Nokkur orð um Vaðlaheiðargöng Björgvin Sighvatsson skrifar 24. maí 2012 11:53 Töluverðar deilur hafa átt sér stað undanfarin misseri varðandi fyrirhugaða framkvæmd Vaðlaheiðarganga og sýnist sitt hverjum. Helstu forsendur fyrir framkvæmdinni eru að göngin muni alfarið standa undir sér með notendagjöldum og lán sem ríkissjóður veiti í verkefnið nú áætlað 8.700 milljarðar króna fáist að fullu greitt til baka. Í skýrslu nefndar um endurskoðun ríkisábyrgða (bls 8.) sem gefin var út af fjármálaráðuneytinu árið 1997, kemur fram að ríkisábyrgðir beri að nota af mikilli gætni. Einnig segir þar að almenna reglan eigi að vera sú að lán séu tekin á almennum markaði án ábyrgðar ríkisins. Ríkisábyrgðir geti hins vegar verið réttlætanlegar í vissum tilfellum en þá sé mikilvægt að í gildi séu lög og reglugerðir sem kveða á um hvernig með þær skuli farið. Í kjölfar umræddrar skýrslu voru reglur um ríkisábyrgðir hertar. Í núverandi lögum um ríkisábyrgðir kemur fram að ábyrgðarþegi skuli leggja fram a.m.k. 20% af heildarfjárþörf verkefnisins og að ábyrgð ríkissjóðs skuli ekki nema hærra hlutfalli en 75% af lánsfjárhæð verkefnisins sem lánað er fyrir. Í núverandi frumvarpi til laga um fjármögnun á jarðgöngum undir Vaðlaheiði er lagt til að undanskilja framangreind ákvæði. Þannig mun ábyrgðarþegi þ.e. Vaðlaheiðargöng ehf. (VHG ehf) einungis leggja fram 7% af heildarfjárþörf verkefnisins og ábyrgð ríkissjóðs nema 100% af lánsfjárþörf verkefnisins. Með því að undanskilja framangreind ákvæði er óhjákvæmilega verið að auka fjárhagslega áhættu ríkissjóðs miðað við gildandi lög um ríkisábyrgðir. Ýmsar skýrslur hafa verið gerðar á undanförnum árum sem fjalla um fjárhagslega þætti Vaðlaheiðarganga. Greinarhöfundur hefur ekki séð neina skýrslu þar sem því er haldið fram að jarðgöngin muni standa undir sér með veggjöldum einum saman. Einu gögnin um það byggja á minnisblöðum og fjárhagsmódeli frá þeim aðila sem kemur til með að fá lánið veitt frá ríkissjóði þ.e. VHG ehf. Í skýrslu IFS Greiningar sem lagði mat á getu verkefnisins til að greiða til baka lánið er sérstaklega varað við að fjárhagslega geta VHG ehf. til að standa af sér neikvæða atburði sé mjög takmörkuð vegna lágrar eiginfjárstöðu sem skapi umtalsverða áhættu fyrir lánveitenda. IFS Greining tók ekki afstöðu til þess hver eiginfjárstaða félagsins þurfi að vera til þess að áhætta lánveitendans þ.e. ríkissjóðs sé ásættanleg. Því er haldið fram að göng um Vaðlaheiði séu þjóðhagslega arðsöm og er þar aðallega vísað í skýrslu um mat á þjóðhagslegri arðsemi Vaðlaheiðarganga sem unnin var af Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri (RHA) og birt var í janúar árið 2006. Niðurstaða þeirrar skýrslu var að samfélagslegur ábati framkvæmdarinnar væri 1,16 ma.kr. og 1,5 ma.kr. ef göngin væru gerð í samdráttarástandi. Skýrslan byggði að miklu leyti á forsendum sem fengnar voru frá Greiðri leið ehf., sem samkvæmt samþykktum félagsins var stofnað í þeim tilgangi að undirbúa gerð jarðganga um Vaðlaheiði. Ýmsar forsendur sem skýrslan byggði á hafa þróast til verri vegar. Stofnkostnaður við göngin hefur hækkað um 32% á föstu verðlagi og árleg umferðarspá Greiðrar leiðar ehf. er mun lægri nú en árið 2006. Ef skýrslan er uppreiknuð miðað við forsendur um stofnkostnað og umferðarspá sem VHG ehf. kynnti umhverfis og samgöngunefnd Alþingis í nóvember 2011 yrði þjóðhagslegt tap framkvæmdarinnar um 1,2 ma.kr. (m.v. 4,7 ávöxtunarkröfu) og 0,4 ma.kr. ef göngin yrðu gerð í samdráttarástandi. Ein af ástæðum sem talin er að réttlæti framkvæmdina er að hún stuðli að samþættingu atvinnulífs og byggða á Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyjarsýslum og því að svæðið verði eitt atvinnu og búsvæði. Samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar er vegalengdin á milli Akureyrar og Húsavíkur 91 km. Með tilkomu ganganna er gert ráð fyrir 15,7 km. vegstyttingu þannig að vegalengdin á milli þessara staða styttist niður í 75,3 km. sem er svipuð og vegalengdin á milli Reykjavíkur og Holta- og Landsveitar sem er fyrir austan Þjórsá og milli Reykjavíkur og Borgarnes sem er 74 km. Ef tilkoma Vaðlaheiðarganga leiðir til þess að Eyjafjarðarsvæðið og Þingeyjarsýsla teljist eitt atvinnu og búsvæði þá má með sömu rökum líta svo á að svæðið frá Borgarnesi og Holta- og Landsveit, austan Þjórsár sé nú hluti atvinnulífs og byggða við höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt rannsóknum á vegum Evrópusambandsins er gert ráð fyrir að akstur á milli heimilis og vinnu sé ekki meiri en 45 mínútur til þess að staðir geta talist tilheyra saman atvinnu- og búsvæði. Áætlað er að tilkoma ganganna stytti ferðatímann um 9 mínútur en núverandi ferðatími á milli Akureyrar og Húsavík er um 1 klst. ef að jafnaði ef ekið á 91 km. hraða. Rannsóknir Evrópusambandsins styðja því ekki þá skoðun að tilkoma ganganna geri svæðið að einu atvinnu og búsvæði. Ýmis önnur sjónarmið hafa komið fram varðandi göngin t.d. hvort um sé að ræða einkaframkvæmd eða opinbera framkvæmd. Einnig hafa talsverðar umræður átt sér stað um mikilvægi ganganna í tengslum við umferðaröryggi og samanburð við umferðaröryggi við aðra vegakafla landsins án þess að fjallað verður um það hér. Almennt er viðurkennt að Vaðlaheiðargöng yrðu samgöngubót. Þessi framkvæmd er þó ólík öðrum að gert er ráð fyrir að göngin muni alfarið standa undir sér með veggjöldum og ríkissjóður muni ekki tapa fjármunum sem það veitir í verkefnið. Þess vegna var þetta verkefni tekið út úr samgönguáætlun og sett framar öðrum samgöngubótum. Allt verkefnið felur í sér mikla óvissu. Mikil óvissa er t.d. hvort að umferðarmagn verði nægilega mikið til að standa straum af framkvæmdinni. Óvissan felst m.a. í skiptingu umferðarinnar á milli ganganna og núverandi veg í gegnum Víkurskarðið þar sem engin veggjöld eru innheimt. Í forsendum er gert ráð fyrir að 90% umferðarinnar sem ella fari um Víkurskarðið fari í gegnum göngin. Óvissan verður enn meiri í ljósi þess að stærsti hluti umferðarinnar á sér stað yfir sumartímann þegar ferðamenn eiga þar leið um, en það er líklegasti hópurinn til að nota ekki göngin. Einnig er mikil óvissa um fyrirhugaða uppbyggingu stóriðju á svæðinu og því erfitt að byggja á slíkum væntingum við mat á umferðarmagni um göngin næstu árin. Einnig er óvissa um stofnkostnað og rekstrarkostnað við göngin. Óvissa er um greiðsluvilja vegarenda þ.e. hversu mikið þeir eru tilbúnir að greiða fyrir að fara í gegnum göngin. Að lokum er mikil óvissa um lántökukjör sem bjóðast þegar framkvæmdarlánið sem ríkissjóður veitir í verkefnið verður endurfjármagnað eftir nokkur ár á markaði án ríkisábyrgðar. Til viðbótar má bæta við að ýmsar forsendur um mat á arðsemi ganganna byggja alfarið á upplýsingum frá Greiðri leið ehf. og Vegagerðinni sem eru beinir aðilar að málinu í gegnum VHG ehf. og hafa því mikla hagsmuni að fá framkvæmdalánið veitt frá ríkissjóði. Öll sú áhætta sem fylgir óvissu sem talin er upp hér að framan á ríkissjóður að taka á sig. Ég hef átt þess kost að kynna mér vel skýrslur og gögn sem liggja fyrir um gerð Vaðlaheiðarganga og tel, að verkefnið muni hvorki ganga upp fjárhagslega fyrir ríkissjóð né að vera þjóðhagslega arðbært. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Töluverðar deilur hafa átt sér stað undanfarin misseri varðandi fyrirhugaða framkvæmd Vaðlaheiðarganga og sýnist sitt hverjum. Helstu forsendur fyrir framkvæmdinni eru að göngin muni alfarið standa undir sér með notendagjöldum og lán sem ríkissjóður veiti í verkefnið nú áætlað 8.700 milljarðar króna fáist að fullu greitt til baka. Í skýrslu nefndar um endurskoðun ríkisábyrgða (bls 8.) sem gefin var út af fjármálaráðuneytinu árið 1997, kemur fram að ríkisábyrgðir beri að nota af mikilli gætni. Einnig segir þar að almenna reglan eigi að vera sú að lán séu tekin á almennum markaði án ábyrgðar ríkisins. Ríkisábyrgðir geti hins vegar verið réttlætanlegar í vissum tilfellum en þá sé mikilvægt að í gildi séu lög og reglugerðir sem kveða á um hvernig með þær skuli farið. Í kjölfar umræddrar skýrslu voru reglur um ríkisábyrgðir hertar. Í núverandi lögum um ríkisábyrgðir kemur fram að ábyrgðarþegi skuli leggja fram a.m.k. 20% af heildarfjárþörf verkefnisins og að ábyrgð ríkissjóðs skuli ekki nema hærra hlutfalli en 75% af lánsfjárhæð verkefnisins sem lánað er fyrir. Í núverandi frumvarpi til laga um fjármögnun á jarðgöngum undir Vaðlaheiði er lagt til að undanskilja framangreind ákvæði. Þannig mun ábyrgðarþegi þ.e. Vaðlaheiðargöng ehf. (VHG ehf) einungis leggja fram 7% af heildarfjárþörf verkefnisins og ábyrgð ríkissjóðs nema 100% af lánsfjárþörf verkefnisins. Með því að undanskilja framangreind ákvæði er óhjákvæmilega verið að auka fjárhagslega áhættu ríkissjóðs miðað við gildandi lög um ríkisábyrgðir. Ýmsar skýrslur hafa verið gerðar á undanförnum árum sem fjalla um fjárhagslega þætti Vaðlaheiðarganga. Greinarhöfundur hefur ekki séð neina skýrslu þar sem því er haldið fram að jarðgöngin muni standa undir sér með veggjöldum einum saman. Einu gögnin um það byggja á minnisblöðum og fjárhagsmódeli frá þeim aðila sem kemur til með að fá lánið veitt frá ríkissjóði þ.e. VHG ehf. Í skýrslu IFS Greiningar sem lagði mat á getu verkefnisins til að greiða til baka lánið er sérstaklega varað við að fjárhagslega geta VHG ehf. til að standa af sér neikvæða atburði sé mjög takmörkuð vegna lágrar eiginfjárstöðu sem skapi umtalsverða áhættu fyrir lánveitenda. IFS Greining tók ekki afstöðu til þess hver eiginfjárstaða félagsins þurfi að vera til þess að áhætta lánveitendans þ.e. ríkissjóðs sé ásættanleg. Því er haldið fram að göng um Vaðlaheiði séu þjóðhagslega arðsöm og er þar aðallega vísað í skýrslu um mat á þjóðhagslegri arðsemi Vaðlaheiðarganga sem unnin var af Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri (RHA) og birt var í janúar árið 2006. Niðurstaða þeirrar skýrslu var að samfélagslegur ábati framkvæmdarinnar væri 1,16 ma.kr. og 1,5 ma.kr. ef göngin væru gerð í samdráttarástandi. Skýrslan byggði að miklu leyti á forsendum sem fengnar voru frá Greiðri leið ehf., sem samkvæmt samþykktum félagsins var stofnað í þeim tilgangi að undirbúa gerð jarðganga um Vaðlaheiði. Ýmsar forsendur sem skýrslan byggði á hafa þróast til verri vegar. Stofnkostnaður við göngin hefur hækkað um 32% á föstu verðlagi og árleg umferðarspá Greiðrar leiðar ehf. er mun lægri nú en árið 2006. Ef skýrslan er uppreiknuð miðað við forsendur um stofnkostnað og umferðarspá sem VHG ehf. kynnti umhverfis og samgöngunefnd Alþingis í nóvember 2011 yrði þjóðhagslegt tap framkvæmdarinnar um 1,2 ma.kr. (m.v. 4,7 ávöxtunarkröfu) og 0,4 ma.kr. ef göngin yrðu gerð í samdráttarástandi. Ein af ástæðum sem talin er að réttlæti framkvæmdina er að hún stuðli að samþættingu atvinnulífs og byggða á Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyjarsýslum og því að svæðið verði eitt atvinnu og búsvæði. Samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar er vegalengdin á milli Akureyrar og Húsavíkur 91 km. Með tilkomu ganganna er gert ráð fyrir 15,7 km. vegstyttingu þannig að vegalengdin á milli þessara staða styttist niður í 75,3 km. sem er svipuð og vegalengdin á milli Reykjavíkur og Holta- og Landsveitar sem er fyrir austan Þjórsá og milli Reykjavíkur og Borgarnes sem er 74 km. Ef tilkoma Vaðlaheiðarganga leiðir til þess að Eyjafjarðarsvæðið og Þingeyjarsýsla teljist eitt atvinnu og búsvæði þá má með sömu rökum líta svo á að svæðið frá Borgarnesi og Holta- og Landsveit, austan Þjórsár sé nú hluti atvinnulífs og byggða við höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt rannsóknum á vegum Evrópusambandsins er gert ráð fyrir að akstur á milli heimilis og vinnu sé ekki meiri en 45 mínútur til þess að staðir geta talist tilheyra saman atvinnu- og búsvæði. Áætlað er að tilkoma ganganna stytti ferðatímann um 9 mínútur en núverandi ferðatími á milli Akureyrar og Húsavík er um 1 klst. ef að jafnaði ef ekið á 91 km. hraða. Rannsóknir Evrópusambandsins styðja því ekki þá skoðun að tilkoma ganganna geri svæðið að einu atvinnu og búsvæði. Ýmis önnur sjónarmið hafa komið fram varðandi göngin t.d. hvort um sé að ræða einkaframkvæmd eða opinbera framkvæmd. Einnig hafa talsverðar umræður átt sér stað um mikilvægi ganganna í tengslum við umferðaröryggi og samanburð við umferðaröryggi við aðra vegakafla landsins án þess að fjallað verður um það hér. Almennt er viðurkennt að Vaðlaheiðargöng yrðu samgöngubót. Þessi framkvæmd er þó ólík öðrum að gert er ráð fyrir að göngin muni alfarið standa undir sér með veggjöldum og ríkissjóður muni ekki tapa fjármunum sem það veitir í verkefnið. Þess vegna var þetta verkefni tekið út úr samgönguáætlun og sett framar öðrum samgöngubótum. Allt verkefnið felur í sér mikla óvissu. Mikil óvissa er t.d. hvort að umferðarmagn verði nægilega mikið til að standa straum af framkvæmdinni. Óvissan felst m.a. í skiptingu umferðarinnar á milli ganganna og núverandi veg í gegnum Víkurskarðið þar sem engin veggjöld eru innheimt. Í forsendum er gert ráð fyrir að 90% umferðarinnar sem ella fari um Víkurskarðið fari í gegnum göngin. Óvissan verður enn meiri í ljósi þess að stærsti hluti umferðarinnar á sér stað yfir sumartímann þegar ferðamenn eiga þar leið um, en það er líklegasti hópurinn til að nota ekki göngin. Einnig er mikil óvissa um fyrirhugaða uppbyggingu stóriðju á svæðinu og því erfitt að byggja á slíkum væntingum við mat á umferðarmagni um göngin næstu árin. Einnig er óvissa um stofnkostnað og rekstrarkostnað við göngin. Óvissa er um greiðsluvilja vegarenda þ.e. hversu mikið þeir eru tilbúnir að greiða fyrir að fara í gegnum göngin. Að lokum er mikil óvissa um lántökukjör sem bjóðast þegar framkvæmdarlánið sem ríkissjóður veitir í verkefnið verður endurfjármagnað eftir nokkur ár á markaði án ríkisábyrgðar. Til viðbótar má bæta við að ýmsar forsendur um mat á arðsemi ganganna byggja alfarið á upplýsingum frá Greiðri leið ehf. og Vegagerðinni sem eru beinir aðilar að málinu í gegnum VHG ehf. og hafa því mikla hagsmuni að fá framkvæmdalánið veitt frá ríkissjóði. Öll sú áhætta sem fylgir óvissu sem talin er upp hér að framan á ríkissjóður að taka á sig. Ég hef átt þess kost að kynna mér vel skýrslur og gögn sem liggja fyrir um gerð Vaðlaheiðarganga og tel, að verkefnið muni hvorki ganga upp fjárhagslega fyrir ríkissjóð né að vera þjóðhagslega arðbært. Höfundur er hagfræðingur
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun