Skoðun

Ráðning dómara undir hatti forsetaembættisins

Lárus Jón Guðmundsson skrifar

Það er ekki sérstaklega tekið fram í stjórnarskránni hver á að ráða dómara. Samkvæmt 20. grein er það „Forseti lýðveldisins [sem] veitir þau embætti, er lög mæla." Þarna vil ég skýrari ákvæði.

Dómarar verða að vera óháðir bæði löggjafarvaldi, sem setur lögin sem dæmt er eftir og framkvæmdavaldi sem etv. þarf að sæta dómum sér í óhag af ýmsum ástæðum.

Nú er starfrækt hæfisnefnd sem metur umsækjendur en dómarar eru svo skipaðir af ráðherra.

Ég vil að þetta ferli allt verði fært undir forsetaembættið, ekki þó þannig að forsetinn velji dómara heldur að hann annist hæfismatið og tryggi að það sé valinn hæfasti umsækjandinn og ennfremur að gætt sé jafns hlutfalls kynja.

Þetta yrði gagnsærra ferli, óháð flokkadráttum og mun hefja þessi embætti til meiri vegar.

Dómarar ættu ekki að vera æviráðnir, mest ættu þeir að sitja í 16 ár, sem hæfilegur tími til að dómahefð myndist um leið og endurnýjun í stéttinni er tryggð.






Skoðun

Sjá meira


×