Gulrætur og villandi samanburður Sandra Best skrifar 25. maí 2012 06:00 Fréttablaðið birti þann 8. maí sl. grein um framleiðslu ísraelska fyrirtækisins Protalix Biotherapeutics á lyfi úr erfðabreyttum plöntufrumum. Því miður veita staðhæfingar í greininni ranga mynd af framleiðsluaðferð Protalix og gefa til kynna að íslenska fyrirtækið Orf Líftækni framleiði erfðabreytt lyfjaprótein með sömu aðferðum og Protalix. Í greininni segir að Protalix sé „fyrst í heiminum til að koma á markað lyfi sem framleitt er í erfðabreyttum plöntum" og í fyrirsögn segir að „lyfið er framleitt í gulrótum. Orf Líftækni beitir svipaðri tækni til framleiðslu á líftæknipróteinum í byggi." Hvorug þessara staðhæfinga er rétt. Það er fátt líkt með því hvernig Protalix Biotherapeutics og Orf Líftækni framleiða erfðabreytt lyfjaprótein. Ísraelska fyrirtækið notar frumur sem eru teknar úr gulrótum, erfðabreytir þeim og ræktar þær síðan til framleiðslu á próteinum í sterkum plastsekkjum (polyethylene bioreactors) við öryggi hins lokaða, einangraða kerfis. Protalix hefur staðfest að „heilar plöntur eru ekki notaðar á neinu stigi framleiðslunnar". Orf framleiðir lyfjaprótein sín hins vegar í erfðabreyttum plöntum sem ræktaðar eru utandyra í Gunnarsholti og í hættulega óöruggum gróðurhúsum í Grindavík, á Kleppjárnsreykjum, í Barra á Héraði og á Reykjum í Ölfusi. Aðferðir Orf eru mjög áhættusamar fyrir vistkerfið og heilsufar – ólíkt aðferðum Protalix. Tilraunastofur (og önnur lokuð kerfi) eru öruggustu staðir til framleiðslu á lyfjapróteinum – þau má rækta í litlu eða miklu magni ýmist með notkun dýra- eða plöntufruma. Hvor aðferðin sem er notuð þá er meginatriðið að framleidd prótein séu einangruð og hreinsuð. Dýrafrumur eru ræktaðar í stórum tönkum sem kostnaðarsamt er að starfrækja og þurfa stöðuga næringu til að halda við frumuvextinum. Vinnsla á próteinum úr plöntufrumum getur notast við einfaldari tækni. Æ fleiri lyfjafyrirtæki á borð við Protalix nota plöntufrumur til ræktunar sakir meiri hagkvæmni. Ólíkt Protalix hefur Orf ákveðið að nota vistkerfið sem sína tilraunastofu vegna þess að það er ódýrara fyrir fyrirtækið að rækta próteinin í plöntum utandyra eða í gróðurhúsum, í stað þess að rækta þau í frumum í fyllilega lokuðum kerfum. Ef dulinn kostnaður við útiræktun Orf væri tekinn með væru próteinafurðir þess líkast til óseljanlegar. Tökum til dæmis tjón sem hún kann að valda á ímynd Íslands. Nánast allar greinar atvinnulífsins, þ.e. ferðaþjónusta, orkuframleiðsla, tónlist, tíska, landbúnaður, matreiðsla og matvælaiðnaður nota ímynd Íslands til kynningar á afurðum sínum. Og fáir nota ímynd hins hreina og óspillta Íslands í jafn ríkum mæli og Orf, ef marka má vefsíðu þeirra. Annar dulinn kostnaður, s.s. hugsanlegt tjón á vistkerfinu og áhætta fyrir heilsufar manna og dýra, er heldur ekki metinn við verðlagningu á próteinum Orf. Framleiðsla þess er í reynd niðurgreidd af samfélaginu. Framleiðsluaðferðin setur ágóða ofar öryggi, grefur undan trausti á vísindum og tækni og gefur komandi kynslóðum íslenskra vísindamanna slæmt fordæmi. Protalix notar erfðabreytt prótein til framleiðslu á lyfjum sem brýn þörf er fyrir, en Orf notar sín erfðabreyttu prótein að mestu leyti til snyrtivöruframleiðslu, sem ekki er jafn rík þörf fyrir. Lyf krefjast margra ára tilrauna (a.m.k. þriggja fasa) á mönnum. Ekki eru gerðar kröfur um klínískar prófanir með snyrtivörur á mönnum, líkast til vegna þess að þær hafa fram undir þetta verið taldar innihalda tiltölulega meinlaus efni. Nú er hins vegar farið að nota áhrifarík og óprófuð efni í snyrtivörur, svo sem erfðabreytt efni (til dæmis í vörum Sif Cosmetics, dótturfyrirtækis Orf) og nanóeindir. Þegar nanóeindir zínkoxíðs voru notaðar í sólarkrem setti ESB reglugerð til að tryggja að snyrtivörur með nanóeindum væru merktar. Nú vex þeirri kröfu fiskur um hrygg að snyrtivörur úr erfðabreyttum efnum verði einnig merktar. Það sem fréttnæmt er um Orf og Protalix er ekki það sem er líkt með þeim, heldur hver munurinn er á aðferðum þeirra. Orf hefur beitt erfðatækni með aðferðum sem ógna umhverfi og heilsufari til vöruframleiðslu sem hvorki krefst prófana né merkinga og þjónar takmarkaðri samfélagsþörf. Protalix hefur notað erfðatækni til framleiðslu á ítarlega prófuðum vörum sem brýn þörf er fyrir, og með ítrustu öryggiskröfur að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Lyf ræktað í gulrótum er komið í sölu Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur samþykkt markaðssetningu á fyrsta lyfinu sem búið er til í erfðabreyttum plöntum með sameindaræktun. Íslenska líftæknifyrirtækið ORF Líftækni notar sambærilega tækni við framleiðslu próteina í byggi. 8. maí 2012 04:00 Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti þann 8. maí sl. grein um framleiðslu ísraelska fyrirtækisins Protalix Biotherapeutics á lyfi úr erfðabreyttum plöntufrumum. Því miður veita staðhæfingar í greininni ranga mynd af framleiðsluaðferð Protalix og gefa til kynna að íslenska fyrirtækið Orf Líftækni framleiði erfðabreytt lyfjaprótein með sömu aðferðum og Protalix. Í greininni segir að Protalix sé „fyrst í heiminum til að koma á markað lyfi sem framleitt er í erfðabreyttum plöntum" og í fyrirsögn segir að „lyfið er framleitt í gulrótum. Orf Líftækni beitir svipaðri tækni til framleiðslu á líftæknipróteinum í byggi." Hvorug þessara staðhæfinga er rétt. Það er fátt líkt með því hvernig Protalix Biotherapeutics og Orf Líftækni framleiða erfðabreytt lyfjaprótein. Ísraelska fyrirtækið notar frumur sem eru teknar úr gulrótum, erfðabreytir þeim og ræktar þær síðan til framleiðslu á próteinum í sterkum plastsekkjum (polyethylene bioreactors) við öryggi hins lokaða, einangraða kerfis. Protalix hefur staðfest að „heilar plöntur eru ekki notaðar á neinu stigi framleiðslunnar". Orf framleiðir lyfjaprótein sín hins vegar í erfðabreyttum plöntum sem ræktaðar eru utandyra í Gunnarsholti og í hættulega óöruggum gróðurhúsum í Grindavík, á Kleppjárnsreykjum, í Barra á Héraði og á Reykjum í Ölfusi. Aðferðir Orf eru mjög áhættusamar fyrir vistkerfið og heilsufar – ólíkt aðferðum Protalix. Tilraunastofur (og önnur lokuð kerfi) eru öruggustu staðir til framleiðslu á lyfjapróteinum – þau má rækta í litlu eða miklu magni ýmist með notkun dýra- eða plöntufruma. Hvor aðferðin sem er notuð þá er meginatriðið að framleidd prótein séu einangruð og hreinsuð. Dýrafrumur eru ræktaðar í stórum tönkum sem kostnaðarsamt er að starfrækja og þurfa stöðuga næringu til að halda við frumuvextinum. Vinnsla á próteinum úr plöntufrumum getur notast við einfaldari tækni. Æ fleiri lyfjafyrirtæki á borð við Protalix nota plöntufrumur til ræktunar sakir meiri hagkvæmni. Ólíkt Protalix hefur Orf ákveðið að nota vistkerfið sem sína tilraunastofu vegna þess að það er ódýrara fyrir fyrirtækið að rækta próteinin í plöntum utandyra eða í gróðurhúsum, í stað þess að rækta þau í frumum í fyllilega lokuðum kerfum. Ef dulinn kostnaður við útiræktun Orf væri tekinn með væru próteinafurðir þess líkast til óseljanlegar. Tökum til dæmis tjón sem hún kann að valda á ímynd Íslands. Nánast allar greinar atvinnulífsins, þ.e. ferðaþjónusta, orkuframleiðsla, tónlist, tíska, landbúnaður, matreiðsla og matvælaiðnaður nota ímynd Íslands til kynningar á afurðum sínum. Og fáir nota ímynd hins hreina og óspillta Íslands í jafn ríkum mæli og Orf, ef marka má vefsíðu þeirra. Annar dulinn kostnaður, s.s. hugsanlegt tjón á vistkerfinu og áhætta fyrir heilsufar manna og dýra, er heldur ekki metinn við verðlagningu á próteinum Orf. Framleiðsla þess er í reynd niðurgreidd af samfélaginu. Framleiðsluaðferðin setur ágóða ofar öryggi, grefur undan trausti á vísindum og tækni og gefur komandi kynslóðum íslenskra vísindamanna slæmt fordæmi. Protalix notar erfðabreytt prótein til framleiðslu á lyfjum sem brýn þörf er fyrir, en Orf notar sín erfðabreyttu prótein að mestu leyti til snyrtivöruframleiðslu, sem ekki er jafn rík þörf fyrir. Lyf krefjast margra ára tilrauna (a.m.k. þriggja fasa) á mönnum. Ekki eru gerðar kröfur um klínískar prófanir með snyrtivörur á mönnum, líkast til vegna þess að þær hafa fram undir þetta verið taldar innihalda tiltölulega meinlaus efni. Nú er hins vegar farið að nota áhrifarík og óprófuð efni í snyrtivörur, svo sem erfðabreytt efni (til dæmis í vörum Sif Cosmetics, dótturfyrirtækis Orf) og nanóeindir. Þegar nanóeindir zínkoxíðs voru notaðar í sólarkrem setti ESB reglugerð til að tryggja að snyrtivörur með nanóeindum væru merktar. Nú vex þeirri kröfu fiskur um hrygg að snyrtivörur úr erfðabreyttum efnum verði einnig merktar. Það sem fréttnæmt er um Orf og Protalix er ekki það sem er líkt með þeim, heldur hver munurinn er á aðferðum þeirra. Orf hefur beitt erfðatækni með aðferðum sem ógna umhverfi og heilsufari til vöruframleiðslu sem hvorki krefst prófana né merkinga og þjónar takmarkaðri samfélagsþörf. Protalix hefur notað erfðatækni til framleiðslu á ítarlega prófuðum vörum sem brýn þörf er fyrir, og með ítrustu öryggiskröfur að leiðarljósi.
Lyf ræktað í gulrótum er komið í sölu Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur samþykkt markaðssetningu á fyrsta lyfinu sem búið er til í erfðabreyttum plöntum með sameindaræktun. Íslenska líftæknifyrirtækið ORF Líftækni notar sambærilega tækni við framleiðslu próteina í byggi. 8. maí 2012 04:00
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar