Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 7. júlí 2025 07:00 Í dag, þann 7.7.2025, ferðast stríðsglæpaforinginn Netanyahu til Washington að heimsækja helsta stuðningsmann sinn, Donald Trump í Hvíta húsinu. Netanyahu verður áreiðanlega ekki handtekinn við komuna, þrátt fyrir að vera eftirlýstur af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Bandaríkin eru ekki með í þeirri mikilvægu stofnun. Hryllingurinn á Gaza Enn einu sinni vekja fjölmiðlar vonir um vopnahlé á Gaza, en fremur ósennilegt er það henti Netanyahu, að hætta fjöldamorðum og gereyðingu palestínskra byggða. Þó er ekki loku fyrir það skotið að Bibi geri það sem vinargreiða við besta vin sinn að gera dálítið hlé á tortímingunni, og hleypa inn svolitlu af vatni, mat og lyfjum til tveggja milljóna sveltandi íbúa. Bara smá hlé. Það gæti litið út einsog rós í hnappagatið á vininum. Trump er mikið fyrir svoleiðis. Við sem í 21 mánuði höfum sofnað á hverju kvöldi út frá hryllingnum sem á sér stað í Palestínu af völdum Ísraels, Bandaríkjanna og helstu bandalagsþjóða þeirra í NATO og vöknum upp við sama hrylling að morgni, við grípum í hvaða hálmstrá sem er. Við þurfum að trúa því og geta vonað að einhvern tíma muni þessu linna. Og sem allra allra fyrst, helst í gær. Þjóðarmorð heitir það og þjóðarmorð er það Nú þegar hafa nærri 60 þúsund manns verið myrt af Ísraelsher og tvöfaldur sá fjöldi örkumla og rúmlega það af völdum árásanna. Þá eru ekki talin þær þúsundir sem liggja undir rústunum. Heimili fólks, sjúkrahús og skólar hafa verið sérstök skotmörk Ísraelshers og í engu stríði hafa jafn margir læknar, hjúkrunarfólk, sjúkraflutningamenn og annað heilbrigðisstarfsfólk verið myrt. Það sama á við um blaðamenn og fréttafólk. En frá upphafi hefur þetta fyrst og fremst verið stríð gegn börnum. Um það bil þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn. Ekki venjulegt stríð, heldur útrýmingarherferð Annars er varla hægt að tala um stríð í þessu sambandi. Það á við þegar tvo ríki eða fleiri og tveir herir eða fleiri takast á, einsog til dæmis í Úkraínu. En í Palestínu er enginn her sem verst innrásum, hernámi og linnulausum árásum Ísraelshers, eins best útbúna og öfugasta hers í heimi. Svo ekki sé talað um leyniþjónustu og njósnanet sem gerir hryðjuverkahernum kleift að fylgjast með hverjum einum íbúa, ekki síst leiðtogum fólksins og taka þá af lífi, gjarnan í faðmi fjölskyldunnar sem er þá myrt í heilu lagi. Nei, hér er einn her að verki, Ísraelsher, og verkefni hans á Gaza og í vaxandi mæli einnig á Vesturbakkanum, er útrýmingarherferð. Þessi herferð heldur áfram af sívaxandi grimmd. Mótmæli skipta máli en duga ekki til Sjaldan hafa sést önnur eins mótmæli og eiga sér stað um allan heim. Þjóðarleiðtogar þeirra ríkja sem eru samsek í þjóðarmorðinu í Palestínu eru farnir að gera sér grein fyrir því að þeir lenda öfugu megin í mannkynsögunni. Frá þeim eru farin að heyrast mótmæli við framferði Ísraelsríkis. Ekkert breytist þó og enn er haldið áfram að senda vopn til Ísraels, ekki bara frá Bandaríkjunum, líka frá Bretlandi og fleirum. Netanyahu fyrirgefur þessu stuðningsliði sínu stöku harðorðar yfirlýsingar á meðan stefnan og stuðningurinn heldur áfram. Yfirlýsingar hafa einnig komið frá okkar stjórnvöldum og jafnvel talað um þjóðarmorð. En þessu hefur ekki verið fylgt eftir með aðgerðum, sem fundið er fyrir. Það þarf sniðgöngu, viðskiptabann og stjórnmálaslit. Við viljum ekki þurfa að standa reikningsskil á því, hvers vegna við gerðum ekki allt sem við gátum til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Þetta má ekki halda svona áfram. Höfundur er læknir og heiðursborgari í Palestínu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag, þann 7.7.2025, ferðast stríðsglæpaforinginn Netanyahu til Washington að heimsækja helsta stuðningsmann sinn, Donald Trump í Hvíta húsinu. Netanyahu verður áreiðanlega ekki handtekinn við komuna, þrátt fyrir að vera eftirlýstur af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Bandaríkin eru ekki með í þeirri mikilvægu stofnun. Hryllingurinn á Gaza Enn einu sinni vekja fjölmiðlar vonir um vopnahlé á Gaza, en fremur ósennilegt er það henti Netanyahu, að hætta fjöldamorðum og gereyðingu palestínskra byggða. Þó er ekki loku fyrir það skotið að Bibi geri það sem vinargreiða við besta vin sinn að gera dálítið hlé á tortímingunni, og hleypa inn svolitlu af vatni, mat og lyfjum til tveggja milljóna sveltandi íbúa. Bara smá hlé. Það gæti litið út einsog rós í hnappagatið á vininum. Trump er mikið fyrir svoleiðis. Við sem í 21 mánuði höfum sofnað á hverju kvöldi út frá hryllingnum sem á sér stað í Palestínu af völdum Ísraels, Bandaríkjanna og helstu bandalagsþjóða þeirra í NATO og vöknum upp við sama hrylling að morgni, við grípum í hvaða hálmstrá sem er. Við þurfum að trúa því og geta vonað að einhvern tíma muni þessu linna. Og sem allra allra fyrst, helst í gær. Þjóðarmorð heitir það og þjóðarmorð er það Nú þegar hafa nærri 60 þúsund manns verið myrt af Ísraelsher og tvöfaldur sá fjöldi örkumla og rúmlega það af völdum árásanna. Þá eru ekki talin þær þúsundir sem liggja undir rústunum. Heimili fólks, sjúkrahús og skólar hafa verið sérstök skotmörk Ísraelshers og í engu stríði hafa jafn margir læknar, hjúkrunarfólk, sjúkraflutningamenn og annað heilbrigðisstarfsfólk verið myrt. Það sama á við um blaðamenn og fréttafólk. En frá upphafi hefur þetta fyrst og fremst verið stríð gegn börnum. Um það bil þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn. Ekki venjulegt stríð, heldur útrýmingarherferð Annars er varla hægt að tala um stríð í þessu sambandi. Það á við þegar tvo ríki eða fleiri og tveir herir eða fleiri takast á, einsog til dæmis í Úkraínu. En í Palestínu er enginn her sem verst innrásum, hernámi og linnulausum árásum Ísraelshers, eins best útbúna og öfugasta hers í heimi. Svo ekki sé talað um leyniþjónustu og njósnanet sem gerir hryðjuverkahernum kleift að fylgjast með hverjum einum íbúa, ekki síst leiðtogum fólksins og taka þá af lífi, gjarnan í faðmi fjölskyldunnar sem er þá myrt í heilu lagi. Nei, hér er einn her að verki, Ísraelsher, og verkefni hans á Gaza og í vaxandi mæli einnig á Vesturbakkanum, er útrýmingarherferð. Þessi herferð heldur áfram af sívaxandi grimmd. Mótmæli skipta máli en duga ekki til Sjaldan hafa sést önnur eins mótmæli og eiga sér stað um allan heim. Þjóðarleiðtogar þeirra ríkja sem eru samsek í þjóðarmorðinu í Palestínu eru farnir að gera sér grein fyrir því að þeir lenda öfugu megin í mannkynsögunni. Frá þeim eru farin að heyrast mótmæli við framferði Ísraelsríkis. Ekkert breytist þó og enn er haldið áfram að senda vopn til Ísraels, ekki bara frá Bandaríkjunum, líka frá Bretlandi og fleirum. Netanyahu fyrirgefur þessu stuðningsliði sínu stöku harðorðar yfirlýsingar á meðan stefnan og stuðningurinn heldur áfram. Yfirlýsingar hafa einnig komið frá okkar stjórnvöldum og jafnvel talað um þjóðarmorð. En þessu hefur ekki verið fylgt eftir með aðgerðum, sem fundið er fyrir. Það þarf sniðgöngu, viðskiptabann og stjórnmálaslit. Við viljum ekki þurfa að standa reikningsskil á því, hvers vegna við gerðum ekki allt sem við gátum til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Þetta má ekki halda svona áfram. Höfundur er læknir og heiðursborgari í Palestínu
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun