Hvað vill Ólafur Ragnar? Haukur Sigurðsson skrifar 5. apríl 2012 06:00 Í síðasta nýársávarpi sínu gaf forseti sterklega í skyn að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil. Orðalagið virðist ekki hafa náð nógu vel til hlustenda en texti forseta um þetta féll svo vel að því sem á undan var komið að það átti ekki að misskiljast. Sumir töldu að þarna væri smuga þar sem forseti hefði ekki sagt: „Þetta verður mitt síðasta kjörtímabil í þessu embætti,” eða eitthvað slíkt. Nú hófst söfnun undirskrifta, sem forseti hefur strax frétt af ef hann hefur ekki vitað af henni fyrir fram. Vildi hann ekki sitja fimmta kjörtímabilið gat hann gefið út yfirlýsingu strax að hann myndi ekki bjóða sig fram. Þarna var Ólafur kominn í mótsögn við sjálfan sig. Næsti þáttur í þessu leikriti er þegar forseta voru fengnir undirskriftalistar og hann leggur höfuðið í bleyti og kemst að þeirri niðurstöðu að þjóðin vilji að hann fari fram. Hann segir að vandamál séu framundan og skírskotar til Evrópumálanna og óttans við Evrópusambandið. Hvernig ætlar forsetinn að koma inn í þá umræðu? Með því að beita synjunarvaldinu af miklum dugnaði? Stjórnskipunin gerir ekki ráð fyrir að forseti verði virkur í stjórnmálum. Lengst gekk Ólafur Ragnar á þeirri braut þegar hann reis gegn vilja meirihluta þingsins sem hafði samþykkt nýjan samning um ICESAVE og þeir sem best þekktu til töldu að lengra yrði ekki náð með samningum. Jafnvel að þjóðin myndi ekki þurfa að borga því að þrotabú gamla Landsbankans ætti fyrir greiðslunni eins og raun hefur borið vitni. Forseti reis gegn þessari niðurstöðu. Telur hann sjálfsagt að rísa gegn meirihluta Alþingis þegar honum hentar? Með þessu er embætti forseta orðið rammpólitískt og forseti að taka sér stöðu utan laga. Þar fyrir utan má minna á að hann lýsti yfir, þegar hann tilkynnti framboð sitt, að hann myndi jafnvel aðeins sitja tvö ár, hálft kjörtímabil. Ekki er gert ráð fyrir þessu í stjórnskipun. Hvernig hefði mönnum líkað ef Kristján Eldjárn hefði lýst því yfir 1976 að hann hygðist aðeins sitja næstu tvö ár og enga skýringu gefið? Það er reyndar útilokað að það hefði gerst. Nú eru komnir fram frambjóðendur aðrir en Ólafur sem hefur auðvitað greinilegt forskot. Eiga þeir nú að fara í framboðsleik, ná ekki kjöri núna og fara svo aftur fram að tveimur árum liðnum? Svona leikur forseti sér með fólk, treður á stjórnskipun og getur hlegið á hliðarlínunni. Þar sem Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að halda áfram á sömu braut einkastjórnmála, verða forseti sérhagsmunaafla og einangrunarsinna ber honum skylda til að gera þjóðinni grein fyrir því að hann ætli sér ekki að verða forseti allrar þjóðarinnar. Nema hann hafi lyst á að skipta um skoðun í þessu stóra máli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í síðasta nýársávarpi sínu gaf forseti sterklega í skyn að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil. Orðalagið virðist ekki hafa náð nógu vel til hlustenda en texti forseta um þetta féll svo vel að því sem á undan var komið að það átti ekki að misskiljast. Sumir töldu að þarna væri smuga þar sem forseti hefði ekki sagt: „Þetta verður mitt síðasta kjörtímabil í þessu embætti,” eða eitthvað slíkt. Nú hófst söfnun undirskrifta, sem forseti hefur strax frétt af ef hann hefur ekki vitað af henni fyrir fram. Vildi hann ekki sitja fimmta kjörtímabilið gat hann gefið út yfirlýsingu strax að hann myndi ekki bjóða sig fram. Þarna var Ólafur kominn í mótsögn við sjálfan sig. Næsti þáttur í þessu leikriti er þegar forseta voru fengnir undirskriftalistar og hann leggur höfuðið í bleyti og kemst að þeirri niðurstöðu að þjóðin vilji að hann fari fram. Hann segir að vandamál séu framundan og skírskotar til Evrópumálanna og óttans við Evrópusambandið. Hvernig ætlar forsetinn að koma inn í þá umræðu? Með því að beita synjunarvaldinu af miklum dugnaði? Stjórnskipunin gerir ekki ráð fyrir að forseti verði virkur í stjórnmálum. Lengst gekk Ólafur Ragnar á þeirri braut þegar hann reis gegn vilja meirihluta þingsins sem hafði samþykkt nýjan samning um ICESAVE og þeir sem best þekktu til töldu að lengra yrði ekki náð með samningum. Jafnvel að þjóðin myndi ekki þurfa að borga því að þrotabú gamla Landsbankans ætti fyrir greiðslunni eins og raun hefur borið vitni. Forseti reis gegn þessari niðurstöðu. Telur hann sjálfsagt að rísa gegn meirihluta Alþingis þegar honum hentar? Með þessu er embætti forseta orðið rammpólitískt og forseti að taka sér stöðu utan laga. Þar fyrir utan má minna á að hann lýsti yfir, þegar hann tilkynnti framboð sitt, að hann myndi jafnvel aðeins sitja tvö ár, hálft kjörtímabil. Ekki er gert ráð fyrir þessu í stjórnskipun. Hvernig hefði mönnum líkað ef Kristján Eldjárn hefði lýst því yfir 1976 að hann hygðist aðeins sitja næstu tvö ár og enga skýringu gefið? Það er reyndar útilokað að það hefði gerst. Nú eru komnir fram frambjóðendur aðrir en Ólafur sem hefur auðvitað greinilegt forskot. Eiga þeir nú að fara í framboðsleik, ná ekki kjöri núna og fara svo aftur fram að tveimur árum liðnum? Svona leikur forseti sér með fólk, treður á stjórnskipun og getur hlegið á hliðarlínunni. Þar sem Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að halda áfram á sömu braut einkastjórnmála, verða forseti sérhagsmunaafla og einangrunarsinna ber honum skylda til að gera þjóðinni grein fyrir því að hann ætli sér ekki að verða forseti allrar þjóðarinnar. Nema hann hafi lyst á að skipta um skoðun í þessu stóra máli?
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun