Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar 29. desember 2025 06:30 Atvinnuvegaráðherra veldur vonbrigðum. Það vakti töluverða bjartsýni hjá fleirum en undirrituðum, þegar atvinnuvegaráðherra ákvað að auglýsa stöðu forstjóra Hafró. Ráðherra sem ber ábyrgð á veiðiráðgjöfinni, ætlaði loks að hrissta upp í starfsemi Hafró. En því miður, þá hefur annað komið fram. Ráðherra ætlar að halda eyðimerkurgöngu til 40 ára áfram. Og, vonast til að útkoman verði önnur en fyrr; sem væri kraftaverk. Gömul og þreytt tugga. Tugga stjórnmálamanna um að við séum með „ besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi“, er bæði þreytt og kolröng. Þetta kerfi okkar hefur leitt af sér hrun nytjastofna og leitt til stórfelldrar minnkunnar afraksturgetu mikilvægustu nytjastofna okkar. Þetta eru staðreyndir sem lesa má svart á hvítu úr skýrslum Hafró; skýrslur sem stjórnmálamenn hefðu gott af því að liggja að yfir og kynna sér. Stjórnvöld ætla að gera það sem engri þjóð við N-Atlantshaf hefur tekist. Staðan hér á Íslandsmiðum er ekki einsdæmi. Sama staðan er í Barentshafi og enn verri við Labrador/Nýfundnaland. Loðnustofnar hafa stórlega minnkað, og í kjölfarið hefur veiðiráðgjöf í þorski dregist saman. Formúlan að veiða lítið af loðnu þegar lítið magn mælist og veiða mikið þegar mikið magn mælist; hefur leitt til þess að allar þjóðirnar; við Íslendingar, Norðmenn og Rússar í Barentshafi og Kanadamenn við Nýfundnaland/Labrador; stöndum uppi með lélega loðnustofna og laskaða þorskstofna. Sérfræðingar annað hvort vanmeta mikilvægi loðnunnar, eða láta skammtíma hagsmuni sjávarútvegsins ráða för. Staðreyndin er sú að fiskistofnar eins og loðna (sardínur, ansjósur ofl) eru mjög flöktandi í stærð, vegna ýmissa ástæðna í hafinu. Ræður þar mestu staða þörungablóma í efsta lagi sjávar; magn orku sem stendur loðnunni til boða, sérstaklega ungloðnu. Mikilvægi loðnunnar liggur einmitt í þessum orkuflutningum; hún breytir grænþörungum, plöntusvifi, auk átu og ýmsum örsmáu krabbadýrum, í fullkomið prótein t.d. fyrir þorsk. Eitthvað sem engin önnur fiskitegund í N-Atlantshafi gerir. Loðna er skammlíf tegund, og drepst að mestu eftir hrygningu. En loðnan sem fellur dauð til botns er mjög mikilvæg vistkerfinu, sem er örugglega vanmetið. Sérfræðingar nota hugtakið; „umhverfisbreytingar“ mikið til að útskýra lélegan árangur í uppbyggingu nytjastofna, eins og þorsks. Hvort sem það er rétt eða ekki; þá er það staðreynd að með ofveiði á loðnu samkvæmt þeirra ráðum, hafa þeir bætt gráu ofan á svart og hamlað uppbyggingu mikilvægra fiskistofna. Engri þjóð við N-Atlantshaf hefur tekist að byggja upp þorskstofn, þar sem hart hefur verið sótt að loðnu. Þetta er staðreynd. Auk loðnunnar hefur verið hart gengið að síld og makríl, sem þjóna að mögu leyti sama hlutverki og loðnan. Þar með veikt enn frekar flæði orkunnar um vistkerfið. Allt líf krefst orku í einhverri mynd. Það er engin tilviljun að okkur Íslendingum, Norðmönnum/Rússumm og Kanadamönnum hefur ekki tekist að byggja upp afkasta mikla, sjálfbæra þorskstofna, áratugum saman. Með því að ganga stöðugt og hart að þeim fiskistofnum sem eru lífsnauðsynlegar vistkerfinu; er ekki verið að gera neitt annað en að veikja það. Þar með möguleika til að verðmætir nytjastofnar geti byggst upp, eins og þorskstofninn. Þetta eru ekki ný sannindi. Veiðiráðgjöfin ætti að ganga út á það að hámarka sjálfbæra afrakstursgetu nytjastofna. En er það ekki. Innbyggt í ráðgjöfina er byggð hagsmunagæsla, sem byggir á því að allir sem hag hafa af veiðunum fái sitt, núna, ekki seinna. Þetta hefur m.a leitt til þess að sumir nytjastofnar hafa verið ofveiddir; loðna, humar, rækja, síldin, hörpuskelin o.fl. Stofnstærðarmat þorsks í molum Í samfleytt yfir 30 ár var meðalaflinn hér um 400 þúsund tonn af þorski á ári. Engin stjórn var á veiðunum. Árið 1983 þótti sérfræðingum og nokkrum stjórnmálamönnum, þorskstofninn ofveiddur, fiskurinn væri að léttast. Stofninn var þá metinn um 1,3 milljón tonn og hrygningarstofninn um 420 þúsund tonn.(úr árskýrslu Hafró 1983) Í dag er talið að stofninn sé um 1 milljón tonn og hrygningarstofninn um 390 þúsund tonn. Árangurinn sá að stofninn er um 300 þúsund tonnum minni en fyrir „verndun hans“. (skýrsla frá Hafró 2025). Hafa ber í huga að Hafró hefur alla tíð breytt útreikningum sínum og skýrslum eftir á, „leiðrétt“ svo að hundruðum þúsunda tonnum getur skipt á stofnmati. Ítrekað gert breytingar á reikniformúlum stofstærðarmats. Frægt er þegar stofninn minnkaði um nær 500 þús tonn yfir nótt um 2000/2001. En mun nær í tíma er að árið 2015 taldi Hafró stofninn hafa stækkað um 50% á 8 árum og stækkaði þar til 2018 og þá metinn 1.409 þús tonn. Það var síðar „leiðrétt“ og er nú (2025) metinn vera um 400 þús tonnum minni en talið var. Matið er sem sagt enn í molum. Ef rýnt er í ársskýrslur Hafró frá því fyrir 1980 fram til ársins í dag, kemur fram að stofnstærðarmat á þorski er nær undantekningalaust leiðrétt eftir á. Á sama tíma er veiðiráðgjöfin gefin út ár hvert m.v. stofnstærðarmat hvers árs. Á íslensku þýðir það að veiðiráðgjöfin er alls ekki í takt við stofnstærðarmatið. Ef hægt var að djöflast á þorskstofninum í yfir 30 ár, óheft, afhverju var stofninn þá ekki löngu hruninn, ef ofveiði var vandamálið? Margir árgangar þorsks höfðu staðist sóknina. Geta sérfræðingar fullyrt að það sé tilviljun að eftir að loðnuveiðar hefjast, þá stórlega minnkar þorskafli á Íslandsmiðum, í Barentshafi og við Nýfundnaland/Labrador. Aflinn hér hreinlega hrynur og nær enn ekki nema 50% af því sem áður var. Í dag eru sumir á því að allt of mikið sé af þorski. Það megi sjá að síauknu sjálfráni, þorskurinn éti undan sjálfum sér , fiskurinn sé að léttast og kynþroska að seinka. Engar raddir heyrast um að hugsanlega sé búið að ganga svo hart að helsta fæðustofni þorsksins, að það hreinlega skorti „orku“, fæðu. Það er engin tilviljun að um 40% fæðu þorsks sé loðna. Þorskurinn étur ekki loðnu af því bara. Hún er lang næringarríkasta fæða sem hann nær í. Loðnan er af náttúrunni hönnuð sem ofurfæða fyrir þorskinn og stuðlar m.a. að heilbrigði hans. Vistfræðilega og þjóðhagslega, er fáránlegt að ganga jafn hart að loðnunni og gert hefur verið. Það finnast ekki nokkur rök til að haga loðnuveiðum með þeim hætti sem; Íslendingar, Norðmenn, Rússar og Kanadamenn hafa gert. Þessar þjóðir neyðast nú til að draga úr þeim eða hætta um einhvern tíma sökum ofveiði. Það er löngu tímabært að farið verði ofan í grundvöll veiðiráðgjar; frá a-ö. Engin ríkisstofnun er hafin yfir gagnrýni. Höfundur er útgerðartæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuvegaráðherra veldur vonbrigðum. Það vakti töluverða bjartsýni hjá fleirum en undirrituðum, þegar atvinnuvegaráðherra ákvað að auglýsa stöðu forstjóra Hafró. Ráðherra sem ber ábyrgð á veiðiráðgjöfinni, ætlaði loks að hrissta upp í starfsemi Hafró. En því miður, þá hefur annað komið fram. Ráðherra ætlar að halda eyðimerkurgöngu til 40 ára áfram. Og, vonast til að útkoman verði önnur en fyrr; sem væri kraftaverk. Gömul og þreytt tugga. Tugga stjórnmálamanna um að við séum með „ besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi“, er bæði þreytt og kolröng. Þetta kerfi okkar hefur leitt af sér hrun nytjastofna og leitt til stórfelldrar minnkunnar afraksturgetu mikilvægustu nytjastofna okkar. Þetta eru staðreyndir sem lesa má svart á hvítu úr skýrslum Hafró; skýrslur sem stjórnmálamenn hefðu gott af því að liggja að yfir og kynna sér. Stjórnvöld ætla að gera það sem engri þjóð við N-Atlantshaf hefur tekist. Staðan hér á Íslandsmiðum er ekki einsdæmi. Sama staðan er í Barentshafi og enn verri við Labrador/Nýfundnaland. Loðnustofnar hafa stórlega minnkað, og í kjölfarið hefur veiðiráðgjöf í þorski dregist saman. Formúlan að veiða lítið af loðnu þegar lítið magn mælist og veiða mikið þegar mikið magn mælist; hefur leitt til þess að allar þjóðirnar; við Íslendingar, Norðmenn og Rússar í Barentshafi og Kanadamenn við Nýfundnaland/Labrador; stöndum uppi með lélega loðnustofna og laskaða þorskstofna. Sérfræðingar annað hvort vanmeta mikilvægi loðnunnar, eða láta skammtíma hagsmuni sjávarútvegsins ráða för. Staðreyndin er sú að fiskistofnar eins og loðna (sardínur, ansjósur ofl) eru mjög flöktandi í stærð, vegna ýmissa ástæðna í hafinu. Ræður þar mestu staða þörungablóma í efsta lagi sjávar; magn orku sem stendur loðnunni til boða, sérstaklega ungloðnu. Mikilvægi loðnunnar liggur einmitt í þessum orkuflutningum; hún breytir grænþörungum, plöntusvifi, auk átu og ýmsum örsmáu krabbadýrum, í fullkomið prótein t.d. fyrir þorsk. Eitthvað sem engin önnur fiskitegund í N-Atlantshafi gerir. Loðna er skammlíf tegund, og drepst að mestu eftir hrygningu. En loðnan sem fellur dauð til botns er mjög mikilvæg vistkerfinu, sem er örugglega vanmetið. Sérfræðingar nota hugtakið; „umhverfisbreytingar“ mikið til að útskýra lélegan árangur í uppbyggingu nytjastofna, eins og þorsks. Hvort sem það er rétt eða ekki; þá er það staðreynd að með ofveiði á loðnu samkvæmt þeirra ráðum, hafa þeir bætt gráu ofan á svart og hamlað uppbyggingu mikilvægra fiskistofna. Engri þjóð við N-Atlantshaf hefur tekist að byggja upp þorskstofn, þar sem hart hefur verið sótt að loðnu. Þetta er staðreynd. Auk loðnunnar hefur verið hart gengið að síld og makríl, sem þjóna að mögu leyti sama hlutverki og loðnan. Þar með veikt enn frekar flæði orkunnar um vistkerfið. Allt líf krefst orku í einhverri mynd. Það er engin tilviljun að okkur Íslendingum, Norðmönnum/Rússumm og Kanadamönnum hefur ekki tekist að byggja upp afkasta mikla, sjálfbæra þorskstofna, áratugum saman. Með því að ganga stöðugt og hart að þeim fiskistofnum sem eru lífsnauðsynlegar vistkerfinu; er ekki verið að gera neitt annað en að veikja það. Þar með möguleika til að verðmætir nytjastofnar geti byggst upp, eins og þorskstofninn. Þetta eru ekki ný sannindi. Veiðiráðgjöfin ætti að ganga út á það að hámarka sjálfbæra afrakstursgetu nytjastofna. En er það ekki. Innbyggt í ráðgjöfina er byggð hagsmunagæsla, sem byggir á því að allir sem hag hafa af veiðunum fái sitt, núna, ekki seinna. Þetta hefur m.a leitt til þess að sumir nytjastofnar hafa verið ofveiddir; loðna, humar, rækja, síldin, hörpuskelin o.fl. Stofnstærðarmat þorsks í molum Í samfleytt yfir 30 ár var meðalaflinn hér um 400 þúsund tonn af þorski á ári. Engin stjórn var á veiðunum. Árið 1983 þótti sérfræðingum og nokkrum stjórnmálamönnum, þorskstofninn ofveiddur, fiskurinn væri að léttast. Stofninn var þá metinn um 1,3 milljón tonn og hrygningarstofninn um 420 þúsund tonn.(úr árskýrslu Hafró 1983) Í dag er talið að stofninn sé um 1 milljón tonn og hrygningarstofninn um 390 þúsund tonn. Árangurinn sá að stofninn er um 300 þúsund tonnum minni en fyrir „verndun hans“. (skýrsla frá Hafró 2025). Hafa ber í huga að Hafró hefur alla tíð breytt útreikningum sínum og skýrslum eftir á, „leiðrétt“ svo að hundruðum þúsunda tonnum getur skipt á stofnmati. Ítrekað gert breytingar á reikniformúlum stofstærðarmats. Frægt er þegar stofninn minnkaði um nær 500 þús tonn yfir nótt um 2000/2001. En mun nær í tíma er að árið 2015 taldi Hafró stofninn hafa stækkað um 50% á 8 árum og stækkaði þar til 2018 og þá metinn 1.409 þús tonn. Það var síðar „leiðrétt“ og er nú (2025) metinn vera um 400 þús tonnum minni en talið var. Matið er sem sagt enn í molum. Ef rýnt er í ársskýrslur Hafró frá því fyrir 1980 fram til ársins í dag, kemur fram að stofnstærðarmat á þorski er nær undantekningalaust leiðrétt eftir á. Á sama tíma er veiðiráðgjöfin gefin út ár hvert m.v. stofnstærðarmat hvers árs. Á íslensku þýðir það að veiðiráðgjöfin er alls ekki í takt við stofnstærðarmatið. Ef hægt var að djöflast á þorskstofninum í yfir 30 ár, óheft, afhverju var stofninn þá ekki löngu hruninn, ef ofveiði var vandamálið? Margir árgangar þorsks höfðu staðist sóknina. Geta sérfræðingar fullyrt að það sé tilviljun að eftir að loðnuveiðar hefjast, þá stórlega minnkar þorskafli á Íslandsmiðum, í Barentshafi og við Nýfundnaland/Labrador. Aflinn hér hreinlega hrynur og nær enn ekki nema 50% af því sem áður var. Í dag eru sumir á því að allt of mikið sé af þorski. Það megi sjá að síauknu sjálfráni, þorskurinn éti undan sjálfum sér , fiskurinn sé að léttast og kynþroska að seinka. Engar raddir heyrast um að hugsanlega sé búið að ganga svo hart að helsta fæðustofni þorsksins, að það hreinlega skorti „orku“, fæðu. Það er engin tilviljun að um 40% fæðu þorsks sé loðna. Þorskurinn étur ekki loðnu af því bara. Hún er lang næringarríkasta fæða sem hann nær í. Loðnan er af náttúrunni hönnuð sem ofurfæða fyrir þorskinn og stuðlar m.a. að heilbrigði hans. Vistfræðilega og þjóðhagslega, er fáránlegt að ganga jafn hart að loðnunni og gert hefur verið. Það finnast ekki nokkur rök til að haga loðnuveiðum með þeim hætti sem; Íslendingar, Norðmenn, Rússar og Kanadamenn hafa gert. Þessar þjóðir neyðast nú til að draga úr þeim eða hætta um einhvern tíma sökum ofveiði. Það er löngu tímabært að farið verði ofan í grundvöll veiðiráðgjar; frá a-ö. Engin ríkisstofnun er hafin yfir gagnrýni. Höfundur er útgerðartæknir.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar