Stjórnmálasamtökum er gert mishátt undir höfði María Grétarsdóttir og Rakel Sigurgeirsdóttir skrifar 24. maí 2012 06:00 Mikilvægt er í samfélagsumræðunni að sanngirni sé gætt í samanburði á sýnileika stjórnmálasamtaka og rýnt sé í ástæður þess að sum eru sýnilegri en önnur. Margar ástæður geta legið að baki, svo sem eignarhald og tenging ákveðinna fjölmiðla við stjórnmálasamtök sem og mismikil fjárráð stjórnmálasamtaka. Hér er ætlunin að rýna í þá fjárhagslegu mismunun sem stjórnmálasamtök búa við og þó sér í lagi þá áskorun sem það er nýjum framboðum að keppa við eldri framboð í sínum fyrstu kosningum. Í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra kemur fram að árlega skuli úthluta fé úr ríkissjóði til „starfsemi stjórnmálasamtaka" (3. gr. laga nr. 162/2006) sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn í næstliðnum alþingiskosningum. Þetta þýðir að þau stjórnmálasamtök sem fengu a.m.k. einn mann kjörinn inn á þing eða a.m.k. 2,5% atkvæða í síðustu alþingiskosningum fá úthlutað fé úr ríkissjóði einu sinni á ári samkvæmt ákvörðun í fjárlögum. Fjárhæðinni er úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn. Í 3. gr. þessara laga er gert ráð fyrir þeim stjórnmálasamtökum sem fengu engan mann kjörinn í síðustu alþingiskosningum og nýjum framboðum. Þar segir að stjórnmálasamtök sem bjóða fram í öllum kjördæmum í kosningum til Alþingis geti sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði að loknum kosningum til að mæta útlögðum kostnaði við kosningabaráttu. Styrkurinn verður þó aldrei hærri en þrjár milljónir. Árlega er líka veitt fé úr ríkissjóði til „starfsemi þingflokka" á Alþingi samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. Greiða skal jafna fjárhæð fyrir hvern þingmann sem kallast „eining". Að auki er greidd ein eining á hvern þingflokk. Þessu til viðbótar er tólf einingum úthlutað til þingflokka þeirra stjórnmálasamtaka sem eiga ekki aðild að ríkisstjórn. Þær skiptast hlutfallslega á milli þeirra. Það er forsætisnefnd Alþingis sem setur nánari reglur um þessar greiðslur samkvæmt 4. gr. laga nr. 162/2006. Í töflunni hér fyrir neðan hafa framlög úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka og þingflokka á árinu 2012 verið lögð saman svo hægt sé að bera saman fjárráð þeirra sem munu bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Stjórnmálaflokkar og þingmenn eru taldir til þeirra framboða sem þeir hafa lýst yfir að þeir muni bjóða fram með í næstu alþingiskosningum. Framlag vegna Atla Gíslasonar er því ekki talið hér.FlokkurÞingmennSamtalsSamfylking116104.067.144Sjálfstæðisflokkur12087.450.202Framsóknarflokkur1953.919.545Vinstri grænir11274.258.984Dögun1325.357.875Björt framtíð 1648.750SAMSTAÐA 1648.750Samtals 62347.000.000 Af tölunum ætti að vera ljóst að SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar, ásamt öðrum nýjum framboðum, mun ekki keppa við fjórflokkana eða Hreyfinguna, nú Dögun, á jafnræðisgrundvelli í næstu kosningum. Nýju framboðin munu þurfa að reiða sig á netmiðla og útsjónarsemi við kynningu á stefnu sinni og frambjóðendum á meðan núverandi flokkar geta keypt aðgang að kjósendum í gegnum stærri og skilvirkari fjölmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er í samfélagsumræðunni að sanngirni sé gætt í samanburði á sýnileika stjórnmálasamtaka og rýnt sé í ástæður þess að sum eru sýnilegri en önnur. Margar ástæður geta legið að baki, svo sem eignarhald og tenging ákveðinna fjölmiðla við stjórnmálasamtök sem og mismikil fjárráð stjórnmálasamtaka. Hér er ætlunin að rýna í þá fjárhagslegu mismunun sem stjórnmálasamtök búa við og þó sér í lagi þá áskorun sem það er nýjum framboðum að keppa við eldri framboð í sínum fyrstu kosningum. Í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra kemur fram að árlega skuli úthluta fé úr ríkissjóði til „starfsemi stjórnmálasamtaka" (3. gr. laga nr. 162/2006) sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn í næstliðnum alþingiskosningum. Þetta þýðir að þau stjórnmálasamtök sem fengu a.m.k. einn mann kjörinn inn á þing eða a.m.k. 2,5% atkvæða í síðustu alþingiskosningum fá úthlutað fé úr ríkissjóði einu sinni á ári samkvæmt ákvörðun í fjárlögum. Fjárhæðinni er úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn. Í 3. gr. þessara laga er gert ráð fyrir þeim stjórnmálasamtökum sem fengu engan mann kjörinn í síðustu alþingiskosningum og nýjum framboðum. Þar segir að stjórnmálasamtök sem bjóða fram í öllum kjördæmum í kosningum til Alþingis geti sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði að loknum kosningum til að mæta útlögðum kostnaði við kosningabaráttu. Styrkurinn verður þó aldrei hærri en þrjár milljónir. Árlega er líka veitt fé úr ríkissjóði til „starfsemi þingflokka" á Alþingi samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. Greiða skal jafna fjárhæð fyrir hvern þingmann sem kallast „eining". Að auki er greidd ein eining á hvern þingflokk. Þessu til viðbótar er tólf einingum úthlutað til þingflokka þeirra stjórnmálasamtaka sem eiga ekki aðild að ríkisstjórn. Þær skiptast hlutfallslega á milli þeirra. Það er forsætisnefnd Alþingis sem setur nánari reglur um þessar greiðslur samkvæmt 4. gr. laga nr. 162/2006. Í töflunni hér fyrir neðan hafa framlög úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka og þingflokka á árinu 2012 verið lögð saman svo hægt sé að bera saman fjárráð þeirra sem munu bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Stjórnmálaflokkar og þingmenn eru taldir til þeirra framboða sem þeir hafa lýst yfir að þeir muni bjóða fram með í næstu alþingiskosningum. Framlag vegna Atla Gíslasonar er því ekki talið hér.FlokkurÞingmennSamtalsSamfylking116104.067.144Sjálfstæðisflokkur12087.450.202Framsóknarflokkur1953.919.545Vinstri grænir11274.258.984Dögun1325.357.875Björt framtíð 1648.750SAMSTAÐA 1648.750Samtals 62347.000.000 Af tölunum ætti að vera ljóst að SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar, ásamt öðrum nýjum framboðum, mun ekki keppa við fjórflokkana eða Hreyfinguna, nú Dögun, á jafnræðisgrundvelli í næstu kosningum. Nýju framboðin munu þurfa að reiða sig á netmiðla og útsjónarsemi við kynningu á stefnu sinni og frambjóðendum á meðan núverandi flokkar geta keypt aðgang að kjósendum í gegnum stærri og skilvirkari fjölmiðla.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar