Er Viðskiptaráð meðvirkt? Gísli Hjálmtýsson skrifar 22. nóvember 2010 09:05 Peningamálafundur Viðskiptaráðs sem haldinn var á dögunum var athyglisverður. Þar hélt Seðlabankastjóri hróðugur tölu um árangur í efnahagsmálum, s.s. styrkingu krónunnar, vaxandi efnahagsstöðugleika og lækkandi verðbólgu. Hann sagði jafnframt að unnið væri hörðum höndum að afnámi gjaldeyrishaftanna, þótt raunar væri engra breytinga að vænta fyrr en í mars á næsta ári hið fyrsta og hann teldi ljóst að framlengja þyrfti lög um gjaldeyrishöft, sem renna út síðsumars. Skrítið hvernig hægt er að túlka þetta sem skipulegt afnám gjaldeyrishafta. Í framhaldinu tók við pallborð stórsérfræðinga sem ræddu afnám gjaldeyrishaftanna og fram komu efasemdir um að af því gæti orðið í bráð. Þeir slógu fram fullyrðingum á borð við að afnám hafta yrði ekki fyrr en nokkru eftir að stjórnmálakreppunni lyki, að afnámið yrði ekki fyrr en eftir fimm til tíu ár þegar búið væri að byggja upp nægan gjaldeyrisforða, og að höftin yrðu svo lengi sem krónan væri við lýði og hyrfu ekki fyrr en við tækjum upp evruna. Enginn í salnum mótmælti þessu, jafnvel þótt öllum sé ljóst að langvarandi gjaldeyrishöft munu valda ómældu tjóni. Eftir fundinn sátu í huga mér tvær meginályktanir. Í fyrsta lagi að Seðlabankastjóri virðist lifa í sýndarveruleika sem ég þekki ekki sem raunveruleikann sem ég starfa í. Viðbrögðin við skilaboðum Seðlabankastjóra voru doði, jafnvel uppgjöf - meðvirkni vandræðaheimilis sem vill ekki tala hátt um hið augljósa. Í öðru lagi virtust fundarmenn sammála um að krónan væri dauð sem gjaldmiðill og gjaldeyrishöft yrðu hér til langs tíma, líklegast svo lengi sem við hefðum krónuna. Eina lausnin væri að taka upp evru. Flestum er ljóst að það verður ekki til lengri tíma nema með inngöngu í ESB. Því er rétt að spyrja: Ef einhugur ríkir meðal meðlima Viðskiptaráðs um að krónan sé ónýt, hvers vegna berst Viðskiptaráð ekki fyrir upptöku nýs gjaldmiðils? Ef einhugur ríkir um að eini raunverulegi kosturinn fyrir annan gjaldmiðil sé evran - hvers vegna beitir Viðskiptaráð sér þá ekki fyrir upptöku evrunnar? Þar sem flestum er ljóst að upptaka evrunnar til lengri tíma geti ekki orðið nema með inngöngu í Evrópusambandið, hvers vegna berst Viðskiptaráð ekki fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Peningamálafundur Viðskiptaráðs sem haldinn var á dögunum var athyglisverður. Þar hélt Seðlabankastjóri hróðugur tölu um árangur í efnahagsmálum, s.s. styrkingu krónunnar, vaxandi efnahagsstöðugleika og lækkandi verðbólgu. Hann sagði jafnframt að unnið væri hörðum höndum að afnámi gjaldeyrishaftanna, þótt raunar væri engra breytinga að vænta fyrr en í mars á næsta ári hið fyrsta og hann teldi ljóst að framlengja þyrfti lög um gjaldeyrishöft, sem renna út síðsumars. Skrítið hvernig hægt er að túlka þetta sem skipulegt afnám gjaldeyrishafta. Í framhaldinu tók við pallborð stórsérfræðinga sem ræddu afnám gjaldeyrishaftanna og fram komu efasemdir um að af því gæti orðið í bráð. Þeir slógu fram fullyrðingum á borð við að afnám hafta yrði ekki fyrr en nokkru eftir að stjórnmálakreppunni lyki, að afnámið yrði ekki fyrr en eftir fimm til tíu ár þegar búið væri að byggja upp nægan gjaldeyrisforða, og að höftin yrðu svo lengi sem krónan væri við lýði og hyrfu ekki fyrr en við tækjum upp evruna. Enginn í salnum mótmælti þessu, jafnvel þótt öllum sé ljóst að langvarandi gjaldeyrishöft munu valda ómældu tjóni. Eftir fundinn sátu í huga mér tvær meginályktanir. Í fyrsta lagi að Seðlabankastjóri virðist lifa í sýndarveruleika sem ég þekki ekki sem raunveruleikann sem ég starfa í. Viðbrögðin við skilaboðum Seðlabankastjóra voru doði, jafnvel uppgjöf - meðvirkni vandræðaheimilis sem vill ekki tala hátt um hið augljósa. Í öðru lagi virtust fundarmenn sammála um að krónan væri dauð sem gjaldmiðill og gjaldeyrishöft yrðu hér til langs tíma, líklegast svo lengi sem við hefðum krónuna. Eina lausnin væri að taka upp evru. Flestum er ljóst að það verður ekki til lengri tíma nema með inngöngu í ESB. Því er rétt að spyrja: Ef einhugur ríkir meðal meðlima Viðskiptaráðs um að krónan sé ónýt, hvers vegna berst Viðskiptaráð ekki fyrir upptöku nýs gjaldmiðils? Ef einhugur ríkir um að eini raunverulegi kosturinn fyrir annan gjaldmiðil sé evran - hvers vegna beitir Viðskiptaráð sér þá ekki fyrir upptöku evrunnar? Þar sem flestum er ljóst að upptaka evrunnar til lengri tíma geti ekki orðið nema með inngöngu í Evrópusambandið, hvers vegna berst Viðskiptaráð ekki fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið?
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun