Stjórnarská fyrir fólkið. Jónas Pétur Hreinsson skrifar 22. nóvember 2010 13:24 Núna undanfarið hef ég lagt við hlustir eftir skoðunum fólks og annara frambjóðenda til stjórnlagaþings. Það sem ég hef orðið var við er að mörgum er mjög í mun að herða allar reglur til að stýra löggjafanum, dóms- og framkvæmdavaldinu og setja hörð viðurlög við brotum á þeim greinum stjórnarskrárinnar sem að þeim lúta. Þetta vilja menn gera með stjórnarskránni okkar. Mín skoðun er sú að ekki eigi að byggja þjóðfélagið á stjórnarskrá sem er einhver refsivöndur. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef af því verður. Ætlum við að byggja hér þjóðfélag sem er réttlátt og fyrir okkur borgarana eða ætlum við með stjórnarskránni að byggja upp eitthvert þjóðfélag refsigleði. Það er í eðli löggjafans, dóms- og framkvæmdavaldsins að að setja reglur sem herða að rétti þegnanna. Nú eru þær reglur myndaðar af óljósri skilgreiningu á réttundum okkar borgaranna. Allt er það gert til að vernda borgarana frá því að stíga út fyrir þær línur sem þeir sömu hafa sett um hvað er rétt og ásættanleg hegðun. Stjórnarskráin í núverandi mynd er barn síns tíma og var það jafnvel þá, að mínu mati, þegar hún var samþykkt með breytingum frá þeirri sem okkur var gefin 1874. Það liðu ekki nema 5 ár frá samþykkt hennar þar til stjórnarskrá þýska lýðveldisins var samþykkt. Í henni er skilgreint á nýjan hátt hvað er mikilvægast hverju lýðveldi, mannleg reisn, friðhelgi hennar og frelsi borgaranna. Núna býðst hins vegar tækifæri til að við borgararnir sem þessi þríeind valdsins á í raun að þjóna endurskrifum reglurnar. Með stjórnlagaþingi opnast nú sá möguleiki að skrifa stjórnarskrá sem tryggir okkur borgurunum þann rétt og þau ítök sem við eigum í raun að hafa á eðli þessarar þríeindar. Stjórnarskráin er það plagg sem best skilgreinir okkur sem þjóð. Stjórnarskráin á því að vera okkar borgarana því hverjir aðrir eru landið og þjóðin ef ekki við borgararnir? Það þarf að styrkja rétt okkar til að koma að ákvörðunartöku mikilvægra mála sem varða hag þjóðarinnar. Jafnvel á þann hátt að við þegnar landsins geti neytt ráðamenn til að hlíta úrskurði þjóðarinnar. Þegar mál eru lögð í þjóðaratkvæði þá verði úrskurður þjóðarinnar endanlegur en ekki til viðmiðunar. Mín helstu áherslumál eru eftirfarandi:1: Mannleg reisn og friðhelgi hennar. Fyrir alla sama hvaða þjóðfélagshópi þeir kunna að tilheyra. 2: Ítarlegri málskotsréttur þjóðarinnar, þjóðaratkvæðagreiðslur. 3: Persónukjör til Alþingis. 4: Aðskilnaður ríkis og kirkju. 5: Að auðlindir Íslands verði eign þjóðarinnar sem ekki verði hægt að framselja. 6: Embættismenn verði valdir til 4. ára í senn og geti þeir ekki setið sem embættismenn fyrir þjóðina lengur en 12 ár samfleytt. 7: Seta þingmanna verði ekki háð tímamörkum ef þeir eru kjörnir í persónukjöri en það myndi vera brot á lýðræðislegum rétti að setja einhver tímamörk þar á. Ef hins vegar verður kosið eftir flokkum eins og fyrirkomulagið er núna þá myndi ég vilja hámarka setu þingmanna við 8 ár. Þingmenn eða embættismenn geta ekki setið meira en 12 ár samfleytt.Stjórnarskrá á ekki að vera of flókin. Hún á ekki að vera nýtt til að stýra þjóðfélagsgerð. Þjóðfélagið er breytilegt og breytist með tímanum. Góð og vel ígrunduð stjórnaskrá getur staðist tímans tönn og mögulegar breytingar á þjóðfélaginu. Hér skiptir einfaldleikinn meira máli heldur en að nota stjórnarskrána til að byggja upp einhverja félagslega lagskiptingu sem úreldist með tímanum.Hefjum stjórnarskána okkar á "Ísland er lýðveldi. Allir borgarar lýðveldisins Ísland eiga rétt á mannlegri reisn og er hún friðhelg." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Núna undanfarið hef ég lagt við hlustir eftir skoðunum fólks og annara frambjóðenda til stjórnlagaþings. Það sem ég hef orðið var við er að mörgum er mjög í mun að herða allar reglur til að stýra löggjafanum, dóms- og framkvæmdavaldinu og setja hörð viðurlög við brotum á þeim greinum stjórnarskrárinnar sem að þeim lúta. Þetta vilja menn gera með stjórnarskránni okkar. Mín skoðun er sú að ekki eigi að byggja þjóðfélagið á stjórnarskrá sem er einhver refsivöndur. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef af því verður. Ætlum við að byggja hér þjóðfélag sem er réttlátt og fyrir okkur borgarana eða ætlum við með stjórnarskránni að byggja upp eitthvert þjóðfélag refsigleði. Það er í eðli löggjafans, dóms- og framkvæmdavaldsins að að setja reglur sem herða að rétti þegnanna. Nú eru þær reglur myndaðar af óljósri skilgreiningu á réttundum okkar borgaranna. Allt er það gert til að vernda borgarana frá því að stíga út fyrir þær línur sem þeir sömu hafa sett um hvað er rétt og ásættanleg hegðun. Stjórnarskráin í núverandi mynd er barn síns tíma og var það jafnvel þá, að mínu mati, þegar hún var samþykkt með breytingum frá þeirri sem okkur var gefin 1874. Það liðu ekki nema 5 ár frá samþykkt hennar þar til stjórnarskrá þýska lýðveldisins var samþykkt. Í henni er skilgreint á nýjan hátt hvað er mikilvægast hverju lýðveldi, mannleg reisn, friðhelgi hennar og frelsi borgaranna. Núna býðst hins vegar tækifæri til að við borgararnir sem þessi þríeind valdsins á í raun að þjóna endurskrifum reglurnar. Með stjórnlagaþingi opnast nú sá möguleiki að skrifa stjórnarskrá sem tryggir okkur borgurunum þann rétt og þau ítök sem við eigum í raun að hafa á eðli þessarar þríeindar. Stjórnarskráin er það plagg sem best skilgreinir okkur sem þjóð. Stjórnarskráin á því að vera okkar borgarana því hverjir aðrir eru landið og þjóðin ef ekki við borgararnir? Það þarf að styrkja rétt okkar til að koma að ákvörðunartöku mikilvægra mála sem varða hag þjóðarinnar. Jafnvel á þann hátt að við þegnar landsins geti neytt ráðamenn til að hlíta úrskurði þjóðarinnar. Þegar mál eru lögð í þjóðaratkvæði þá verði úrskurður þjóðarinnar endanlegur en ekki til viðmiðunar. Mín helstu áherslumál eru eftirfarandi:1: Mannleg reisn og friðhelgi hennar. Fyrir alla sama hvaða þjóðfélagshópi þeir kunna að tilheyra. 2: Ítarlegri málskotsréttur þjóðarinnar, þjóðaratkvæðagreiðslur. 3: Persónukjör til Alþingis. 4: Aðskilnaður ríkis og kirkju. 5: Að auðlindir Íslands verði eign þjóðarinnar sem ekki verði hægt að framselja. 6: Embættismenn verði valdir til 4. ára í senn og geti þeir ekki setið sem embættismenn fyrir þjóðina lengur en 12 ár samfleytt. 7: Seta þingmanna verði ekki háð tímamörkum ef þeir eru kjörnir í persónukjöri en það myndi vera brot á lýðræðislegum rétti að setja einhver tímamörk þar á. Ef hins vegar verður kosið eftir flokkum eins og fyrirkomulagið er núna þá myndi ég vilja hámarka setu þingmanna við 8 ár. Þingmenn eða embættismenn geta ekki setið meira en 12 ár samfleytt.Stjórnarskrá á ekki að vera of flókin. Hún á ekki að vera nýtt til að stýra þjóðfélagsgerð. Þjóðfélagið er breytilegt og breytist með tímanum. Góð og vel ígrunduð stjórnaskrá getur staðist tímans tönn og mögulegar breytingar á þjóðfélaginu. Hér skiptir einfaldleikinn meira máli heldur en að nota stjórnarskrána til að byggja upp einhverja félagslega lagskiptingu sem úreldist með tímanum.Hefjum stjórnarskána okkar á "Ísland er lýðveldi. Allir borgarar lýðveldisins Ísland eiga rétt á mannlegri reisn og er hún friðhelg."
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar