Siðlaus rányrkja vegna stundargróða Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 4. apríl 2012 06:00 Útflutningsaðilar lambakjöts hvetja nú bændur til að fjölga fénu um allt að helming vegna þess að síðan krónan féll þarf ekki að borga tugi milljóna með útflutningnum, eins og gert var í áratugi. Einhverjar gjaldeyristekjur skapast, sem fara þó fljótt aftur úr landi, því mikinn gjaldeyri þarf til framleiðslu á þessum afurðum: áburð, rúlluplast, vélar, eldsneyti, lyf o.s.frv. Kostnaðurinn við að framleiða þetta kjöt er miklu meiri en það sem fæst fyrir afurðirnar. Þó eru landskemmdirnar alvarlegastar. Það er vegna aukinnar beitar, á þegar ofbeittu landinu. Að græða upp það land sem skemmist til viðbótar er vonlaust. Við höfum varla undan eins og er. Það er algerlega siðlaust og ótrúleg ósvífni að hvetja til þess að restin af náttúrulegum gróðri landsins fari í fóður fyrir sauðfé handa útlendingum, vegna stundargróða lítils hagsmunahóps í landbúnaðarstéttinni. Þeir hirða ágóðann, við borgum bara framleiðsluna. Þessir aðilar sem vinna að því með öllum ráðum að fá markaði fyrir kjötið í útlöndum hljóta að vera gjörsamlega samviskulausir gagnvart afleiðingunum og áhrifum gjörða sinna á landið og okkur hin sem borgum skaðann. Ef þessar skepnur væru á ábyrgð eigenda sinna, girtar af, á þeirra eigin löndum, og án milljarðastyrkja frá okkur skattborgurum, þá gætu þeir auðvitað haft eins mikið fé og þeir gætu fóðrað, öllum öðrum að meinalausu. Þessari ábyrgðarlausu rányrkju á okkar kostnað og landsins verður að linna. Við erum endalaust að glíma við afleiðingarnar í stað þess að koma í veg fyrir orsakirnar. Við eyðum milljörðum í að girða okkur og gróðurreiti af, frá sauðkindinni, í stað þess að girða hana af eins og allar siðaðar þjóðir hafa fyrir löngu gert. Þetta vesalings land, þekkt fyrir að vera eitt það verst farna sem þekkist, sökum búsetu, með stærstu manngerðu eyðimerkurnar, getur þá farið að græða sárin. Vonandi vakna stjórnvöld af aldardoðanum, stíga inn í nútímann, og aflétta þessum álögum á landinu okkar. Þá getur það sjálft klætt fjallkonuna aftur í skrúðann sinn, áður en slitin nærklæðin ná ekki að skýla nekt hennar lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Útflutningsaðilar lambakjöts hvetja nú bændur til að fjölga fénu um allt að helming vegna þess að síðan krónan féll þarf ekki að borga tugi milljóna með útflutningnum, eins og gert var í áratugi. Einhverjar gjaldeyristekjur skapast, sem fara þó fljótt aftur úr landi, því mikinn gjaldeyri þarf til framleiðslu á þessum afurðum: áburð, rúlluplast, vélar, eldsneyti, lyf o.s.frv. Kostnaðurinn við að framleiða þetta kjöt er miklu meiri en það sem fæst fyrir afurðirnar. Þó eru landskemmdirnar alvarlegastar. Það er vegna aukinnar beitar, á þegar ofbeittu landinu. Að græða upp það land sem skemmist til viðbótar er vonlaust. Við höfum varla undan eins og er. Það er algerlega siðlaust og ótrúleg ósvífni að hvetja til þess að restin af náttúrulegum gróðri landsins fari í fóður fyrir sauðfé handa útlendingum, vegna stundargróða lítils hagsmunahóps í landbúnaðarstéttinni. Þeir hirða ágóðann, við borgum bara framleiðsluna. Þessir aðilar sem vinna að því með öllum ráðum að fá markaði fyrir kjötið í útlöndum hljóta að vera gjörsamlega samviskulausir gagnvart afleiðingunum og áhrifum gjörða sinna á landið og okkur hin sem borgum skaðann. Ef þessar skepnur væru á ábyrgð eigenda sinna, girtar af, á þeirra eigin löndum, og án milljarðastyrkja frá okkur skattborgurum, þá gætu þeir auðvitað haft eins mikið fé og þeir gætu fóðrað, öllum öðrum að meinalausu. Þessari ábyrgðarlausu rányrkju á okkar kostnað og landsins verður að linna. Við erum endalaust að glíma við afleiðingarnar í stað þess að koma í veg fyrir orsakirnar. Við eyðum milljörðum í að girða okkur og gróðurreiti af, frá sauðkindinni, í stað þess að girða hana af eins og allar siðaðar þjóðir hafa fyrir löngu gert. Þetta vesalings land, þekkt fyrir að vera eitt það verst farna sem þekkist, sökum búsetu, með stærstu manngerðu eyðimerkurnar, getur þá farið að græða sárin. Vonandi vakna stjórnvöld af aldardoðanum, stíga inn í nútímann, og aflétta þessum álögum á landinu okkar. Þá getur það sjálft klætt fjallkonuna aftur í skrúðann sinn, áður en slitin nærklæðin ná ekki að skýla nekt hennar lengur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar