Sjálfbært borgarskipulag Trausti Valsson skrifar 10. apríl 2012 17:00 Aðferðir og sjónarmið sem tengjast sjálfbærni í borgarskipulagi eru í sókn. Bíl-miðað skipulag er talið dýrasta tegund skipulags, einkum vegna þess að með því verður byggðin mjög dreifð og vegalengdir miklar. Allt sem leiðir til hás stofn- og rekstrarkostnaðar telst óhagkvæmt og því óvistvænt eða jafnvel ósjálfbært. Mest áberandi í umræðunni erlendis er að bílaborgir nota meira jarðefnaeldsneyti en borgir t.d. með góðu lestakerfi. Brennsla jarðefnaeldsneytis skapar gróðurhúsalofttegundir og leiðir víða til mikillar mengunar. Á höfuðborgarsvæðinu eru menn ekki með eins miklar áhyggjur af mengunarþættinum enda er svæðið hitað með jarðvarma og geysidreift, og vindar miklir sem feykja miklu af loftmenguninni í burt. Einnig telja flestir Íslendingar að mengunarlitlir orkugjafar, svo sem metan, etanól, vetni og rafmagn, muni fljótlega taka við. En sem stendur er bílaskipulagið á höfuðborgarsvæðinu í miklum vanda – og setur íbúana í mikinn vanda – vegna hækkunar bensínverðs og lélegri efnahags. Margir veigra sér því við löngum akstursleiðum, t.d. til og frá úthverfunum, og vilja frekar búa miðlægt. Óskin um að búa miðlægt hefur því sótt á. Á miðlægum svæðum hefur fasteignaverð því hækkað verulega, enda eru þetta takmörkuð svæði. Pláss er þó hægt að skapa með því að útrýma óþrifalegri starfsemi innan núverandi byggðarsvæða þar sem mikil atvinnustarfsemi er og byggja íbúðarhúsnæði þar í staðinn. Þetta leiðir til blöndunar og íbúðir færast nær vinnu- og þjónustustöðum, sem minnkar akstur. Sérstaklega mundi það draga úr akstri ef íbúðarsvæði væri byggt í nágrenni við stóra vinnustaði, þar sem búseturéttur væri tengdur vinnustaðnum. Af slíkum stórum vinnustöðum má nefna Landspítalann, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Með ofangreindum aðgerðum mundi umferð á Miklubraut minnka svo mjög að líklega mætti komast hjá kostnaðarsömum umbótum á henni og öðrum umferðarmannvirkjum til vesturhluta Reykjavíkur. Í dag eru bílastæði oftast bæði við heimili og vinnustað. Hægt er að fækka bílastæðum, þ.e.a.s. ef fólk getur t.d. gengið eða hjólað í vinnuna. Sparnaðurinn sem verður er í bílakstri, umferðarmannvirkum, bílastæðum sem og í tíma og fjármunum fólks. Annar stór ávinningur er bætt heilsa sem verður með aukinni útivist og hreyfingu. Stór ávinningur er líka meiri þéttleiki borgarsvæða, sem gerir rekstur t.d. strætisvagnanna hagkvæmari og betri grundvöllur fæst fyrir þjónustustarfsemi og götulíf er tengist jafnan gangandi umferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Aðferðir og sjónarmið sem tengjast sjálfbærni í borgarskipulagi eru í sókn. Bíl-miðað skipulag er talið dýrasta tegund skipulags, einkum vegna þess að með því verður byggðin mjög dreifð og vegalengdir miklar. Allt sem leiðir til hás stofn- og rekstrarkostnaðar telst óhagkvæmt og því óvistvænt eða jafnvel ósjálfbært. Mest áberandi í umræðunni erlendis er að bílaborgir nota meira jarðefnaeldsneyti en borgir t.d. með góðu lestakerfi. Brennsla jarðefnaeldsneytis skapar gróðurhúsalofttegundir og leiðir víða til mikillar mengunar. Á höfuðborgarsvæðinu eru menn ekki með eins miklar áhyggjur af mengunarþættinum enda er svæðið hitað með jarðvarma og geysidreift, og vindar miklir sem feykja miklu af loftmenguninni í burt. Einnig telja flestir Íslendingar að mengunarlitlir orkugjafar, svo sem metan, etanól, vetni og rafmagn, muni fljótlega taka við. En sem stendur er bílaskipulagið á höfuðborgarsvæðinu í miklum vanda – og setur íbúana í mikinn vanda – vegna hækkunar bensínverðs og lélegri efnahags. Margir veigra sér því við löngum akstursleiðum, t.d. til og frá úthverfunum, og vilja frekar búa miðlægt. Óskin um að búa miðlægt hefur því sótt á. Á miðlægum svæðum hefur fasteignaverð því hækkað verulega, enda eru þetta takmörkuð svæði. Pláss er þó hægt að skapa með því að útrýma óþrifalegri starfsemi innan núverandi byggðarsvæða þar sem mikil atvinnustarfsemi er og byggja íbúðarhúsnæði þar í staðinn. Þetta leiðir til blöndunar og íbúðir færast nær vinnu- og þjónustustöðum, sem minnkar akstur. Sérstaklega mundi það draga úr akstri ef íbúðarsvæði væri byggt í nágrenni við stóra vinnustaði, þar sem búseturéttur væri tengdur vinnustaðnum. Af slíkum stórum vinnustöðum má nefna Landspítalann, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Með ofangreindum aðgerðum mundi umferð á Miklubraut minnka svo mjög að líklega mætti komast hjá kostnaðarsömum umbótum á henni og öðrum umferðarmannvirkjum til vesturhluta Reykjavíkur. Í dag eru bílastæði oftast bæði við heimili og vinnustað. Hægt er að fækka bílastæðum, þ.e.a.s. ef fólk getur t.d. gengið eða hjólað í vinnuna. Sparnaðurinn sem verður er í bílakstri, umferðarmannvirkum, bílastæðum sem og í tíma og fjármunum fólks. Annar stór ávinningur er bætt heilsa sem verður með aukinni útivist og hreyfingu. Stór ávinningur er líka meiri þéttleiki borgarsvæða, sem gerir rekstur t.d. strætisvagnanna hagkvæmari og betri grundvöllur fæst fyrir þjónustustarfsemi og götulíf er tengist jafnan gangandi umferð.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar