Siðlaus rányrkja vegna stundargróða Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 4. apríl 2012 06:00 Útflutningsaðilar lambakjöts hvetja nú bændur til að fjölga fénu um allt að helming vegna þess að síðan krónan féll þarf ekki að borga tugi milljóna með útflutningnum, eins og gert var í áratugi. Einhverjar gjaldeyristekjur skapast, sem fara þó fljótt aftur úr landi, því mikinn gjaldeyri þarf til framleiðslu á þessum afurðum: áburð, rúlluplast, vélar, eldsneyti, lyf o.s.frv. Kostnaðurinn við að framleiða þetta kjöt er miklu meiri en það sem fæst fyrir afurðirnar. Þó eru landskemmdirnar alvarlegastar. Það er vegna aukinnar beitar, á þegar ofbeittu landinu. Að græða upp það land sem skemmist til viðbótar er vonlaust. Við höfum varla undan eins og er. Það er algerlega siðlaust og ótrúleg ósvífni að hvetja til þess að restin af náttúrulegum gróðri landsins fari í fóður fyrir sauðfé handa útlendingum, vegna stundargróða lítils hagsmunahóps í landbúnaðarstéttinni. Þeir hirða ágóðann, við borgum bara framleiðsluna. Þessir aðilar sem vinna að því með öllum ráðum að fá markaði fyrir kjötið í útlöndum hljóta að vera gjörsamlega samviskulausir gagnvart afleiðingunum og áhrifum gjörða sinna á landið og okkur hin sem borgum skaðann. Ef þessar skepnur væru á ábyrgð eigenda sinna, girtar af, á þeirra eigin löndum, og án milljarðastyrkja frá okkur skattborgurum, þá gætu þeir auðvitað haft eins mikið fé og þeir gætu fóðrað, öllum öðrum að meinalausu. Þessari ábyrgðarlausu rányrkju á okkar kostnað og landsins verður að linna. Við erum endalaust að glíma við afleiðingarnar í stað þess að koma í veg fyrir orsakirnar. Við eyðum milljörðum í að girða okkur og gróðurreiti af, frá sauðkindinni, í stað þess að girða hana af eins og allar siðaðar þjóðir hafa fyrir löngu gert. Þetta vesalings land, þekkt fyrir að vera eitt það verst farna sem þekkist, sökum búsetu, með stærstu manngerðu eyðimerkurnar, getur þá farið að græða sárin. Vonandi vakna stjórnvöld af aldardoðanum, stíga inn í nútímann, og aflétta þessum álögum á landinu okkar. Þá getur það sjálft klætt fjallkonuna aftur í skrúðann sinn, áður en slitin nærklæðin ná ekki að skýla nekt hennar lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Útflutningsaðilar lambakjöts hvetja nú bændur til að fjölga fénu um allt að helming vegna þess að síðan krónan féll þarf ekki að borga tugi milljóna með útflutningnum, eins og gert var í áratugi. Einhverjar gjaldeyristekjur skapast, sem fara þó fljótt aftur úr landi, því mikinn gjaldeyri þarf til framleiðslu á þessum afurðum: áburð, rúlluplast, vélar, eldsneyti, lyf o.s.frv. Kostnaðurinn við að framleiða þetta kjöt er miklu meiri en það sem fæst fyrir afurðirnar. Þó eru landskemmdirnar alvarlegastar. Það er vegna aukinnar beitar, á þegar ofbeittu landinu. Að græða upp það land sem skemmist til viðbótar er vonlaust. Við höfum varla undan eins og er. Það er algerlega siðlaust og ótrúleg ósvífni að hvetja til þess að restin af náttúrulegum gróðri landsins fari í fóður fyrir sauðfé handa útlendingum, vegna stundargróða lítils hagsmunahóps í landbúnaðarstéttinni. Þeir hirða ágóðann, við borgum bara framleiðsluna. Þessir aðilar sem vinna að því með öllum ráðum að fá markaði fyrir kjötið í útlöndum hljóta að vera gjörsamlega samviskulausir gagnvart afleiðingunum og áhrifum gjörða sinna á landið og okkur hin sem borgum skaðann. Ef þessar skepnur væru á ábyrgð eigenda sinna, girtar af, á þeirra eigin löndum, og án milljarðastyrkja frá okkur skattborgurum, þá gætu þeir auðvitað haft eins mikið fé og þeir gætu fóðrað, öllum öðrum að meinalausu. Þessari ábyrgðarlausu rányrkju á okkar kostnað og landsins verður að linna. Við erum endalaust að glíma við afleiðingarnar í stað þess að koma í veg fyrir orsakirnar. Við eyðum milljörðum í að girða okkur og gróðurreiti af, frá sauðkindinni, í stað þess að girða hana af eins og allar siðaðar þjóðir hafa fyrir löngu gert. Þetta vesalings land, þekkt fyrir að vera eitt það verst farna sem þekkist, sökum búsetu, með stærstu manngerðu eyðimerkurnar, getur þá farið að græða sárin. Vonandi vakna stjórnvöld af aldardoðanum, stíga inn í nútímann, og aflétta þessum álögum á landinu okkar. Þá getur það sjálft klætt fjallkonuna aftur í skrúðann sinn, áður en slitin nærklæðin ná ekki að skýla nekt hennar lengur.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun