Eru Íslendingar vel menntuð þjóð? 24. maí 2012 16:00 Því er iðulega slegið fram sem sönnu að þrátt fyrir bágan efnahag og erfitt ástand hafi Ísland fulla burði til þess að rétta úr kútnum á skömmum tíma og reisa hér endurbætt og öflugra samfélag. Í þessari algengu orðræðu er því haldið fram að Íslendingar séu umfram allt svo vel menntuð þjóð. Slíkar fullyrðingar eru sérstaklega algengar í stjórnmálum. Staðreyndin er þó sú að slíkar fullyrðingar eru ekki á rökum reistar. Samkvæmt nýjustu tölum OECD eru 36% Íslendinga á aldrinum 25-34 ára með háskólapróf. Samanborið við önnur norræn ríki er ástandið vægast sagt slæmt þar sem 47% Norðmanna, 45% Dana, 42% Svía og 39% Finna á sama aldri hafa lokið námi við háskóla. Þá kemur Ísland ekki einungis illa út í samanburði við nágrannaþjóðir heldur er komið niður fyrir meðaltal OECD. Árið 2008 var Ísland í 18. sæti af 34 löndum OECD þegar kemur að opinberum fjárframlögum til háskóla. Ísland varði árlega að meðaltali 10.429 Bandaríkjadollurum á hvern háskólanema. Til samanburðar var meðaltal OECD ríkjanna 13.717 dollarar og Svíar settu yfir 20.000 Bandaríkjadal á hvern sinn nemanda. Síðan þessar tölur voru birtar hafa framlög ríkisins verið skorin niður um um það bil fjórðung á Íslandi. Þetta þýðir að verið er að reyna að reka háskólakerfi að norrænni fyrirmynd fyrir rétt rúmlega 40% af fjármagninu. Ástandið er slæmt og mun versna með hverju ári nema vitundarvakning verði á mikilvægi þessa málaflokks fyrir framtíðarhorfur í lífsgæðum og atvinnumálum í landinu. Bæði nefndir og sérfræðingar hafa skilað skýrri afstöðu til málsins, nú sé ekki tíminn til þess að draga saman seglin í menntamálum, þvert á móti að nú sé tími til þess að efla þau. Þessi skilaboð hafa verið látin sem vindur um eyru þjóta. Frá „hruni" hafa fjárframlög til háskólanna verið skorin verulega niður að raunvirði. Á sama tíma er þeim gert að taka inn fleiri nemendur en áður. Framlag á hvern nemenda er því að lækka og það mun óhjákvæmilega koma niður á gæðum kennslunnar og skólanna allra. Nú þegar aldrei hefur verið mikilvægara að útskrifa vel menntaða einstaklinga og fá hingað til lands góða nemendur erlendis frá, stefnir allt í hnignun metnaðarfullra háskóla sem geta ekki staðið undir væntingum sem til þeirra eru gerðar. Háskólar verða að geta boðið starfsfólki sínu upp á spennandi vinnuumhverfi og samkeppnishæfar aðstæður og laun og komi ekki til stórtækra stefnubreytinga í þessum málum er ekki langt í að það verði ekki fært. Umræðan um laun stundakennara hefur vart farið fram hjá neinum og starfsfólk háskólanna vinnur við kjör sem engan veginn samræmast þeirri hæfni, menntun og reynslu sem það hefur. Aukinheldur verða háskólarnir að bjóða íslenskum nemendum aðstæður og gæði sem eru sambærileg valkostum erlendis. Námsmenn eiga rétt á þeirri lágmarkskröfu að íslenskir háskólar bjóði þeim upp á námsgæði til jafns við það sem tíðkast á löndunum í kringum okkur. Ef fram heldur sem horfir er framtíðin ekki björt í íslensku háskólastarfi. Viljinn til þess að gera vel er til staðar og á síðustu árum hefur verið unnið þrekvirki með tilliti til niðurskurðar og þess fjármagns sem skólarnir fá. Hættan er sú að vel unnin verk skólanna komi nú í bakið á þeim. Stjórnvöld verða að gera sér grein fyrir því að vel heppnaður niðurskurður er ekki tilefni til frekari niðurskurðar.Kristján Pétur Sæmundsson, formaður Stúdentafélags HR 2011-2012Ebba Karen Garðarsdóttir, formaður Stúdentafélags HR 2012-2013Sara Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ 2012-2013 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Því er iðulega slegið fram sem sönnu að þrátt fyrir bágan efnahag og erfitt ástand hafi Ísland fulla burði til þess að rétta úr kútnum á skömmum tíma og reisa hér endurbætt og öflugra samfélag. Í þessari algengu orðræðu er því haldið fram að Íslendingar séu umfram allt svo vel menntuð þjóð. Slíkar fullyrðingar eru sérstaklega algengar í stjórnmálum. Staðreyndin er þó sú að slíkar fullyrðingar eru ekki á rökum reistar. Samkvæmt nýjustu tölum OECD eru 36% Íslendinga á aldrinum 25-34 ára með háskólapróf. Samanborið við önnur norræn ríki er ástandið vægast sagt slæmt þar sem 47% Norðmanna, 45% Dana, 42% Svía og 39% Finna á sama aldri hafa lokið námi við háskóla. Þá kemur Ísland ekki einungis illa út í samanburði við nágrannaþjóðir heldur er komið niður fyrir meðaltal OECD. Árið 2008 var Ísland í 18. sæti af 34 löndum OECD þegar kemur að opinberum fjárframlögum til háskóla. Ísland varði árlega að meðaltali 10.429 Bandaríkjadollurum á hvern háskólanema. Til samanburðar var meðaltal OECD ríkjanna 13.717 dollarar og Svíar settu yfir 20.000 Bandaríkjadal á hvern sinn nemanda. Síðan þessar tölur voru birtar hafa framlög ríkisins verið skorin niður um um það bil fjórðung á Íslandi. Þetta þýðir að verið er að reyna að reka háskólakerfi að norrænni fyrirmynd fyrir rétt rúmlega 40% af fjármagninu. Ástandið er slæmt og mun versna með hverju ári nema vitundarvakning verði á mikilvægi þessa málaflokks fyrir framtíðarhorfur í lífsgæðum og atvinnumálum í landinu. Bæði nefndir og sérfræðingar hafa skilað skýrri afstöðu til málsins, nú sé ekki tíminn til þess að draga saman seglin í menntamálum, þvert á móti að nú sé tími til þess að efla þau. Þessi skilaboð hafa verið látin sem vindur um eyru þjóta. Frá „hruni" hafa fjárframlög til háskólanna verið skorin verulega niður að raunvirði. Á sama tíma er þeim gert að taka inn fleiri nemendur en áður. Framlag á hvern nemenda er því að lækka og það mun óhjákvæmilega koma niður á gæðum kennslunnar og skólanna allra. Nú þegar aldrei hefur verið mikilvægara að útskrifa vel menntaða einstaklinga og fá hingað til lands góða nemendur erlendis frá, stefnir allt í hnignun metnaðarfullra háskóla sem geta ekki staðið undir væntingum sem til þeirra eru gerðar. Háskólar verða að geta boðið starfsfólki sínu upp á spennandi vinnuumhverfi og samkeppnishæfar aðstæður og laun og komi ekki til stórtækra stefnubreytinga í þessum málum er ekki langt í að það verði ekki fært. Umræðan um laun stundakennara hefur vart farið fram hjá neinum og starfsfólk háskólanna vinnur við kjör sem engan veginn samræmast þeirri hæfni, menntun og reynslu sem það hefur. Aukinheldur verða háskólarnir að bjóða íslenskum nemendum aðstæður og gæði sem eru sambærileg valkostum erlendis. Námsmenn eiga rétt á þeirri lágmarkskröfu að íslenskir háskólar bjóði þeim upp á námsgæði til jafns við það sem tíðkast á löndunum í kringum okkur. Ef fram heldur sem horfir er framtíðin ekki björt í íslensku háskólastarfi. Viljinn til þess að gera vel er til staðar og á síðustu árum hefur verið unnið þrekvirki með tilliti til niðurskurðar og þess fjármagns sem skólarnir fá. Hættan er sú að vel unnin verk skólanna komi nú í bakið á þeim. Stjórnvöld verða að gera sér grein fyrir því að vel heppnaður niðurskurður er ekki tilefni til frekari niðurskurðar.Kristján Pétur Sæmundsson, formaður Stúdentafélags HR 2011-2012Ebba Karen Garðarsdóttir, formaður Stúdentafélags HR 2012-2013Sara Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ 2012-2013
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar