Friðun í herkví sveitarfélaga og bænda Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 25. maí 2012 06:00 Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, segir í fréttaskýringu (Friðlýsing náttúrusvæða) Fréttablaðsins þann 29. desember sl. að náttúruverndaráætlun Alþingis sé nokkurs konar óskalisti þingsins um svæði sem það vill sjá friðlýst en séu strand, og ekki hafi tekist að hreyfa við. Oft er það vegna andstöðu viðkomandi sveitarfélags eða landeigenda. Sú staða geti komið upp að einn landeigandi af mörgum sé andsnúinn friðun og þá sé málið komið í hnút. Þannig hefur oft nauðsynleg verndun landsvæða, jafnvel á landi ríkisins, og hagsmunir heildarinnar orðið að víkja fyrir eiginhagsmunum búfjárbænda sem nýta landið án nokkurrar ábyrgðar. Svandís segir að lagalegt umhverfi þessara mála sé í skoðun og horft sé til þess hve veik náttúruverndaráætlunin sé í raun og veru. Þau séu kannski með 12-14 svæði áætluð til friðunar en tekst ekki að klára nema 4. Vegna alþjóðlegra skuldbindinga Íslands um náttúruvernd finnur nefndin sem vann að hvítbókinni engin önnur ráð en að unnið verði að því að mynda net verndarsvæða á landinu. Það ætti að tryggja vernd landslags og gróðurs. Þetta er algerlega vonlaus hugmynd. Engin friðun á pappírum Alþingis hefur minnstu áhrif á yfir milljón sauðfjár sem ráfar stjórnlaust um landið. Það yrði að girða af öll verndarsvæðin og okkur fyrir utan um leið. Vonandi yrði þó hægt að finna hlið á stöku stað en hjálpi þeim sem gleymdu að loka á eftir sér, bitvargurinn væri ekki lengi að rústa svæðinu… Kílómetrinn af girðingu kostar í dag um 1,5 milljónir. Erum við tilbúin að borga fyrir þúsundir kílómetra af gaddavír sem nú þegar er allt of mikið af, bara til þess að sauðfé bænda geti gengið laust og klárað restina af náttúrulega gróðrinum fyrir utan friðunarsvæðin? Erum við í álögum vanans? Svona rányrkjumiðaldabúskapur eins og er stundaður hér, þekkist ekki lengur hjá siðmenntuðum þjóðum. Við erum öðrum þjóðum til athlægis og furðu að láta óþarfa fjölda af skepnum éta undan okkur landið. Það eina sem þarf að gera til að bjarga þeim töturlega náttúrugróðri sem eftir er, og fjáraustrinum úr ríkissjóði í þessa tímaskekkju, er að setja lög sem banna lausagöngu búfjár. Bændur beri ábyrgð á sínu búfé og hafi það á afgirtum heimalöndum eða beitarhólfum. Þá þyrfti engar aðrar girðingar og landið færi, alsælt, að græða sárin sín og gaddavírsfárið að víkja. Látið í ykkur heyra. Viljið þið halda áfram að borga fyrir stöðugar landskemmdir? Eða viljið þið krefjast þess af löggjafarvaldinu að það sjái til þess að við búum í landinu án þess að valda því stöðugum skaða? Svo miklum skaða að Landgræðsla ríkisins hefur varla undan að bæta hann. Er þetta ekki það sem kallað er Bakkabræðravinna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, segir í fréttaskýringu (Friðlýsing náttúrusvæða) Fréttablaðsins þann 29. desember sl. að náttúruverndaráætlun Alþingis sé nokkurs konar óskalisti þingsins um svæði sem það vill sjá friðlýst en séu strand, og ekki hafi tekist að hreyfa við. Oft er það vegna andstöðu viðkomandi sveitarfélags eða landeigenda. Sú staða geti komið upp að einn landeigandi af mörgum sé andsnúinn friðun og þá sé málið komið í hnút. Þannig hefur oft nauðsynleg verndun landsvæða, jafnvel á landi ríkisins, og hagsmunir heildarinnar orðið að víkja fyrir eiginhagsmunum búfjárbænda sem nýta landið án nokkurrar ábyrgðar. Svandís segir að lagalegt umhverfi þessara mála sé í skoðun og horft sé til þess hve veik náttúruverndaráætlunin sé í raun og veru. Þau séu kannski með 12-14 svæði áætluð til friðunar en tekst ekki að klára nema 4. Vegna alþjóðlegra skuldbindinga Íslands um náttúruvernd finnur nefndin sem vann að hvítbókinni engin önnur ráð en að unnið verði að því að mynda net verndarsvæða á landinu. Það ætti að tryggja vernd landslags og gróðurs. Þetta er algerlega vonlaus hugmynd. Engin friðun á pappírum Alþingis hefur minnstu áhrif á yfir milljón sauðfjár sem ráfar stjórnlaust um landið. Það yrði að girða af öll verndarsvæðin og okkur fyrir utan um leið. Vonandi yrði þó hægt að finna hlið á stöku stað en hjálpi þeim sem gleymdu að loka á eftir sér, bitvargurinn væri ekki lengi að rústa svæðinu… Kílómetrinn af girðingu kostar í dag um 1,5 milljónir. Erum við tilbúin að borga fyrir þúsundir kílómetra af gaddavír sem nú þegar er allt of mikið af, bara til þess að sauðfé bænda geti gengið laust og klárað restina af náttúrulega gróðrinum fyrir utan friðunarsvæðin? Erum við í álögum vanans? Svona rányrkjumiðaldabúskapur eins og er stundaður hér, þekkist ekki lengur hjá siðmenntuðum þjóðum. Við erum öðrum þjóðum til athlægis og furðu að láta óþarfa fjölda af skepnum éta undan okkur landið. Það eina sem þarf að gera til að bjarga þeim töturlega náttúrugróðri sem eftir er, og fjáraustrinum úr ríkissjóði í þessa tímaskekkju, er að setja lög sem banna lausagöngu búfjár. Bændur beri ábyrgð á sínu búfé og hafi það á afgirtum heimalöndum eða beitarhólfum. Þá þyrfti engar aðrar girðingar og landið færi, alsælt, að græða sárin sín og gaddavírsfárið að víkja. Látið í ykkur heyra. Viljið þið halda áfram að borga fyrir stöðugar landskemmdir? Eða viljið þið krefjast þess af löggjafarvaldinu að það sjái til þess að við búum í landinu án þess að valda því stöðugum skaða? Svo miklum skaða að Landgræðsla ríkisins hefur varla undan að bæta hann. Er þetta ekki það sem kallað er Bakkabræðravinna?
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar