Boðið upp í dansinn Sverrir Hermannsson skrifar 24. maí 2012 06:00 Úr þessum penna hefir margsinnis dropið, að sagnfræðingar framtíðar muni dæma harðast allra stjórnmálamanna þá, sem ríktu í aðdraganda og í hruninu sjálfu, þá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson; þeim næst ötulustu undirmenn þeirra og leiguliða, sem þeir mötuðu aðallega með þjóðareigninni, fiskinum í hafinu. Maður spyr mann um upphaf hrunsins og orsakir. Hvorutveggja er að finna hjá landsstjórn þeirri, sem þá ríkti á landinu. Sú ríkisstjórn gaf vinum sínum lungann úr þjóðareign með úthlutun fiskifangs til vildarmanna – ókeypis. Varnarmenn óstjórnar eiga til að benda á auðlindagjald, sem lagt var á um aldamótin í kjölfar Auðlindanefndar, sem sett var á laggirnar, hverrar niðurstaða virtist öll unnin eftir fyrirsögn LÍÚ-forystu. Auk þess sem valdhafar léttu meiri gjöldum af útgerð en sem nam hinu svokallaða auðlindagjaldi. Haft er hátt um það á alþingi að mikillar aðgæzlu sé þörf í fjármálum. Meðan á fjármálaaustrinum stóð, hversu oft var ráðamönnum ekki bent á hina varhugaverðu fjármálaþróun; hina gegndarlausu eyðslu langt umfram fjárlög, sem nam um 20% – tuttugu af hundraði – árlega, umfram verðlagsþróun, alla þeirra stjórnartíð?Hvers vegna? Vegna þess að ráðamenn voru sem mest að vinna við að kaupa sér atkvæði í gæluverkefnum umfram nauðsyn og til gottgjörelsis einkavinunum. Þeir stunduðu „sósíalisma andskotans“, sem Vilmundur heitinn Jónsson, fyrrv. landlæknir, nefndi svo eftir þeirri kennisetningu vinskaparins, að ríkinu bæri að sjá um fyrirtæki sem tap væri á, en önnur yrðu í umsjá og á arðgjöf einkavina valdhafa. Samkvæmt þeirri kennisetningu var Landssíminn seldur, einhver dropsamasta mjólkurkýr ríkissjóðs; og síðan hvert stórfyrirtækið af öðru, og eru ríkisbankarnir frægustu bitbeinin. Nú er í fréttum, að þeir á alþingi vilji forvitnast um þær makalausu sölur. Betra er seint en aldrei, en ætli því verði ekki öllu drepið á dreif, af þeim sem hin raunverulegu völd hafa – peningafurstunum? Þeim hinum sömu sem ráða skipan fiskveiðimála og stjórnmálamenn knékrjúpa fyrir? Dæmi af einkavæðingu: Halldór Ásgrímsson gaf Samherja, við úthlutun kvóta, aukreitis 4.400 tonn af þorski í upphafi Hrunadans. Þegar kvótaverð var sem hæst lagði sú gjöf sig á rúma 18 – átján – milljarða króna. Ágústi Einarssyni voru þá gefin 2.900 tonn, sem í sama máta gerðu í blóðið sitt rúma 12 – tólf – milljarða króna. Og áfram dunar dansinn. Margur hinna nýju dansherra stígur sporin í góðum takti við LÍÚ-greifana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Norðurlönd á norðurskautssvæðinu Norðurskautssvæðin hafa flust nær miðju heimsstjórnmálanna og munu fá aukið vægi í framtíðinni. Saman geta norrænu ríkin haft áhrif á þróun norðurskautssvæðisins og unnið á jákvæðan hátt í Norðurskautsráðinu. Við í Norðurlandaráði lýsum því eftir sameiginlegri norrænni stefnu sem getur verið undirstaða uppbyggilegrar norrænnar samvinnu. 25. maí 2012 14:00 Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Úr þessum penna hefir margsinnis dropið, að sagnfræðingar framtíðar muni dæma harðast allra stjórnmálamanna þá, sem ríktu í aðdraganda og í hruninu sjálfu, þá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson; þeim næst ötulustu undirmenn þeirra og leiguliða, sem þeir mötuðu aðallega með þjóðareigninni, fiskinum í hafinu. Maður spyr mann um upphaf hrunsins og orsakir. Hvorutveggja er að finna hjá landsstjórn þeirri, sem þá ríkti á landinu. Sú ríkisstjórn gaf vinum sínum lungann úr þjóðareign með úthlutun fiskifangs til vildarmanna – ókeypis. Varnarmenn óstjórnar eiga til að benda á auðlindagjald, sem lagt var á um aldamótin í kjölfar Auðlindanefndar, sem sett var á laggirnar, hverrar niðurstaða virtist öll unnin eftir fyrirsögn LÍÚ-forystu. Auk þess sem valdhafar léttu meiri gjöldum af útgerð en sem nam hinu svokallaða auðlindagjaldi. Haft er hátt um það á alþingi að mikillar aðgæzlu sé þörf í fjármálum. Meðan á fjármálaaustrinum stóð, hversu oft var ráðamönnum ekki bent á hina varhugaverðu fjármálaþróun; hina gegndarlausu eyðslu langt umfram fjárlög, sem nam um 20% – tuttugu af hundraði – árlega, umfram verðlagsþróun, alla þeirra stjórnartíð?Hvers vegna? Vegna þess að ráðamenn voru sem mest að vinna við að kaupa sér atkvæði í gæluverkefnum umfram nauðsyn og til gottgjörelsis einkavinunum. Þeir stunduðu „sósíalisma andskotans“, sem Vilmundur heitinn Jónsson, fyrrv. landlæknir, nefndi svo eftir þeirri kennisetningu vinskaparins, að ríkinu bæri að sjá um fyrirtæki sem tap væri á, en önnur yrðu í umsjá og á arðgjöf einkavina valdhafa. Samkvæmt þeirri kennisetningu var Landssíminn seldur, einhver dropsamasta mjólkurkýr ríkissjóðs; og síðan hvert stórfyrirtækið af öðru, og eru ríkisbankarnir frægustu bitbeinin. Nú er í fréttum, að þeir á alþingi vilji forvitnast um þær makalausu sölur. Betra er seint en aldrei, en ætli því verði ekki öllu drepið á dreif, af þeim sem hin raunverulegu völd hafa – peningafurstunum? Þeim hinum sömu sem ráða skipan fiskveiðimála og stjórnmálamenn knékrjúpa fyrir? Dæmi af einkavæðingu: Halldór Ásgrímsson gaf Samherja, við úthlutun kvóta, aukreitis 4.400 tonn af þorski í upphafi Hrunadans. Þegar kvótaverð var sem hæst lagði sú gjöf sig á rúma 18 – átján – milljarða króna. Ágústi Einarssyni voru þá gefin 2.900 tonn, sem í sama máta gerðu í blóðið sitt rúma 12 – tólf – milljarða króna. Og áfram dunar dansinn. Margur hinna nýju dansherra stígur sporin í góðum takti við LÍÚ-greifana.
Norðurlönd á norðurskautssvæðinu Norðurskautssvæðin hafa flust nær miðju heimsstjórnmálanna og munu fá aukið vægi í framtíðinni. Saman geta norrænu ríkin haft áhrif á þróun norðurskautssvæðisins og unnið á jákvæðan hátt í Norðurskautsráðinu. Við í Norðurlandaráði lýsum því eftir sameiginlegri norrænni stefnu sem getur verið undirstaða uppbyggilegrar norrænnar samvinnu. 25. maí 2012 14:00
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun