tíma en við flest áttum von á. Þannig er það því miður. En þegar við erum að gera vel, með því að þróa þjónustuna á heildstæðan hátt til hagsbóta fyrir notendur, er það slæmt að flestir vilji bara trúa því gagnstæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Mér og mörgum öðrum hnykkti við þegar fram kom í fréttum RÚV í síðustu viku að fatlaðir íbúar á sambýlum og búsetukjörnum fengju ekki liðveislu og stuðning til að rjúfa félagslega einangrun. Það er nefnilega ekki verið að spara í stuðningsþjónustu Reykjavíkurborgar. Fjármagni var bætt við fyrir árið 2012 og þjónustan þróuð með þarfir notenda að leiðarljósi. Hvorki ég né aðrir í velferðarráði Reykjavíkurborgar áttuðum okkur á því að fréttirnar tengdust breytingum á reglum um stuðningsþjónustu frá sl. vori, enda ekkert sem benti til þess. Í framhaldinu var því svo haldið fram á netmiðlum, m.a. Orðinu á götunni á Eyjunni og á Fésbók, að ég vissi ekki hvað velferðarráð samþykkti. Eitt veit ég netmiðlum betur: Það er ríkur og þverpólitískur vilji borgaryfirvalda að þróa þjónustu við fatlaða íbúa út frá þörfum hvers og eins. Við viljum veita heildstæða og samþætta þjónustu þar sem það er hægt, í stað þess að fólk þurfi að fá marga litla þjónustubúta frá mismunandi stöðum. Þess vegna notuðum við tækifærið, þegar öll þjónusta færðist til sveitarfélagsins, til jákvæðra breytinga í samræmi við þarfir notenda og ábendingar hagsmunasamtaka og fagaðila. Að leiðrétta neikvæðar fréttir er ekki auðvelt, því það neikvæða fær mun meiri athygli og hneykslan en hið jákvæða. Stella K. Víðisdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs, sagði í sjónvarpsfréttum RÚV að ekki væri verið að skerða þjónustu, þvert á móti væri verið að þróa þjónustuna til betri vegar. Enginn „lækaði“ þá frétt á RÚV en á annað þúsund gerði það með fyrri frétt um hinn meinta niðurskurð. Að sjálfsögðu og sem betur fer brugðust hagsmunasamtök fatlaðra við og mótmæltu því það er þeirra hlutverk. Takk Þroskahjálp og Átak fyrir að standa vaktina. Ég hlakka til fundarins með ykkur í velferðarráði nú í dag. En úr því að Eyjan vill gera pólitík úr málinu, leyfi ég mér á þessum vettvangi frjálsrar og faglegrar umræðu að segja það sem satt er – í von um einhverja áheyrn. Ég vil standa undir hinni pólitísku ábyrgð sem ég ber á þjónustu við fatlaða íbúa. Þar erum við að gera margt vel, en enn þarf að gera betur í mörgu. Það hefur aldeilis sýnt sig eftir að þjónustan fluttist frá ríki til sveitarfélaga, hvað margir fatlaðir íbúar hafa fengið ónóga aðstoð í sínu daglega lífi. Skortur á þjónustu til margra ára hefur verulega hamlað lífi margra íbúa sem búa við skerðingar. Ég trúi því einlæglega að það verði, þegar á hólminn er komið, betra að þróa þjónustuna með sveitarstjórnarfólki og starfsfólki heima í héraði. Við sem stjórnum í nærumhverfinu munum ekki sætta okkur við þá vanþjónustu sem boðið var upp á í góðærinu á Íslandi sl. áratug. Þjónustan mun batna, en það mun taka lengri tíma en við flest áttum von á. Þannig er það því miður. En þegar við erum að gera vel, með því að þróa þjónustuna á heildstæðan hátt til hagsbóta fyrir notendur, er það slæmt að flestir vilji bara trúa því gagnstæða.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun