Fleiri fréttir

Flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaga

Guðný Jónsdóttir skrifar

Fyrirhugað er að flytja þjónustu við fatlað fólk og lagalegar skyldur svæðisskrifstofa málefna fatlaðra til sveitar­félaga hinn 1. janúar 2011. Í haust héldu Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitar­félaga, Öryrkjabandalag Íslands, Þroskahjálp, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands málþing um: „Málefni fatlaðs fólks á tímamótum – horft til framtíðar“.

Sjálfbær bankastarfsemi

Ari Teitsson skrifar

Hugtakið sjálfbær mun fyrst hafa fengið skýra merkingu í umfjöllun Gro Harlem Brundtland og þá sem hverjar þær athafnir sem þjóna í nútíð án þess að spilla möguleikum framtíðarinnar.

Þjóð andspænis foringja(r)æði

Gunnar Hersveinn skrifar

Nauðsynlegt er að breyta stjórnarskránni núna og ekki seinna en það. Ástæðan er sú að í undanfarin áratug hefur landinu verið stjórnað af örfáum körlum og þjóðin hefur glatað sambandi sínu við stjórnarskrána.

Hugrekki og ábyrgð þjóðar!

Auður Jónasdóttir skrifar

Síðustu ár hafa verið erfið, traust almennings á stjórnvöldum er lítið og margt sem hefði þurft að fara betur. Ábyrgð sem einstaklingar áttu að bera, meðal annars fyrir ofurlaunin, var fljót að fjúka út í veður og vind. Fjölmiðlar hafa sagt hverja hamfarasöguna á fætur annarri síðustu tvö ár og þolmörk einstaklinga eru orðin verulega þanin, mörgum er jafnvel ofvaxin tilhugsunin um að opna gluggapóstinn sinn um mánaðamót. Í svona aðstæðum getur verið erfitt að hugsa til framtíðar, en einmitt þá er mikilvægast að horfa fram á veginn.

Auðlindirnar og stjórnarskráin

Hjalti Hugason og Arnfríður Guðmundsdóttir skrifar

Það er margt sem gerir fólk að þjóð umfram sameiginlega stjórnarskrá, lög og réttarreglur. Okkur Íslendingum er tamt að benda á sameiginlega tungu og sögu. Margir bæta við sameiginlegri trú. Á 21. öld má reikna með að svörin breytist. Stöðugt fleiri bætast í okkar raðir sem eiga annað móðurmál, aðra sögu og aðra trú. Við verðum að búa okkur undir að hér verði fjölmenningarlegt samfélag á borð við það sem gerist í grannlöndum okkar. Ef okkur auðnast að taka vel á móti þeim sem hingað kjósa að flytjast mun fjölbreytileikinn auðga samfélag okkar. Fjölmenning er því ögrun en ekki ógn.

Réttindi lýðs og þjóðar

Eiríkur Bergmann skrifar

Í stjórnlagaþingskjörinu hef ég lagt fram sex áhersluatriði sem ég myndi vilja taka til umræðu. Ég tek fram að hér er ekki um að ræða háheilagan kröfulista heldur þau málefni sem mér finnst að stjórnlagaþingið eigi að ræða með opnum hug.

Réttur okkar til upplýsinga og friðhelgi einkalífsins

Hjörtur Smárason skrifar

Gagnsæi hefur verið tískuorðið í stjórnmálum að undanförnu og ekki að undra þegar þjóðin upplifir það að hafa verið blekkt af stjórnvöldum og raunverulegu ástandi í efnahagsmálum þjóðarinnar leynt. Gagnsæi er nauðsynlegt til að almenningur og fjölmiðlar geti veitt stjórnvöldum aðhald.

Umhverfi og sjálfbær þróun í stjórnarskrá

Stefán Gíslason skrifar

Helsta ástæða þess að ég gef kost á mér til Stjórnlagaþings er umhyggja mín fyrir íslenskri náttúru og komandi kynslóðum. Ég vil sem sagt að hagsmuna íslenskrar náttúru og komandi kynslóða verði verði vel gætt í

Ný stjórnarskrá, til hvers?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Tilgangur sérhverrar stjórnarskrár er að vernda venjulegt fólk fyrir afglöpum og ofríki stjórnmálamanna.

Ráðning dómara undir hatti forsetaembættisins

Lárus Jón Guðmundsson skrifar

Það er ekki sérstaklega tekið fram í stjórnarskránni hver á að ráða dómara. Samkvæmt 20. grein er það „Forseti lýðveldisins [sem] veitir þau embætti, er lög mæla.“ Þarna vil ég skýrari ákvæði.

Stjórnarská fyrir fólkið.

Jónas Pétur Hreinsson skrifar

Núna undanfarið hef ég lagt við hlustir eftir skoðunum fólks og annara frambjóðenda til stjórnlagaþings. Það sem ég hef orðið var við er að mörgum er mjög í mun að herða allar reglur til að stýra löggjafanum, dóms- og framkvæmdavaldinu og setja hörð viðurlög við brotum á þeim greinum

Er fækkun þingmanna raunhæf?

Haukur Arnþórsson skrifar

Í grein í www.visir.is þann 17. nóv. s.l. fjallaði prófessor dr Þorvaldur Gylfason um fækkun alþingismanna og er það í framhaldi af fyrri ábendingum hans í sömu átt. Hann

Hvaða afleiðingar hefur aðskilnaður ríkis og kirkju?

Dögg Harðardóttir skrifar

Í umræðu um aðskilnað ríkis og kirkju undanfarið hefur hvergi opinberlega verið rætt um hvað aðskilnaður í raun og veru þýðir. Bent hefur verið á að við aðskilnað þyrfti ríkið að skila aftur jörðum sem kirkjan lét af hendi í samningi við ríkið og það ferli gæti reynst býsna flókið. Aðskilnaðarsinnar vilja hins vegar vinda sér í þá vinnu rétt eins og hún verði afgreidd á einni nóttu. Það sem mig langar til að benda á er sú þjónustuskerðing sem íbúar þessa lands gætu orðið fyrir ef þjóðkirkjan hættir að njóta fjárhagslegs stuðnings ríkisins.

Á stjórnlagaþing að fjalla um samband ríkis og kirkju?

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Stjórnlagaþingið á ekki að fjalla um samband ríkis og kirkju. Ástæðan fyrir því er einföld. Samband ríkis og kirkju er ekki eitt af þeim viðfangsefnum sem stjórnlagaþinginu er sérstaklega ætlað að fjalla um.

Af hverju þarf að breyta stjórnarskránni?

Húni Heiðar Hallsson skrifar

Sigurður Líndal óskaði eftir því í haust að borin yrðu fram rök fyrir því að breyta þurfi stjórnarskránni. Ósk Sigurðar kann að hljóma sem andstaða við væntanlegt stjórnlagaþing en þegar betur

Ég vil afnema friðhelgi forseta og þingmanna

Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Ég vil afnema friðhelgi forseta og þingmanna. Allt frá því ég sat námskeið í stjórnlagafræðum í Lögregluskóla ríkisins og síðar í HÍ hef ég haft mikinn áhuga á Sjórnarskrá Íslenska lýðveldisins.

Er Viðskiptaráð meðvirkt?

Gísli Hjálmtýsson skrifar

Peningamálafundur Viðskiptaráðs sem haldinn var á dögunum var athyglisverður. Þar hélt Seðlabankastjóri hróðugur tölu um árangur í efnahagsmálum, s.s. styrkingu krónunnar, vaxandi efnahagsstöðugleika og lækkandi verðbólgu. Hann sagði jafnframt að unnið væri hörðum höndum að afnámi gjaldeyrishaftanna, þótt raunar væri engra breytinga að vænta fyrr en í mars á næsta ári hið fyrsta og hann teldi ljóst að framlengja þyrfti lög um gjaldeyris­höft, sem renna út síðsumars.

Fullveldisafsal - aukinn meirihluti eða ekki?

Kjartan Jónsson skrifar

Á meðal þeirra hugmynda til nýrrar stjórnarskrár sem nefndar hafa verið hjá frambjóðendum til stjórnlagaþings er að engar ákvarðanir sem tengist mögulegu afsali á fullveldi Íslendinga skuli teknar nema aukinn meirihluti

Lýðræðið er vinna

Þórunn M.J.H. Ólafsdóttir skrifar

Kæru íslendingar Fólk hefur talað um það eftir hrunið að hreinsa þurfi til og byggja upp nýtt Ísland. Stjórnlagaþingið er stór þáttur í þá átt og er ég tilbúin að leggja mitt að mörkum til þess.

Stjórnlagaþing og störf þess

Þórhildur Þorleifsdóttir skrifar

Nú líður að kosningum til stjórnlagaþings. Áhugi þjóðarinnar á að nýta þetta tækifæri til að hafa áhrif virðist ekki mikill ef marka má skoðanakannanir og hlýtur það að vekja áleitnar spurningar. Er eitthvað í grunnhugmynd, framkvæmd eða áherslum sem er fráhrindandi eða með einhverjum hætti letjandi eða finnst stórum hópi fólks það ekki vera í stakk búið til að hafa skoðun á stjórnarskránni?

Kjósendur á bás

Eiríkur Bergmann Einarsson og skrifa

Mér finnst að fulltrúar á stjórnlagaþingi eigi að mæta til leiks með opinn hug í stað krafna um eigin hugðarefni. Sjálft samtalið á þinginu skiptir mestu máli. Áherslur mínar eru því lagðar fram til umræðu en ekki sem háheilagur kröfulisti. Bara svo það sé alveg á hreinu.

Eina leiðin til að skrifa góða stjórnarskrá á 4 mánuðum

Gunnar Grímsson skrifar

Á komandi Stjórnlagaþingi verður tekist á um mörg mál. Jafnvel þó allir verði sammála um að fara eftir niðurstöðum Þjóðfundarins. Þær eru um sumt skýrar en margt þar er misvísandi og annað sem er hægt að túlka út og suður. Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á frábæran Þjóðfund heldur aðeins benda á staðreyndir.

Skuldari góður – Eignarréttur ER einkaeign lánveitanda

Jón Bjarni Jónsson skrifar

Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum, þá er eignarréttur lánveitanda óumdeildur. Sá eignarrétur á við um höfuðstól láns, vexti og verðbætur lánsins, og einnig innheimtukröfur og alla þá forsendubresti sem ríkistjórn eða bönkum tekst að skapa.

Hvað vantar í stjórnarskrána - Umhverfi

Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Ákvæði um gæði og vernd umhverfisins eiga að tryggja að þau verði óskert til óborinna kynslóða. Það er stór þáttur í grundvallar mannréttindum kynslóða framtíðarinnar.

Það sem má læra af stjórnarskrám annarra ríkja

Margrét Cela skrifar

Þegar stjórnlagaþing kemur saman snemma á næsta ári á það mikið verk fyrir höndum. Það er þó engin þörf á að finna upphjólið. Mikilvægt er að við drögum lærdóm af því sem vel hefur verið gert í öðrum ríkjum, mörg þeirra hafa áhugaverð ákvæði í sínum stjórnarskrám, sem vert er að skoða nánar.

Að fólkið ráði

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar

Ég vil stuðla að stjórnarskrá sem ver fólkið í landinu fyrir yfirgangi stjórnmálaafla og valdastofnana. Sem tryggir að þjóðin hafi síðasta orðið um málefni sem varða lífsbjörg hennar og frelsi. Ég vil sjá blómstrandi byggðarlög og þekkingu sem er hreyfiafl framfara og réttlætis.

Er ekki hægt að breyta kirkjuskipaninni með stjórnarskrárbreytingu?

Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson skrifar

Sumir málsmetandi miðlar hafa haldið því fram að ekki sé hægt að breyta kirkjuskipan ríkisins með stjórnarskrárbreytingu, heldur verði slíkt aðeins gert með almennri lagabreytingu. Hafa sumir tekið svo stórt upp í sig að segja að þeir stjórnlagaþingsframbjóðendur sem leggja áherslu á slíkt

Framboð til stjórnlagaþings

Ingibjörg Snorradóttir Hagalín skrifar

Ég er sammála þeim sem vilja hafa endaskipti á stjórnarskránni og hafa mannréttindi fremst, enda er það í anda nútímans.

Stöndum vörð um börnin okkar

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar

Íslenskt menntakerfi byggir á þremur meginstoðum: Grunnskólalögum, aðalnámskrá og hefðum. Menntakerfið er þó langt frá því að vera staðnað bákn og í stöðugri framþróun og endurskoðun. Fræðsluyfirvöld og starfsmenn menntastofnana hafa lagt sig fram um að hlúa að menntun, faglegu starfi og þróun kennsluhátta. Starf íslenskra grunnskóla hefur verið í stöðugri þróun síðustu árin og sem dæmi má nefna lengingu og endurskipulagningu kennaranámsins, sem og mælingar og mat á öllum þáttum skólastarfsins. Þegar barn hefur nám í grunnskóla verða kaflaskil. Barnið sækir inn á nýjan vettvang sem á að tryggja menntun þess og öryggi. Það er mikilvægt að friður og jafnvægi ríki um stofnun sem er svo stór hluti lífs barnsins. Mikið hefur verið rætt um eflingu menntunar og nýleg lenging kennaranáms er gott dæmi þar um. Nýjasta útspil Sambands íslenskra sveitar félaga um skerðingu á kennslu grunnskóla rímar alls ekki við hina faglegu umræðu sem lögð hefur verið til grundvallar allri orðræðu um menntamál á síðustu árum. Meðal sumra hefur verið vinsælt að snúa mótmælum kennara á þann veg að kennarar séu í sífelldri hagsmunabaráttu og markvisst reynt að þagga niður í þeim. Sumir virðast telja að mótmæli okkar snúi ekki að því að standa vörð um fagvitund okkar og menntun nemenda. Í sömu andrá eru kennarar oft sagðir ekki sinna endurmenntun sinni og vinna þeirra tortryggð. Hið rétta er að kennarar sinna vel endurmenntun, sem endurspeglast vel í fjölbreytilegri framhaldsmenntun þeirra. Enginn ætti að vita það betur en Reykjavíkurborg enda er endurmenntunarstefna grunnskóla Reykjavíkur bæði framsækin og metnaðarfull. Þetta birtist vel í innra mati skólanna, samstarfi skólastiga og þróunarverkefnum. Í ljósi þess sem hér að framan er sagt leggur stjórn Kennarafélags Reykjavíkur til að Samband íslenskra sveitarfélaga leiti eftir samstarfi við fagaðila áður en til frekari gönuhlaupa verður stofnað. Hugmyndir þær sem formaður sambandsins viðraði á dögunum um skerta kennslu eru vanhugsaðar og geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Horfa þarf til reynslu annarra landa sem gengið hafa í gegnum þrengingar. Menntun er hornsteinn samfélagsins. Sé niðurskurður óumflýjanlegur þarf að huga að framtíð nemenda og barna okkar. Hagsmunir þeirra skulu ætíð hafðir leiðarljósi í allri ákvarðanatöku.

Barn í vændum og hvað svo?

Guðrún Guðbjartsdóttir og Björg Sigurðardóttir skrifar

Kæru ráðherrar, landlæknir og stjórnendur heilbrigðisstofnana.

Evrópa og Bandaríkin – samstiga til framtíðar

Barack Obama skrifar

Við verðum að auka samstarf við samtök sem fullkomna styrkleika NATO, eins og Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Og með setu Dmitris Medvedev forseta á leiðtogafundi NATO og Rússlands getum við haldið áfram hagnýtri samvinnu NATO og Rússlands til hagsbóta fyrir báða aðila.

Svar til kjósanda

Ástþór Magnússon Wium skrifar

Hulda sendi mér fyrirspurn: Vona að þú reiðist ekki framhleypninni í mér með að senda þér þessar línur. En mig langar að spyrja þig um fáein atriði sem mér finnast ekki koma nógu skýrt fram

Ráðstjórn sem er Erni Bárði að skapi

Brynjólfur Þór Guðmundsson skrifar

Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, er tekinn til við að uppnefna tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur um afnám trúboðs í skólum og kennir við ráðstjórnarform. Þetta er Erni Bárði, að eigin sögn, ekki að skapi. Hann kvartar undan miðstýrðu valdi sem hefti frelsi borgaranna.

Breytt veðurfar – breytt mannlíf

María Hildur Maack skrifar

Í þann mund sem íslensk stjórnvöld eru að gefa út aðgerðaráætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda var haldin ráðstefna í Stokkhólmi (8.–10. nóvember "Climate adaptation, science, practice, policy“) þar sem rætt var um viðbrögð við breytingum af völdum hnattrænnar hlýnunar.

Aðskilnaður ríkis og kirkju

Jakob Gunnarsson skrifar

Í nútímasamfélagi er umræða um trú oft álitin forboðin. Yfirleitt er talið að ekki sé til neitt eitt rétt svar og trú og trúrækni u oftast talin vera af hinu góða en þeir sem andmæla eru oft úthrópaðir öfgamenn. Miðað við mína reynslu er það að vera trúleysingi yfirleitt talið vera nokkuð slæmt.

Þjóðkirkjan og Ísland sem eitt kjördæmi

Bergvin Oddsson skrifar

Nú styttist í að kosið verði til stjórnlagaþings en það verður gert 27. nóvember nk. Á ferðum mínum um landið hefur mér sýnst mestur ágreiningur vera um tvö atriði en það er málefni þjóðkirkjunnar annars vegar og hugmyndarinnar um að Ísland verði eitt kjördæmi hins vegar.

The Inside Job

Óskar Jónasson skrifar

Er einhver leið til að skylda viðskipta- og verslunarfræðinemana okkar til að sjá heimildarmyndina The Inside Job? Eða bara alla þjóðina? Er kannski hægt að sýna hana í staðinn fyrir Hringekjuna á laugardagskvöldið? Því jafn kristaltæra og aðgengilega greiningu á aðdraganda hrunsins er vart hægt að hugsa sér. Og hún er skemmtileg í þokkabót.

Áfram Strætó

Haukur Jóhannsson skrifar

Í haust var tekið upp það nýmæli í strætisvögnum að tilkynna í hátalara um næstu stoppistöð. Þetta er verulega til bóta, áður var varhugavert að hætta sér upp i strætó án þess að þekkja nákvæmlega þá leið sem fara skyldi.

Dómgreindarleysi stjórnvalda er með eindæmum

Hallgrímur Sveinsson og Hreinn Þórðarson skrifar

Á sjúkrahúsinu á Ísafirði er áætlað að skera niður um 197 milljónir króna á næsta ári. Það þýðir lokun. Það er þyngra en tárum taki. Á sama tíma er verið að bruðla miskunnarlaust með opinbert fé á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri við Arnarfjörð, svo undrun hlýtur að vekja og spurningu um hvort stjórnvöld séu nú endanlega orðin kexrugluð.

Lýðræði í verki á öllum sviðum

Björn Þorsteinsson skrifar

Ein þeirra grundvallarskoðana sem Íslendingar hafa gengið út frá er að þeir búi við þjóðskipulag sem megi með réttu kenna við lýðræði. Sama gildir um önnur Vestur­lönd. En á síðustu árum, og af ærnu tilefni, hafa æ fleiri fundið sig knúin til að spyrja sig sjálf og aðra um réttmæti þessarar almennu skoðunar – ekki síst hér á þessu landi. Er Ísland réttnefnt lýðræðisríki?

Órækt í hugsun

Gauti Kristmannsson skrifar

Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og gjaldkeri Heimssýnar, lætur svo lítið að hafa nokkur orð í Morgun­blaðið 4. nóvember sl. um athuganir mínar á þeim áhrifum á íslenska tungu sem innganga í Evrópusambandið hefði.

Framlag til friðar og kynjajafnréttis

Ragna Sara Jónsdóttir skrifar

Fyrir tíu árum fór Kristín Ástgeirsdóttir, núverandi framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, til starfa í Kosovó fyrir Þróunarsjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir konur (UNIFEM). Þar vann hún að eflingu stjórnmálaþátttöku kvenna og auknu samstarfi kvennahreyfinga í þessu stríðshrjáða héraði. Kristín var brautryðjandi sem fyrsti íslenski sérfræðingurinn í jafnréttismálum til að starfa með UNIFEM á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins en rúmur tugur sérfræðinga hefur fylgt í kjölfarið.

Sjá næstu 50 greinar