Hundalógik Sigurður Pálsson skrifar 12. apríl 2012 06:00 Molahöfundur „Frá degi til dags" á leiðaraopnu Fréttablaðsins þ. 10. apríl sl., kolbeinn@frettabladid.is, stendur á öndinni af vandlætingu yfir því sem hann kallar páskaávarp biskups Íslands. Það sem veldur andnauð molahöfundarins er að biskup skuli leyfa sér að vekja athygli á skefjalausum áróðri gegn kirkju, hinum kristna sið og trúarhefðum. Hneykslan blaðamannsins virðist eiga sér rætur í því að þar sem hann telur þjóðkirkjuna njóta forréttinda á margan hátt sé fáránlegt að biskup veki athygli á umræddum áróðri. Til að leggja áherslu á hversu fáránlegt athæfi biskups er, jafnar hann því saman ef nafngreind fótboltahetja hefði kvartað undan því að fá ekki fleiri vítaspyrnur í tilgreindum knattspyrnuleik. Ég skal fúslega játa að ég er hvorki blaðamaður né knattspyrnuáhugamaður, en ég á erfitt með að höndla röksemdafærsluna. Merkir þetta að vegna þess að kirkjan nýtur meintra forréttinda sé það frekja af biskupi að vekja athygli á linnulausum áróðri vissra aðila gegn kirkju og kristni? Ergo: Íþróttahreyfingin nýtur á margan hátt forréttinda miðað við önnur frjáls félagasamtök í landinu. Ef einhverjum dytti í hug að halda uppi linnulausum áróðri gegn hreyfingunni, væri það frekja af forystumönnum hennar að svara þeim áróðri. Hvílík röksnilli! Hættumörkum ná þó andköf molahöfundarins vegna athugasemda biskups við niðurlægjandi ásökunum um hræsni fermingarbarna, þar sem því er haldið fram að þau láti fyrst og fremst ferma sig til að fá gjafirnar. Þetta verður molahöfundi tilefni til talnaleikfimi sem skilar þeirri niðurstöðu að fermingarbörn gætu hugsanlega verið um 82,8% af árgangi. Niðurstaða molahöfundar er sú að þetta hljóti að vera „mest ofsótti meirihluti í heimi, ef marka má orð biskups". Á að skilja þessi orð þannig að allt sé í lagi að niðurlægja fermingarbörn af því að þau eru svo mörg? Eða: Það er allt í lagi að kasta grjóti ef hópurinn sem verður fyrir grjóthríðinni er nógu stór! Það er allt í lagi að niðurlægja fólk, ef nógu margir eru niðurlægðir í einu! Þessi röksemdafærsla er tær snilld og skólabókardæmi um þá röksnilli sem kölluð hefur verið hundalógik (sjá Íslenska orðabók, Edda 2002, bls. 663). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Molahöfundur „Frá degi til dags" á leiðaraopnu Fréttablaðsins þ. 10. apríl sl., kolbeinn@frettabladid.is, stendur á öndinni af vandlætingu yfir því sem hann kallar páskaávarp biskups Íslands. Það sem veldur andnauð molahöfundarins er að biskup skuli leyfa sér að vekja athygli á skefjalausum áróðri gegn kirkju, hinum kristna sið og trúarhefðum. Hneykslan blaðamannsins virðist eiga sér rætur í því að þar sem hann telur þjóðkirkjuna njóta forréttinda á margan hátt sé fáránlegt að biskup veki athygli á umræddum áróðri. Til að leggja áherslu á hversu fáránlegt athæfi biskups er, jafnar hann því saman ef nafngreind fótboltahetja hefði kvartað undan því að fá ekki fleiri vítaspyrnur í tilgreindum knattspyrnuleik. Ég skal fúslega játa að ég er hvorki blaðamaður né knattspyrnuáhugamaður, en ég á erfitt með að höndla röksemdafærsluna. Merkir þetta að vegna þess að kirkjan nýtur meintra forréttinda sé það frekja af biskupi að vekja athygli á linnulausum áróðri vissra aðila gegn kirkju og kristni? Ergo: Íþróttahreyfingin nýtur á margan hátt forréttinda miðað við önnur frjáls félagasamtök í landinu. Ef einhverjum dytti í hug að halda uppi linnulausum áróðri gegn hreyfingunni, væri það frekja af forystumönnum hennar að svara þeim áróðri. Hvílík röksnilli! Hættumörkum ná þó andköf molahöfundarins vegna athugasemda biskups við niðurlægjandi ásökunum um hræsni fermingarbarna, þar sem því er haldið fram að þau láti fyrst og fremst ferma sig til að fá gjafirnar. Þetta verður molahöfundi tilefni til talnaleikfimi sem skilar þeirri niðurstöðu að fermingarbörn gætu hugsanlega verið um 82,8% af árgangi. Niðurstaða molahöfundar er sú að þetta hljóti að vera „mest ofsótti meirihluti í heimi, ef marka má orð biskups". Á að skilja þessi orð þannig að allt sé í lagi að niðurlægja fermingarbörn af því að þau eru svo mörg? Eða: Það er allt í lagi að kasta grjóti ef hópurinn sem verður fyrir grjóthríðinni er nógu stór! Það er allt í lagi að niðurlægja fólk, ef nógu margir eru niðurlægðir í einu! Þessi röksemdafærsla er tær snilld og skólabókardæmi um þá röksnilli sem kölluð hefur verið hundalógik (sjá Íslenska orðabók, Edda 2002, bls. 663).
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun