Stjórnmálasamtökum er gert mishátt undir höfði María Grétarsdóttir og Rakel Sigurgeirsdóttir skrifar 24. maí 2012 06:00 Mikilvægt er í samfélagsumræðunni að sanngirni sé gætt í samanburði á sýnileika stjórnmálasamtaka og rýnt sé í ástæður þess að sum eru sýnilegri en önnur. Margar ástæður geta legið að baki, svo sem eignarhald og tenging ákveðinna fjölmiðla við stjórnmálasamtök sem og mismikil fjárráð stjórnmálasamtaka. Hér er ætlunin að rýna í þá fjárhagslegu mismunun sem stjórnmálasamtök búa við og þó sér í lagi þá áskorun sem það er nýjum framboðum að keppa við eldri framboð í sínum fyrstu kosningum. Í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra kemur fram að árlega skuli úthluta fé úr ríkissjóði til „starfsemi stjórnmálasamtaka" (3. gr. laga nr. 162/2006) sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn í næstliðnum alþingiskosningum. Þetta þýðir að þau stjórnmálasamtök sem fengu a.m.k. einn mann kjörinn inn á þing eða a.m.k. 2,5% atkvæða í síðustu alþingiskosningum fá úthlutað fé úr ríkissjóði einu sinni á ári samkvæmt ákvörðun í fjárlögum. Fjárhæðinni er úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn. Í 3. gr. þessara laga er gert ráð fyrir þeim stjórnmálasamtökum sem fengu engan mann kjörinn í síðustu alþingiskosningum og nýjum framboðum. Þar segir að stjórnmálasamtök sem bjóða fram í öllum kjördæmum í kosningum til Alþingis geti sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði að loknum kosningum til að mæta útlögðum kostnaði við kosningabaráttu. Styrkurinn verður þó aldrei hærri en þrjár milljónir. Árlega er líka veitt fé úr ríkissjóði til „starfsemi þingflokka" á Alþingi samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. Greiða skal jafna fjárhæð fyrir hvern þingmann sem kallast „eining". Að auki er greidd ein eining á hvern þingflokk. Þessu til viðbótar er tólf einingum úthlutað til þingflokka þeirra stjórnmálasamtaka sem eiga ekki aðild að ríkisstjórn. Þær skiptast hlutfallslega á milli þeirra. Það er forsætisnefnd Alþingis sem setur nánari reglur um þessar greiðslur samkvæmt 4. gr. laga nr. 162/2006. Í töflunni hér fyrir neðan hafa framlög úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka og þingflokka á árinu 2012 verið lögð saman svo hægt sé að bera saman fjárráð þeirra sem munu bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Stjórnmálaflokkar og þingmenn eru taldir til þeirra framboða sem þeir hafa lýst yfir að þeir muni bjóða fram með í næstu alþingiskosningum. Framlag vegna Atla Gíslasonar er því ekki talið hér.FlokkurÞingmennSamtalsSamfylking116104.067.144Sjálfstæðisflokkur12087.450.202Framsóknarflokkur1953.919.545Vinstri grænir11274.258.984Dögun1325.357.875Björt framtíð 1648.750SAMSTAÐA 1648.750Samtals 62347.000.000 Af tölunum ætti að vera ljóst að SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar, ásamt öðrum nýjum framboðum, mun ekki keppa við fjórflokkana eða Hreyfinguna, nú Dögun, á jafnræðisgrundvelli í næstu kosningum. Nýju framboðin munu þurfa að reiða sig á netmiðla og útsjónarsemi við kynningu á stefnu sinni og frambjóðendum á meðan núverandi flokkar geta keypt aðgang að kjósendum í gegnum stærri og skilvirkari fjölmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er í samfélagsumræðunni að sanngirni sé gætt í samanburði á sýnileika stjórnmálasamtaka og rýnt sé í ástæður þess að sum eru sýnilegri en önnur. Margar ástæður geta legið að baki, svo sem eignarhald og tenging ákveðinna fjölmiðla við stjórnmálasamtök sem og mismikil fjárráð stjórnmálasamtaka. Hér er ætlunin að rýna í þá fjárhagslegu mismunun sem stjórnmálasamtök búa við og þó sér í lagi þá áskorun sem það er nýjum framboðum að keppa við eldri framboð í sínum fyrstu kosningum. Í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra kemur fram að árlega skuli úthluta fé úr ríkissjóði til „starfsemi stjórnmálasamtaka" (3. gr. laga nr. 162/2006) sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn í næstliðnum alþingiskosningum. Þetta þýðir að þau stjórnmálasamtök sem fengu a.m.k. einn mann kjörinn inn á þing eða a.m.k. 2,5% atkvæða í síðustu alþingiskosningum fá úthlutað fé úr ríkissjóði einu sinni á ári samkvæmt ákvörðun í fjárlögum. Fjárhæðinni er úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn. Í 3. gr. þessara laga er gert ráð fyrir þeim stjórnmálasamtökum sem fengu engan mann kjörinn í síðustu alþingiskosningum og nýjum framboðum. Þar segir að stjórnmálasamtök sem bjóða fram í öllum kjördæmum í kosningum til Alþingis geti sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði að loknum kosningum til að mæta útlögðum kostnaði við kosningabaráttu. Styrkurinn verður þó aldrei hærri en þrjár milljónir. Árlega er líka veitt fé úr ríkissjóði til „starfsemi þingflokka" á Alþingi samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. Greiða skal jafna fjárhæð fyrir hvern þingmann sem kallast „eining". Að auki er greidd ein eining á hvern þingflokk. Þessu til viðbótar er tólf einingum úthlutað til þingflokka þeirra stjórnmálasamtaka sem eiga ekki aðild að ríkisstjórn. Þær skiptast hlutfallslega á milli þeirra. Það er forsætisnefnd Alþingis sem setur nánari reglur um þessar greiðslur samkvæmt 4. gr. laga nr. 162/2006. Í töflunni hér fyrir neðan hafa framlög úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka og þingflokka á árinu 2012 verið lögð saman svo hægt sé að bera saman fjárráð þeirra sem munu bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Stjórnmálaflokkar og þingmenn eru taldir til þeirra framboða sem þeir hafa lýst yfir að þeir muni bjóða fram með í næstu alþingiskosningum. Framlag vegna Atla Gíslasonar er því ekki talið hér.FlokkurÞingmennSamtalsSamfylking116104.067.144Sjálfstæðisflokkur12087.450.202Framsóknarflokkur1953.919.545Vinstri grænir11274.258.984Dögun1325.357.875Björt framtíð 1648.750SAMSTAÐA 1648.750Samtals 62347.000.000 Af tölunum ætti að vera ljóst að SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar, ásamt öðrum nýjum framboðum, mun ekki keppa við fjórflokkana eða Hreyfinguna, nú Dögun, á jafnræðisgrundvelli í næstu kosningum. Nýju framboðin munu þurfa að reiða sig á netmiðla og útsjónarsemi við kynningu á stefnu sinni og frambjóðendum á meðan núverandi flokkar geta keypt aðgang að kjósendum í gegnum stærri og skilvirkari fjölmiðla.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun