Öruggt húsnæði Mörður Árnason skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Ungt fólk á byrjunarreit í húsnæðismálum hefur lengst af átt tvo kosti og hvorugan góðan: Að hrekjast á milli leiguíbúða með öllum þeim óþægindum sem það veldur barnafjölskyldum – eða sökkva sér í skuldir, verðtryggðar eða gengistryggðar, einsog tíðkaðist í hrundansinum. Að hluta liggur skýringin í öfgafullri séreignastefnu sem hægriöflin hafa rekið hér áratugum saman með þeim hörmulegu afleiðingum sem nú koma á daginn skýrar en oftast áður. Hinn hluti skýringarinnar er sú staðreynd að vinstri öflin, verkalýðshreyfingin og lífeyrissjóðirnir hafa ekki barist nógu hart fyrir þessu mikilvæga máli. Í grannlöndunum hefur öruggt húsnæði á hagkvæmum kjörum verið hið klassíska verkefni jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingar. Árangurinn þekkja margir sem hafa stundað nám í þessum löndum, leigt námsmannaíbúðir og svo flutt sig yfir í leiguíbúðir á almennum markaði, í kaupleigu- eða búseturéttarkerfi að námi loknu. Stundum er lokastigið séreign, en þá ekki fyrr en fólk hefur komið almennilega undir sig fótunum. Þótt hér hafi eftir hrun verið gert meira en víðast hvar erlendis fyrir húsnæðisskuldara blasir við sú staðreynd að í súpunni situr verulegur hópur fólks sem keypti íbúðir sínar á bóluverði. Er í reynd komið aftur fyrir byrjunarreitinn. Og nú er mætt til leiksins ný kynslóð og við blasa sömu tveir kostir. Þetta fólk veltir auðvitað fyrir sér þriðju leiðinni, að hefja búskap í öðrum löndum – yfirgefa Ísland. Í þessari stöðu hljótum við foreldrar þeirra, afar og ömmur að spyrja þess sama og Sumarhúsabóndinn: Hvað er þá auður og afl og hús? Traustur, almennur leigumarkaður, öflugt búseturéttarkerfi og alvöru kaupleigukerfi er eitt brýnasta verkefni næstu ára. Það er ekki bara hagsmunamál þeirra sem í hlut eiga. Foreldrar sem kynslóð eftir kynslóð hafa þurft að lána börnum sínum veð svo þau geti tekið þátt í hinu íslenska húsnæðiskaupafjárhættuspili eiga hér líka hagsmuna að gæta. Beinir hagsmunir atvinnulífsins, verkalýðshreyfingar, lífeyrissjóða og ríkis af því að ungt fólk fái öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði eru augljósir. Hér má enginn liggja á liði sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk á byrjunarreit í húsnæðismálum hefur lengst af átt tvo kosti og hvorugan góðan: Að hrekjast á milli leiguíbúða með öllum þeim óþægindum sem það veldur barnafjölskyldum – eða sökkva sér í skuldir, verðtryggðar eða gengistryggðar, einsog tíðkaðist í hrundansinum. Að hluta liggur skýringin í öfgafullri séreignastefnu sem hægriöflin hafa rekið hér áratugum saman með þeim hörmulegu afleiðingum sem nú koma á daginn skýrar en oftast áður. Hinn hluti skýringarinnar er sú staðreynd að vinstri öflin, verkalýðshreyfingin og lífeyrissjóðirnir hafa ekki barist nógu hart fyrir þessu mikilvæga máli. Í grannlöndunum hefur öruggt húsnæði á hagkvæmum kjörum verið hið klassíska verkefni jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingar. Árangurinn þekkja margir sem hafa stundað nám í þessum löndum, leigt námsmannaíbúðir og svo flutt sig yfir í leiguíbúðir á almennum markaði, í kaupleigu- eða búseturéttarkerfi að námi loknu. Stundum er lokastigið séreign, en þá ekki fyrr en fólk hefur komið almennilega undir sig fótunum. Þótt hér hafi eftir hrun verið gert meira en víðast hvar erlendis fyrir húsnæðisskuldara blasir við sú staðreynd að í súpunni situr verulegur hópur fólks sem keypti íbúðir sínar á bóluverði. Er í reynd komið aftur fyrir byrjunarreitinn. Og nú er mætt til leiksins ný kynslóð og við blasa sömu tveir kostir. Þetta fólk veltir auðvitað fyrir sér þriðju leiðinni, að hefja búskap í öðrum löndum – yfirgefa Ísland. Í þessari stöðu hljótum við foreldrar þeirra, afar og ömmur að spyrja þess sama og Sumarhúsabóndinn: Hvað er þá auður og afl og hús? Traustur, almennur leigumarkaður, öflugt búseturéttarkerfi og alvöru kaupleigukerfi er eitt brýnasta verkefni næstu ára. Það er ekki bara hagsmunamál þeirra sem í hlut eiga. Foreldrar sem kynslóð eftir kynslóð hafa þurft að lána börnum sínum veð svo þau geti tekið þátt í hinu íslenska húsnæðiskaupafjárhættuspili eiga hér líka hagsmuna að gæta. Beinir hagsmunir atvinnulífsins, verkalýðshreyfingar, lífeyrissjóða og ríkis af því að ungt fólk fái öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði eru augljósir. Hér má enginn liggja á liði sínu.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar