Af fordómum í garð Hjálpræðishersins Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar 3. apríl 2012 06:00 Hjálpræðisherinn var varla kominn til Reykjavíkur um aldamótin þarsíðustu, meðlimir hans höfðu varla byrjað samkomuhald þegar út kom smárit í Reykjavík þar sem höfundur valdi að hæðast að trúargjörningum þeirra. Þar mátti lesa setningar eins og: „Sálma sína syngja þeir og spila með mjög mikilli léttúð.“ Á Akureyri gekk andófið svo langt að einni herkonu var troðið ofan í kartöflusekk og átti að henda henni í sjóinn. Að sjálfsögðu er umfjöllunin um þessi félagasamtök sem nú hafa starfað í hartnær 120 ár hér á landi fjölbreytt. Um samkomuhald þeirra sagði Þórbergur Þórðarson á sínum efri árum að þar „talaði lífið en ekki guðfræðin,“ en Þórbergur sótti samkomur í Herkastalanum á árunum 1906 til 1912 og er áhugavert að lesa bók hans Ofvitann í því samhengi sem hér er skrifað. Halldór Laxness þekkti líka vel til Hjálpræðishersins eins og greinilega kemur fram í bók hans um Sölku Völku. Af orðum hans má greina hrifningu á því hvernig einstaklingunum sem kenna sig við Hjálpræðisherinn tekst að samsama sig þeim sem eru staddir á erfiðum stað í lífinu.Fjölbreytt trúarflóra Sú staðreynd að kirkjur hafa ekki lengur einokandi hlutverk í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og að nú ríkir samkeppni hefur breytt trúarbrögðunum og hugsunarhætti fólks um trú, líka á Íslandi. Einstaklingar búa ekki lengur almennt yfir trúarreynslu, efinn hefur fengið á sig ríkara form fræðimennskunnar og honum er gjarnan beint gegn kennisetningum. Siðferðisdómar birtast í fjölbreyttari myndum, hinn félagslegi stuðningur er annar og á tímum upplifir fólk sem það sé skilið eftir bjargarlaust. Þessi upplifun, samhliða minni virkri þátttöku fólks á trúarlegum vettvangi vill svo aftur leiða til þess að fólk hættir þátttöku og segir sig jafnvel úr trúfélagi. Gott er að hafa í huga að trúfrelsi var innleitt á Íslandi með nýrri stjórnarskrá 1874 á sama tíma og önnur mikilvæg mannréttindi eins og rétturinn til atvinnu, rétturinn til framfærslu, skoðana-, prent-, félaga- og fundafrelsi.Viðhorf í garð þeirra sem eiga öðruvísi trú Í þessu samhengi er ljóst að við þurfum að spyrja okkur hvaða mynd við gerum okkur af þeim sem hafa aðra trúarafstöðu eða lífssýn, sérstaklega ef þeir eru virkir þátttakendur í trúfélögum, og hvernig við umgöngumst aðra í fjöltrúarlegu samhengi. Leita þarf leiða til að við sem samfélag getum lifað í sátt og samlyndi, þrátt fyrir ólíka trú. Sá sem leggur upp í slíka leit verður að vera þess meðvitaður hvernig eigin trúarhefð og eigin trú eða lífsskoðun rúmar þá staðreynd að til sé fólk sem á sér aðra trú og trúarhefðir. Slík vinna felur einnig í sér sjálfsskoðun sem snýr að því hvernig einstaklingurinn getur tekist á við fjöltrúarlega færni þannig að hann sé ekki fastur í djúpum hjólförum eigin lífsskoðunar.Að byggja á því sem vel er gert Hlutverk okkar allra hlýtur að vera að byggja á því sem vel er gert og spyrja hvernig hindra megi það sem brýtur samfélagið niður. Hvert sem litið er sjáum við að þeim sem vel tekst til með sumt, tekst hrapallega til með annað. Við erum ekki fullkomin. Við erum manneskjur. En með sameiginlegu átaki getum við bætt margt í mannlegu samfélagi. Saga Hjálpræðishersins hefur að geyma hvort tveggja, það sem vel hefur verið gert sem og það sem hefur mistekist hörmulega. Hjálpræðisherinn verður að læra að taka gagnrýni og byggja starf sitt á faglegum forsendum. En um leið verða þeir sem gagnrýna starf Hjálpræðishersins að reyna að draga úr alhæfingum og sleggjudómum og setja þess í stað fram faglega gagnrýni, ábendingar um góða starfshætti eða á annan hátt koma skilaboðum sínum þannig á framfæri að fólki og aðstæðum sé sýnd virðing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hjálpræðisherinn var varla kominn til Reykjavíkur um aldamótin þarsíðustu, meðlimir hans höfðu varla byrjað samkomuhald þegar út kom smárit í Reykjavík þar sem höfundur valdi að hæðast að trúargjörningum þeirra. Þar mátti lesa setningar eins og: „Sálma sína syngja þeir og spila með mjög mikilli léttúð.“ Á Akureyri gekk andófið svo langt að einni herkonu var troðið ofan í kartöflusekk og átti að henda henni í sjóinn. Að sjálfsögðu er umfjöllunin um þessi félagasamtök sem nú hafa starfað í hartnær 120 ár hér á landi fjölbreytt. Um samkomuhald þeirra sagði Þórbergur Þórðarson á sínum efri árum að þar „talaði lífið en ekki guðfræðin,“ en Þórbergur sótti samkomur í Herkastalanum á árunum 1906 til 1912 og er áhugavert að lesa bók hans Ofvitann í því samhengi sem hér er skrifað. Halldór Laxness þekkti líka vel til Hjálpræðishersins eins og greinilega kemur fram í bók hans um Sölku Völku. Af orðum hans má greina hrifningu á því hvernig einstaklingunum sem kenna sig við Hjálpræðisherinn tekst að samsama sig þeim sem eru staddir á erfiðum stað í lífinu.Fjölbreytt trúarflóra Sú staðreynd að kirkjur hafa ekki lengur einokandi hlutverk í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og að nú ríkir samkeppni hefur breytt trúarbrögðunum og hugsunarhætti fólks um trú, líka á Íslandi. Einstaklingar búa ekki lengur almennt yfir trúarreynslu, efinn hefur fengið á sig ríkara form fræðimennskunnar og honum er gjarnan beint gegn kennisetningum. Siðferðisdómar birtast í fjölbreyttari myndum, hinn félagslegi stuðningur er annar og á tímum upplifir fólk sem það sé skilið eftir bjargarlaust. Þessi upplifun, samhliða minni virkri þátttöku fólks á trúarlegum vettvangi vill svo aftur leiða til þess að fólk hættir þátttöku og segir sig jafnvel úr trúfélagi. Gott er að hafa í huga að trúfrelsi var innleitt á Íslandi með nýrri stjórnarskrá 1874 á sama tíma og önnur mikilvæg mannréttindi eins og rétturinn til atvinnu, rétturinn til framfærslu, skoðana-, prent-, félaga- og fundafrelsi.Viðhorf í garð þeirra sem eiga öðruvísi trú Í þessu samhengi er ljóst að við þurfum að spyrja okkur hvaða mynd við gerum okkur af þeim sem hafa aðra trúarafstöðu eða lífssýn, sérstaklega ef þeir eru virkir þátttakendur í trúfélögum, og hvernig við umgöngumst aðra í fjöltrúarlegu samhengi. Leita þarf leiða til að við sem samfélag getum lifað í sátt og samlyndi, þrátt fyrir ólíka trú. Sá sem leggur upp í slíka leit verður að vera þess meðvitaður hvernig eigin trúarhefð og eigin trú eða lífsskoðun rúmar þá staðreynd að til sé fólk sem á sér aðra trú og trúarhefðir. Slík vinna felur einnig í sér sjálfsskoðun sem snýr að því hvernig einstaklingurinn getur tekist á við fjöltrúarlega færni þannig að hann sé ekki fastur í djúpum hjólförum eigin lífsskoðunar.Að byggja á því sem vel er gert Hlutverk okkar allra hlýtur að vera að byggja á því sem vel er gert og spyrja hvernig hindra megi það sem brýtur samfélagið niður. Hvert sem litið er sjáum við að þeim sem vel tekst til með sumt, tekst hrapallega til með annað. Við erum ekki fullkomin. Við erum manneskjur. En með sameiginlegu átaki getum við bætt margt í mannlegu samfélagi. Saga Hjálpræðishersins hefur að geyma hvort tveggja, það sem vel hefur verið gert sem og það sem hefur mistekist hörmulega. Hjálpræðisherinn verður að læra að taka gagnrýni og byggja starf sitt á faglegum forsendum. En um leið verða þeir sem gagnrýna starf Hjálpræðishersins að reyna að draga úr alhæfingum og sleggjudómum og setja þess í stað fram faglega gagnrýni, ábendingar um góða starfshætti eða á annan hátt koma skilaboðum sínum þannig á framfæri að fólki og aðstæðum sé sýnd virðing.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun