Þrír menn og króna Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar 25. maí 2012 06:00 Árið 2006 tókum við hjónin lán fyrir íbúð. Við áttum von á okkar fyrsta barni og fannst ábyrgðarlaust að vera ekki búin að festa rætur í fasteign áður en barnið kæmi. Við tókum lán upp á 18 milljónir sem stæði í dag í tæpum 27 milljónum eftir afborganir. Ákvörðun okkar um að taka lán færði nýja barninu ekki öryggi og festu, heldur gerði foreldrana að áhættufjárfestum. Íbúðina seldum við svo fyrir um ári fyrir 23 milljónir. Ef lánið hefði verið tekið í evruríki væru eftirstöðvarnar hins vegar um 15 milljónir og við værum 11 milljónum ríkari. Eftir þessa reynslu er gremjulegt að fylgjast með stjórnmálamönnum tala um krónuna eins og hún sé bara unglingur í uppreisn. Þar eru fyrirferðamestir formennirnir Steingrímur J., Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð, sem telja að vandi krónunnar sé sú uppeldisstefna sem hefur verið notuð hingað til, en ekki sú staðreynd að myntin okkar er sú eina í öndunarvél í allri Evrópu. Krónan í höndum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur þó aldrei verið fyrirmyndarbarn og féll gagnvart dönsku vinkonu sinni um 99,5% frá því þær skildu. Steingrímur J. hefur haft þrjú ár til að reyna að hemja krónuna en ekki tekist en þrátt fyrir allt blasir sú staðreynd við að lífvænleiki krónunnar er ekkert betri í dag en hann var í upphafi kjörtímabilsins. Formennirnir þrír láta þó hvorki þessar né aðrar sögulegar staðreyndir trufla sannfæringu sína fyrir því að þrátt fyrir allt séu þeir og auðvitað bara þeir, hver um sig, sá pabbi sem getur skikkað krónubarnið til hlýðni. Með fullri virðingu fyrir drengslegu sjálfstrausti þá geta stjórnmálamenn ekki lengur eytt tíma í að blaðra um óraunhæfar lausnir. Við áhættufjárfestar heimilanna höfum einfaldlega ekki efni á því. Ein raunhæf leið til framtíðar, sem margar þjóðir hafa valið, er að taka upp evru með aðild að ESB. Í vikunni opnaði vefurinn lan.jaisland.is þar sem allir geta gert samanburð á húsnæðisláninu sínu á milli kjara á Íslandi og á evrusvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Árið 2006 tókum við hjónin lán fyrir íbúð. Við áttum von á okkar fyrsta barni og fannst ábyrgðarlaust að vera ekki búin að festa rætur í fasteign áður en barnið kæmi. Við tókum lán upp á 18 milljónir sem stæði í dag í tæpum 27 milljónum eftir afborganir. Ákvörðun okkar um að taka lán færði nýja barninu ekki öryggi og festu, heldur gerði foreldrana að áhættufjárfestum. Íbúðina seldum við svo fyrir um ári fyrir 23 milljónir. Ef lánið hefði verið tekið í evruríki væru eftirstöðvarnar hins vegar um 15 milljónir og við værum 11 milljónum ríkari. Eftir þessa reynslu er gremjulegt að fylgjast með stjórnmálamönnum tala um krónuna eins og hún sé bara unglingur í uppreisn. Þar eru fyrirferðamestir formennirnir Steingrímur J., Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð, sem telja að vandi krónunnar sé sú uppeldisstefna sem hefur verið notuð hingað til, en ekki sú staðreynd að myntin okkar er sú eina í öndunarvél í allri Evrópu. Krónan í höndum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur þó aldrei verið fyrirmyndarbarn og féll gagnvart dönsku vinkonu sinni um 99,5% frá því þær skildu. Steingrímur J. hefur haft þrjú ár til að reyna að hemja krónuna en ekki tekist en þrátt fyrir allt blasir sú staðreynd við að lífvænleiki krónunnar er ekkert betri í dag en hann var í upphafi kjörtímabilsins. Formennirnir þrír láta þó hvorki þessar né aðrar sögulegar staðreyndir trufla sannfæringu sína fyrir því að þrátt fyrir allt séu þeir og auðvitað bara þeir, hver um sig, sá pabbi sem getur skikkað krónubarnið til hlýðni. Með fullri virðingu fyrir drengslegu sjálfstrausti þá geta stjórnmálamenn ekki lengur eytt tíma í að blaðra um óraunhæfar lausnir. Við áhættufjárfestar heimilanna höfum einfaldlega ekki efni á því. Ein raunhæf leið til framtíðar, sem margar þjóðir hafa valið, er að taka upp evru með aðild að ESB. Í vikunni opnaði vefurinn lan.jaisland.is þar sem allir geta gert samanburð á húsnæðisláninu sínu á milli kjara á Íslandi og á evrusvæðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar