Þú ert stunginn, það er vont og þú færð engan pening Þórður Kristjánsson skrifar 24. maí 2012 06:00 Á hverjum degi láta um 70 manneskjur það yfir sig ganga að víkja í eina klukkustund frá daglegu amstri til þess að láta stinga sig í handlegginn bláókunnugu fólki til hagsbóta. Í staðinn fá þau ekki neitt nema kaffibolla, kökusneið og plástur á bágtið frá hlýlegum hjúkrunarfræðingi. Þetta fólk er blóðgjafar. Blóð er bráðnauðsynlegt í nútímalæknisfræði. Úr því eru unnir blóðhlutar sem gefnir eru sjúkum og slösuðum, allt frá fyrirburum upp í elstu borgara. Blóð og blóðhlutar eru afar sérstök lækningartæki að því leyti að ekkert getur komið í þeirra stað. Hvorki getum við sótt efni í náttúruna til að leysa þau af hólmi né framleitt í verksmiðjum lyf sem komið geta í stað þeirra. Við getum klofið sameindir, klónað kindur og grætt í menn líffæri sem vaxið hafa á tilraunastofum en við getum ekki búið til blóð í tilraunaglasi. Þess vegna eru blóðgjafar afar mikilvægt fólk. Við Íslendingar erum svo heppnir að búa við heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða og við höfum rekið blóðbanka í nærri 60 ár. Allan þann tíma hefur verið stefnt að því að eiga alltaf til nægar birgðir blóðs til að sinna þörfum heilbrigðiskerfisins og skjólstæðinga þess. Aldrei hefur komið til þess að birgðir bankans hafi þrotið og heilsu fólks þar með verið stefnt í hættu. Það er að þakka blóðgjafahópnum og vilja blóðgjafanna til þess að bregðast fljótt við þegar til þeirra er leitað. Langflestir Íslendingar eiga sér einhvern nákominn sem lent hefur á sjúkrahúsi vegna slyss eða sjúkdóms og hefur þar þurft á blóðgjöf að halda. Blóðgjöfin er þá oft forsenda bata eða flýtir honum verulega svo útskrift getur orðið fyrr en ella. Því miður leiða of fáir hugann að því hvaðan þetta blóð er komið. Að sjálfsögðu eru menn þakklátir fyrir að blóðið var til staðar og ástvinur náði bata. Hins vegar er það ekki tilviljun að blóðhlutar voru til reiðu þegar á þurfti að halda, þeir voru til komnir vegna þess að einhverjir höfðu lagt leið sína í Blóðbankann og gefið blóð. Til þess að geta verið viss um að alltaf sé til nægilegt blóð fyrir ástvini okkar og okkur sjálf, verðum við að skoða hug okkar um það hvort við ætlum að eftirláta öðrum að sjá til þess eða hvort við ætlum sjálf að gefa öðrum til handa. Það geta ekki allir gerst blóðgjafar, sumir vegna lyfjatöku eða annarra heilsufarástæðna, aðrir vegna aldurs eða líkamsburða. Hins vegar getum við langflest, bæði konur og karlar, gefið blóð. Blóðgjöf er ekki sársaukalaus – það þykir engum gott að láta stinga sig. Hins vegar er sá verkur smávægilegur í samanburði við þær þjáningar sem blóðhlutarnir geta linað. Það fylgir því líka ákveðin vellíðan að gefa blóð. Fullvissan um það að maður geri öðrum gott til er góð tilfinning. Auk þess hefur blóðgjöf í för með sér ákveðið reglubundið eftirlit með heilsu blóðgjafans. Ég hvet alla til þess að skoða það hvort þeir geti gerst blóðgjafar. Látum ekki tilviljun ráða því hvort blóð er til staðar þegar á þarf að halda. Látum ekki sinnuleysi ráða afstöðu okkar til þess hvort við gefum blóð eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverjum degi láta um 70 manneskjur það yfir sig ganga að víkja í eina klukkustund frá daglegu amstri til þess að láta stinga sig í handlegginn bláókunnugu fólki til hagsbóta. Í staðinn fá þau ekki neitt nema kaffibolla, kökusneið og plástur á bágtið frá hlýlegum hjúkrunarfræðingi. Þetta fólk er blóðgjafar. Blóð er bráðnauðsynlegt í nútímalæknisfræði. Úr því eru unnir blóðhlutar sem gefnir eru sjúkum og slösuðum, allt frá fyrirburum upp í elstu borgara. Blóð og blóðhlutar eru afar sérstök lækningartæki að því leyti að ekkert getur komið í þeirra stað. Hvorki getum við sótt efni í náttúruna til að leysa þau af hólmi né framleitt í verksmiðjum lyf sem komið geta í stað þeirra. Við getum klofið sameindir, klónað kindur og grætt í menn líffæri sem vaxið hafa á tilraunastofum en við getum ekki búið til blóð í tilraunaglasi. Þess vegna eru blóðgjafar afar mikilvægt fólk. Við Íslendingar erum svo heppnir að búa við heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða og við höfum rekið blóðbanka í nærri 60 ár. Allan þann tíma hefur verið stefnt að því að eiga alltaf til nægar birgðir blóðs til að sinna þörfum heilbrigðiskerfisins og skjólstæðinga þess. Aldrei hefur komið til þess að birgðir bankans hafi þrotið og heilsu fólks þar með verið stefnt í hættu. Það er að þakka blóðgjafahópnum og vilja blóðgjafanna til þess að bregðast fljótt við þegar til þeirra er leitað. Langflestir Íslendingar eiga sér einhvern nákominn sem lent hefur á sjúkrahúsi vegna slyss eða sjúkdóms og hefur þar þurft á blóðgjöf að halda. Blóðgjöfin er þá oft forsenda bata eða flýtir honum verulega svo útskrift getur orðið fyrr en ella. Því miður leiða of fáir hugann að því hvaðan þetta blóð er komið. Að sjálfsögðu eru menn þakklátir fyrir að blóðið var til staðar og ástvinur náði bata. Hins vegar er það ekki tilviljun að blóðhlutar voru til reiðu þegar á þurfti að halda, þeir voru til komnir vegna þess að einhverjir höfðu lagt leið sína í Blóðbankann og gefið blóð. Til þess að geta verið viss um að alltaf sé til nægilegt blóð fyrir ástvini okkar og okkur sjálf, verðum við að skoða hug okkar um það hvort við ætlum að eftirláta öðrum að sjá til þess eða hvort við ætlum sjálf að gefa öðrum til handa. Það geta ekki allir gerst blóðgjafar, sumir vegna lyfjatöku eða annarra heilsufarástæðna, aðrir vegna aldurs eða líkamsburða. Hins vegar getum við langflest, bæði konur og karlar, gefið blóð. Blóðgjöf er ekki sársaukalaus – það þykir engum gott að láta stinga sig. Hins vegar er sá verkur smávægilegur í samanburði við þær þjáningar sem blóðhlutarnir geta linað. Það fylgir því líka ákveðin vellíðan að gefa blóð. Fullvissan um það að maður geri öðrum gott til er góð tilfinning. Auk þess hefur blóðgjöf í för með sér ákveðið reglubundið eftirlit með heilsu blóðgjafans. Ég hvet alla til þess að skoða það hvort þeir geti gerst blóðgjafar. Látum ekki tilviljun ráða því hvort blóð er til staðar þegar á þarf að halda. Látum ekki sinnuleysi ráða afstöðu okkar til þess hvort við gefum blóð eða ekki.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun