Sagan af brúnu tunnunni Michele Rebora skrifar 24. maí 2012 06:00 Ég myndi helst vilja eignast hænur til að breyta matarafgöngunum mínum í egg, en get það ekki. Ég bý þó svo vel að eiga garð þar sem ég get haft moltugerðarkassa og búið til jarðvegsbæti sem ég nota síðan sjálfur í garðinn minn. En hvað með alla þá sem ekki hafa aðstöðu til heimajarðgerðar? Hvað er til ráða handa þeim? Tja, þeir gætu fengið sér kvörn í vaskinn og látið vatnið og þyngdaraflið um að losa sig við eldhúsafgangana. En er það nógu gott? … Þeir geta bara sett eldhúsafgangana í gráu ruslatunnuna sína og látið SORPU um að búa til metan á urðunarstaðnum úr þeim, sem og úr öllu hinum lífræna úrganginum, sláturhúsaúrgangi, fráveituhrati, lýsishrati o.s.frv. Þeir eru víst að gera góða hluti, metan á um 1.000 bíla … En það hlýtur að vera til enn betri leið. Hvað með brúna tunnu frá Íslenska gámafélaginu? Þeir hafa jú fengið Kuðunginn fyrir þriggjatunnukerfið sitt. Að vísu þarf þá að kaupa fullt af tunnum og koma þeim fyrir; en hvað með það? Það þarf líka að sækja úrganginn á stórum trukkum og auka þannig akstur og umferð um göturnar; en hvað með það? Jú, úrgangi ber að koma fyrir í sérkeyptum maís(plast)pokum sem settir eru í sérkeyptar plastkörfur; en hver vill ekki sýna vistvernd í verki? Ég meina, það hlýtur samt sem áður að vera málið. Það er meira að segja gerð krafa um sérflokkun á lífrænum úrgangi í leiðbeiningum um vistvæn innkaup sem umhverfisráðuneyti er að búa til. Gott og vel. En hvað verður síðan um úrganginn? Á vef Íslenska gámafélagsins segir að hann sé fluttur beint á jarðgerðarsvæði fyrirtækisins þar sem notast er við nýstárlegar jarðgerðarvélar. En bíddu við, þarf ekki að vera með starfsleyfi til þess að jarðgera? Þrátt fyrir ítarlega leit, finn ég ekkert um starfsleyfi Íslenska gámafélagsins á vef Umhverfisstofnunar né annars staðar. En það hlýtur að vera misskilningur, ég meina, það eru allir með brúna tunnu, meira að segja Umhverfisstofnun. Og ekki starfar ný-umhverfisvottað fyrirtæki án starfsleyfis… Gott og vel. En hvað verður um þessa dýrindis moltu sem þeir búa til? Hún ætti nú að nýtast sem jarðvegsbætir, en reglugerðinni um notkun moltu sem búin er til úr heimilisúrgangi var breytt í fyrra í þá átt að nánast ómögulegt er að nota hana... Er Íslenska gámafélagið ekki örugglega að jarðgera innihald brúnu tunnunnar sem velviljugir viðskiptavinir þess halda til haga? Svarið er NEI! Þeir hættu jarðgerðinni um mitt ár 2011, án þess að tilkynna það til leigjenda brúnu tunnunnar eða draga nokkuð úr markaðssetningu tunnunnar. Sérsafnaða lífræna úrganginum er blandað saman við annað sorp og það flutt til urðunar í Álfsnesi. Sem betur fer sér SORPA um að safna saman metani … Sem sagt, keisarinn er nakinn. Ekki er nóg að hafa af fólki fé með sérpokum, sérílátum, sértunnum og sérferðum; nei, best að hafa það að fífli í leiðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég myndi helst vilja eignast hænur til að breyta matarafgöngunum mínum í egg, en get það ekki. Ég bý þó svo vel að eiga garð þar sem ég get haft moltugerðarkassa og búið til jarðvegsbæti sem ég nota síðan sjálfur í garðinn minn. En hvað með alla þá sem ekki hafa aðstöðu til heimajarðgerðar? Hvað er til ráða handa þeim? Tja, þeir gætu fengið sér kvörn í vaskinn og látið vatnið og þyngdaraflið um að losa sig við eldhúsafgangana. En er það nógu gott? … Þeir geta bara sett eldhúsafgangana í gráu ruslatunnuna sína og látið SORPU um að búa til metan á urðunarstaðnum úr þeim, sem og úr öllu hinum lífræna úrganginum, sláturhúsaúrgangi, fráveituhrati, lýsishrati o.s.frv. Þeir eru víst að gera góða hluti, metan á um 1.000 bíla … En það hlýtur að vera til enn betri leið. Hvað með brúna tunnu frá Íslenska gámafélaginu? Þeir hafa jú fengið Kuðunginn fyrir þriggjatunnukerfið sitt. Að vísu þarf þá að kaupa fullt af tunnum og koma þeim fyrir; en hvað með það? Það þarf líka að sækja úrganginn á stórum trukkum og auka þannig akstur og umferð um göturnar; en hvað með það? Jú, úrgangi ber að koma fyrir í sérkeyptum maís(plast)pokum sem settir eru í sérkeyptar plastkörfur; en hver vill ekki sýna vistvernd í verki? Ég meina, það hlýtur samt sem áður að vera málið. Það er meira að segja gerð krafa um sérflokkun á lífrænum úrgangi í leiðbeiningum um vistvæn innkaup sem umhverfisráðuneyti er að búa til. Gott og vel. En hvað verður síðan um úrganginn? Á vef Íslenska gámafélagsins segir að hann sé fluttur beint á jarðgerðarsvæði fyrirtækisins þar sem notast er við nýstárlegar jarðgerðarvélar. En bíddu við, þarf ekki að vera með starfsleyfi til þess að jarðgera? Þrátt fyrir ítarlega leit, finn ég ekkert um starfsleyfi Íslenska gámafélagsins á vef Umhverfisstofnunar né annars staðar. En það hlýtur að vera misskilningur, ég meina, það eru allir með brúna tunnu, meira að segja Umhverfisstofnun. Og ekki starfar ný-umhverfisvottað fyrirtæki án starfsleyfis… Gott og vel. En hvað verður um þessa dýrindis moltu sem þeir búa til? Hún ætti nú að nýtast sem jarðvegsbætir, en reglugerðinni um notkun moltu sem búin er til úr heimilisúrgangi var breytt í fyrra í þá átt að nánast ómögulegt er að nota hana... Er Íslenska gámafélagið ekki örugglega að jarðgera innihald brúnu tunnunnar sem velviljugir viðskiptavinir þess halda til haga? Svarið er NEI! Þeir hættu jarðgerðinni um mitt ár 2011, án þess að tilkynna það til leigjenda brúnu tunnunnar eða draga nokkuð úr markaðssetningu tunnunnar. Sérsafnaða lífræna úrganginum er blandað saman við annað sorp og það flutt til urðunar í Álfsnesi. Sem betur fer sér SORPA um að safna saman metani … Sem sagt, keisarinn er nakinn. Ekki er nóg að hafa af fólki fé með sérpokum, sérílátum, sértunnum og sérferðum; nei, best að hafa það að fífli í leiðinni.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun