Fleiri fréttir

Verndum þau

Halldór Elías Guðmundsson skrifar

Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi heima, í skóla, leik og frístundastarfi. En því miður ekki öll. KFUM og KFUK á Íslandi er meðvitað um mikilvægi þess að öll þau sem starfa með börnum og unglingum séu meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð.

Fjölmiðlar eru afgangsstærð í kerfinu

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Hagsmunir dómstóla og fjölmiðla fara saman í þeim skilningi að það er mikilvægt að umfjöllun fjölmiðla um störf dómstóla sé vönduð þannig að traust almennings á dómstólum endurspegli þau vinnubrögð sem þar eru stunduð. Ef þau eru vönduð mun fjölmiðlaumfjöllun endurspegla það.

Komdu út að leika

Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Við fögnum Degi barnsins í fimmta sinn á morgun en samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í október árið 2007 er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Yfirskrift dagsins í ár er "Gleði og samvera“.

Að draga börn fyrir dómstóla

Baldur Kristjánsson og Teitur Atlason skrifar

Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, hvetur til umræðu um hælisleitendur í Fréttablaðinu nýverið. Telur hún umræður litlar og umbygging um málaflokkinn samkvæmt því lélegan. Hún spyr hvað við gerum ef holskeflu hælisleitenda ber á land hér líkt og gerst hefur hjá öðrum norrænum ríkjum.

Bankablús

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Viðbúið var að rekið yrði upp margraddað ramakvein þegar Landsbankinn tilkynnti um uppsagnir og lokun útibúa í hagræðingarskyni. Samtals fækkar bankinn starfsfólki um 50, sameinar deildir í höfuðstöðvunum og lokar átta útibúum, þar af sjö á landsbyggðinni.

Orð forsetans um "skrautdúkku“

Rósa Guðrún Erlingsdóttir skrifar

Ólafur Ragnar Grímsson steig fram á svið kosningabaráttunnar nýlega með orðræðu sem um margt minnir á vorið 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var í framboði til embættis forseta Íslands.

Lög góða fólksins

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Í kvöld ætlar kórinn minn, Heykvíslakór góða fólksins, að halda tónleika í heimahúsum þar sem athygli er vakin á jafn fúlum og ósexí hlutum og mannréttindabrotum. Kórinn hefur áður haldið tónleika við ýmis tækifæri. Við gólum fúlt á fyndna kalla, görgum margraddað inn í athugasemdakerfi fjölmiðla og samskiptasíðna með alls konar skoðanir á því sem fólk lætur þar frá sér, við leyfum okkur meira að segja að finnast ekki allir brandarar fyndnir. Okkur finnst við að sjálfsögðu hafa himin höndum tekið (af lífi) í kvöld að fá enn eitt tækifærið til að banna.

Á Heimaey betur heima í ríkissjóði?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Ný Heimaey í eigu Ísfélagsins kom fyrir skömmu til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Margir hrukku í kút þegar stjórnarformaðurinn sagði í viðtali að sá skuggi hvíldi yfir góðum degi að svo kynni að fara að selja yrði skipið ef áform ríkisstjórnarinnar um að bylta stjórnkerfi fiskveiða næðu fram. Fréttamenn spurðu hvort slík yfirlýsing væri ekki pólitísk hótun.

Norðurlönd á norðurskautssvæðinu

Norðurskautssvæðin hafa flust nær miðju heimsstjórnmálanna og munu fá aukið vægi í framtíðinni. Saman geta norrænu ríkin haft áhrif á þróun norðurskautssvæðisins og unnið á jákvæðan hátt í Norðurskautsráðinu. Við í Norðurlandaráði lýsum því eftir sameiginlegri norrænni stefnu sem getur verið undirstaða uppbyggilegrar norrænnar samvinnu.

"Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins“

Ólafur Baldursson og Kristján Erlendsson skrifar

Í aðsendri grein Sighvats Björgvinssonar þ. 21. maí 2012 greinir Sighvatur snöfurmannlega kjarnann frá tittlingaskít og aukaatriðum og dregur fram nokkrar spurningar sem hann telur að menn hafi látið hjá líða að ræða, þá sennilega vegna þess að menn treysti sér ekki í slíka umræðu.

Þrír menn og króna

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar

Árið 2006 tókum við hjónin lán fyrir íbúð. Við áttum von á okkar fyrsta barni og fannst ábyrgðarlaust að vera ekki búin að festa rætur í fasteign áður en barnið kæmi. Við tókum lán upp á 18 milljónir sem stæði í dag í tæpum 27 milljónum eftir afborganir. Ákvörðun okkar um að taka lán færði nýja barninu ekki öryggi og festu, heldur gerði foreldrana að áhættufjárfestum. Íbúðina seldum við svo fyrir um ári fyrir 23 milljónir. Ef lánið hefði verið tekið í evruríki væru eftirstöðvarnar hins vegar um 15 milljónir og við værum 11 milljónum ríkari.

1000 andlit MS - að lesa bók með lopavettlinga á höndum

Berglind Guðmundsdóttir skrifar

Hefur þú lesandi góður reynt að lesa/fletta dagblaðinu eða bók með lopavettlinga á höndum? Hvernig gengur að fletta? Lopavettlingar hafa ekkert með sjón og lestur að gera, en það þarf að fletta misþykkum blaðsíðum. Þessi setning er sett fram til að lýsa því hvernig er að vera með dofnar hendur. Dofi er eitt af fjölmörgum einkennum MS-sjúkdómsins.

Fiskveiðistjórnunin. Allan sannleikann, takk!

Hörður Bergmann skrifar

Ógnandi mynd er nú þrengt inn í þjóðarsálina með auglýsingum og fyrirsögnum í fjölmiðlum um frumvörp um fiskveiðistjórnun og veiðigjald. Hamrað er á því að verið sé að gera árás á undirstöðuatvinnuveg og landsbyggðina; gera meirihluta útgerðarfyrirtækja gjaldþrota með hóflausum álögum og skattheimtu. Annað kemur í ljós ef að er gáð.

Friðun í herkví sveitarfélaga og bænda

Herdís Þorvaldsdóttir skrifar

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, segir í fréttaskýringu (Friðlýsing náttúrusvæða) Fréttablaðsins þann 29. desember sl. að náttúruverndaráætlun Alþingis sé nokkurs konar óskalisti þingsins um svæði sem það vill sjá friðlýst en séu strand, og ekki hafi tekist að hreyfa við. Oft er það vegna andstöðu viðkomandi sveitarfélags eða landeigenda. Sú staða geti komið upp að einn landeigandi af mörgum sé andsnúinn friðun og þá sé málið komið í hnút. Þannig hefur oft nauðsynleg verndun landsvæða, jafnvel á landi ríkisins, og hagsmunir heildarinnar orðið að víkja fyrir eiginhagsmunum búfjárbænda sem nýta landið án nokkurrar ábyrgðar.

Um vald forsetans

Finnur Torfi Stefánsson skrifar

Margt bendir til að vandi okkar Íslendinga um þessar mundir sé ekki síður menningarlegur en fjárhagslegur. Til þess benda m.a. umræður manna um völd forseta Íslands. Allt frá lýðveldisstofnun hafa forsetar hagað sér eins og þeir væru með öllu valdalausir, ef frá eru tekin áhrif þeirra við myndun ríkisstjórna. Nú á síðustu árum virðist forsetinn allt í einu kominn með vald til þess að neita að undirrita lagafrumvörp að vild sinni auk þess sem ýmsir virðast telja hann hafa enn víðtækari völd. Þetta hefur gerst án þess að stjórnarskrá sé breytt með löglegum hætti og án þess að dómstólar dæmi þar um. Lýðskrum og skapandi lagatúlkun er látið duga.

Gulrætur og villandi samanburður

Sandra Best skrifar

Fréttablaðið birti þann 8. maí sl. grein um framleiðslu ísraelska fyrirtækisins Protalix Biotherapeutics á lyfi úr erfðabreyttum plöntufrumum. Því miður veita staðhæfingar í greininni ranga mynd af framleiðsluaðferð Protalix og gefa til kynna að íslenska fyrirtækið Orf Líftækni framleiði erfðabreytt lyfjaprótein með sömu aðferðum og Protalix. Í greininni segir að Protalix sé "fyrst í heiminum til að koma á markað lyfi sem framleitt er í erfðabreyttum plöntum“ og í fyrirsögn segir að "lyfið er framleitt í gulrótum. Orf Líftækni beitir svipaðri tækni til framleiðslu á líftæknipróteinum í byggi.“ Hvorug þessara staðhæfinga er rétt.

Ekki var Huang gerður strámaður

Einar Benediktsson skrifar

Í blaðaviðtali í ágúst í fyrra kynnti Hjörleifur Sveinbjörnsson, yfirþýðandi í Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytins, áform Huangs Nubo, fyrrum náms- og herbergisfélaga síns í Kína:

Þegar tunnurnar þagna

Birgir Örn Guðjónsson skrifar

Ég er þreyttur á að vera reiður. En samt var eigninni minni stolið ásamt öllu mínu sparifé og án alvöru lausna horfi ég fram á gjaldþrot fjölskyldunnar, þrátt fyrir að ég sé í fastri vinnu og hafi borgað alla mína reikninga. Þetta er ekki sanngjörn staða og reiði er fullkomlega eðlileg og réttmæt. Þess vegna er svo freistandi að halda í hana. En hversu lengi? Mér finnst reiðin og biturleikinn í samfélaginu fara vaxandi.

Svar við bréfi Sighvats

Jóhannes Gunnarsson skrifar

Í stuttri grein Sighvats Björgvinssonar í Fréttablaðinu 24. maí sl. þar sem hann þakkar fyrir svar mitt við grein hans í sama blaði mánudaginn 21. maí ber hann enn fram nokkrar spurningar sem sjálfsagt er að svara.

Í leit að glötuðum tíma

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Í kvikmyndunum sér maður einstaklinga stundum spýta út úr sér kaffi eða öðrum drykk þegar viðkomandi les eða heyrir einhver tíðindi sem setja veröld hans á hvolf. Ég held að þetta gerist ekki í alvörunni, í það minnsta hef ég aldrei séð neinn bregðast svona við. Hins vegar komst ég glettilega nærri því að gera þetta nýlega þegar ég las áhugaverða grein í spjaldtölvunni heima með kaffibolla í hönd. Í greininni var leitast við að svara þeirri spurningu af hverju tíminn virðist líða hraðar eftir því sem fólk eldist.

Útlendingar og Íslendingar

Magnús Halldórsson skrifar

Stjórnarfar í Kína er ömurlegt. Sérstaklega læt ég ógeðslega ritskoðunartilburði fara í taugarnar á mér. Kínverska ríkið semur fyrirsagnirnar, bannar tilteknar skoðanir og raunar alveg ótrúlega margt fleira. T.d. leikjatölvur, internetnotkun, barneignir, og ýmsa hegðun sem mér finnst sjálfsögð. Þetta finnst mér ömurlegt. Viðurstyggilegt raunar.

Raunhæfa planið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Þegar gjaldeyrishöft voru sett á í kjölfar hrunsins töldu flestir þau tímabundna ráðstöfun til nokkurra vikna eða mánaða, til að koma í veg fyrir að krónueignir erlendra aðila streymdu út úr landinu og orsökuðu enn meira hrun krónunnar en orðið var.

Umsókn um málfrelsi

Pawel Bartoszek skrifar

Fyrir seinustu alþingiskosningar bauð RÚV framboðunum að fá ókeypis kynningartíma í sjónvarpi. Sum, til dæmis Borgarahreyfingin, vildu taka boðinu en þar sem rótgrónu flokkarnir höfðu ekki áhuga var hætt við allt. Ný framboð fengu því ekki að kynna sig í sjónvarpi því það hentaði ekki þeim sem fyrir voru.

Þú ert stunginn, það er vont og þú færð engan pening

Þórður Kristjánsson skrifar

Á hverjum degi láta um 70 manneskjur það yfir sig ganga að víkja í eina klukkustund frá daglegu amstri til þess að láta stinga sig í handlegginn bláókunnugu fólki til hagsbóta. Í staðinn fá þau ekki neitt nema kaffibolla, kökusneið og plástur á bágtið frá hlýlegum hjúkrunarfræðingi. Þetta fólk er blóðgjafar.

Eru Íslendingar vel menntuð þjóð?

Því er iðulega slegið fram sem sönnu að þrátt fyrir bágan efnahag og erfitt ástand hafi Ísland fulla burði til þess að rétta úr kútnum á skömmum tíma og reisa hér endurbætt og öflugra samfélag. Í þessari algengu orðræðu er því haldið fram að Íslendingar séu umfram allt svo vel menntuð þjóð. Slíkar fullyrðingar eru sérstaklega algengar í stjórnmálum.

Óskabarn stjórnvalda: þögull forseti

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar

Það þótti ekki tiltökumál þegar að Viðskiptaráð hreykti sér af því fyrir hrun að stjórnvöld hefðu innleitt 90% af tilmælum ráðsins, til löggjafarvaldsins, í lög. Stærstu fyrirtækin í landinu, eignarhaldsfélög og auðmenn fara með völdin í Viðskiptaráði og ætla má að hagsmunir Viðskiptaráðs séu hagsmunir auðræðisins. Það þykir ekkert tiltökumál að prófkjörslagur þingmanna og kosningaslagur stjórnmálaflokka sé kostaður af sérhagsmunaaðilum. Ég hef kosið að kalla þetta mútur en aðrir kjósa að draga hulu þöggunar yfir þessi tengsl löggjafarþings og viðskiptalífs.

Takk, Jóhannes

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Ég þakka Jóhannesi Gunnarssyni lækni kærlega fyrir svar hans við grein minni um Landspítalann/háskólasjúkrahús, en svar Jóhannesar birtist í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Í grein sinni svarar Jóhannes ekki mörgum spurninga minna – og þó. Sum svör má lesa á milli lína. Ég tel því rétt að orða málin með enn einfaldari hætti:

Er allur þjófnaður í matvöruverslunum tilkynntur til lögreglu?

Stefán Hrafn Jónsson skrifar

Undanfarin ár hefur talsmaður matvöruverslunar mætt reglulega á útvarpsstöðina Bylgjuna og fjallað um vandamál sem verslun á Íslandi hefur þurft að glíma við; þjófnað í verslunum. Svo virðist sem töluvert sé um að fólk komi í verslanir og borgi ekki fyrir þær vörur sem það tekur með sér heim. Hins vegar er afar óljóst hvert markmið þessarar árlegu umræðu er.

Stjórnmálasamtökum er gert mishátt undir höfði

María Grétarsdóttir og Rakel Sigurgeirsdóttir skrifar

Mikilvægt er í samfélagsumræðunni að sanngirni sé gætt í samanburði á sýnileika stjórnmálasamtaka og rýnt sé í ástæður þess að sum eru sýnilegri en önnur. Margar ástæður geta legið að baki, svo sem eignarhald og tenging ákveðinna fjölmiðla við stjórnmálasamtök sem og mismikil fjárráð stjórnmálasamtaka. Hér er ætlunin að rýna í þá fjárhagslegu mismunun sem stjórnmálasamtök búa við og þó sér í lagi þá áskorun sem það er nýjum framboðum að keppa við eldri framboð í sínum fyrstu kosningum.

Spurningar áréttaðar

Þórólfur Matthíasson skrifar

Í grein hér í blaðinu þann 3ja maí síðastliðinn spurði ég forystu Bændasamtaka Íslands, að gefnu tilefni, nokkurra spurninga. Nú eru liðnar þrjár vikur frá birtingu greinarinnar og í millitíðinni hefur málgagn Bændasamtakanna, Bændablaðið, komið út.

Kynheilbrigðismál – ekki er ráð nema í tíma sé tekið!

Sigurlaug Hauksdóttir skrifar

Gagnleg umræða um kynheilbrigðismál hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu. Rætt hefur verið um ávísanir ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga á hormónagetnaðarvarnir fyrir ungt fólk, ódýrari smokka og unglingamóttökur.

Nokkur orð um Vaðlaheiðargöng

Björgvin Sighvatsson skrifar

Töluverðar deilur hafa átt sér stað undanfarin misseri varðandi fyrirhugaða framkvæmd Vaðlaheiðarganga og sýnist sitt hverjum. Helstu forsendur fyrir framkvæmdinni eru að göngin muni alfarið standa undir sér með notendagjöldum og lán sem ríkissjóður veiti í verkefnið nú áætlað 8.700 milljarðar króna fáist að fullu greitt til baka.

Er þjóðin bótaskyld vegna gjafakvótans?

Gísli Tryggvason og Lýður Árnason skrifar

Núverandi kvótahafar hafa ítrekað smjattað á málsókn gegn ríkinu verði kvótinn innkallaður og honum úthlutað á ný með jafnræði og atvinnufrelsi allra að leiðarljósi. Þrátt fyrir að hafa einokað auðlindina og arðrænt sem hefur sýnt sig í glórulausri yfirveðsetningu, skuldasöfnun og afskriftum, kennitöluflakki og sýndargjörningum telja kvótahafar veiðiréttinn sína eign og bótaskylda sé hún af þeim tekin.

Boðið upp í dansinn

Sverrir Hermannsson skrifar

Úr þessum penna hefir margsinnis dropið, að sagnfræðingar framtíðar muni dæma harðast allra stjórnmálamanna þá, sem ríktu í aðdraganda og í hruninu sjálfu, þá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson; þeim næst ötulustu undirmenn þeirra og leiguliða, sem þeir mötuðu aðallega með þjóðareigninni, fiskinum í hafinu.

Sagan af brúnu tunnunni

Michele Rebora skrifar

Ég myndi helst vilja eignast hænur til að breyta matarafgöngunum mínum í egg, en get það ekki. Ég bý þó svo vel að eiga garð þar sem ég get haft moltugerðarkassa og búið til jarðvegsbæti sem ég nota síðan sjálfur í garðinn minn.

Við biðjum Skálholti griða

Hjalti Hugason og Sigrún Óskarsdóttir skrifar

Sagan segir að Gissur Ísleifsson hafi um aldamótin 1100 gefið Skálholtsland með því skilyrði að þar væri biskupsstóll meðan kristni væri játuð í landinu. Sú skipan hélst allt til Hruns 18. aldar en þá var biskupsstóllinn fluttur til Reykjavíkur. Biskupinn sjálfur keypti Skálholt á brunaútsölu. Þar með voru skilmálar Gissurar rofnir. Í byrjun sjöunda áratugar liðinnar aldar gaf þjóðin þjóðkirkjunni staðinn.

Sameinum Neytendastofu og talsmann neytenda

Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Í byrjun árs 2010 boðaði forsætisráðherra að raunhæft væri að fækka 200 stofnunum ríkisins um 30% til 40% á tveimur til þremur árum, sem þýðir fækkun um 60 til 80 stofnanir. Það er ekki tilefni þessarar greinar að meta hvort þessi fyrirætlan hafi gengið eftir, heldur að leggja til einfaldari stjórnsýslu og skarpari áherslur í opinberu neytendastarfi. Með því að sameina embætti talsmanns neytenda og Neytendastofu í eina stofnun, Umboðsmann neytenda, myndi opinbert neytendastarf eflast og styrkjast um leið og starf nýju stofnunarinnar yrði markvissara.

Á nútíminn erindi á Bessastaði?

Salka Margrét Sigurðardóttir skrifar

Frá unga aldri hef ég litið á forsetaembættið sem formlegt embætti, þar sem einungis fína fólkið sæti í síðkjólum og jakkafötum. Ég hugsaði að mér yrði aldrei hleypt inn á Bessastaði. Ég myndi líklegast fella postulínvasann á antíkhillunni um koll og ef mér yrði boðið til borðs myndi ég vafalaust hella dropum af rauðvínssósunni á fína kjólinn sem ég hefði keypt fyrir heimsóknina.

Hin "sterka vísindahyggja“

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skrifaði athyglisverða grein hér í blaðið í síðustu viku, í framhaldi af málþingi umhverfisráðuneytisins um erfðabreyttar lífverur um miðjan mánuðinn. Á málþinginu kom fram það samdóma álit færustu vísindamanna hér á landi á sviði erfðatækni, að lítil hætta stafaði af ræktun erfðabreyttra lífvera. Það eru ekki ný tíðindi; mikill meirihluti sérfræðinga hefur til dæmis haft sömu afstöðu til útiræktunar á erfðabreyttu byggi, sem talsvert hefur verið deilt um.

Kynfæri keisarans

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Ég elska mat,“ sagði tónlistarmaðurinn Bryan Ferry er ég tók við hann viðtal í tilefni tónleika hans í Hörpunni sem fram fara um helgina. "Ég sæki mikið veitingastaði. Ég kann nefnilega ekki að elda.“ Ég spurði hann hvort hann hygðist þá ekki smakka hið íslenska lostæti hvalkjöt meðan á dvöl hans hér á landi stæði. Hann þagnaði. Augnaráðið flökti. Ég vissi hvað hann hugsaði: "Er þetta gildra?“ Mögulegar fyrirsagnir gulu pressunnar leiftruðu í augunum á honum: Ferry borðar Keikó. Poppari slátrar vitringi hafsins. Bryan blóðþyrsti.

Ferðamenn + viðhald ferðastaða = gistináttaskattur?

Kolbrún Irma Hreiðarsdóttir skrifar

Skattlagningarform ferðamannaskatts er ekki í samræmi við markmið samhangandi laga þó að hugmyndin sé góð. Brýnt er að laga skattaformið með tilliti til að skilgreining á hugtakinu ferðamenn verði í samræmi við ferðamannastaði, ekki gistinætur.

Ég hafði val

Íris Ásta Pétursdóttir Viborg skrifar

Í nokkur ár hef ég heyrt málefnaleg rök um þróun handboltans sem og innihaldslausar umræður um að efstu liðin séu að eyðileggja kvennahandboltann á Íslandi. Eftir að pistillinn "Hver er þróun kvennahandboltans?" birtist á visir.is, get ég ekki annað en sýnt fólki aðra hlið á þessu máli.

Sjá næstu 50 greinar