Ferðamenn + viðhald ferðastaða = gistináttaskattur? Kolbrún Irma Hreiðarsdóttir skrifar 24. maí 2012 06:00 Skattlagningarform ferðamannaskatts er ekki í samræmi við markmið samhangandi laga þó að hugmyndin sé góð. Brýnt er að laga skattaformið með tilliti til að skilgreining á hugtakinu ferðamenn verði í samræmi við ferðamannastaði, ekki gistinætur. Lög um gistináttaskatt tóku gildi 1. janúar 2012. Markmið laganna er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða sem og að tryggja öryggi ferðamanna. Form skattsins er 100 kr. af hverri gistináttaeiningu, skilgreint sem húsrými eða svæði leigt í allt að einn sólarhring. Tilgangur laganna er að viðhalda þeim ferðamannastöðum sem eru undir miklu álagi tíðrar aðsóknar ferðamanna. Núgildandi skattaform var byggt á þeim grundvelli að þeir njóti sem greiði. Óljós tenging er á milli þess og gistináttaskattsins. Með hliðsjón af markmiðum og tilgangi laganna ætti að endurbæta lög um gistináttaskatt og taka mið af mengunarbótareglunni. Hér verður farið í að rökstyðja ástæður þess.Mengunarbótareglan Í meginatriðum er reglan fólgin í að leggja kostnað á mengunarvald sem nýttur væri til úrbóta á umhverfismengun, auk þess að gera mengunarvald ábyrgan og meðvitaðan um ábyrgð sína. Í samhengi við gistináttaskatt væri hægt að líta á ferðamenn, komna til að skoða og virða fyrir sér fjölsótta ferðamannastaði, sem mengunarvalda. Ábyrgðin felst þá í að ferðamenn greiði fyrir komu sína á slíka staði á einhvern tiltekinn hátt. Mikilvægt er að horfa til framtíðar við stórvægilegar ákvarðanir og hafa þær í anda sjálfbærrar þróunar. Svo það vefjist ekki fyrir neinum þá er skilgreiningin á hugtakinu sjálfbær þróun, eins og hún kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna Okkar sameiginlega framtíð (e. Our Common Future), þróun sem uppfyllir þarfir nútímans án þess að fórna getu komandi kynslóða til að uppfylla sínar eigin þarfir. Sjálfbær þróun hefur þrjár víddir sem háðar eru hver annarri; umhverfisleg, félagsleg og efnahagsleg. Mengunarbótaregluna er hægt að tengja við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar með því að skilgreina víddirnar þrjár. Umhverfislega víddin felur í sér að viðhalda náttúrunni fyrir komandi kynslóðir, félagslega víddin er að núlifandi og komandi kynslóðir eigi möguleika á að upplifa sömu náttúru og til að loka hringrásinni er efnahagslega víddin sú að mengunarbótareglan sjái til þess að hagrænum aðgerðum er beitt til viðhalds á náttúrunni. Ef þetta er sett í samhengi ferðamannastaða þá munu þeir sem njóta náttúrunnar borga fyrir það og sú fjárhæð notuð til viðhalds og verndunar ferðamannastaða sem gerir öðrum ferðamönnum kleift að njóta sömu náttúrufegurðar í framtíðinni.Úrræði Eftir mikla umhugsun er dregin sú ályktun að nefndin sem vann að myndun umhverfisgjalda tengdra ferðaþjónustu hafi valið öruggustu og auðveldustu leiðina til að ná fram ábyrgð mengunarvalda, í þessu samhengi kostnaði sem leggst á ferðamenn sem heimsækja fjölsótta ferðamannastaði. Með núgildandi lögum þurfa allir þeir sem nýta sér gistiþjónustu á Íslandi að greiða gistináttaskatt þó svo að einstaklingarnir eigi enga viðkomu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Augljóst er að sú leið er ekki sanngjörn með tilliti til þeirra sem ekki eiga í hlut. Taka ætti tillit til reglugerðar sem lögð var fram af norska umhverfisráðuneytinu við gjaldtöku á fjölsóttum ferðamannastöðum, þjóðgörðum og friðlýstum svæðum á Íslandi. Reglugerð 79/2001, 78.gr. fjallar um umhverfisgjald sem lagt er á gesti Svalbarða og eru söluaðilar ferðalaga til Svalbarða rukkaðir um 150 NOK fyrir hvern seldan farmiða. Hugmynd að endurbót gistináttaskattsins er að skattur verði lagður á áætlunarferðir sem fara á slíka fjölsótta ferðamannastaði, einnig bátsferðir og áþekkar ferðir. Að allar ferðaskrifstofur sem skipuleggja ferðir, útlendar sem innlendar, hafi hliðsjón af skattinum þegar á við. Eini ókosturinn við þessa hugmynd er að verið er að vanrækja þá ferðamenn sem ferðast á einka- eða bílaleigubílum. Vitað er að leigjendur bílaleigubíla borga ákveðið umhverfisgjald. Hægt væri að ráðstafa þeim gjöldum betur og einnig leggja skattinn á sérútbúna bíla, til aksturs á t.d. fjallvegum, sem eru í einkaeigu. Jafnframt væri hægt að halda í sama formsatriði núverandi laga, með smá hliðrun, og leggja gjald á þá ferðamenn sem nýta sér gistiþjónustu á ferðamannastöðum. Þannig er skýrlega gerður munur á þeim sem gera sér ferðir til að skoða fjölsótta ferðamannastaði og eru því fræðilega séð mengunarvaldar þeirra áfangastaða. Ég hef lagt mitt af mörkum til að stuðla að framgangi endurbóta laga um gistináttaskatt, að mínu mati ætti útkoma jöfnunar að vera ferðamannaskattur á fjölsótta staði. Ég skora á alþingismenn að ganga enn lengra í málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Skattlagningarform ferðamannaskatts er ekki í samræmi við markmið samhangandi laga þó að hugmyndin sé góð. Brýnt er að laga skattaformið með tilliti til að skilgreining á hugtakinu ferðamenn verði í samræmi við ferðamannastaði, ekki gistinætur. Lög um gistináttaskatt tóku gildi 1. janúar 2012. Markmið laganna er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða sem og að tryggja öryggi ferðamanna. Form skattsins er 100 kr. af hverri gistináttaeiningu, skilgreint sem húsrými eða svæði leigt í allt að einn sólarhring. Tilgangur laganna er að viðhalda þeim ferðamannastöðum sem eru undir miklu álagi tíðrar aðsóknar ferðamanna. Núgildandi skattaform var byggt á þeim grundvelli að þeir njóti sem greiði. Óljós tenging er á milli þess og gistináttaskattsins. Með hliðsjón af markmiðum og tilgangi laganna ætti að endurbæta lög um gistináttaskatt og taka mið af mengunarbótareglunni. Hér verður farið í að rökstyðja ástæður þess.Mengunarbótareglan Í meginatriðum er reglan fólgin í að leggja kostnað á mengunarvald sem nýttur væri til úrbóta á umhverfismengun, auk þess að gera mengunarvald ábyrgan og meðvitaðan um ábyrgð sína. Í samhengi við gistináttaskatt væri hægt að líta á ferðamenn, komna til að skoða og virða fyrir sér fjölsótta ferðamannastaði, sem mengunarvalda. Ábyrgðin felst þá í að ferðamenn greiði fyrir komu sína á slíka staði á einhvern tiltekinn hátt. Mikilvægt er að horfa til framtíðar við stórvægilegar ákvarðanir og hafa þær í anda sjálfbærrar þróunar. Svo það vefjist ekki fyrir neinum þá er skilgreiningin á hugtakinu sjálfbær þróun, eins og hún kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna Okkar sameiginlega framtíð (e. Our Common Future), þróun sem uppfyllir þarfir nútímans án þess að fórna getu komandi kynslóða til að uppfylla sínar eigin þarfir. Sjálfbær þróun hefur þrjár víddir sem háðar eru hver annarri; umhverfisleg, félagsleg og efnahagsleg. Mengunarbótaregluna er hægt að tengja við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar með því að skilgreina víddirnar þrjár. Umhverfislega víddin felur í sér að viðhalda náttúrunni fyrir komandi kynslóðir, félagslega víddin er að núlifandi og komandi kynslóðir eigi möguleika á að upplifa sömu náttúru og til að loka hringrásinni er efnahagslega víddin sú að mengunarbótareglan sjái til þess að hagrænum aðgerðum er beitt til viðhalds á náttúrunni. Ef þetta er sett í samhengi ferðamannastaða þá munu þeir sem njóta náttúrunnar borga fyrir það og sú fjárhæð notuð til viðhalds og verndunar ferðamannastaða sem gerir öðrum ferðamönnum kleift að njóta sömu náttúrufegurðar í framtíðinni.Úrræði Eftir mikla umhugsun er dregin sú ályktun að nefndin sem vann að myndun umhverfisgjalda tengdra ferðaþjónustu hafi valið öruggustu og auðveldustu leiðina til að ná fram ábyrgð mengunarvalda, í þessu samhengi kostnaði sem leggst á ferðamenn sem heimsækja fjölsótta ferðamannastaði. Með núgildandi lögum þurfa allir þeir sem nýta sér gistiþjónustu á Íslandi að greiða gistináttaskatt þó svo að einstaklingarnir eigi enga viðkomu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Augljóst er að sú leið er ekki sanngjörn með tilliti til þeirra sem ekki eiga í hlut. Taka ætti tillit til reglugerðar sem lögð var fram af norska umhverfisráðuneytinu við gjaldtöku á fjölsóttum ferðamannastöðum, þjóðgörðum og friðlýstum svæðum á Íslandi. Reglugerð 79/2001, 78.gr. fjallar um umhverfisgjald sem lagt er á gesti Svalbarða og eru söluaðilar ferðalaga til Svalbarða rukkaðir um 150 NOK fyrir hvern seldan farmiða. Hugmynd að endurbót gistináttaskattsins er að skattur verði lagður á áætlunarferðir sem fara á slíka fjölsótta ferðamannastaði, einnig bátsferðir og áþekkar ferðir. Að allar ferðaskrifstofur sem skipuleggja ferðir, útlendar sem innlendar, hafi hliðsjón af skattinum þegar á við. Eini ókosturinn við þessa hugmynd er að verið er að vanrækja þá ferðamenn sem ferðast á einka- eða bílaleigubílum. Vitað er að leigjendur bílaleigubíla borga ákveðið umhverfisgjald. Hægt væri að ráðstafa þeim gjöldum betur og einnig leggja skattinn á sérútbúna bíla, til aksturs á t.d. fjallvegum, sem eru í einkaeigu. Jafnframt væri hægt að halda í sama formsatriði núverandi laga, með smá hliðrun, og leggja gjald á þá ferðamenn sem nýta sér gistiþjónustu á ferðamannastöðum. Þannig er skýrlega gerður munur á þeim sem gera sér ferðir til að skoða fjölsótta ferðamannastaði og eru því fræðilega séð mengunarvaldar þeirra áfangastaða. Ég hef lagt mitt af mörkum til að stuðla að framgangi endurbóta laga um gistináttaskatt, að mínu mati ætti útkoma jöfnunar að vera ferðamannaskattur á fjölsótta staði. Ég skora á alþingismenn að ganga enn lengra í málinu.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar