Fleiri fréttir

Tómir kofar

Stutt en áhugaverð umræða fór fram um EES-samninginn á Alþingi fyrr í vikunni. Tilefnið var skýrsla norskra stjórnvalda um samninga Noregs við Evrópusambandið. Þar er meðal meginniðurstaðna að EES-samningurinn hafi verið norskum hagsmunum mjög til framdráttar en hins vegar felist í honum verulegt fullveldisafsal, á mun víðtækara sviði en menn sáu fyrir í upphafi, enda taki reglur ESB nánast sjálfkrafa gildi í Noregi án þess að norsk stjórnvöld geti haft á þær áhrif. Í þessu felist sömuleiðis mikill lýðræðisvandi.

Orkunýting og ferðaþjónusta

Gústaf Adolf Skúlason skrifar

Víða getur ferðaþjónusta og orkuvinnsla farið vel saman.“ Svo segir m.a. í umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða – rammaáætlun. Samtökin leggjast hins vegar gegn orkunýtingu á tilteknum svæðum. En hver eru tengsl orkunýtingar og ferðaþjónustu?

Vöggugjöf

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Kynjamunur á námsárangri í Reykjavík er fyrst og fremst í íslensku. Munurinn kemur afdráttarlaust fram í lesskimun í 2. bekk grunnskóla og er ekki nýr af nálinni. Kennarar vita þetta vel og misræmið kemur glöggt fram í alþjóðlegum greiningum. Í greiningu starfshóps borgarinnar um stráka og námsárangur kemur fram að einn sterkasti forspárþátturinn fyrir árangri í íslensku hjá bæði hjá stúlkum og drengjum er ánægja af lestri.

Moskumótmælin

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Kirkjuhúsalandslag Íslands er að breytast. Verða moskur, hindúamusteri, sýnagógur og aðrar byggingar trúfélaga við hliðina á "kirkjunum okkar“ í framtíðinni? Nokkrir Íslendingar mótmæla kröftuglega byggingu mosku. Ýmis rök eru færð og hvíslað er um að slíkar byggingar geti orðið gróðrarstíur samfélagslegrar mengunar. Tortryggnisraddir heyrast í samfélaginu. Gagnrýni er góð en rógur ólíðandi.

Kirkjan þarf séra Gunnar Sigurjónsson

Benedikt Guðmundsson skrifar

Eftir samræður mínar við fólk á förnum vegi síðustu vikuna um val á nýjum biskup fyrir Ísland er séra Gunnar Sigurjónsson prestur í Digraneskirkju efstur í huga mínum og þeirra sem ég hef rætt við.

Greiðari leið til lífgjafar eftir andlát

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Allmörg nýru úr lifandi gjöfum eru grædd í Íslendinga ár hvert. Vegna þessarar gjafmildi á annað nýra sitt til nákominna fjölskyldumeðlima hefur fjöldi fólks öðlast möguleika til verulega aukinna lífsgæða.

Flutt að heiman

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Inn um lúguna kom bréf um daginn. Það var stílað á heimasætuna en þó tekið fram að bréfið væri ætlað foreldrunum. Ég reif það upp annars hugar og sá að þetta var tilkynning um skráningu skottunnar í grunnskóla. Fyrstu viðbrögð mín voru að hér væri einhver misskilningur á ferðinni, stelpan rétt nýfædd að mér fannst!

Moska, mannréttindi og kristin trú

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir skrifar

Fyrir 14 árum bjó ég um tíma í landi þar sem fjöldi trúarbragða er sýnilegur á kröftugan og litríkan hátt, meðal annars með fjölda trúarhátíða. Meirihluti landsmanna eða rúmlega 60% eru múslímar, tæp 20% búddistar, tæp 10% kristnir og rúmlega 7% hindúar.

Barnasáttmáli SÞ er lykill að stuðningi við börn sem eru þolendur mansals

Gordon Alexander skrifar

Ef til vill hljómar þetta eins og klisja, en er þó staðreynd sem aldrei má gleymast. Þetta er kjarni Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem enn í dag – 22 árum eftir upptöku – myndar sterkan ramma utan um barnavernd og er leiðarstjarna þess fagfólks sem glímir við mansal á börnum.

Betra samfélag

Í dag eru rétt þrjú ár liðin frá því minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG tók við völdum eftir alvarlegasta fjármálahrun í sögu lýðveldisins. Í þingkosningunum 25. apríl sama ár fengu þessir flokkar skýrt meirihlutaumboð frá kjósendum.

Versti dagur Samfylkingarinnar

Einar Pétur Heiðarsson skrifar

Það hefur ekki alltaf verið auðvelt að vera stuðningsmaður Samfylkingarinnar síðustu fimm árin. Þó svo að baráttumálin og markmiðin séu skýr, aukinn jöfnuður, jafnrétti og réttlæti, umhverfisvernd, efnahagslegur stöðugleiki, innganga í ESB og upptaka evru, svo eitthvað sé nefnt, þá hefur ekki alltaf tekist að fylgja þeim hugsjónum eftir. Í raun er það þó ekki vandamálið. Allir sem fylgjast með stjórnmálum gera sér grein fyrir því að stjórnmál eru leið samninga og sátta. Fáir stjórnmálaflokkar á vesturlöndum hafa kjörfylgi og áhrif til þess að hrinda öllum sínum hugsjónum í framkvæmd. Það er helst að breska kosningakerfið, með sín einmenningskjördæmi, skapi slíkar aðstæður. En jafnvel í því kerfi byggjast stjórnmálin á samningum og málamiðlunum. Flokkarnir eru vissulega færri en samningaviðræðurnar fara þá fram innan flokkanna þar sem hver þingmaður þarf að taka tillit til kjósenda sinna vilji hann tryggja sér áframhaldandi þingsetu.

Við sníðum norræna velferðarsamfélagið að framtíðinni

Í dag hefst ársfundur SAMAK (samtaka norrænna jafnaðarmanna og verkalýðshreyfinga) í Stokkhólmi með bjartsýni inn í framtíðina að leiðarljósi. Jafnaðarmenn á Norðurlöndum sigra í kosningum, veita ríkisstjórnum forystu og standa að árangursríkum pólitískum bandalögum. Tíunda stærsta efnahagskerfi heims er á Norðurlöndum með rúmlega 25 milljónir íbúa. Hvers kyns samanburður á heimsvísu sýnir að Norðurlönd eru í fararbroddi hvað lífsgæði varðar.

Um hvað eru hagfræðingar sammála?

Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar

Frá bankahruni hafa hagfræðingar verið nokkuð í sviðsljósinu. Stéttin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki varað við ósköpunum en á sama tíma hefur verið leitað til hennar til að skýra hvað gekk hér á. Þá hefur hún verið fyrirferðarmikil í umræðu um nokkur helstu hitamál samtímans svo sem gjaldmiðilinn, verðtrygginguna og Icesave-málið. Í þessum málum og fleiri hafa hagfræðingar viðrað fjölbreyttar skoðanir og virðist

Okkur blæðir!

Teitur Guðmundsson skrifar

Ég ætla að vekja máls að nýju á þeirri staðreynd að samtengd rafræn sjúkraskrá á landsvísu hefur ekki enn litið dagsins ljós þrátt fyrir áralangar umræður um nauðsyn og gagnsemi slíks fyrirkomulags.

Konur mæta ekki nógu vel í leit að leghálskrabba

Árangur leghálskrabbameinsleitar hér á landi, sem hófst 1964, er ótvíræður. Nýgengi sjúkdómsins (fjöldi nýrra tilfella) hefur á síðustu áratugum lækkað um 71% og dánartíðnin um 93%. Þessi árangur hefur náðst vegna skipulagsbreytinga í leitarstarfinu eftir 1980 sem leiddi til þess að mæting í aldurshópnum 25-69 ára fór úr 50% 1980 í 82% 1992. Mætingin hefur þó síðan farið minnkandi og hefur síðustu fimm árin verið rúmlega 70% á þessum aldri og um 52% á aldrinum 20-24 ára.

Óklárað uppgjör

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Þingmenn úr að minnsta kosti þremur flokkum, auk óháðra, munu í vikunni leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um rannsókn á einkavæðingu ríkisbankanna, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Þar vilja þingmennirnir, undir forystu Skúla Helgasonar í Samfylkingu, að skoðað verði ferlið við sölu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Búnaðarbankans og Landsbankans.

ESB, IPA, BHM OG BSRB

Ögmundur Jónasson skrifar

Þegar Alþingi Íslendinga samþykkti að gengið skyldi til viðræðna við Evrópusambandið um mögulega aðild Íslands að sambandinu stóðu mörg okkar í þeirri trú að það yrði tiltölulega einfalt ferli, enda Ísland þegar þátttakandi í EES-samstarfinu og þar með innri markaði ESB. Fyrirmyndina var að finna frá viðræðum ESB og Noregs í upphafi 10. áratugar síðustu aldar.

Borgarafundur um nýja mynt?

Magnús Orri Schram skrifar

Fyrir viku síðan var haldinn fjölmennur borgarafundur um verðtrygginguna í Háskólabíó. Þar voru dregin fram mörg dæmi um óréttlæti verðtryggingar fyrir húsnæðiseigendur sem horfa upp á lánin sín lítið breytast þrátt fyrir skilvísar greiðslur í mörg ár.

Ekkert svigrúm

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar

Stóridómur er fallinn. Tveir hagfræðidoktorar við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerðu skýrslu og þjóðinni var tilkynnt að bankarnir hefðu ekki svigrúm til frekari afskrifta hjá yfirskuldsettum heimilum. Þetta var ekki hlutlaust mat. Bönkunum var ekki látið eftir að svara spurningunni um hvort þeir hefðu svigrúm til að afskrifa meira af skuldum heimilanna í kjölfar útkomu skýrslunnar. Ekki heldur ríkisstjórninni. Svörin voru keypt úti í bæ til að fría þá sem ábyrgðina bera. Og nú eiga 60.000 heimili sem berjast í bökkum fjárhagslega, 40% heimila í landinu, að una glöð við sitt hlutskipti.

Ökklabrot, LÍN og sjúkrapróf í Háskóla Íslands

Arnar Þór Ingólfsson skrifar

Síðastliðið haust hóf ég nám við Háskóla Íslands. Námið fór vel af stað og ég stundaði það samviskusamlega. Ég tók virkan þátt í félagslífinu og eignaðist nýja vini og félaga. Ég ákvað að reyna að láta sumarpeningana endast eins lengi og mögulegt væri, en sækja jafnframt um námslán hjá LÍN. Þó vildi ég ekki taka yfirdráttarlán hjá bankanum mínum, enda fannst mér nokkuð líklegt að ég gæti látið sumarpeningana duga út önnina.

Betri er krókur en kelda

Ingimar Einarsson skrifar

Nú í byrjun árs hefur enn á ný blossað upp umræða um fyrirhugaða byggingu nýja Landspítalans. Tveir forsvarsmenn spítalans, Jóhannes M. Gunnarsson, læknisfræðilegur verkefnisstjóri, og Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, hafa farið mikinn í Fréttablaðinu og víðar.

Íslenskar búvörur styrkja samkeppni á matvörumarkaði

Erna Bjarnadóttir skrifar

Samkeppniseftirlitið kynnti nýlega ítarlega úttekt á verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þar kom m.a. fram að verð á dagvöru hækkaði að meðaltali um tæp 60% frá janúar 2006 til ársloka 2011. Á þessum tíma hækkuðu innlendar búvörur mun minna, t.d. kjöt um 30-40% og ostar og smjör um 50%. Erlendar matvörur hækkuðu hins vegar um 75% á þessum 6 árum.

Í orði en ekki á borði

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Borgaryfirvöld sæta harðri gagnrýni um þessar mundir fyrir hvernig staðið er að sameiningu skóla í Grafarvogi og foreldrar í Hvassaleitisskóla eru æfir yfir skorti á samráði. Upplýsingaflæðið er slakt og foreldrar fá ekki svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Þetta skapar óvissu sem leiðir af sér óöryggi og kvíða fyrir því sem koma skal. Hér er um framtíð barna að ræða og því eðlilegt að foreldrar vilji skýrari svör og einhvers konar staðfestingu á því að gæði skólastarfsins verði ekki skert.

Undirskrift þín til forsetans skiptir máli

Guðni Ágústsson skrifar

Nú getur fólk nálgast áskorunarlista á forsetann á þremur vefmiðlum. Það er með því að fara inn á visir.is, mbl.is og askoruntilforseta.is. Fólk skrifar fullt nafn í reitinn og kennitölu sína, enginn getur skráð sig nema einu sinni á einum stað. Áður en áskorendalistanum verður skilað til forsetans verða nöfn og kennitölur bornar saman við þjóðskrá. Þeir sem ekki eru til samkvæmt kennitölunni verða felldir út af listanum.

Tillögur sem skaða ferðaþjónustu

Stuðningur almennings við náttúruvernd hefur aukist að undanförnu, ekki síst vegna vaxtarmöguleika í ferðaþjónustu. Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar mikið á milli ára og með því aukast gjaldeyristekjur um tugi milljarða króna.

Ögmundur og íhaldið

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sagnfræðingar tala um að stéttastjórnmál hafi leyst sjálfstæðisstjórnmál af hólmi árið 1916 þegar Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru stofnaðir til að gæta hagsmuna verkalýðs og bænda á meðan höfðingjarnir skiptust í flóknar þversum og langsum fylkingar eftir afstöðunni til sambandsins við Dani og sameinuðust ekki í einn flokk fyrr en 1929 í Sjálfstæðisflokknum. Æ síðan hefur sá flokkur verið okkar Kongressflokkur – valdaflokkurinn, vettvangurinn.

Kostnaður krónu

Samkeppniseftirlitið birti í síðustu viku skýrslu sína um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Í henni kom fram að verð á dagvöru, sem samanstendur af helstu nauðsynjavörum heimila, hefði hækkað um 60% á síðustu sex árum. Sú verðhækkun skýrist ekki af aukinni álagningu verslana á vörunum, heldur fyrst og fremst af ytri ástæðum, aðallega gengishruni íslensku krónunnar. Hún hefur rýrnað um meira en helming gagnvart evru á umræddu tímabili.

Í skjóli veikra innviða

Magnús Halldórsson skrifar

Hagfræðingurinn Jeffrey Sachs ræðir um fátæktarvandamál Afríku í bókinni Endalok fátæktar (The End of Poverty). Hann segir vanda Afríku vera margslunginn og fjölþættan.

Háflug og fullveldi

Þorsteinn Pálsson skrifar

Þegar Benedikt Sveinsson flutti frumvarp á Alþingi um stofnun háskóla þótti ýmsum nóg um hátt flug þingmannsins. Það minnti Grím Thomsen til að mynda á flug valsins þegar hann er kallaður fálki. Nú bregður svo við að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur að fullveldi þjóðarinnar sé í húfi vegna háflugs opinberra starfsmanna til Brussel.

Bláar myndir

Blár ís fyrir stráka: bannaður stelpum, bleikur ís fyrir stelpur: bannaður strákum. Einhverjum ofbauð og er ekki að undra. Markaðsfólk fyrirtækja hefur ýmislegt á samviskunni, svo ekki sé meira sagt. Gargandi snilldin reynist oft hróplegt bull. Viðbrögð við eðlilegri viðleitni fólks til að forða matvælum frá afkáralegu kynjamisréttinu voru upp og ofan, ef marka má netmiðla.

Kraðak í Kvosinni

Í umræðunni um niðurrif Nasa munu fáir hafa nefnt annað áhyggjuefni. Fyrirhugað er að breyta hinum gömlu húsum Símans við Austurvöll og Kirkjustræti í hótel og tengja nýja hótelinu sem staðið hefur til að rísi á lóð Nasa. Í nýju hótelbyggingunni á Nasalóð og áfram við Vallarstræti skulu vera 130 herbergi og er vilji til að láta bygginguna tengjast með brúargangi við hótel í Austurstræti 6, þar sem eru 30 herbergi. Þetta eru samtals 160 herbergi.

Hreinskilni einhleypa fólksins

Einhleypa fólkið. Hjörð án leiðtoga. Einmana úlfar og úlfynjur sem ráfa um með veiðihárin missýnileg. Þegar einhleypa fólkið brýnir klærnar beitir það oft flóknum brögðum til fella bráð sína. Sumt fólk villir á sér heimildir, lýgur eða spinnur upp sögur sem bráðin fellur kylliflöt fyrir og gerir eftirleikinn auðveldan. Svik hafa hins vegar afleiðingar og oft endar saklaus bráðin með þung lóð í hjarta sínu.

Bændasamtökin: ríki utan ríkisins?

Þórólfur Matthíasson skrifar

Í 15. gr. svokallaðs búnaðarlagasamnings sem gerður er á grundvelli laga nr. 70/1998 er kveðið á um að Bændasamtök Íslands skuli halda aðskildum fjármunum sem til samtakanna renna úr ríkissjóði og öðrum fjárreiðum sínum.

Sýkna án dóms og laga

Gísli Tryggvason skrifar

Eitt sinn gekk ég tímabundið úr trúfélagi í kjölfar þess að helstu leiðtogar þess ákváðu að sýkna æðsta prestinn án dóms og laga. Ég vil hvorki ganga úr þjóðfélaginu né get það en vil birta þessa ádrepu eftir samþykkt Alþingis á 3ja ára afmæli búsáhaldabyltingarinnar sl. föstudag, 20. janúar, um að leyfa efnisumfjöllun um hvort falla eigi frá málshöfðun á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi.

Ef heiðríkt er og himinn klár

Þórir Jökull Þorsteinsson skrifar

Ég, Þórir Jökull Þorsteinsson, hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis biskups Íslands. Þessi ákvörðun mín hvílir á því að ég sé réttilega til þessa kallaður eins og þau önnur sem hug hafa á að leiða hið kirkjulega samfélag flestra Íslendinga. Þá hafa allmörg úr hópi vina og fyrrverandi sóknarbarna ýmist nefnt þetta eða hvatt mig til þessa. Með því að gefa kost á mér lýsi ég yfir sjálfstæði mínu og frelsi samvisku minnar í anda kristins manns. Biskupsembætti þetta tilheyrir á sinn hátt öllum skírðum Íslendingum sem láta sig þjóðkirkjuna varða sem trúarsamfélag sitt. Verkefnið er að varðveita eininguna innan þess samfélags kristinna manna sem er hin evangelísk-lútherska þjóðkirkja Íslands.

Eftirlit – eftirlit!

Jón Bergsson skrifar

Undanfarna daga hefur umræða um kadmíum í áburði, díoxín í matvælum, iðnaðarsalt og brjóstapúða snúist að mestu um ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana þeirra sem eiga að gæta hagsmuna neytenda. Minna hefur verið rætt um ábyrgð framleiðanda vöru eða þjónustu gagnvart neytendum.

RARIK semur við samsærismenn

Árni Árnason skrifar

Samkvæmt reglum á EES svæðinu er opinberum aðilum óheimilt að semja við fyrirtæki sem hafa verið sakfelld fyrir þátttöku í skipulögðum brotasamtökum. Engu að síður fór hún hljótt fréttin sem birtist undir jólin að RARIK hefði samið um stórt hitaveituverkefni við erlent fyrirtæki sem hlotið hefur sekt fyrir gróft samkeppnisbrot. Með samningnum fer úr landi verkefni sem munar um í núverandi atvinnuástandi og verkefni sem hefði skilað töluverðum skatttekjum í opinbera sjóði. Útboð þetta hefði gjarnan mátt fá ítarlegri umfjöllun í fréttum.

Lokun St. Jósefsspítala niðurlægir Hafnarfjörð

Árni Gunnlaugsson skrifar

Sú hryggilega ákvörðun velferðarráðherra að loka St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 1. des. sl. hefur valdið miklum vonbrigðum, reiði og sorg. Að svipta hátt í 27 þúsund íbúa Hafnarfjarðar öllum aðgangi að sjúkrahúsi bæjarins, sem veitt hafði bæjarbúum og mörgum öðrum í rúm 85 ár ómetanlega hjúkrunar- og sjúkraþjónustu er hið alvarlegasta mál og að mínu mati ekki hægt fyrir stjórnvöld að réttlæta. Að leggja niður alla

Takk

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Ég æddi inn á gjörgæsludeild klukkan 23.45 á sunnudagskvöldi, útgrátin með úfið hár og í inniskóm. Það voru einmitt vaktaskipti og ég hrasaði í flasið á lækni sem var að fara heim. Hún leit á mig og sagði svo: "Sestu niður með mér smástund.“ Hún spurði mig hvern ég væri að heimsækja og rakti svo fyrir mér hvernig staðan væri, hvað væri verið að gera og hvað væri hægt að gera. Vaktin hennar var búin, hún var á leið heim eftir örugglega erfiðan dag en gaf sér samt tíma fyrir mig.

Sjá næstu 50 greinar