
Ætla fjölmiðlar að velja forsetann?
Forsetaframboð mitt var sett fram sem áskorun til fjölmiðla að virða rétt þjóðarinnar að velja forseta í opnu og lýðræðislegu ferli. Leiðari Fréttablaðsins í dag þar sem fullyrt er að fjölmiðlar mismuni ekki frambjóðendum er gersamlega út í hött eins og sjá má af umfjöllun blaðsins um mitt framboð og svo framboð sem virðist gert út af klíkum bakvið fjölmiðlana og valdstjórnina.
Fréttablaðið birti umfjöllun um forsetaframboð 5 apríl á 1.117.5 cm2 í grein með mynd ásamt heilsíðu umfjöllun um stefnumál frambjóðandans. Áhugavert í samanburði við 3 mars um mitt framboð í sama blaði. Agnarsmá 7x4.5cm klausa og nánast ekkert minnst á stefnumál mín sem eru þó fjölmörg og áhugaverð. Ég fékk 2,82% fersentimetra í blaðinu samanborið við annan frambjóðanda sem fékk hundraðfalt pláss að kynna sitt framboð. Er þetta mismunun?
Við þurfum ekki að líta lengra aftur en til ofangreinds samanburðar og forsetaframboðs úr smiðju 365 og RÚV til að sjá vald fjölmiðlanna í hnotskurn. Fólkið sem stjórnar RÚV í dag vann áður fyrir eiganda 365 miðla eins og frambjóðandinn sjálfur.
Framboðinu er meistaralega leikstýrt af leikstjóranum sem bjó til grínkarakterinn Silvíu Nótt og borgarstjórann Jón Gnarr. Það er hollt og nauðsynlegt lýðræðinu að kryfja þetta til mergjar.
Láti þjóðin viðgangast að ráðskast sé með lýðræðið eins og Íslenskir fjölmiðlar gera nú, er hætt við að málskotsréttur forseta verði misnotaður. Fjölmiðlar geta stýrt skoðanamyndun um einstaka frambjóðendur rétt eins og einstaka málefni. Það er engin tilviljun að valdaklíkur hreiðra um sig í stjórnum fjölmiðla og gera út forsetaframbjóðanda.
Í aðdraganda forsetakosninga árið 1996 talaði ég um að færa valdið í auknum mæli til fólksins. Fyrstur manna sagðist ég vilja hefja slíka lýðræðisþróun með því að virkja málskotsrétt forseta í öllum meiriháttar deilumálum. Svokallaðir álitsgjafar voru þá dregnir fram í ríkisfjölmiðlunum til að segja að þetta væri ekki hægt því engin hefð væri fyrir slíku inngripi forseta.
Sitjandi forseti notaði málskotsréttinn 8 árum síðar þegar kostunaraðilar framboðs hans (eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu með öllum ráðum stöðva fjölmiðlafrumvarpið. Stór mál m.a. Kárahnjúkar, öryrkjamálið og fyrstu Icesave lögin fóru hinsvegar í gegn með samþykki forseta. Það var ekki fyrr en eftir 15 ár í embætti þegar skoðanakannanir sýndu vaxandi óvinsældir forsetans að hann greip til þess ráðs að nota aftur málskotsréttinn. Ég nefni þetta hér til að fólk átti sig betur á því að sitjandi forseti hefur nýtt málskotsréttinn m.a. út frá sérhagsmunalegum sjónarmiðum.
Ég vil að þjóðaratkvæðagreiðslur verði eðlilegur hlutur í lýðræðisþróun framtíðarinnar frekar en dramatískar leiksýningar. Ég hef bent á leiðir til að lækka kostnað við kosningar m.a. með því að nota hraðbankakerfið sem kjörklefa samhliða sérlausnum fyrir þá sem ekki komast í hraðbanka.
Ég skora á fjölmiðla að veita nú öllum forsetaframboðum jafnan aðgang til að kynna sín stefnumál. Mín stefnumál eru aðgengileg á www.forsetakosningar.is
Ástþór Magnússon - 10 apríl 2012 - www.forsetakosningar.is
Skoðun

Hvar skildi pabbi vera á biðlistanum, ætli honum endist ævin að komast af þeim lista?
Davíð Bergmann skrifar

Skipulagsmál á sjálfstýringu hjá meirihlutanum í Kópavogi
Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar

Vanþekking
Eymundur Eymundsson skrifar

Hvalreki eða Maybe Mútur?
Pétur Heimisson skrifar

Fyrirbyggjum áreitni og ofbeldi innan ferðaþjónustunnar
Bryndís Skarphéðinsdóttir,Margrét Wendt,Ólína Laxdal skrifar

Hittumst og ræðum um menntamál!
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Kyrrstaða þrátt fyrir tækifæri til breytinga
Hildur Harðardóttir skrifar

Stígum öll upp úr skotgröfunum
Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Átt þú barn með ADHD?
Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin svínaði á eftirlaunafólki fimm ár í röð
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Ný og nauðsynleg nálgun í þjónustu við eldra fólk
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Menntun og velsæld barna í fyrsta sæti
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar

Transvæðingin og umræðan
Eva Hauksdóttir skrifar

Áskorun til borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs
Sigurður Gylfi Magnússon skrifar

Stórtækar umbætur í fangelsismálum
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Við getum víst hindrað laxastrok
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Breytum um kúrs
Sigmar Guðmundsson skrifar

Nýjar lausnir fyrir nýja tíma
Finnur Beck skrifar

Freklega vegið að líffræðilegum fjölbreytileika
Jódís Skúladóttir skrifar

… hver er á bakvakt?
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Lygarinn, ég?
Jón Ármann Steinsson skrifar

Nokkur orð um Sinfó
Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar

Að verða vitni að drápi á hvalkýr og kálfi
Arne Feuerhahn skrifar

Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir
Skúli Helgason skrifar

Ópera - framtíðin er björt!
Andri Björn Róbertsson skrifar

Þegar lítil þúfa...
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Að brenna bláa akurinn
Jón Kaldal skrifar

Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Breytum um kúrs
Sigmar Guðmundsson skrifar

Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni
Jón Ármann Steinsson skrifar