Af fordómum í garð Hjálpræðishersins Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar 3. apríl 2012 06:00 Hjálpræðisherinn var varla kominn til Reykjavíkur um aldamótin þarsíðustu, meðlimir hans höfðu varla byrjað samkomuhald þegar út kom smárit í Reykjavík þar sem höfundur valdi að hæðast að trúargjörningum þeirra. Þar mátti lesa setningar eins og: „Sálma sína syngja þeir og spila með mjög mikilli léttúð.“ Á Akureyri gekk andófið svo langt að einni herkonu var troðið ofan í kartöflusekk og átti að henda henni í sjóinn. Að sjálfsögðu er umfjöllunin um þessi félagasamtök sem nú hafa starfað í hartnær 120 ár hér á landi fjölbreytt. Um samkomuhald þeirra sagði Þórbergur Þórðarson á sínum efri árum að þar „talaði lífið en ekki guðfræðin,“ en Þórbergur sótti samkomur í Herkastalanum á árunum 1906 til 1912 og er áhugavert að lesa bók hans Ofvitann í því samhengi sem hér er skrifað. Halldór Laxness þekkti líka vel til Hjálpræðishersins eins og greinilega kemur fram í bók hans um Sölku Völku. Af orðum hans má greina hrifningu á því hvernig einstaklingunum sem kenna sig við Hjálpræðisherinn tekst að samsama sig þeim sem eru staddir á erfiðum stað í lífinu.Fjölbreytt trúarflóra Sú staðreynd að kirkjur hafa ekki lengur einokandi hlutverk í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og að nú ríkir samkeppni hefur breytt trúarbrögðunum og hugsunarhætti fólks um trú, líka á Íslandi. Einstaklingar búa ekki lengur almennt yfir trúarreynslu, efinn hefur fengið á sig ríkara form fræðimennskunnar og honum er gjarnan beint gegn kennisetningum. Siðferðisdómar birtast í fjölbreyttari myndum, hinn félagslegi stuðningur er annar og á tímum upplifir fólk sem það sé skilið eftir bjargarlaust. Þessi upplifun, samhliða minni virkri þátttöku fólks á trúarlegum vettvangi vill svo aftur leiða til þess að fólk hættir þátttöku og segir sig jafnvel úr trúfélagi. Gott er að hafa í huga að trúfrelsi var innleitt á Íslandi með nýrri stjórnarskrá 1874 á sama tíma og önnur mikilvæg mannréttindi eins og rétturinn til atvinnu, rétturinn til framfærslu, skoðana-, prent-, félaga- og fundafrelsi.Viðhorf í garð þeirra sem eiga öðruvísi trú Í þessu samhengi er ljóst að við þurfum að spyrja okkur hvaða mynd við gerum okkur af þeim sem hafa aðra trúarafstöðu eða lífssýn, sérstaklega ef þeir eru virkir þátttakendur í trúfélögum, og hvernig við umgöngumst aðra í fjöltrúarlegu samhengi. Leita þarf leiða til að við sem samfélag getum lifað í sátt og samlyndi, þrátt fyrir ólíka trú. Sá sem leggur upp í slíka leit verður að vera þess meðvitaður hvernig eigin trúarhefð og eigin trú eða lífsskoðun rúmar þá staðreynd að til sé fólk sem á sér aðra trú og trúarhefðir. Slík vinna felur einnig í sér sjálfsskoðun sem snýr að því hvernig einstaklingurinn getur tekist á við fjöltrúarlega færni þannig að hann sé ekki fastur í djúpum hjólförum eigin lífsskoðunar.Að byggja á því sem vel er gert Hlutverk okkar allra hlýtur að vera að byggja á því sem vel er gert og spyrja hvernig hindra megi það sem brýtur samfélagið niður. Hvert sem litið er sjáum við að þeim sem vel tekst til með sumt, tekst hrapallega til með annað. Við erum ekki fullkomin. Við erum manneskjur. En með sameiginlegu átaki getum við bætt margt í mannlegu samfélagi. Saga Hjálpræðishersins hefur að geyma hvort tveggja, það sem vel hefur verið gert sem og það sem hefur mistekist hörmulega. Hjálpræðisherinn verður að læra að taka gagnrýni og byggja starf sitt á faglegum forsendum. En um leið verða þeir sem gagnrýna starf Hjálpræðishersins að reyna að draga úr alhæfingum og sleggjudómum og setja þess í stað fram faglega gagnrýni, ábendingar um góða starfshætti eða á annan hátt koma skilaboðum sínum þannig á framfæri að fólki og aðstæðum sé sýnd virðing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hjálpræðisherinn var varla kominn til Reykjavíkur um aldamótin þarsíðustu, meðlimir hans höfðu varla byrjað samkomuhald þegar út kom smárit í Reykjavík þar sem höfundur valdi að hæðast að trúargjörningum þeirra. Þar mátti lesa setningar eins og: „Sálma sína syngja þeir og spila með mjög mikilli léttúð.“ Á Akureyri gekk andófið svo langt að einni herkonu var troðið ofan í kartöflusekk og átti að henda henni í sjóinn. Að sjálfsögðu er umfjöllunin um þessi félagasamtök sem nú hafa starfað í hartnær 120 ár hér á landi fjölbreytt. Um samkomuhald þeirra sagði Þórbergur Þórðarson á sínum efri árum að þar „talaði lífið en ekki guðfræðin,“ en Þórbergur sótti samkomur í Herkastalanum á árunum 1906 til 1912 og er áhugavert að lesa bók hans Ofvitann í því samhengi sem hér er skrifað. Halldór Laxness þekkti líka vel til Hjálpræðishersins eins og greinilega kemur fram í bók hans um Sölku Völku. Af orðum hans má greina hrifningu á því hvernig einstaklingunum sem kenna sig við Hjálpræðisherinn tekst að samsama sig þeim sem eru staddir á erfiðum stað í lífinu.Fjölbreytt trúarflóra Sú staðreynd að kirkjur hafa ekki lengur einokandi hlutverk í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og að nú ríkir samkeppni hefur breytt trúarbrögðunum og hugsunarhætti fólks um trú, líka á Íslandi. Einstaklingar búa ekki lengur almennt yfir trúarreynslu, efinn hefur fengið á sig ríkara form fræðimennskunnar og honum er gjarnan beint gegn kennisetningum. Siðferðisdómar birtast í fjölbreyttari myndum, hinn félagslegi stuðningur er annar og á tímum upplifir fólk sem það sé skilið eftir bjargarlaust. Þessi upplifun, samhliða minni virkri þátttöku fólks á trúarlegum vettvangi vill svo aftur leiða til þess að fólk hættir þátttöku og segir sig jafnvel úr trúfélagi. Gott er að hafa í huga að trúfrelsi var innleitt á Íslandi með nýrri stjórnarskrá 1874 á sama tíma og önnur mikilvæg mannréttindi eins og rétturinn til atvinnu, rétturinn til framfærslu, skoðana-, prent-, félaga- og fundafrelsi.Viðhorf í garð þeirra sem eiga öðruvísi trú Í þessu samhengi er ljóst að við þurfum að spyrja okkur hvaða mynd við gerum okkur af þeim sem hafa aðra trúarafstöðu eða lífssýn, sérstaklega ef þeir eru virkir þátttakendur í trúfélögum, og hvernig við umgöngumst aðra í fjöltrúarlegu samhengi. Leita þarf leiða til að við sem samfélag getum lifað í sátt og samlyndi, þrátt fyrir ólíka trú. Sá sem leggur upp í slíka leit verður að vera þess meðvitaður hvernig eigin trúarhefð og eigin trú eða lífsskoðun rúmar þá staðreynd að til sé fólk sem á sér aðra trú og trúarhefðir. Slík vinna felur einnig í sér sjálfsskoðun sem snýr að því hvernig einstaklingurinn getur tekist á við fjöltrúarlega færni þannig að hann sé ekki fastur í djúpum hjólförum eigin lífsskoðunar.Að byggja á því sem vel er gert Hlutverk okkar allra hlýtur að vera að byggja á því sem vel er gert og spyrja hvernig hindra megi það sem brýtur samfélagið niður. Hvert sem litið er sjáum við að þeim sem vel tekst til með sumt, tekst hrapallega til með annað. Við erum ekki fullkomin. Við erum manneskjur. En með sameiginlegu átaki getum við bætt margt í mannlegu samfélagi. Saga Hjálpræðishersins hefur að geyma hvort tveggja, það sem vel hefur verið gert sem og það sem hefur mistekist hörmulega. Hjálpræðisherinn verður að læra að taka gagnrýni og byggja starf sitt á faglegum forsendum. En um leið verða þeir sem gagnrýna starf Hjálpræðishersins að reyna að draga úr alhæfingum og sleggjudómum og setja þess í stað fram faglega gagnrýni, ábendingar um góða starfshætti eða á annan hátt koma skilaboðum sínum þannig á framfæri að fólki og aðstæðum sé sýnd virðing.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar