Ég hafði val Íris Ásta Pétursdóttir Viborg skrifar 23. maí 2012 16:50 Í nokkur ár hef ég heyrt málefnaleg rök um þróun handboltans sem og innihaldslausar umræður um að efstu liðin séu að eyðileggja kvennahandboltann á Íslandi. Eftir að pistillinn „Hver er þróun kvennahandboltans?" birtist á visir.is, get ég ekki annað en sýnt fólki aðra hlið á þessu máli. Ég hef spilað í nokkrum liðum hér á Íslandi, en seinustu árin hef ég æft og spilað á Hlíðarenda. Hver er ástæðan fyrir því? Jú, þar ríkir mikill metnaður, aðstaðan er til fyrirmyndar og miklar væntingar eru bornar til leikmanna Vals. En af hverju vilja margir leikmenn æfa og spila á Hlíðarenda? Meistaraflokkar kvenna og karla í Val fá meira en bara 2ja klst æfingu 5 daga vikunnar. 2- 3svar í viku er boðið upp á skot- og teknískar æfingar í hádeginu. Undanfarin ár hafa þjálfarar á borð við Dag Sigurðsson, Óskar Bjarna Óskarsson og Karl Erlingsson, séð um þessar æfingar. Ef maður komst ekki á föstu hádegisæfingarnar, gat maður alltaf hringt í sinn eigin þjálfara og fundið annan tíma. Meistaraflokkarnir í handbolta, sem og öðrum boltagreinum Vals, hafa verið með toppfólk til þess að sjá um líkamstyrk og fyrirbyggjandi æfingar fyrir leikmenn. Kjartan Orri Sigurðsson íþróttafræðingur, Valgeir Viðarsson sjúkraþjálfari og margir aðrir hafa lagt mikla vinnu og metnað í að sjá um þessa hluti. Hóparnir fá lista yfir þær æfingar sem þeir eiga að gera, en leikmenn geta einnig beðið um sitt eigið prógramm. Andlega hliðin skiptir miklu máli í íþróttum. Við í Val erum það lánsöm að geta gengið að fagaðilum sem geta hjálpað okkur með andlegu málin. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Hafrún Kristjánsdóttir doktorsnemi í sálfræði, hafa í gegnum árin hjálpað meistarflokki kvenna í Val. Ég persónulega hef alltaf getað leitað til þeirra og fengið leiðsögn um hvernig eigi að eiga við stress og annað. Eins og sjá má, er umgjörð Vals í toppklassa og ég er nokkuð viss um að Fram er með svipaða umgjörð. Flestallir leikmenn sem fara úr öðrum liðum yfir í Fram eða Val, hafa bætt sig verulega og metnaðurinn þeirra hefur aukist. Er þetta tilviljun ein? Tökum dæmi. Karólína Bæhrenz fór úr Gróttu yfir í Val fyrir 3 árum. Á Hlíðarenda hefur hún blómstrað sem leikmaður og er í dag A-landsliðskona og var með yfir 85% nýtingu í vetur. Birna Berg hefur verið ein efnilegasta handboltakona landsins. Eftir að hún fór úr FH yfir í Fram hefur metnaður hennar aukist það mikið, að hún er búin að leggja fótboltann á hilluna, og stefnir í að verða ein besta örvhenta skytta landsins. Áður en hún meiddist, var hún í Brasilíuhópnum og spilaði þar á móti bestu liðum heims. Guðný Jenný Ásmundsdóttir ákvað að taka skóna af hillunni eftir barneignir og æfa með Val. Það tók hana rúmt ár að fara úr því að vera varamarkmaður Vals yfir í að vera byrjunaliðsmaður síns félags og A-landsliðsins. Ég gæti haldið áfram endalaust en ég held að ég sé búin að svara því að þetta er engin tilviljun. Einnig má benda á að á þeim tíma sem Fram og Valur hafa haft yfirburði í íslenskum handbolta þá hefur íslenska landsliðið tekið stórstígum framförum. Spilað á tveimur stórmótum og staðið sig glæsilega á öðru þeirra. Slíkt hlýtur að teljast afskaplega jákvæð þróun fyrir íslenskan kvennahandbolta en uppistaðan í A-landsliði kvenna eru leikmenn frá Fram og Val. Einnig var slegið áhorfendamet þegar Valur og Fram áttust við í úrslitakeppni HSÍ, en þar mættu yfir 1.800 manns til þess að sjá hverjir myndu hampa titlinum. Ég spyr því önnur félagslið landsins: Hvernig er ykkar umgjörð? Hvað þurfið þið að gera til þess að betrumbæta aðstæður og sýna leikmönnum að hjá ykkur ríki mikill metnaður? Hvað þurfið þið að gera til þess að breyta ungu og efnilegu liði í úrvalslið? Hvernig stendur á því að leikmenn eru tilbúnir að fara frá félögum sem þeir eru öryggir með spilatíma hjá yfir í lið eins og Fram og Val þar sem spilatími getur orðið minni? Gæti það haft eitthvað með þá umgjörð og þjálfun sem boðið er upp á að gera? Er ekki tímabært að félagslið fari að líta í eigin barm? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nokkur ár hef ég heyrt málefnaleg rök um þróun handboltans sem og innihaldslausar umræður um að efstu liðin séu að eyðileggja kvennahandboltann á Íslandi. Eftir að pistillinn „Hver er þróun kvennahandboltans?" birtist á visir.is, get ég ekki annað en sýnt fólki aðra hlið á þessu máli. Ég hef spilað í nokkrum liðum hér á Íslandi, en seinustu árin hef ég æft og spilað á Hlíðarenda. Hver er ástæðan fyrir því? Jú, þar ríkir mikill metnaður, aðstaðan er til fyrirmyndar og miklar væntingar eru bornar til leikmanna Vals. En af hverju vilja margir leikmenn æfa og spila á Hlíðarenda? Meistaraflokkar kvenna og karla í Val fá meira en bara 2ja klst æfingu 5 daga vikunnar. 2- 3svar í viku er boðið upp á skot- og teknískar æfingar í hádeginu. Undanfarin ár hafa þjálfarar á borð við Dag Sigurðsson, Óskar Bjarna Óskarsson og Karl Erlingsson, séð um þessar æfingar. Ef maður komst ekki á föstu hádegisæfingarnar, gat maður alltaf hringt í sinn eigin þjálfara og fundið annan tíma. Meistaraflokkarnir í handbolta, sem og öðrum boltagreinum Vals, hafa verið með toppfólk til þess að sjá um líkamstyrk og fyrirbyggjandi æfingar fyrir leikmenn. Kjartan Orri Sigurðsson íþróttafræðingur, Valgeir Viðarsson sjúkraþjálfari og margir aðrir hafa lagt mikla vinnu og metnað í að sjá um þessa hluti. Hóparnir fá lista yfir þær æfingar sem þeir eiga að gera, en leikmenn geta einnig beðið um sitt eigið prógramm. Andlega hliðin skiptir miklu máli í íþróttum. Við í Val erum það lánsöm að geta gengið að fagaðilum sem geta hjálpað okkur með andlegu málin. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Hafrún Kristjánsdóttir doktorsnemi í sálfræði, hafa í gegnum árin hjálpað meistarflokki kvenna í Val. Ég persónulega hef alltaf getað leitað til þeirra og fengið leiðsögn um hvernig eigi að eiga við stress og annað. Eins og sjá má, er umgjörð Vals í toppklassa og ég er nokkuð viss um að Fram er með svipaða umgjörð. Flestallir leikmenn sem fara úr öðrum liðum yfir í Fram eða Val, hafa bætt sig verulega og metnaðurinn þeirra hefur aukist. Er þetta tilviljun ein? Tökum dæmi. Karólína Bæhrenz fór úr Gróttu yfir í Val fyrir 3 árum. Á Hlíðarenda hefur hún blómstrað sem leikmaður og er í dag A-landsliðskona og var með yfir 85% nýtingu í vetur. Birna Berg hefur verið ein efnilegasta handboltakona landsins. Eftir að hún fór úr FH yfir í Fram hefur metnaður hennar aukist það mikið, að hún er búin að leggja fótboltann á hilluna, og stefnir í að verða ein besta örvhenta skytta landsins. Áður en hún meiddist, var hún í Brasilíuhópnum og spilaði þar á móti bestu liðum heims. Guðný Jenný Ásmundsdóttir ákvað að taka skóna af hillunni eftir barneignir og æfa með Val. Það tók hana rúmt ár að fara úr því að vera varamarkmaður Vals yfir í að vera byrjunaliðsmaður síns félags og A-landsliðsins. Ég gæti haldið áfram endalaust en ég held að ég sé búin að svara því að þetta er engin tilviljun. Einnig má benda á að á þeim tíma sem Fram og Valur hafa haft yfirburði í íslenskum handbolta þá hefur íslenska landsliðið tekið stórstígum framförum. Spilað á tveimur stórmótum og staðið sig glæsilega á öðru þeirra. Slíkt hlýtur að teljast afskaplega jákvæð þróun fyrir íslenskan kvennahandbolta en uppistaðan í A-landsliði kvenna eru leikmenn frá Fram og Val. Einnig var slegið áhorfendamet þegar Valur og Fram áttust við í úrslitakeppni HSÍ, en þar mættu yfir 1.800 manns til þess að sjá hverjir myndu hampa titlinum. Ég spyr því önnur félagslið landsins: Hvernig er ykkar umgjörð? Hvað þurfið þið að gera til þess að betrumbæta aðstæður og sýna leikmönnum að hjá ykkur ríki mikill metnaður? Hvað þurfið þið að gera til þess að breyta ungu og efnilegu liði í úrvalslið? Hvernig stendur á því að leikmenn eru tilbúnir að fara frá félögum sem þeir eru öryggir með spilatíma hjá yfir í lið eins og Fram og Val þar sem spilatími getur orðið minni? Gæti það haft eitthvað með þá umgjörð og þjálfun sem boðið er upp á að gera? Er ekki tímabært að félagslið fari að líta í eigin barm?
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar