Komdu út að leika Kolbrún Baldursdóttir skrifar 26. maí 2012 06:00 Við fögnum Degi barnsins í fimmta sinn á morgun en samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í október árið 2007 er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Yfirskrift dagsins í ár er „Gleði og samvera“. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að átaksverkefninu „Hreyfing og líkamlegt heilbrigði“ sem ætlað er að efla vitund um mikilvægi heilbrigðs lífs fyrir börn; hvort heldur er út frá líkamlegu og andlegu heilbrigði sem og í forvarnarlegu tilliti. Verkefnið byggir á ákvæðum barnasáttmála um rétt barna til heilsuverndar og banni við mismunun, einnig á ákvæðum sáttmálans um ábyrgð foreldra og aðildarríkja. Umræðan um líkamlegt heilbrigði barna þarf á ölllum tímum að vera lifandi og frjó. Við þurfum að hafa vakandi auga með þróuninni hér á landi, hvað varðar næringu og þyngd barna á Íslandi. Það eru ekki einungis heilsufarslegar afleiðingar fyrir börnin sem um ræðir heldur einnig sjálfsmynd þeirra sem er í mótun. Foreldrar eru í lykilhlutverki í þessu sem og öðru er varðar börn þeirra. Þeir eru ekki eingöngu helstu fyrirmyndir þeirra, heldur bera þeir ábyrgð á innkaupum og mataræði fjölskyldunnar. Barn sem horfir á foreldra sína lifa heilbrigðu lífi, huga að hollu mataræði og stunda reglulega hreyfingu er líklegt til að vilja feta í sömu fótspor. Öll börn, óháð efnahag foreldra, eiga rétt á að stunda hreyfingu við hæfi, íþrótta- og frístundastarf. Flestir eru sammála um að leikir, íþróttir og almenn hreyfing hafa forvarnagildi. Margar rannsóknir hafa t.a.m. sýnt að börn sem stunda íþróttir eru í minni hættu á að leiðast út í vandamál tengd unglingsárunum. Það er á ábyrgð okkar að skapa þeim viðeigandi vettvang til íþrótta- og tómstundaiðkana þar sem þau geta komið saman, leikið sér og fengið hreyfingu við hæfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Við fögnum Degi barnsins í fimmta sinn á morgun en samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í október árið 2007 er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Yfirskrift dagsins í ár er „Gleði og samvera“. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að átaksverkefninu „Hreyfing og líkamlegt heilbrigði“ sem ætlað er að efla vitund um mikilvægi heilbrigðs lífs fyrir börn; hvort heldur er út frá líkamlegu og andlegu heilbrigði sem og í forvarnarlegu tilliti. Verkefnið byggir á ákvæðum barnasáttmála um rétt barna til heilsuverndar og banni við mismunun, einnig á ákvæðum sáttmálans um ábyrgð foreldra og aðildarríkja. Umræðan um líkamlegt heilbrigði barna þarf á ölllum tímum að vera lifandi og frjó. Við þurfum að hafa vakandi auga með þróuninni hér á landi, hvað varðar næringu og þyngd barna á Íslandi. Það eru ekki einungis heilsufarslegar afleiðingar fyrir börnin sem um ræðir heldur einnig sjálfsmynd þeirra sem er í mótun. Foreldrar eru í lykilhlutverki í þessu sem og öðru er varðar börn þeirra. Þeir eru ekki eingöngu helstu fyrirmyndir þeirra, heldur bera þeir ábyrgð á innkaupum og mataræði fjölskyldunnar. Barn sem horfir á foreldra sína lifa heilbrigðu lífi, huga að hollu mataræði og stunda reglulega hreyfingu er líklegt til að vilja feta í sömu fótspor. Öll börn, óháð efnahag foreldra, eiga rétt á að stunda hreyfingu við hæfi, íþrótta- og frístundastarf. Flestir eru sammála um að leikir, íþróttir og almenn hreyfing hafa forvarnagildi. Margar rannsóknir hafa t.a.m. sýnt að börn sem stunda íþróttir eru í minni hættu á að leiðast út í vandamál tengd unglingsárunum. Það er á ábyrgð okkar að skapa þeim viðeigandi vettvang til íþrótta- og tómstundaiðkana þar sem þau geta komið saman, leikið sér og fengið hreyfingu við hæfi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun