Evrópusambandið reynir að stíga ölduna Kristján Vigfússon skrifar 5. apríl 2012 06:00 Það má halda því fram að Evrópusambandið hafi verið byggt upp með það að markmiði að leysa kreppur. Lengstum var það mál manna að sambandið yrði ekki stærra en tólf ríkja samband. Á aðeins tíu ára tímabili fór fjöldi aðildarríkja úr tólf í tuttugu og sjö ríki. Það hefur því verið verkefni Evrópusambandsins að takast á við og leysa kreppur innan álfunnar.Stríðskreppan leyst Ef litið er til baka til miðrar síðustu aldar þá hafði álfan logað í ófriði nær samfellt í hálfa öld með tilheyrandi uppgangi öfga og þjóðernishyggju. Evrópusambandinu tókst að tryggja frið í Evrópu með því að samtengja mikilvægustu ríki álfunnar þéttum efnahagslegum böndum. Hugmyndafræðin sem sambandið byggir á virkaði og sambandinu tókst að takast á við mestu kreppu allra tíma í efnahagslegum, pólitískum, félagslegum og hernaðarlegum skilningi. Þeim sem fjalla um Evrópusambandið og eru því mótdrægir hættir oft til að gleyma þessum árangri. En ekki hafa orðið vopnuð átök milli Evrópusambandsríkja frá þessum tíma.Efnahagslegri stöðnun hrundið Næsta stóra kreppa sem sambandið stóð frammi fyrir var efnahagsleg stöðnun áttunda og níunda áratugarins en enginn hagvöxtur var í heild sinni hjá aðildarríkjunum frá árinu 1975 til ársins 1995. Við þessu var brugðist með að setja fram hugmyndir um sameiginlegan innri markað sem varð að veruleika 1993. Í framhaldi var unnið að því að koma upp sameiginlegum gjaldmiðli fyrir svæðið sem endaði með upptöku evrunnar árið 2000. Sameiginlegum gjaldmiðli sem fylgdi þó sá bögull skammrifi að ríkisfjármálin voru ekki samræmd á milli aðildarríkjanna sem svo sannarlega hefur dregið dilk á eftir sér.Járntjaldið fellur Árið 1989 markaði stór tímamót í sögu Evrópu er Berlínarmúrinn féll og ríki Austur–Evrópu veltu af sér oki kommúnismans og í framhaldinu liðuðust Sovétríkin upp í 15 ríki. Ásýnd álfunnar gjörbreyttist á örskömmum tíma, nýfrelsuð og sjálfstæð ríki Austur-Evrópu leituðu skjóls í Evrópusambandinu. Með inntöku þeirra í sambandið tókst að tryggja stöðugleika í álfunni, stöðugleika sem ríkir enn. Norrænu ríkin Finnland og Svíþjóð leituðu síðar skjóls í sambandinu í kjölfar bankakreppu á Norðurlöndunum sem lék þau mjög illa. Finnar nýttu einnig tækifærið til að slíta sig frá stóra bróður í austri.Balkanskaginn springur Átök blossuðu upp á Balkanskaga í kjölfar þess að Júgóslavía liðaðist í sundur árið 1990. Króatía og Slóvenía urðu fyrst til að lýsa yfir sjálfstæði árið 1991 en átök á svæðinu leiddu til mikilla hörmunga í bakgarði Evrópusambandsins. Evrópusambandinu tókst á alltof löngum tíma reyndar að stilla til friðar og hafa ríkin síðan leitað eitt af öðru inn í sambandið. Slóvenía er þegar aðili að sambandinu og Króatía hefur samþykkt aðild og gengur formlega inn á næsta ári. Næsta bylgja stendur nú yfir. Fimm ríki eru í einhvers konar aðildarferli og önnur fjögur hafa sóst eftir aðild og ber þar mikið á fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu. Hvort Úkraína, Hvíta-Rússland, Rússland og ríkin sem liggja að Kaspíahafi og Svartahafi eigi eftir að sækja um inngöngu á tíminn eftir að leiða í ljós en það er ekki óhugsandi.Úr tólf í tuttugu og sjö aðildarríki á tíu árum Lengstum var það mál manna að sambandið yrði ekki stærra en tólf ríkja samband en það hefur breyst á skömmum tíma eins og hér hefur verið rakið. Á aðeins tíu ára tímabili fór fjöldi aðildarríkja úr tólf í tuttugu og sjö ríki. Það stefnir í að aðildarríki sambandsins verði þrjátíu og fimm talsins innan fárra ára. Segja má án þess á nokkurn sé hallað að sambandinu hafi tekist vel fram til skuldakreppunar nú að tryggja efnahagslega, pólitískan og félagslegan stöðugleika í Evrópu. Skuldakreppan nú er því mikilvægur prófsteinn á getu sambandsins til að leysa úr kreppum og líklegt er að sambandið þurfi að dýpka fjármálasamstarfið verulega til að geta byggt upp nauðsynlegan stöðugleika sem þarf að ríkja innan svæðisins til lengri tíma litið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það má halda því fram að Evrópusambandið hafi verið byggt upp með það að markmiði að leysa kreppur. Lengstum var það mál manna að sambandið yrði ekki stærra en tólf ríkja samband. Á aðeins tíu ára tímabili fór fjöldi aðildarríkja úr tólf í tuttugu og sjö ríki. Það hefur því verið verkefni Evrópusambandsins að takast á við og leysa kreppur innan álfunnar.Stríðskreppan leyst Ef litið er til baka til miðrar síðustu aldar þá hafði álfan logað í ófriði nær samfellt í hálfa öld með tilheyrandi uppgangi öfga og þjóðernishyggju. Evrópusambandinu tókst að tryggja frið í Evrópu með því að samtengja mikilvægustu ríki álfunnar þéttum efnahagslegum böndum. Hugmyndafræðin sem sambandið byggir á virkaði og sambandinu tókst að takast á við mestu kreppu allra tíma í efnahagslegum, pólitískum, félagslegum og hernaðarlegum skilningi. Þeim sem fjalla um Evrópusambandið og eru því mótdrægir hættir oft til að gleyma þessum árangri. En ekki hafa orðið vopnuð átök milli Evrópusambandsríkja frá þessum tíma.Efnahagslegri stöðnun hrundið Næsta stóra kreppa sem sambandið stóð frammi fyrir var efnahagsleg stöðnun áttunda og níunda áratugarins en enginn hagvöxtur var í heild sinni hjá aðildarríkjunum frá árinu 1975 til ársins 1995. Við þessu var brugðist með að setja fram hugmyndir um sameiginlegan innri markað sem varð að veruleika 1993. Í framhaldi var unnið að því að koma upp sameiginlegum gjaldmiðli fyrir svæðið sem endaði með upptöku evrunnar árið 2000. Sameiginlegum gjaldmiðli sem fylgdi þó sá bögull skammrifi að ríkisfjármálin voru ekki samræmd á milli aðildarríkjanna sem svo sannarlega hefur dregið dilk á eftir sér.Járntjaldið fellur Árið 1989 markaði stór tímamót í sögu Evrópu er Berlínarmúrinn féll og ríki Austur–Evrópu veltu af sér oki kommúnismans og í framhaldinu liðuðust Sovétríkin upp í 15 ríki. Ásýnd álfunnar gjörbreyttist á örskömmum tíma, nýfrelsuð og sjálfstæð ríki Austur-Evrópu leituðu skjóls í Evrópusambandinu. Með inntöku þeirra í sambandið tókst að tryggja stöðugleika í álfunni, stöðugleika sem ríkir enn. Norrænu ríkin Finnland og Svíþjóð leituðu síðar skjóls í sambandinu í kjölfar bankakreppu á Norðurlöndunum sem lék þau mjög illa. Finnar nýttu einnig tækifærið til að slíta sig frá stóra bróður í austri.Balkanskaginn springur Átök blossuðu upp á Balkanskaga í kjölfar þess að Júgóslavía liðaðist í sundur árið 1990. Króatía og Slóvenía urðu fyrst til að lýsa yfir sjálfstæði árið 1991 en átök á svæðinu leiddu til mikilla hörmunga í bakgarði Evrópusambandsins. Evrópusambandinu tókst á alltof löngum tíma reyndar að stilla til friðar og hafa ríkin síðan leitað eitt af öðru inn í sambandið. Slóvenía er þegar aðili að sambandinu og Króatía hefur samþykkt aðild og gengur formlega inn á næsta ári. Næsta bylgja stendur nú yfir. Fimm ríki eru í einhvers konar aðildarferli og önnur fjögur hafa sóst eftir aðild og ber þar mikið á fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu. Hvort Úkraína, Hvíta-Rússland, Rússland og ríkin sem liggja að Kaspíahafi og Svartahafi eigi eftir að sækja um inngöngu á tíminn eftir að leiða í ljós en það er ekki óhugsandi.Úr tólf í tuttugu og sjö aðildarríki á tíu árum Lengstum var það mál manna að sambandið yrði ekki stærra en tólf ríkja samband en það hefur breyst á skömmum tíma eins og hér hefur verið rakið. Á aðeins tíu ára tímabili fór fjöldi aðildarríkja úr tólf í tuttugu og sjö ríki. Það stefnir í að aðildarríki sambandsins verði þrjátíu og fimm talsins innan fárra ára. Segja má án þess á nokkurn sé hallað að sambandinu hafi tekist vel fram til skuldakreppunar nú að tryggja efnahagslega, pólitískan og félagslegan stöðugleika í Evrópu. Skuldakreppan nú er því mikilvægur prófsteinn á getu sambandsins til að leysa úr kreppum og líklegt er að sambandið þurfi að dýpka fjármálasamstarfið verulega til að geta byggt upp nauðsynlegan stöðugleika sem þarf að ríkja innan svæðisins til lengri tíma litið.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar