Versti dagur Samfylkingarinnar Einar Pétur Heiðarsson skrifar 31. janúar 2012 13:38 Það hefur ekki alltaf verið auðvelt að vera stuðningsmaður Samfylkingarinnar síðustu fimm árin. Þó svo að baráttumálin og markmiðin séu skýr, aukinn jöfnuður, jafnrétti og réttlæti, umhverfisvernd, efnahagslegur stöðugleiki, innganga í ESB og upptaka evru, svo eitthvað sé nefnt, þá hefur ekki alltaf tekist að fylgja þeim hugsjónum eftir. Í raun er það þó ekki vandamálið. Allir sem fylgjast með stjórnmálum gera sér grein fyrir því að stjórnmál eru leið samninga og sátta. Fáir stjórnmálaflokkar á vesturlöndum hafa kjörfylgi og áhrif til þess að hrinda öllum sínum hugsjónum í framkvæmd. Það er helst að breska kosningakerfið, með sín einmenningskjördæmi, skapi slíkar aðstæður. En jafnvel í því kerfi byggjast stjórnmálin á samningum og málamiðlunum. Flokkarnir eru vissulega færri en samningaviðræðurnar fara þá fram innan flokkanna þar sem hver þingmaður þarf að taka tillit til kjósenda sinna vilji hann tryggja sér áframhaldandi þingsetu. Það má því öllum vera ljóst að stjórnmál í lýðræðisþjóðfélagi eru enginn einsöngur. Stjórnmál eru kórsöngur og þegar vel tekst til myndar kórinn fallega harmoníu eða samhljóm. Þegar illa gengur minnir söngurinn á kakófóníu. Það er þó mun algengara að líkja stjórnmálunum við baráttu frekar en við söng. Hugsjónin er söngur en veruleikinn stríð. Á vettvangi stjórnmálanna takast á ólíkir hagsmunir og mismunandi hagsmunamat. Um þetta snýst stjórnmálabaráttan og í þessu ljósi verður að meta átökin á milli Samfylkingarinnar og VG. Þau eru í raun fullkomlega eðlileg. En aftur að Samfylkingunni og hennar axarsköftum. Frá því vorið 2007, þegar Samfylkingin myndaði verstu ríkisstjórn allra tíma með Sjálfstæðisflokki, hefur hún ítrekað gleymt hugsjónum sínum og hunsað þá staðreynd að veruleiki stjórnmálanna er barátta. Hugsjónin um jöfnuð og réttlæti öllum til handa er vegin og metin eftir því hver á í hlut. En það er alls ekki réttlæti. Það sem aðeins gengur yfir suma en aðra ekki er ekkert réttlæti. Þegar Samfylkingin sendi einn fulltrúa verstu ríkisstjórnar allra tíma á Íslandi fyrir landsdóm, en hélt hlífiskildi yfir sínum flokksmönnum, þá féll hún á prófinu. Það var versti dagur Samfylkingarinar. Þessi einstaki atburður mun verða minnismerki hennar á þessu kjörtímabili en ekki sá sem hún hugði: að tekist hefði að mynda fyrstu „hreinu vinstri stjórn" á Íslandi. Hverjum er ekki sama um millifyrirsagnir í sögubókum framtíðarinnar? Stjórnmálaflokkur sem skipar rannsóknarnefnd um orsakir hrunsins en hunsar niðurstöður hennar og hlífir eigin flokksmönnum við afleiðingum gjörða sinna, og kýs þá jafnvel aftur á þing og heldur áfram að treysta þeim fyrir velferð þjóðarinnar, sá stjórnmálaflokkur hefur gleymt þeirri staðreynd að veruleiki stjórnmálanna er barátta. Og enn verri er sá einstaki stjórnmálamaður sem ekki þekkir sinn vitjunartíma í þessu samhengi. Hann vinnur margfalt meira tjón en gagn með setu sinni á Alþingi og grefur undan trúverðugleika þeirra mála sem hann þó telur sig vera að tala fyrir. Þessi barátta snýst ekki aðeins um orð og gjörðir, hún snýst líka um traust. Hver treystir þeim sem dæmir aðra en hlífir sjálfum sér? Hver kýs flokk sem hann treystir ekki og það jafnvel þó að viðkomandi sé sammála hugsjónum flokksins? Vissulega hefur Samfylkingin gert margt gott á síðustu árum og ekki hafa verkefnin verið auðveld eða aðstæður góðar. Í raun má segja að henni hafi tekist mjög vel upp við ákaflega erfiðar aðstæður. En hvaða máli skiptir það fyrir framtíð Samfylkingarinnar og framgang þeirra stóru mála sem ná yfir mörg kjörtímabil? Sá árangur verður að engu og verk hennar verða ekki metin að verðleikum ef traustið er ekki til staðar. Það kemur því vel á vondan að Samfylkingin þurfi að endurnýja kynnin við sín verstu mistök á þessu kjörtímabili. Réttast hefði verið að fara að niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og ákæra ráðherrana fjóra. Með óábyrgri málsmeðferð var Samfylkingin að rétta andstæðingum sínum vopnin upp í hendurnar og biðja um að þeim verði beitt gegn henni sjálfri. Það er lítil stjórnkænska. Einar Pétur Heiðarsson, meistaranemi í alþjóðasamskiptum og verkefnastjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki alltaf verið auðvelt að vera stuðningsmaður Samfylkingarinnar síðustu fimm árin. Þó svo að baráttumálin og markmiðin séu skýr, aukinn jöfnuður, jafnrétti og réttlæti, umhverfisvernd, efnahagslegur stöðugleiki, innganga í ESB og upptaka evru, svo eitthvað sé nefnt, þá hefur ekki alltaf tekist að fylgja þeim hugsjónum eftir. Í raun er það þó ekki vandamálið. Allir sem fylgjast með stjórnmálum gera sér grein fyrir því að stjórnmál eru leið samninga og sátta. Fáir stjórnmálaflokkar á vesturlöndum hafa kjörfylgi og áhrif til þess að hrinda öllum sínum hugsjónum í framkvæmd. Það er helst að breska kosningakerfið, með sín einmenningskjördæmi, skapi slíkar aðstæður. En jafnvel í því kerfi byggjast stjórnmálin á samningum og málamiðlunum. Flokkarnir eru vissulega færri en samningaviðræðurnar fara þá fram innan flokkanna þar sem hver þingmaður þarf að taka tillit til kjósenda sinna vilji hann tryggja sér áframhaldandi þingsetu. Það má því öllum vera ljóst að stjórnmál í lýðræðisþjóðfélagi eru enginn einsöngur. Stjórnmál eru kórsöngur og þegar vel tekst til myndar kórinn fallega harmoníu eða samhljóm. Þegar illa gengur minnir söngurinn á kakófóníu. Það er þó mun algengara að líkja stjórnmálunum við baráttu frekar en við söng. Hugsjónin er söngur en veruleikinn stríð. Á vettvangi stjórnmálanna takast á ólíkir hagsmunir og mismunandi hagsmunamat. Um þetta snýst stjórnmálabaráttan og í þessu ljósi verður að meta átökin á milli Samfylkingarinnar og VG. Þau eru í raun fullkomlega eðlileg. En aftur að Samfylkingunni og hennar axarsköftum. Frá því vorið 2007, þegar Samfylkingin myndaði verstu ríkisstjórn allra tíma með Sjálfstæðisflokki, hefur hún ítrekað gleymt hugsjónum sínum og hunsað þá staðreynd að veruleiki stjórnmálanna er barátta. Hugsjónin um jöfnuð og réttlæti öllum til handa er vegin og metin eftir því hver á í hlut. En það er alls ekki réttlæti. Það sem aðeins gengur yfir suma en aðra ekki er ekkert réttlæti. Þegar Samfylkingin sendi einn fulltrúa verstu ríkisstjórnar allra tíma á Íslandi fyrir landsdóm, en hélt hlífiskildi yfir sínum flokksmönnum, þá féll hún á prófinu. Það var versti dagur Samfylkingarinar. Þessi einstaki atburður mun verða minnismerki hennar á þessu kjörtímabili en ekki sá sem hún hugði: að tekist hefði að mynda fyrstu „hreinu vinstri stjórn" á Íslandi. Hverjum er ekki sama um millifyrirsagnir í sögubókum framtíðarinnar? Stjórnmálaflokkur sem skipar rannsóknarnefnd um orsakir hrunsins en hunsar niðurstöður hennar og hlífir eigin flokksmönnum við afleiðingum gjörða sinna, og kýs þá jafnvel aftur á þing og heldur áfram að treysta þeim fyrir velferð þjóðarinnar, sá stjórnmálaflokkur hefur gleymt þeirri staðreynd að veruleiki stjórnmálanna er barátta. Og enn verri er sá einstaki stjórnmálamaður sem ekki þekkir sinn vitjunartíma í þessu samhengi. Hann vinnur margfalt meira tjón en gagn með setu sinni á Alþingi og grefur undan trúverðugleika þeirra mála sem hann þó telur sig vera að tala fyrir. Þessi barátta snýst ekki aðeins um orð og gjörðir, hún snýst líka um traust. Hver treystir þeim sem dæmir aðra en hlífir sjálfum sér? Hver kýs flokk sem hann treystir ekki og það jafnvel þó að viðkomandi sé sammála hugsjónum flokksins? Vissulega hefur Samfylkingin gert margt gott á síðustu árum og ekki hafa verkefnin verið auðveld eða aðstæður góðar. Í raun má segja að henni hafi tekist mjög vel upp við ákaflega erfiðar aðstæður. En hvaða máli skiptir það fyrir framtíð Samfylkingarinnar og framgang þeirra stóru mála sem ná yfir mörg kjörtímabil? Sá árangur verður að engu og verk hennar verða ekki metin að verðleikum ef traustið er ekki til staðar. Það kemur því vel á vondan að Samfylkingin þurfi að endurnýja kynnin við sín verstu mistök á þessu kjörtímabili. Réttast hefði verið að fara að niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og ákæra ráðherrana fjóra. Með óábyrgri málsmeðferð var Samfylkingin að rétta andstæðingum sínum vopnin upp í hendurnar og biðja um að þeim verði beitt gegn henni sjálfri. Það er lítil stjórnkænska. Einar Pétur Heiðarsson, meistaranemi í alþjóðasamskiptum og verkefnastjórnun.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar