Ég hafði val Íris Ásta Pétursdóttir Viborg skrifar 23. maí 2012 16:50 Í nokkur ár hef ég heyrt málefnaleg rök um þróun handboltans sem og innihaldslausar umræður um að efstu liðin séu að eyðileggja kvennahandboltann á Íslandi. Eftir að pistillinn „Hver er þróun kvennahandboltans?" birtist á visir.is, get ég ekki annað en sýnt fólki aðra hlið á þessu máli. Ég hef spilað í nokkrum liðum hér á Íslandi, en seinustu árin hef ég æft og spilað á Hlíðarenda. Hver er ástæðan fyrir því? Jú, þar ríkir mikill metnaður, aðstaðan er til fyrirmyndar og miklar væntingar eru bornar til leikmanna Vals. En af hverju vilja margir leikmenn æfa og spila á Hlíðarenda? Meistaraflokkar kvenna og karla í Val fá meira en bara 2ja klst æfingu 5 daga vikunnar. 2- 3svar í viku er boðið upp á skot- og teknískar æfingar í hádeginu. Undanfarin ár hafa þjálfarar á borð við Dag Sigurðsson, Óskar Bjarna Óskarsson og Karl Erlingsson, séð um þessar æfingar. Ef maður komst ekki á föstu hádegisæfingarnar, gat maður alltaf hringt í sinn eigin þjálfara og fundið annan tíma. Meistaraflokkarnir í handbolta, sem og öðrum boltagreinum Vals, hafa verið með toppfólk til þess að sjá um líkamstyrk og fyrirbyggjandi æfingar fyrir leikmenn. Kjartan Orri Sigurðsson íþróttafræðingur, Valgeir Viðarsson sjúkraþjálfari og margir aðrir hafa lagt mikla vinnu og metnað í að sjá um þessa hluti. Hóparnir fá lista yfir þær æfingar sem þeir eiga að gera, en leikmenn geta einnig beðið um sitt eigið prógramm. Andlega hliðin skiptir miklu máli í íþróttum. Við í Val erum það lánsöm að geta gengið að fagaðilum sem geta hjálpað okkur með andlegu málin. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Hafrún Kristjánsdóttir doktorsnemi í sálfræði, hafa í gegnum árin hjálpað meistarflokki kvenna í Val. Ég persónulega hef alltaf getað leitað til þeirra og fengið leiðsögn um hvernig eigi að eiga við stress og annað. Eins og sjá má, er umgjörð Vals í toppklassa og ég er nokkuð viss um að Fram er með svipaða umgjörð. Flestallir leikmenn sem fara úr öðrum liðum yfir í Fram eða Val, hafa bætt sig verulega og metnaðurinn þeirra hefur aukist. Er þetta tilviljun ein? Tökum dæmi. Karólína Bæhrenz fór úr Gróttu yfir í Val fyrir 3 árum. Á Hlíðarenda hefur hún blómstrað sem leikmaður og er í dag A-landsliðskona og var með yfir 85% nýtingu í vetur. Birna Berg hefur verið ein efnilegasta handboltakona landsins. Eftir að hún fór úr FH yfir í Fram hefur metnaður hennar aukist það mikið, að hún er búin að leggja fótboltann á hilluna, og stefnir í að verða ein besta örvhenta skytta landsins. Áður en hún meiddist, var hún í Brasilíuhópnum og spilaði þar á móti bestu liðum heims. Guðný Jenný Ásmundsdóttir ákvað að taka skóna af hillunni eftir barneignir og æfa með Val. Það tók hana rúmt ár að fara úr því að vera varamarkmaður Vals yfir í að vera byrjunaliðsmaður síns félags og A-landsliðsins. Ég gæti haldið áfram endalaust en ég held að ég sé búin að svara því að þetta er engin tilviljun. Einnig má benda á að á þeim tíma sem Fram og Valur hafa haft yfirburði í íslenskum handbolta þá hefur íslenska landsliðið tekið stórstígum framförum. Spilað á tveimur stórmótum og staðið sig glæsilega á öðru þeirra. Slíkt hlýtur að teljast afskaplega jákvæð þróun fyrir íslenskan kvennahandbolta en uppistaðan í A-landsliði kvenna eru leikmenn frá Fram og Val. Einnig var slegið áhorfendamet þegar Valur og Fram áttust við í úrslitakeppni HSÍ, en þar mættu yfir 1.800 manns til þess að sjá hverjir myndu hampa titlinum. Ég spyr því önnur félagslið landsins: Hvernig er ykkar umgjörð? Hvað þurfið þið að gera til þess að betrumbæta aðstæður og sýna leikmönnum að hjá ykkur ríki mikill metnaður? Hvað þurfið þið að gera til þess að breyta ungu og efnilegu liði í úrvalslið? Hvernig stendur á því að leikmenn eru tilbúnir að fara frá félögum sem þeir eru öryggir með spilatíma hjá yfir í lið eins og Fram og Val þar sem spilatími getur orðið minni? Gæti það haft eitthvað með þá umgjörð og þjálfun sem boðið er upp á að gera? Er ekki tímabært að félagslið fari að líta í eigin barm? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í nokkur ár hef ég heyrt málefnaleg rök um þróun handboltans sem og innihaldslausar umræður um að efstu liðin séu að eyðileggja kvennahandboltann á Íslandi. Eftir að pistillinn „Hver er þróun kvennahandboltans?" birtist á visir.is, get ég ekki annað en sýnt fólki aðra hlið á þessu máli. Ég hef spilað í nokkrum liðum hér á Íslandi, en seinustu árin hef ég æft og spilað á Hlíðarenda. Hver er ástæðan fyrir því? Jú, þar ríkir mikill metnaður, aðstaðan er til fyrirmyndar og miklar væntingar eru bornar til leikmanna Vals. En af hverju vilja margir leikmenn æfa og spila á Hlíðarenda? Meistaraflokkar kvenna og karla í Val fá meira en bara 2ja klst æfingu 5 daga vikunnar. 2- 3svar í viku er boðið upp á skot- og teknískar æfingar í hádeginu. Undanfarin ár hafa þjálfarar á borð við Dag Sigurðsson, Óskar Bjarna Óskarsson og Karl Erlingsson, séð um þessar æfingar. Ef maður komst ekki á föstu hádegisæfingarnar, gat maður alltaf hringt í sinn eigin þjálfara og fundið annan tíma. Meistaraflokkarnir í handbolta, sem og öðrum boltagreinum Vals, hafa verið með toppfólk til þess að sjá um líkamstyrk og fyrirbyggjandi æfingar fyrir leikmenn. Kjartan Orri Sigurðsson íþróttafræðingur, Valgeir Viðarsson sjúkraþjálfari og margir aðrir hafa lagt mikla vinnu og metnað í að sjá um þessa hluti. Hóparnir fá lista yfir þær æfingar sem þeir eiga að gera, en leikmenn geta einnig beðið um sitt eigið prógramm. Andlega hliðin skiptir miklu máli í íþróttum. Við í Val erum það lánsöm að geta gengið að fagaðilum sem geta hjálpað okkur með andlegu málin. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Hafrún Kristjánsdóttir doktorsnemi í sálfræði, hafa í gegnum árin hjálpað meistarflokki kvenna í Val. Ég persónulega hef alltaf getað leitað til þeirra og fengið leiðsögn um hvernig eigi að eiga við stress og annað. Eins og sjá má, er umgjörð Vals í toppklassa og ég er nokkuð viss um að Fram er með svipaða umgjörð. Flestallir leikmenn sem fara úr öðrum liðum yfir í Fram eða Val, hafa bætt sig verulega og metnaðurinn þeirra hefur aukist. Er þetta tilviljun ein? Tökum dæmi. Karólína Bæhrenz fór úr Gróttu yfir í Val fyrir 3 árum. Á Hlíðarenda hefur hún blómstrað sem leikmaður og er í dag A-landsliðskona og var með yfir 85% nýtingu í vetur. Birna Berg hefur verið ein efnilegasta handboltakona landsins. Eftir að hún fór úr FH yfir í Fram hefur metnaður hennar aukist það mikið, að hún er búin að leggja fótboltann á hilluna, og stefnir í að verða ein besta örvhenta skytta landsins. Áður en hún meiddist, var hún í Brasilíuhópnum og spilaði þar á móti bestu liðum heims. Guðný Jenný Ásmundsdóttir ákvað að taka skóna af hillunni eftir barneignir og æfa með Val. Það tók hana rúmt ár að fara úr því að vera varamarkmaður Vals yfir í að vera byrjunaliðsmaður síns félags og A-landsliðsins. Ég gæti haldið áfram endalaust en ég held að ég sé búin að svara því að þetta er engin tilviljun. Einnig má benda á að á þeim tíma sem Fram og Valur hafa haft yfirburði í íslenskum handbolta þá hefur íslenska landsliðið tekið stórstígum framförum. Spilað á tveimur stórmótum og staðið sig glæsilega á öðru þeirra. Slíkt hlýtur að teljast afskaplega jákvæð þróun fyrir íslenskan kvennahandbolta en uppistaðan í A-landsliði kvenna eru leikmenn frá Fram og Val. Einnig var slegið áhorfendamet þegar Valur og Fram áttust við í úrslitakeppni HSÍ, en þar mættu yfir 1.800 manns til þess að sjá hverjir myndu hampa titlinum. Ég spyr því önnur félagslið landsins: Hvernig er ykkar umgjörð? Hvað þurfið þið að gera til þess að betrumbæta aðstæður og sýna leikmönnum að hjá ykkur ríki mikill metnaður? Hvað þurfið þið að gera til þess að breyta ungu og efnilegu liði í úrvalslið? Hvernig stendur á því að leikmenn eru tilbúnir að fara frá félögum sem þeir eru öryggir með spilatíma hjá yfir í lið eins og Fram og Val þar sem spilatími getur orðið minni? Gæti það haft eitthvað með þá umgjörð og þjálfun sem boðið er upp á að gera? Er ekki tímabært að félagslið fari að líta í eigin barm?
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun