
Er allur þjófnaður í matvöruverslunum tilkynntur til lögreglu?
Ólíklegt að er að umræðan höfði svo til samvisku þjófa og þeir bæti sitt ráð, enda er vandinn jafnan síst minni ári síðar. Mögulega er talsmaðurinn með þessari umræðu að réttlæta hækkun á vöruverði þar sem þessi rýrnun leiðir óhjákvæmilega til hærra vöruverðs til heiðarlegra viðskiptavina. Þriðja skýring á þessari árlegu umræðu er að talsmaðurinn sé að höfða til árvekni heiðarlegra viðskiptavina, að þeir láti vita ef þeir verða varir við þjófnað í matvöruverslunum.
Í því ljósi tel ég rétt að tilkynna um það sem ég tel vera tilraun til þjófnaðar í matvöruverslun.
Nýlega sá ég í verslun Krónunnar auglýst hilluverð á erlendum frosnum kalkúnum á 1.278 kr. hvert kíló. Þetta verð var með afslætti þar sem áður auglýst kílóverð var 1.598 kr./kg. Ég keypti tvo kalkúna, samtals 8,485 kg. Við kassa borgaði ég 13.559 kr. sem samrýmdist verðinu fyrir afslátt. Ég benti á þessi mistök en starfsmaður á kassa sagði mig hafa litið rangt á hilluverðið og leiðrétti því ekki söluverðið.
Eftir að hafa greitt uppsett verð kannaði ég sjálfur hilluverðið og sá að mistökin voru verslunarinnar, ekki mín. Auglýst hilluverð var 1.278 kr. hvert kg. Verslunar- eða vaktstjóri leiðrétti villuna með því að rétta mér snepil sem reyndist vera inneignarnóta fyrir 2.600 kr. Ég fékk ekki reiðufé til baka en það hefðu átt að vera eðlileg viðbrögð miðað við aðstæður.
Tveimur dögum síðar fer ég í sömu Krónuverslun. Forvitni mín rak mig áfram með frosinn kalkún í fanginu að kassa þar sem ég bað um verðkönnun. Aftur var kassaverð 1.598 kr./kg en auglýst hilluverð 1.278 kr. Ég bað saklausan kassastarfsmann um að kalla á verslunar- eða vaktstjóra. Vaktstjórinn (sem nú var annar en tveimur dögum fyrr) sagðist vita um þetta misræmi og það þyrfti að leiðrétta þetta með aðkomu vaktstjóra í hvert skipti því illa gengi að fá kassaverðið leiðrétt í tölvukerfinu. Mér var ekki ljóst hvort vaktstjóri væri með þessu að segja að henni þætti eðlilegt að aðeins vökulir viðskiptavinir fengju vöruna á auglýstu verði.
Vera má að þetta endurtekna misræmi kassaverðs og hilluverðs sé afleiðing af röð mistaka. En þetta tilfelli sem ég lýsi hér að ofan er ekki eina dæmið sem ég hef orðið vitni að á íslenskum matvörumarkaði. Mistökin eiga sér stað ár eftir ár í fleiri verslunum en bara Krónunni. Mistökin sem ég hef orðið var við og læt starfsmenn vita af í góðu skipta tugum. Það getur varla verið svo flókið að reka verslun að það sé ekki hægt virða þennan rétt viðskiptavina.
Ef talsmenn matvöruverslunar vilja með sanni uppræta þjófnað í matvöruverslunum þá hljóta þeir að sjá til þess að verslanir sem auglýsa afslátt sýni þá lágmarkskurteisi að auglýst verð sé í samræmi við það verð sem viðskiptavinur greiðir, annað er þjófnaður. Neytendur eiga þennan einfalda rétt og ekki er hægt að líða að á honum sé troðið.
Næst þegar ég stend matvöruverslun að því að hafa af mér fé með röngum óheiðarlegum auglýsingum um afslátt sem ekki stenst mun ég líklega kæra þann þjófnað í versluninni til lögreglu. Slík tilkynning væri í samræmi við auglýstar starfsreglur sumra verslana sem tilkynna að „allur þjófnaður í versluninni er tilkynntur til lögreglu" eða var það „allur þjófnaður úr versluninni"?
Talsmaður Krónunnar svaraði ekki tilboði mínu um að birta svar við þessum skrifum á sama tíma heldur bauð mér bætur fyrir óþægindin. Bætur sem ég ekki þáði.
Skoðun

Stigveldi stigveldanna
Erna Mist skrifar

Er tilgangurinn æðri en hamingjan?
Ástþór Ólafsson skrifar

Vilja valdamenn kannski bara veika fjölmiðla?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Ég heiti 180654 5269
Viðar Eggertsson skrifar

Sísýfos, Kristur og leikhús fáránleikans
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Lengra fæðingarorlof - allra hagur!
Hólmfríður Árnadóttir,Linda Björk Pálmadóttir skrifar

Á hverju strandar uppbygging flutningskerfis raforku?
Birgir Örn Ólafsson,Björn Sæbjörnsson skrifar

Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar
Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar

Um stöðu og starfsemi Háskóla Íslands
Steinunn Gestsdóttir skrifar

Leikskólamál – eldri borgarar
Katrín J. Björgvinsdóttir skrifar

Hvað með umsækjendur, Bjarni Ben?
Derek T. Allen skrifar

Fjármálaáætlun – umbúðir um ekki neitt
Guðbrandur Einarsson skrifar

Jafnar byrðar – ekki undanþágur
Bogi Nils Bogason skrifar

Að morgni dags eftir stóran hvell
Ásgeir Friðgeirsson skrifar

Tökum gagnadrifnar ákvarðanir þegar kemur að fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og stofnunum
Eva Karen Þórðardóttir skrifar

Lið fyrir lið
Willum Þór Þórsson skrifar

Í kjólinn fyrir jólin 2028
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lesfimleikar þingmanns
Heiða María Sigurðardóttir skrifar

Félagslegt ofbeldi barnaverndar
Sara Pálsdóttir skrifar

Neyslurýmið Ylja þarf nýtt húsnæði strax
Marín Þórsdóttir skrifar

Afritum tapformúlu!
Sæþór Randalsson skrifar

Máttur örkærleika í daglegu lífi
Ingrid Kuhlman skrifar

Mun ríkisstjórn standa við áform um fjármögnun háskóla?
Magnús Karl Magnússon skrifar

Landsnetið okkar
Stefán Georgsson skrifar

Gamla hjólið þitt getur glatt barn
Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar

Af virðingu við leikskólakennara og foreldra
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar

Strandveiðar eitt skref áfram, tvö afturábak
Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

„Eftir mig, flóðið” – umhverfismál og eldra fólk
Halldór Reynisson skrifar

Gervigreind og hugvísindi
Gauti Kristmannsson skrifar

Húsaleiga hefur hækkað tvöfalt meira en verðlag, ..sem er furðu gott!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar