Fangar með geðsjúkdóma, sjónarmið sem ekki heyrðust! Páll Matthíasson skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Dagana 8. og 10. október síðastliðinn fjallaði Kastljós RÚV um málefni geðsjúkra fanga. Umfjöllunin var einhliða og heildstæð mynd af afstöðu Geðsviðs Landspítala í þessu mikilvæga máli kom ekki fram. Rætt var við undirritaðan, sem auk þess að leiða Geðsvið hefur langa reynslu af réttargeðlækningum í Bretlandi. Hins vegar var aðeins lítið brot af viðtalinu sýnt, auk þess sem rangt var eftir undirrituðum haft. Landspítali gerði athugasemd við fréttaflutning Kastljóss strax eftir þættina og óskaði þess að fá tækifæri til að skýra betur sín sjónarmið. Þar sem slíkt tækifæri hefur ekki fengist þá er Geðsvið Landspítala tilneytt að halda fram sínum sjónarmiðum á öðrum vettvangi.Afstaða Geðsviðs í dag til geðsjúkra fanga Það hefur alla tíð verið stefna Geðsviðs að sakhæfir fangar afpláni ekki refsingu á Landspítala. Fangar hafa hins vegar alltaf fengið þar bráðameðferð. Geðsviðið neitaði fram yfir síðustu aldamót að vista ósakhæfa fanga og ekki er hægt að draga fjöður yfir það að afleiðingarnar voru slæmar. Það var hins vegar hin hliðin á þeirri mannúðarstefnu sem rekin hafði verið alla tíð á Kleppi, þar sem reynt var að komast hjá nauðung í lengstu lög. Skoðun yfirlækna var að spítalinn væri ekki í stakk búinn að sinna ósakhæfum föngum. Það var á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda að bregðast við þessu og var það gert þegar Réttargeðdeildin að Sogni var opnuð 1992, ráðstöfun sem var óheppileg en mætti brýnni þörf á sínum tíma. Nú eru hins vegar önnur viðhorf á Geðsviði Landspítala. Barátta Landspítala fyrir því að loka Sogni og opna réttargeðdeild að Kleppi er skýrt merki þeirra breyttu viðhorfa, sem byggjast jafnt á faglegum rökum og mannúðarrökum. Afstaða Geðsviðs Landspítala er sú að; 1) Geðsvið Landspítala sinnir þeim sem dæmdir eru ósakhæfir og fara á réttargeðdeild. 2) Geðsvið Landspítala metur fanga í bráðatilfellum og eru þeir lagðir inn til meðferðar ef þarf. 3) Öryggisgeðdeild (deild 15) sinnir sjálfræðissviptum, alvarlega geðsjúkum með fíknivanda og ofbeldishættu. Deildin hefur nýst vel til að draga úr líkum á frekari afbrotum hjá þessum mikið veika hópi. 4) Ákveðinn lítill hópur fanga sem hefur áður gengið í gegnum öryggisgeðdeildina (oftast), flakkar á milli geðdeilda og fangelsa og er í raun sífellt einhvers staðar í kerfinu. Þetta er sá hópur sem flóknast hefur reynst að finna lausn fyrir.Þörf er fyrir sérstakt búsetuúrræði Varðandi síðastnefnda hópinn (hóp 4) þá er það skoðun Geðsviðs Landspítala að þessir sakhæfu einstaklingar (sem margir hverjir eiga takmarkaða von um bata) eigi ekki að afplána sína dóma á sjúkrahúsi. Hefðbundið fangelsi er ekki heppilegur staður fyrir þá en sjúkrahús er það enn síður. Í því sambandi er rétt að líta til dóms Hæstaréttar (659/2008) í máli einstaklings sem hafði verið 16 ár á Sogni. Þar var dæmt svo að þar sem hann væri ekki til lækninga, þá ætti hann rétt á búsetuúrræði með viðeigandi öryggisgæslu, spítali eða önnur stofnun væri ekki réttur staður fyrir hann. Í raun þarf að huga að „viðeigandi stofnun“ sbr. 16. grein almennra hegningarlaga (19/1940), en sú stofnun er hvorki fangelsi né sjúkrahús. Lausnin gæti að mati Landspítala verið sérstakt búsetuúrræði/stofnun með viðeigandi öryggisgæslu en til vara geðdeild innan fangelsis, nú þegar nýtt fangelsi rís vonandi.Sakhæfir fangar eiga ekki erindi á réttargeðdeild Lögmaður í þætti Kastljóss taldi að sakhæfir fangar væru best komnir á réttargeðdeildinni að Kleppi. Sú hugmynd byggir á vanþekkingu. Fyrsta verk Landspítala þegar það tók yfir rekstur Sogns á sínum tíma var að stöðva flutning sakhæfra fanga úr fangelsi á Sogn. Ástæðan er sú að þeir einstaklingar sem eru svo veikir að vera dæmdir ósakhæfir og enda á réttargeðdeild eru mjög viðkvæmir vegna veikinda og stundum fötlunar. Reynslan frá Sogni sýndi að fangar sem komu frá Litla-Hrauni voru betur „starfhæfir“ og kúguðu stundum ósakhæfa sjúklinga með langvinna geðrofssjúkdóma og jafnvel starfsfólk Sogns. Afleiðingin varð harkalegri og verri deild fyrir þá ósakhæfu. Þetta er löngu þekkt og t.d. tók Broadmoor–réttargeðspítalinn í Englandi fyrir innlagnir sakhæfra úr fangelsum strax árið 1886, eftir uppþot og morð innan spítalans.Sakhæfi og sjálfræði Í þætti Kastljóss var það sagt einkennilegt að einstaklingur gæti verið sjálfræðissviptur vegna geðsjúkdóms en samt sakhæfur. Það getur hins vegar vel gerst, því um ólíka hluti er að ræða. Fólk er sjálfræðissvipt vegna alvarlegs geðsjúkdóms þegar það er talið geta verið hættulegt sjálfu sér eða öðrum eða heilsu þess er hætta búin. Ósakhæfi er hins vegar þröngt, lögfræðilegt hugtak sem byggir á því að einstaklingur hafi ekki vitað hvað hann gerði á verknaðarstundu afbrots.Vanhæfi Enn eitt atriði sem rétt er að ræða er sú fullyrðing lögmanna í þætti Kastljóss að geðlæknar af Kleppi séu mögulega vanhæfir til að gera sakhæfismat þar sem þeir vinni á deild sem hugsanlega þurfi að taka við viðkomandi, verði hann dæmdur ósakhæfur. Þar þarf hins vegar að líta til þess að sakhæfi er lögfræðilegt hugtak og ákveðið af dómara. Einnig þarf að muna að það eru saksóknari og verjandi sem koma sér saman um dómkvaddan matsmann og því á ábyrgð þeirra að velja óvilhallan aðila. Vanhæfi er vissulega ákveðið vandamál í smáu samfélagi en það er ekki meira vandamál í læknastétt en t.d. á meðal lögfræðinga!Niðurlag Það er mjög miður hversu einhliða og ósanngjörn umfjöllun Kastljóss nú nýlega um málefni geðsjúkra fanga var. Umræða um þennan flókna og viðkvæma málaflokk er mikilvæg og afar þörf en hefur margar hliðar. Mikilvægt er að sjónarmið þeirra fagaðila sem mesta reynslu hafa af meðferð geðsjúkra afbrotamanna heyrist (þótt þau eigi auðvitað ekki að vera einu sjónarmiðin sem fram koma). Geðsvið Landspítala og Fangelsismálastofnun þurfa að vinna saman að þessum málaflokki og jók fundur þessara aðila sem haldinn var nú nýlega skilning beggja aðila á sjónarmiðum hins. Er stefnt að nánara samstarfi í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Dagana 8. og 10. október síðastliðinn fjallaði Kastljós RÚV um málefni geðsjúkra fanga. Umfjöllunin var einhliða og heildstæð mynd af afstöðu Geðsviðs Landspítala í þessu mikilvæga máli kom ekki fram. Rætt var við undirritaðan, sem auk þess að leiða Geðsvið hefur langa reynslu af réttargeðlækningum í Bretlandi. Hins vegar var aðeins lítið brot af viðtalinu sýnt, auk þess sem rangt var eftir undirrituðum haft. Landspítali gerði athugasemd við fréttaflutning Kastljóss strax eftir þættina og óskaði þess að fá tækifæri til að skýra betur sín sjónarmið. Þar sem slíkt tækifæri hefur ekki fengist þá er Geðsvið Landspítala tilneytt að halda fram sínum sjónarmiðum á öðrum vettvangi.Afstaða Geðsviðs í dag til geðsjúkra fanga Það hefur alla tíð verið stefna Geðsviðs að sakhæfir fangar afpláni ekki refsingu á Landspítala. Fangar hafa hins vegar alltaf fengið þar bráðameðferð. Geðsviðið neitaði fram yfir síðustu aldamót að vista ósakhæfa fanga og ekki er hægt að draga fjöður yfir það að afleiðingarnar voru slæmar. Það var hins vegar hin hliðin á þeirri mannúðarstefnu sem rekin hafði verið alla tíð á Kleppi, þar sem reynt var að komast hjá nauðung í lengstu lög. Skoðun yfirlækna var að spítalinn væri ekki í stakk búinn að sinna ósakhæfum föngum. Það var á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda að bregðast við þessu og var það gert þegar Réttargeðdeildin að Sogni var opnuð 1992, ráðstöfun sem var óheppileg en mætti brýnni þörf á sínum tíma. Nú eru hins vegar önnur viðhorf á Geðsviði Landspítala. Barátta Landspítala fyrir því að loka Sogni og opna réttargeðdeild að Kleppi er skýrt merki þeirra breyttu viðhorfa, sem byggjast jafnt á faglegum rökum og mannúðarrökum. Afstaða Geðsviðs Landspítala er sú að; 1) Geðsvið Landspítala sinnir þeim sem dæmdir eru ósakhæfir og fara á réttargeðdeild. 2) Geðsvið Landspítala metur fanga í bráðatilfellum og eru þeir lagðir inn til meðferðar ef þarf. 3) Öryggisgeðdeild (deild 15) sinnir sjálfræðissviptum, alvarlega geðsjúkum með fíknivanda og ofbeldishættu. Deildin hefur nýst vel til að draga úr líkum á frekari afbrotum hjá þessum mikið veika hópi. 4) Ákveðinn lítill hópur fanga sem hefur áður gengið í gegnum öryggisgeðdeildina (oftast), flakkar á milli geðdeilda og fangelsa og er í raun sífellt einhvers staðar í kerfinu. Þetta er sá hópur sem flóknast hefur reynst að finna lausn fyrir.Þörf er fyrir sérstakt búsetuúrræði Varðandi síðastnefnda hópinn (hóp 4) þá er það skoðun Geðsviðs Landspítala að þessir sakhæfu einstaklingar (sem margir hverjir eiga takmarkaða von um bata) eigi ekki að afplána sína dóma á sjúkrahúsi. Hefðbundið fangelsi er ekki heppilegur staður fyrir þá en sjúkrahús er það enn síður. Í því sambandi er rétt að líta til dóms Hæstaréttar (659/2008) í máli einstaklings sem hafði verið 16 ár á Sogni. Þar var dæmt svo að þar sem hann væri ekki til lækninga, þá ætti hann rétt á búsetuúrræði með viðeigandi öryggisgæslu, spítali eða önnur stofnun væri ekki réttur staður fyrir hann. Í raun þarf að huga að „viðeigandi stofnun“ sbr. 16. grein almennra hegningarlaga (19/1940), en sú stofnun er hvorki fangelsi né sjúkrahús. Lausnin gæti að mati Landspítala verið sérstakt búsetuúrræði/stofnun með viðeigandi öryggisgæslu en til vara geðdeild innan fangelsis, nú þegar nýtt fangelsi rís vonandi.Sakhæfir fangar eiga ekki erindi á réttargeðdeild Lögmaður í þætti Kastljóss taldi að sakhæfir fangar væru best komnir á réttargeðdeildinni að Kleppi. Sú hugmynd byggir á vanþekkingu. Fyrsta verk Landspítala þegar það tók yfir rekstur Sogns á sínum tíma var að stöðva flutning sakhæfra fanga úr fangelsi á Sogn. Ástæðan er sú að þeir einstaklingar sem eru svo veikir að vera dæmdir ósakhæfir og enda á réttargeðdeild eru mjög viðkvæmir vegna veikinda og stundum fötlunar. Reynslan frá Sogni sýndi að fangar sem komu frá Litla-Hrauni voru betur „starfhæfir“ og kúguðu stundum ósakhæfa sjúklinga með langvinna geðrofssjúkdóma og jafnvel starfsfólk Sogns. Afleiðingin varð harkalegri og verri deild fyrir þá ósakhæfu. Þetta er löngu þekkt og t.d. tók Broadmoor–réttargeðspítalinn í Englandi fyrir innlagnir sakhæfra úr fangelsum strax árið 1886, eftir uppþot og morð innan spítalans.Sakhæfi og sjálfræði Í þætti Kastljóss var það sagt einkennilegt að einstaklingur gæti verið sjálfræðissviptur vegna geðsjúkdóms en samt sakhæfur. Það getur hins vegar vel gerst, því um ólíka hluti er að ræða. Fólk er sjálfræðissvipt vegna alvarlegs geðsjúkdóms þegar það er talið geta verið hættulegt sjálfu sér eða öðrum eða heilsu þess er hætta búin. Ósakhæfi er hins vegar þröngt, lögfræðilegt hugtak sem byggir á því að einstaklingur hafi ekki vitað hvað hann gerði á verknaðarstundu afbrots.Vanhæfi Enn eitt atriði sem rétt er að ræða er sú fullyrðing lögmanna í þætti Kastljóss að geðlæknar af Kleppi séu mögulega vanhæfir til að gera sakhæfismat þar sem þeir vinni á deild sem hugsanlega þurfi að taka við viðkomandi, verði hann dæmdur ósakhæfur. Þar þarf hins vegar að líta til þess að sakhæfi er lögfræðilegt hugtak og ákveðið af dómara. Einnig þarf að muna að það eru saksóknari og verjandi sem koma sér saman um dómkvaddan matsmann og því á ábyrgð þeirra að velja óvilhallan aðila. Vanhæfi er vissulega ákveðið vandamál í smáu samfélagi en það er ekki meira vandamál í læknastétt en t.d. á meðal lögfræðinga!Niðurlag Það er mjög miður hversu einhliða og ósanngjörn umfjöllun Kastljóss nú nýlega um málefni geðsjúkra fanga var. Umræða um þennan flókna og viðkvæma málaflokk er mikilvæg og afar þörf en hefur margar hliðar. Mikilvægt er að sjónarmið þeirra fagaðila sem mesta reynslu hafa af meðferð geðsjúkra afbrotamanna heyrist (þótt þau eigi auðvitað ekki að vera einu sjónarmiðin sem fram koma). Geðsvið Landspítala og Fangelsismálastofnun þurfa að vinna saman að þessum málaflokki og jók fundur þessara aðila sem haldinn var nú nýlega skilning beggja aðila á sjónarmiðum hins. Er stefnt að nánara samstarfi í framtíðinni.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun