Kvótakerfi 2.0 Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 12. apríl 2012 06:00 Eftir að sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (þskj. 1052) og frumvarp um veiðigjald (þskj. 1053) hefur umræðan snúist nær alfarið um upphæð veiðigjaldsins í stað grundvallaratriða fiskveiðistjórnunar. Veiðigjaldið er vel til þess fallið að drepa umræðunni á dreif og til að nota sem bitling í pólitískum hrossakaupum á Alþingi. Þannig verður hægt að breyta þeim lögum, og þar með upphæð gjaldsins, án þess að hrófla við því fiskveiðistjórnunarkerfi sem ríkisstjórnin ætlar sér að festa í sessi. Grundvallaratriði fiskveiðistjórnunar Hver á fiskinn og miðin? Hver fær að veiða? Hver ákveður það og hvernig? Til hve langs tíma eru veiðiheimildirnar? Þegar við erum sammála um þetta þá er tími til kominn að ræða um hvað nýtingarheimildir eiga að kosta, hvernig skuli innheimt ásamt því hversu mikið skuli veitt. Frumvarpið um stjórn fiskveiða er lítið breytt útgáfa af kvótakerfinu eins og það er í dag. Þeir sem nú „eiga" kvóta fá sjálfkrafa úthlutað nýtingarleyfum til 20 ára. Það má ekki hrófla við leyfunum eða kerfinu sjálfu í fimm ár eftir upphafsúthlutun. Eftir fyrstu fimm árin endurnýjast leyfin til eins árs á hverju ári, þannig að núverandi kvótaeigendur eru alltaf með kvóta til 15 ára. Þetta er kallað flokkur 1 í aflaheimildum/nýtingarleyfum í frumvarpinu. Flokkur 2 eru aflaheimildir sem á að úthluta á Kvótaþingi til eins árs í senn. Þessar heimildir eru þegar til og heita ýmsum nöfnum eins og byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar o.fl. Úthlutun og eftirlit Kvótaþing verður rekið af Fiskistofu sem einnig hefur eftirlit með þessum viðskiptum. Þetta er hönnunargalli. Framkvæmd og eftirlit á aldrei að vera á sömu hendi. Það er hagsmunaárekstur og uppskrift að spillingu. Það gefst aldrei vel að veita stjórnmálamönnum og embættismönnum völd til þess að úthluta gæðum. Engar betrumbætur – auðlind í eigu ríkisins Gallar kvótakerfisins eru ekki leiðréttir í þessu nýja kerfi. Núverandi handhafar kvótans sem fengu hann afhentan fyrir hartnær 30 árum fá að hafa hann áfram næstu 20 árin og líklega fram í það óendanlega skv. sjálfkrafa endurnýjun veiðileyfa. Nýliðun í útgerð er ekki auðveldari. Atvinnufrelsi eru settar skorður. Strandveiðar eru ekki gefnar frjálsar. Takmörkun smábáta- og strandveiða er auðvitað jafnvitlaus og að banna kvenfélagskonum að selja kökur á basar. Aðskilnaður veiða og vinnslu er ekki tryggður. Auðlind hafsins er ekki sameign þjóðarinnar. Það er ekkert jafnræði. Þó veiðigjaldið renni í ríkissjóð þá er það engin trygging fyrir því að þeim fjármunum verði ráðstafað í þágu þjóðar. Er ríkiskassinn þjóðin? Ég segi nei. Aðskilnaður veiða og vinnslu Þeir sem eiga útgerð og vinnslu segja að það sé betra að þetta sé á einni hendi, gæðin séu betri. Eigendur geti sagt sínu fólki að ísa nógu vel. Fiskur af markaði sé ekki nógu góður. Mín reynsla af fiskmarkaðnum er sú að þeir sem hugsa vel um veiðina og ísa nógu vel fá betra verð fyrir fiskinn en skussarnir. Við sem kaupum fisk af markaði vitum af hvaða miðum þorskurinn er bestur, hvaða bátar eru með góðan fisk og þar ráða lögmál markaðarins. Það vantar bara meiri fisk. Verðmyndun er oft óeðlileg vegna skorts á framboði. Ef núverandi frumvarp verður samþykkt sé ég fram á endalok frjálsra fiskmarkaða og fiskvinnslu í landinu. Það er alltaf hagkvæmara fyrir útgerð að selja aflann til eigin vinnslu á niðursettu verði. Starfsfólk í fiskvinnslu er ekki ráðið upp á hlut eins og sjómenn. Því segi ég: Allur ferskur fiskur á að fara á markað. Þannig verður eðlileg verðmyndun á afla, hagnaðurinn fer á réttan stað og sjómenn eru ekki hlunnfarnir. Kæru þingmenn og konur Ég vona að Alþingi hafi kjark til að hafna þessum lögleysum, viðurkenna álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og smíða sanngjarnt og réttlátt fiskveiðistjórnunarkerfi sem hægt verður að láta þjóðina kjósa um. Þjóðin á rétt á því að fá að segja sitt um þetta málefni. Dögun, samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði sem ætlar að bjóða fram í næstu kosningum orðar þetta svona í sinni kjarnastefnu: „Tryggja þarf aðskilnað veiða og fiskvinnslu og að jafnræði ríki meðal landsmanna við nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum. Hámarka skal arð þjóðarinnar af auðlindum hennar. Virða skal álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Allur ferskur fiskur skal seldur á fiskmörkuðum." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Sjá meira
Eftir að sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (þskj. 1052) og frumvarp um veiðigjald (þskj. 1053) hefur umræðan snúist nær alfarið um upphæð veiðigjaldsins í stað grundvallaratriða fiskveiðistjórnunar. Veiðigjaldið er vel til þess fallið að drepa umræðunni á dreif og til að nota sem bitling í pólitískum hrossakaupum á Alþingi. Þannig verður hægt að breyta þeim lögum, og þar með upphæð gjaldsins, án þess að hrófla við því fiskveiðistjórnunarkerfi sem ríkisstjórnin ætlar sér að festa í sessi. Grundvallaratriði fiskveiðistjórnunar Hver á fiskinn og miðin? Hver fær að veiða? Hver ákveður það og hvernig? Til hve langs tíma eru veiðiheimildirnar? Þegar við erum sammála um þetta þá er tími til kominn að ræða um hvað nýtingarheimildir eiga að kosta, hvernig skuli innheimt ásamt því hversu mikið skuli veitt. Frumvarpið um stjórn fiskveiða er lítið breytt útgáfa af kvótakerfinu eins og það er í dag. Þeir sem nú „eiga" kvóta fá sjálfkrafa úthlutað nýtingarleyfum til 20 ára. Það má ekki hrófla við leyfunum eða kerfinu sjálfu í fimm ár eftir upphafsúthlutun. Eftir fyrstu fimm árin endurnýjast leyfin til eins árs á hverju ári, þannig að núverandi kvótaeigendur eru alltaf með kvóta til 15 ára. Þetta er kallað flokkur 1 í aflaheimildum/nýtingarleyfum í frumvarpinu. Flokkur 2 eru aflaheimildir sem á að úthluta á Kvótaþingi til eins árs í senn. Þessar heimildir eru þegar til og heita ýmsum nöfnum eins og byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar o.fl. Úthlutun og eftirlit Kvótaþing verður rekið af Fiskistofu sem einnig hefur eftirlit með þessum viðskiptum. Þetta er hönnunargalli. Framkvæmd og eftirlit á aldrei að vera á sömu hendi. Það er hagsmunaárekstur og uppskrift að spillingu. Það gefst aldrei vel að veita stjórnmálamönnum og embættismönnum völd til þess að úthluta gæðum. Engar betrumbætur – auðlind í eigu ríkisins Gallar kvótakerfisins eru ekki leiðréttir í þessu nýja kerfi. Núverandi handhafar kvótans sem fengu hann afhentan fyrir hartnær 30 árum fá að hafa hann áfram næstu 20 árin og líklega fram í það óendanlega skv. sjálfkrafa endurnýjun veiðileyfa. Nýliðun í útgerð er ekki auðveldari. Atvinnufrelsi eru settar skorður. Strandveiðar eru ekki gefnar frjálsar. Takmörkun smábáta- og strandveiða er auðvitað jafnvitlaus og að banna kvenfélagskonum að selja kökur á basar. Aðskilnaður veiða og vinnslu er ekki tryggður. Auðlind hafsins er ekki sameign þjóðarinnar. Það er ekkert jafnræði. Þó veiðigjaldið renni í ríkissjóð þá er það engin trygging fyrir því að þeim fjármunum verði ráðstafað í þágu þjóðar. Er ríkiskassinn þjóðin? Ég segi nei. Aðskilnaður veiða og vinnslu Þeir sem eiga útgerð og vinnslu segja að það sé betra að þetta sé á einni hendi, gæðin séu betri. Eigendur geti sagt sínu fólki að ísa nógu vel. Fiskur af markaði sé ekki nógu góður. Mín reynsla af fiskmarkaðnum er sú að þeir sem hugsa vel um veiðina og ísa nógu vel fá betra verð fyrir fiskinn en skussarnir. Við sem kaupum fisk af markaði vitum af hvaða miðum þorskurinn er bestur, hvaða bátar eru með góðan fisk og þar ráða lögmál markaðarins. Það vantar bara meiri fisk. Verðmyndun er oft óeðlileg vegna skorts á framboði. Ef núverandi frumvarp verður samþykkt sé ég fram á endalok frjálsra fiskmarkaða og fiskvinnslu í landinu. Það er alltaf hagkvæmara fyrir útgerð að selja aflann til eigin vinnslu á niðursettu verði. Starfsfólk í fiskvinnslu er ekki ráðið upp á hlut eins og sjómenn. Því segi ég: Allur ferskur fiskur á að fara á markað. Þannig verður eðlileg verðmyndun á afla, hagnaðurinn fer á réttan stað og sjómenn eru ekki hlunnfarnir. Kæru þingmenn og konur Ég vona að Alþingi hafi kjark til að hafna þessum lögleysum, viðurkenna álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og smíða sanngjarnt og réttlátt fiskveiðistjórnunarkerfi sem hægt verður að láta þjóðina kjósa um. Þjóðin á rétt á því að fá að segja sitt um þetta málefni. Dögun, samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði sem ætlar að bjóða fram í næstu kosningum orðar þetta svona í sinni kjarnastefnu: „Tryggja þarf aðskilnað veiða og fiskvinnslu og að jafnræði ríki meðal landsmanna við nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum. Hámarka skal arð þjóðarinnar af auðlindum hennar. Virða skal álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Allur ferskur fiskur skal seldur á fiskmörkuðum."
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun