Kynheilbrigðismál – ekki er ráð nema í tíma sé tekið! Sigurlaug Hauksdóttir skrifar 24. maí 2012 06:00 Gagnleg umræða um kynheilbrigðismál hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu. Rætt hefur verið um ávísanir ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga á hormónagetnaðarvarnir fyrir ungt fólk, ódýrari smokka og unglingamóttökur.Hver er staða mála? Viljum við að unga fólkið upplifi kynlíf sitt á sem jákvæðastan og heilbrigðastan hátt? Þegar við berum okkur saman við Norðurlöndin eru Íslendingar með flestar barneignir í hópnum 15–19 ára. Árið 2008 voru það um 14 stúlkur 15–19 ára sem eignuðust börn á hverjar 1.000 konur á meðan þær voru sex í Svíþjóð og Danmörku. Árið 2008 notuðum við næst mest af neyðargetnaðarvörnum á Norðurlöndunum en minnst af hormónagetnaðarvörnum og smokkum. Við erum með hæstu tíðni klamydíu og kynfæravörtusýkinga, en klamydía er algengust í aldurshópnum 15 – 25 ára. Finnst okkur þetta ásættanlegt eða viljum við sporna við og bæta um betur?Skiptir aðgengi máli? Bættu eða skertu aðgengi hefur löngun verið beitt af hinu opinbera til að efla heilbrigði. Frumvarp ráðherra sem heimilar hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að skrifa lyfseðla fyrir hormónagetnaðarvarnir handa ungu fólki er dæmi um bætt aðgengi. Þessar stéttir eru í miklum tengslum við ungt fólk í skólum og á heilsugæslustöðvum og sinna nú þegar ýmsum þáttum kynheilbrigðis þess, t.d. með fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir og kynsjúkdóma. Það hlýtur því að vera fengur í því að geta bætt þessum þáttum við. Fordæmi er fyrir slíkri þjónustu í öðrum löndum, t.d. þeim sem við gjarnan berum okkur saman við. Árið 2002 var ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum í skólum og á heilsugæslustöðvum í Noregi veitt leyfi til að ávísa slíkum lyfseðlum til 16–19 ára ungmenna, en lyfin eru jafnframt verulega niðurgreidd þar í landi. Sex árum síðar höfðu um 56% ungs fólks nýtt sér þessa nýju þjónustu. Er nú lagt til að bjóða stúlkum á aldrinum 20 – 24 ára upp á sömu þjónustu. Rannsóknir þar í landi sýna að þær óska gjarnan eftir ráðgjöf þessara stétta þar sem þeim finnst aðgengið að þeim auðveldara en að heimilislækninum og þær gefa sér betri tíma. Í Svíþjóð hafa ljósmæður ávísað hormónagetnaðarvörnum frá árinu 2000 og það fyrir allar konur á barneignaaldri. Í Noregi er jafnframt lagt til að niðurgreiða eða gera getnaðarvarnir ókeypis fyrir konur upp að 25 ára aldri. Þegar varnir eru ódýrar eða ókeypis sem auðveldar konum val á getnaðarvörn, eru þær líklegri til að velja sér langtímavirkandi hormónagetnaðarvarnir og sýna meðferðarheldni. Slíkt eykur öryggi í kynlífi, dregur úr fóstureyðingum og ótímabærum þungunum sem getur t.d. gerst þegar fólk tekur pilluhlé og hún gleymist. Þessi þjónusta hefur einnig dregið úr félagslegum mun meðal kvenna á barneignaaldri. Til mikils er að efla kynheilbrigðisþjónustu fyrir ungt fólk. Um þúsundir ungmenna er að ræða, en þau eru rúmlega 4.000 í hverjum árgangi hér á landi. Eftir ítarlegt námskeið ættu umræddar stéttir að vera hæfar til verksins enda með langt heilbrigðisnám að baki. Því fleiri hæfar stéttir sem geta skrifað lyfseðla því auðveldara verður aðgengi ungs fólks að þjónustunni.Smokkar Hormónagetnaðarvarnir koma einungis í veg fyrir ótímabærar þunganir, því er nauðsynlegt að auðvelda samtímis aðgengið að smokkum. Ekki má gleyma því að hann er eina vörnin gegn bæði þungunum og kynsjúkdómum. Þetta er þáttur sem þarf ávallt að hafa í heiðri í ráðgjöfinni um getnaðarvarnir við unga fólkið. Best væri að smokkarnir yrðu ókeypis eða verulega niðurgreiddir, en tillaga ráðherra um að greiða mun lægri virðisaukaskatt af þeim er lítið en ákveðið skref í rétta átt. Til að taka aftur dæmi frá Noregi var árið 2009 tæpum þremur milljónum smokka dreift ókeypis þar í landi. Þá má einnig panta af netinu. Hér má því svo sannarlega bæta um betur.Unglingamóttaka? Rannsóknir sýna að ungu fólki hentar heilbrigðisþjónusta út frá eigin forsendum eins og mæðra- og ungbarnavernd er þjónusta fyrir ákveðna aldurshópa. Ungt fólk vill t.d. sjá alhliða þjónustu ólíkra fagstétta eins og lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga allt á einum stað. Þau vilja geta sótt þjónustuna eftir skóla, jafnvel nokkur saman í hóp, án þess að panta tíma eða eiga á hættu að hitta ættingja á staðnum. Í Gautaborg, þar sem búa um 500.000 manns, hefur verið ein unglingamóttaka miðsvæðis með fjölþátta þjónustu, en unglingamóttökur hafa verið starfræktar á Norðurlöndunum í áratugi með góðum árangri. Til mikils væri að efla kynheilbrigði fólks með því að koma einni slíkri á fót á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Öflug síma- og vefþjónusta myndi geta styrkt hana enn frekar og e.t.v. þjónustað landsbyggðina líka. Er ekki lag að bjóða ungu fólki upp á það sem best hefur gefist annars staðar og aðlaga það íslenskum aðstæðum? Ég held að allir vilji, ekki síst unga fólkið, að því farnist vel á öllum sviðum. Allt of lengi hefur kynheilbrigði ungs fólks gleymst í uppbyggilegri umræðu og framkvæmdum. Er ekki orðið tímabært að taka skref að auknu aðgengi og eflingu kynheilbrigðisþjónustu fyrir ungmenni okkar lands? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Gagnleg umræða um kynheilbrigðismál hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu. Rætt hefur verið um ávísanir ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga á hormónagetnaðarvarnir fyrir ungt fólk, ódýrari smokka og unglingamóttökur.Hver er staða mála? Viljum við að unga fólkið upplifi kynlíf sitt á sem jákvæðastan og heilbrigðastan hátt? Þegar við berum okkur saman við Norðurlöndin eru Íslendingar með flestar barneignir í hópnum 15–19 ára. Árið 2008 voru það um 14 stúlkur 15–19 ára sem eignuðust börn á hverjar 1.000 konur á meðan þær voru sex í Svíþjóð og Danmörku. Árið 2008 notuðum við næst mest af neyðargetnaðarvörnum á Norðurlöndunum en minnst af hormónagetnaðarvörnum og smokkum. Við erum með hæstu tíðni klamydíu og kynfæravörtusýkinga, en klamydía er algengust í aldurshópnum 15 – 25 ára. Finnst okkur þetta ásættanlegt eða viljum við sporna við og bæta um betur?Skiptir aðgengi máli? Bættu eða skertu aðgengi hefur löngun verið beitt af hinu opinbera til að efla heilbrigði. Frumvarp ráðherra sem heimilar hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að skrifa lyfseðla fyrir hormónagetnaðarvarnir handa ungu fólki er dæmi um bætt aðgengi. Þessar stéttir eru í miklum tengslum við ungt fólk í skólum og á heilsugæslustöðvum og sinna nú þegar ýmsum þáttum kynheilbrigðis þess, t.d. með fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir og kynsjúkdóma. Það hlýtur því að vera fengur í því að geta bætt þessum þáttum við. Fordæmi er fyrir slíkri þjónustu í öðrum löndum, t.d. þeim sem við gjarnan berum okkur saman við. Árið 2002 var ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum í skólum og á heilsugæslustöðvum í Noregi veitt leyfi til að ávísa slíkum lyfseðlum til 16–19 ára ungmenna, en lyfin eru jafnframt verulega niðurgreidd þar í landi. Sex árum síðar höfðu um 56% ungs fólks nýtt sér þessa nýju þjónustu. Er nú lagt til að bjóða stúlkum á aldrinum 20 – 24 ára upp á sömu þjónustu. Rannsóknir þar í landi sýna að þær óska gjarnan eftir ráðgjöf þessara stétta þar sem þeim finnst aðgengið að þeim auðveldara en að heimilislækninum og þær gefa sér betri tíma. Í Svíþjóð hafa ljósmæður ávísað hormónagetnaðarvörnum frá árinu 2000 og það fyrir allar konur á barneignaaldri. Í Noregi er jafnframt lagt til að niðurgreiða eða gera getnaðarvarnir ókeypis fyrir konur upp að 25 ára aldri. Þegar varnir eru ódýrar eða ókeypis sem auðveldar konum val á getnaðarvörn, eru þær líklegri til að velja sér langtímavirkandi hormónagetnaðarvarnir og sýna meðferðarheldni. Slíkt eykur öryggi í kynlífi, dregur úr fóstureyðingum og ótímabærum þungunum sem getur t.d. gerst þegar fólk tekur pilluhlé og hún gleymist. Þessi þjónusta hefur einnig dregið úr félagslegum mun meðal kvenna á barneignaaldri. Til mikils er að efla kynheilbrigðisþjónustu fyrir ungt fólk. Um þúsundir ungmenna er að ræða, en þau eru rúmlega 4.000 í hverjum árgangi hér á landi. Eftir ítarlegt námskeið ættu umræddar stéttir að vera hæfar til verksins enda með langt heilbrigðisnám að baki. Því fleiri hæfar stéttir sem geta skrifað lyfseðla því auðveldara verður aðgengi ungs fólks að þjónustunni.Smokkar Hormónagetnaðarvarnir koma einungis í veg fyrir ótímabærar þunganir, því er nauðsynlegt að auðvelda samtímis aðgengið að smokkum. Ekki má gleyma því að hann er eina vörnin gegn bæði þungunum og kynsjúkdómum. Þetta er þáttur sem þarf ávallt að hafa í heiðri í ráðgjöfinni um getnaðarvarnir við unga fólkið. Best væri að smokkarnir yrðu ókeypis eða verulega niðurgreiddir, en tillaga ráðherra um að greiða mun lægri virðisaukaskatt af þeim er lítið en ákveðið skref í rétta átt. Til að taka aftur dæmi frá Noregi var árið 2009 tæpum þremur milljónum smokka dreift ókeypis þar í landi. Þá má einnig panta af netinu. Hér má því svo sannarlega bæta um betur.Unglingamóttaka? Rannsóknir sýna að ungu fólki hentar heilbrigðisþjónusta út frá eigin forsendum eins og mæðra- og ungbarnavernd er þjónusta fyrir ákveðna aldurshópa. Ungt fólk vill t.d. sjá alhliða þjónustu ólíkra fagstétta eins og lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga allt á einum stað. Þau vilja geta sótt þjónustuna eftir skóla, jafnvel nokkur saman í hóp, án þess að panta tíma eða eiga á hættu að hitta ættingja á staðnum. Í Gautaborg, þar sem búa um 500.000 manns, hefur verið ein unglingamóttaka miðsvæðis með fjölþátta þjónustu, en unglingamóttökur hafa verið starfræktar á Norðurlöndunum í áratugi með góðum árangri. Til mikils væri að efla kynheilbrigði fólks með því að koma einni slíkri á fót á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Öflug síma- og vefþjónusta myndi geta styrkt hana enn frekar og e.t.v. þjónustað landsbyggðina líka. Er ekki lag að bjóða ungu fólki upp á það sem best hefur gefist annars staðar og aðlaga það íslenskum aðstæðum? Ég held að allir vilji, ekki síst unga fólkið, að því farnist vel á öllum sviðum. Allt of lengi hefur kynheilbrigði ungs fólks gleymst í uppbyggilegri umræðu og framkvæmdum. Er ekki orðið tímabært að taka skref að auknu aðgengi og eflingu kynheilbrigðisþjónustu fyrir ungmenni okkar lands?
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar