Svar við bréfi Sighvats Jóhannes Gunnarsson skrifar 25. maí 2012 06:00 Í stuttri grein Sighvats Björgvinssonar í Fréttablaðinu 24. maí sl. þar sem hann þakkar fyrir svar mitt við grein hans í sama blaði mánudaginn 21. maí ber hann enn fram nokkrar spurningar sem sjálfsagt er að svara. 1. Hefur verið vel og nákvæmlega skilgreint hvaða þjónustu á að veita, hvað til hennar þarf af húsnæði, sérmenntuðu starfsliði, tækjum og búnaði? Hvað kostar að kaupa og hvað kostar að reka? Hvar er þessar upplýsingar að finna? Svar: Já, að sjálfsögðu hefur verið gengið út frá skilgreindri þjónustu sem miðast í stórum dráttum við þá stöðu sem Landspítali hefur nú þegar sem sérhæft sjúkrahús fyrir allt landið og nærþjónusta fyrir höfuðborgarsvæðið auk þess að vera háskólasjúkrahús landsins. Umfangsmikil þarfagreiningarvinna fór fram í upphafi. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun legurúma frá því sem var þegar þessi vinna fór fram árið 2006 þrátt fyrir gríðarlega fjölgun í þeim aldurshópum sem mest þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda. Um allt þetta má lesa nánar í ítarlegum upplýsingum um verkefnið á vef þess, www.nyrlandspitali.is. 2. Landspítali er og hefur verið háskólasjúkrahús. Hártoganir um skilgreiningu á því breyta engu um bygginguna sem slíka. 3. Varðandi stefnumörkun um sjúkrahúsþjónustu á landsvísu verður að beina spurningum til yfirvalda heilbrigðismála en benda má á að þáttur minnstu landsbyggðarsjúkrahúsanna í bráðaþjónustu er ekki meiri en svo að hann er aðeins brot af því sem fylgir breyttri aldursdreifingu á næstu tveim áratugunum. 4. Að lokum verð ég að viðurkenna að ég hef ekki þekkingu til að tjá mig um hvort sjúkrahúsin sem Sighvatur telur upp henti vel sem hjúkrunarheimili aldraðra en mér sýnist flest hjúkrunarheimili stefna í þá átt að þar verði að mestu eða eingöngu boðið upp á einbýli og ýmsum sérþörfum sinnt sem ekki er gert ráð fyrir í þessum húsum. Enn og aftur vísast á velferðarráðuneytið. Sighvatur er velkominn hvenær sem er á fund okkar sem vinnum að undirbúningi nýs Landspítala og gjarnan að hann taki með sér þá sem áhuga hafa á að kynna sér málefnið nánar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir "Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins“ Í aðsendri grein Sighvats Björgvinssonar þ. 21. maí 2012 greinir Sighvatur snöfurmannlega kjarnann frá tittlingaskít og aukaatriðum og dregur fram nokkrar spurningar sem hann telur að menn hafi látið hjá líða að ræða, þá sennilega vegna þess að menn treysti sér ekki í slíka umræðu. 25. maí 2012 06:00 Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. 23. maí 2012 06:00 Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00 Takk, Jóhannes Ég þakka Jóhannesi Gunnarssyni lækni kærlega fyrir svar hans við grein minni um Landspítalann/háskólasjúkrahús, en svar Jóhannesar birtist í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Í grein sinni svarar Jóhannes ekki mörgum spurninga minna – og þó. Sum svör má lesa á milli lína. Ég tel því rétt að orða málin með enn einfaldari hætti: 24. maí 2012 06:00 Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í stuttri grein Sighvats Björgvinssonar í Fréttablaðinu 24. maí sl. þar sem hann þakkar fyrir svar mitt við grein hans í sama blaði mánudaginn 21. maí ber hann enn fram nokkrar spurningar sem sjálfsagt er að svara. 1. Hefur verið vel og nákvæmlega skilgreint hvaða þjónustu á að veita, hvað til hennar þarf af húsnæði, sérmenntuðu starfsliði, tækjum og búnaði? Hvað kostar að kaupa og hvað kostar að reka? Hvar er þessar upplýsingar að finna? Svar: Já, að sjálfsögðu hefur verið gengið út frá skilgreindri þjónustu sem miðast í stórum dráttum við þá stöðu sem Landspítali hefur nú þegar sem sérhæft sjúkrahús fyrir allt landið og nærþjónusta fyrir höfuðborgarsvæðið auk þess að vera háskólasjúkrahús landsins. Umfangsmikil þarfagreiningarvinna fór fram í upphafi. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun legurúma frá því sem var þegar þessi vinna fór fram árið 2006 þrátt fyrir gríðarlega fjölgun í þeim aldurshópum sem mest þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda. Um allt þetta má lesa nánar í ítarlegum upplýsingum um verkefnið á vef þess, www.nyrlandspitali.is. 2. Landspítali er og hefur verið háskólasjúkrahús. Hártoganir um skilgreiningu á því breyta engu um bygginguna sem slíka. 3. Varðandi stefnumörkun um sjúkrahúsþjónustu á landsvísu verður að beina spurningum til yfirvalda heilbrigðismála en benda má á að þáttur minnstu landsbyggðarsjúkrahúsanna í bráðaþjónustu er ekki meiri en svo að hann er aðeins brot af því sem fylgir breyttri aldursdreifingu á næstu tveim áratugunum. 4. Að lokum verð ég að viðurkenna að ég hef ekki þekkingu til að tjá mig um hvort sjúkrahúsin sem Sighvatur telur upp henti vel sem hjúkrunarheimili aldraðra en mér sýnist flest hjúkrunarheimili stefna í þá átt að þar verði að mestu eða eingöngu boðið upp á einbýli og ýmsum sérþörfum sinnt sem ekki er gert ráð fyrir í þessum húsum. Enn og aftur vísast á velferðarráðuneytið. Sighvatur er velkominn hvenær sem er á fund okkar sem vinnum að undirbúningi nýs Landspítala og gjarnan að hann taki með sér þá sem áhuga hafa á að kynna sér málefnið nánar.
"Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins“ Í aðsendri grein Sighvats Björgvinssonar þ. 21. maí 2012 greinir Sighvatur snöfurmannlega kjarnann frá tittlingaskít og aukaatriðum og dregur fram nokkrar spurningar sem hann telur að menn hafi látið hjá líða að ræða, þá sennilega vegna þess að menn treysti sér ekki í slíka umræðu. 25. maí 2012 06:00
Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. 23. maí 2012 06:00
Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00
Takk, Jóhannes Ég þakka Jóhannesi Gunnarssyni lækni kærlega fyrir svar hans við grein minni um Landspítalann/háskólasjúkrahús, en svar Jóhannesar birtist í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Í grein sinni svarar Jóhannes ekki mörgum spurninga minna – og þó. Sum svör má lesa á milli lína. Ég tel því rétt að orða málin með enn einfaldari hætti: 24. maí 2012 06:00
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun