Opinber stuðningur til fráskilinna foreldra Oktavía Guðmundsdóttir skrifar 4. apríl 2012 06:00 Árið 2010 voru lögskilnaðir 563 og sama ár urðu sambúðarslit 594. Lögskilnaðirnir snertu 641 barn en í sambúðarslitum var 371 barn. Skilnaður hefur í för með sér breytingar á daglegu lífi fjölskyldunnar, ekki síst fyrir börnin, sem óska þess sjaldnast að fjölskyldan splundrist. Margt breytist hjá barni í kjölfar skilnaðar, fyrir utan að missa annað foreldri af heimilinu, verða oft breytingar á nánasta umhverfi, svo sem flutningar og skólaskipti. Samvistarslitum fylgja tilfinningalegir, fjárhagslegir og félagslegir erfiðleikar, mismiklir en aldrei auðveldir. Opinber stuðningur til foreldra eftir skilnað fylgir alltaf lögheimili barns, sem getur einungis verið hjá öðru foreldrinu, eins og barnalögin kveða á um. Má þar nefna barnabætur. Þær rata eingöngu til þess foreldris sem er með lögheimili barns þrátt fyrir sameiginlega forsjá og þrátt fyrir að barn hafi jafna búsetu hjá báðum foreldrum. Meðlagið fylgir yfirleitt lögheimili barns. Það gildir einu hvort barnið hefur jafna búsetu hjá foreldrum sínum, eða hvort þeir skipta kostnaði vegna barnsins. Það sama má segja um húsaleigubætur, þær fylgja lögheimili barns við útreikning, þar sem hallar verulega á það foreldri, sem barnið hefur EKKI lögheimili hjá. Þessi ójöfnuður bitnar á börnunum. Það foreldri, sem fær lítinn opinberan stuðning og hefur mikil útgjöld (svo sem háan húsnæðiskostnað) þarf að afla töluverðra tekna, til að geta boðið barni sínu sómasamlegt heimili og sinnt grunnþörfum þess. Eftir lögfestinguna um sameiginlega forsjá árið 2006, átti sér stað mikil og jákvæð breyting, með aukinni þátttöku fráskilinna feðra við umönnun og uppeldi barna sinna. Þróunin hefur verið hröð sl. ár. Lög um húsaleigubætur og barnabætur hafa ekki fylgt í kjölfarið, en eins og sjá má, er þarna á ferðinni mismunun á greiðslum til foreldra barna eftir samvistarslit. Þetta þarf að leiðrétta þar sem það brýtur í bága við barnalögin sem kveða skýrt á um að alltaf skuli hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við skilnað foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Árið 2010 voru lögskilnaðir 563 og sama ár urðu sambúðarslit 594. Lögskilnaðirnir snertu 641 barn en í sambúðarslitum var 371 barn. Skilnaður hefur í för með sér breytingar á daglegu lífi fjölskyldunnar, ekki síst fyrir börnin, sem óska þess sjaldnast að fjölskyldan splundrist. Margt breytist hjá barni í kjölfar skilnaðar, fyrir utan að missa annað foreldri af heimilinu, verða oft breytingar á nánasta umhverfi, svo sem flutningar og skólaskipti. Samvistarslitum fylgja tilfinningalegir, fjárhagslegir og félagslegir erfiðleikar, mismiklir en aldrei auðveldir. Opinber stuðningur til foreldra eftir skilnað fylgir alltaf lögheimili barns, sem getur einungis verið hjá öðru foreldrinu, eins og barnalögin kveða á um. Má þar nefna barnabætur. Þær rata eingöngu til þess foreldris sem er með lögheimili barns þrátt fyrir sameiginlega forsjá og þrátt fyrir að barn hafi jafna búsetu hjá báðum foreldrum. Meðlagið fylgir yfirleitt lögheimili barns. Það gildir einu hvort barnið hefur jafna búsetu hjá foreldrum sínum, eða hvort þeir skipta kostnaði vegna barnsins. Það sama má segja um húsaleigubætur, þær fylgja lögheimili barns við útreikning, þar sem hallar verulega á það foreldri, sem barnið hefur EKKI lögheimili hjá. Þessi ójöfnuður bitnar á börnunum. Það foreldri, sem fær lítinn opinberan stuðning og hefur mikil útgjöld (svo sem háan húsnæðiskostnað) þarf að afla töluverðra tekna, til að geta boðið barni sínu sómasamlegt heimili og sinnt grunnþörfum þess. Eftir lögfestinguna um sameiginlega forsjá árið 2006, átti sér stað mikil og jákvæð breyting, með aukinni þátttöku fráskilinna feðra við umönnun og uppeldi barna sinna. Þróunin hefur verið hröð sl. ár. Lög um húsaleigubætur og barnabætur hafa ekki fylgt í kjölfarið, en eins og sjá má, er þarna á ferðinni mismunun á greiðslum til foreldra barna eftir samvistarslit. Þetta þarf að leiðrétta þar sem það brýtur í bága við barnalögin sem kveða skýrt á um að alltaf skuli hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við skilnað foreldra.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar