Sagan af brúnu tunnunni Michele Rebora skrifar 24. maí 2012 06:00 Ég myndi helst vilja eignast hænur til að breyta matarafgöngunum mínum í egg, en get það ekki. Ég bý þó svo vel að eiga garð þar sem ég get haft moltugerðarkassa og búið til jarðvegsbæti sem ég nota síðan sjálfur í garðinn minn. En hvað með alla þá sem ekki hafa aðstöðu til heimajarðgerðar? Hvað er til ráða handa þeim? Tja, þeir gætu fengið sér kvörn í vaskinn og látið vatnið og þyngdaraflið um að losa sig við eldhúsafgangana. En er það nógu gott? … Þeir geta bara sett eldhúsafgangana í gráu ruslatunnuna sína og látið SORPU um að búa til metan á urðunarstaðnum úr þeim, sem og úr öllu hinum lífræna úrganginum, sláturhúsaúrgangi, fráveituhrati, lýsishrati o.s.frv. Þeir eru víst að gera góða hluti, metan á um 1.000 bíla … En það hlýtur að vera til enn betri leið. Hvað með brúna tunnu frá Íslenska gámafélaginu? Þeir hafa jú fengið Kuðunginn fyrir þriggjatunnukerfið sitt. Að vísu þarf þá að kaupa fullt af tunnum og koma þeim fyrir; en hvað með það? Það þarf líka að sækja úrganginn á stórum trukkum og auka þannig akstur og umferð um göturnar; en hvað með það? Jú, úrgangi ber að koma fyrir í sérkeyptum maís(plast)pokum sem settir eru í sérkeyptar plastkörfur; en hver vill ekki sýna vistvernd í verki? Ég meina, það hlýtur samt sem áður að vera málið. Það er meira að segja gerð krafa um sérflokkun á lífrænum úrgangi í leiðbeiningum um vistvæn innkaup sem umhverfisráðuneyti er að búa til. Gott og vel. En hvað verður síðan um úrganginn? Á vef Íslenska gámafélagsins segir að hann sé fluttur beint á jarðgerðarsvæði fyrirtækisins þar sem notast er við nýstárlegar jarðgerðarvélar. En bíddu við, þarf ekki að vera með starfsleyfi til þess að jarðgera? Þrátt fyrir ítarlega leit, finn ég ekkert um starfsleyfi Íslenska gámafélagsins á vef Umhverfisstofnunar né annars staðar. En það hlýtur að vera misskilningur, ég meina, það eru allir með brúna tunnu, meira að segja Umhverfisstofnun. Og ekki starfar ný-umhverfisvottað fyrirtæki án starfsleyfis… Gott og vel. En hvað verður um þessa dýrindis moltu sem þeir búa til? Hún ætti nú að nýtast sem jarðvegsbætir, en reglugerðinni um notkun moltu sem búin er til úr heimilisúrgangi var breytt í fyrra í þá átt að nánast ómögulegt er að nota hana... Er Íslenska gámafélagið ekki örugglega að jarðgera innihald brúnu tunnunnar sem velviljugir viðskiptavinir þess halda til haga? Svarið er NEI! Þeir hættu jarðgerðinni um mitt ár 2011, án þess að tilkynna það til leigjenda brúnu tunnunnar eða draga nokkuð úr markaðssetningu tunnunnar. Sérsafnaða lífræna úrganginum er blandað saman við annað sorp og það flutt til urðunar í Álfsnesi. Sem betur fer sér SORPA um að safna saman metani … Sem sagt, keisarinn er nakinn. Ekki er nóg að hafa af fólki fé með sérpokum, sérílátum, sértunnum og sérferðum; nei, best að hafa það að fífli í leiðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ég myndi helst vilja eignast hænur til að breyta matarafgöngunum mínum í egg, en get það ekki. Ég bý þó svo vel að eiga garð þar sem ég get haft moltugerðarkassa og búið til jarðvegsbæti sem ég nota síðan sjálfur í garðinn minn. En hvað með alla þá sem ekki hafa aðstöðu til heimajarðgerðar? Hvað er til ráða handa þeim? Tja, þeir gætu fengið sér kvörn í vaskinn og látið vatnið og þyngdaraflið um að losa sig við eldhúsafgangana. En er það nógu gott? … Þeir geta bara sett eldhúsafgangana í gráu ruslatunnuna sína og látið SORPU um að búa til metan á urðunarstaðnum úr þeim, sem og úr öllu hinum lífræna úrganginum, sláturhúsaúrgangi, fráveituhrati, lýsishrati o.s.frv. Þeir eru víst að gera góða hluti, metan á um 1.000 bíla … En það hlýtur að vera til enn betri leið. Hvað með brúna tunnu frá Íslenska gámafélaginu? Þeir hafa jú fengið Kuðunginn fyrir þriggjatunnukerfið sitt. Að vísu þarf þá að kaupa fullt af tunnum og koma þeim fyrir; en hvað með það? Það þarf líka að sækja úrganginn á stórum trukkum og auka þannig akstur og umferð um göturnar; en hvað með það? Jú, úrgangi ber að koma fyrir í sérkeyptum maís(plast)pokum sem settir eru í sérkeyptar plastkörfur; en hver vill ekki sýna vistvernd í verki? Ég meina, það hlýtur samt sem áður að vera málið. Það er meira að segja gerð krafa um sérflokkun á lífrænum úrgangi í leiðbeiningum um vistvæn innkaup sem umhverfisráðuneyti er að búa til. Gott og vel. En hvað verður síðan um úrganginn? Á vef Íslenska gámafélagsins segir að hann sé fluttur beint á jarðgerðarsvæði fyrirtækisins þar sem notast er við nýstárlegar jarðgerðarvélar. En bíddu við, þarf ekki að vera með starfsleyfi til þess að jarðgera? Þrátt fyrir ítarlega leit, finn ég ekkert um starfsleyfi Íslenska gámafélagsins á vef Umhverfisstofnunar né annars staðar. En það hlýtur að vera misskilningur, ég meina, það eru allir með brúna tunnu, meira að segja Umhverfisstofnun. Og ekki starfar ný-umhverfisvottað fyrirtæki án starfsleyfis… Gott og vel. En hvað verður um þessa dýrindis moltu sem þeir búa til? Hún ætti nú að nýtast sem jarðvegsbætir, en reglugerðinni um notkun moltu sem búin er til úr heimilisúrgangi var breytt í fyrra í þá átt að nánast ómögulegt er að nota hana... Er Íslenska gámafélagið ekki örugglega að jarðgera innihald brúnu tunnunnar sem velviljugir viðskiptavinir þess halda til haga? Svarið er NEI! Þeir hættu jarðgerðinni um mitt ár 2011, án þess að tilkynna það til leigjenda brúnu tunnunnar eða draga nokkuð úr markaðssetningu tunnunnar. Sérsafnaða lífræna úrganginum er blandað saman við annað sorp og það flutt til urðunar í Álfsnesi. Sem betur fer sér SORPA um að safna saman metani … Sem sagt, keisarinn er nakinn. Ekki er nóg að hafa af fólki fé með sérpokum, sérílátum, sértunnum og sérferðum; nei, best að hafa það að fífli í leiðinni.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar