Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. desember 2025 07:00 Haustið 2012 var haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi þar sem spurt var: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Tveir þriðju þeirra 48,4% kjósenda sem tóku þátt í þjóðaratkvæðinu svöruðu spurningunni játandi eða tæpur þriðjungur kosningabærra manna í landinu. Frumvarp að nýrri stjórnarskrá í stað lýðveldisstjórnarskrárinnar var í framhaldinu lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga. Með því var þjóðaratkvæðið uppfyllt samkvæmt orðanna hljóðan. Frumvarpið var samið á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs og það lagt fram. Þar með var það afgreitt. Alþingi átti síðan lokaorðið. Harðir stuðningsmenn þess að skipt verði um stjórnarskrá hafa iðulega haldið því fram að spurt hafi verið í þjóðaratkvæðinu hvort leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Ekki frumvarpi að nýrri stjórnarskrá eins og spurt var í raun. Nú síðast Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, á Vísi í gær. Vitanlega er þar grundvallarmunur á og fyrir vikið um ákveðna sögufölsun að ræða. Þess má geta að í kynningarbæklingi sem sendur var á hvert heimili í landinu fyrir þjóðaratkvæðið var útskýrt að samkvæmt stjórnskipun landsins ætti Alþingi síðasta orðið í þessum efnum og eins var það tekið fram með skýrum hætti á kjörseðlinum. Feneyjanefnd Evrópuráðsins, sem veitir álit á stjórnskipulegum málefnum, áréttaði að sama skapi í umfjöllun sinni um tillögur stjórnlagaráðs að Alþingi ætti lokaorðið. Þá var ráðinu aldrei veitt umboð til þess að semja nýja stjórnarskrá í stað stjórnarskrár lýðveldisins heldur einungis leggja fram tillögur að breytingum á henni. Frá þjóðaratkvæðinu hefur fimm sinnum verið kosið til Alþingis og hafa flokkar hlynntir því að skipta um stjórnarskrá hver á fætur öðrum dottið út af þingi. Eini flokkurinn sem lagt hefur áherzlu á málið sem er eftir er Samfylkingin en fyrir rúmum þremur árum lagði flokkurinn málið til hliðar og fór fylgi hans vaxandi í kjölfarið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Haustið 2012 var haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi þar sem spurt var: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Tveir þriðju þeirra 48,4% kjósenda sem tóku þátt í þjóðaratkvæðinu svöruðu spurningunni játandi eða tæpur þriðjungur kosningabærra manna í landinu. Frumvarp að nýrri stjórnarskrá í stað lýðveldisstjórnarskrárinnar var í framhaldinu lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga. Með því var þjóðaratkvæðið uppfyllt samkvæmt orðanna hljóðan. Frumvarpið var samið á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs og það lagt fram. Þar með var það afgreitt. Alþingi átti síðan lokaorðið. Harðir stuðningsmenn þess að skipt verði um stjórnarskrá hafa iðulega haldið því fram að spurt hafi verið í þjóðaratkvæðinu hvort leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Ekki frumvarpi að nýrri stjórnarskrá eins og spurt var í raun. Nú síðast Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, á Vísi í gær. Vitanlega er þar grundvallarmunur á og fyrir vikið um ákveðna sögufölsun að ræða. Þess má geta að í kynningarbæklingi sem sendur var á hvert heimili í landinu fyrir þjóðaratkvæðið var útskýrt að samkvæmt stjórnskipun landsins ætti Alþingi síðasta orðið í þessum efnum og eins var það tekið fram með skýrum hætti á kjörseðlinum. Feneyjanefnd Evrópuráðsins, sem veitir álit á stjórnskipulegum málefnum, áréttaði að sama skapi í umfjöllun sinni um tillögur stjórnlagaráðs að Alþingi ætti lokaorðið. Þá var ráðinu aldrei veitt umboð til þess að semja nýja stjórnarskrá í stað stjórnarskrár lýðveldisins heldur einungis leggja fram tillögur að breytingum á henni. Frá þjóðaratkvæðinu hefur fimm sinnum verið kosið til Alþingis og hafa flokkar hlynntir því að skipta um stjórnarskrá hver á fætur öðrum dottið út af þingi. Eini flokkurinn sem lagt hefur áherzlu á málið sem er eftir er Samfylkingin en fyrir rúmum þremur árum lagði flokkurinn málið til hliðar og fór fylgi hans vaxandi í kjölfarið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar