Konur mæta ekki nógu vel í leit að leghálskrabba 31. janúar 2012 06:00 Árangur leghálskrabbameinsleitar hér á landi, sem hófst 1964, er ótvíræður. Nýgengi sjúkdómsins (fjöldi nýrra tilfella) hefur á síðustu áratugum lækkað um 71% og dánartíðnin um 93%. Þessi árangur hefur náðst vegna skipulagsbreytinga í leitarstarfinu eftir 1980 sem leiddi til þess að mæting í aldurshópnum 25-69 ára fór úr 50% 1980 í 82% 1992. Mætingin hefur þó síðan farið minnkandi og hefur síðustu fimm árin verið rúmlega 70% á þessum aldri og um 52% á aldrinum 20-24 ára. Blikur á loftiNú eru blikur á lofti þar sem á síðastliðnum tveimur árum hefur orðið aukning á greiningu lengra genginna krabbameina, aðallega meðal kvenna sem ekki hafa mætt eða mætt óreglulega til leitar. Það er ljóst að batahorfur fara eftir dreifingu sjúkdóms við greiningu. Þegar kona greinist á algeru byrjunarstigi nægir að fjarlægja krabbameinið með því að taka bita af leghálsinum (keiluskurður) en sú aðgerð hefur ekki áhrif á frjósemi konunnar. Hlutfall krabbameina á byrjunarstigi jókst úr 19% við upphaf leitar í 60% á tímabilinu 2005-2009 en hefur á síðustu tveimur árum lækkað á ný í 35% og hlutfall lengra genginna meina hefur aukist að sama skapi. Leghálskrabbamein og kynhegðanLjóst er að HPV-smit (Human papilloma virus) er forsenda þróunar leghálskrabbameins. Talið er að meira en 80% kvenna smitist einhvern tíma af þessari veiru. Þó ónæmiskerfið vinni bug á flestum þessara sýkinga er ljóst að áhætta á varanlegu HPV-smiti eykst með fjölda rekkjunauta og öðrum áhættuþáttum svo sem reykingum, öðru kynsmiti svo sem klamydíusýkingu og notkun getnaðarvarnarpillu. Á síðastliðnum áratugum hafa orðið breytingar á lífsstíl og kynhegðan yngri kvenna í hinum vestræna heimi. Íslensk rannsókn gefur til kynna að um 60% íslenskra kvenna byrji kynmök við 16 ára aldur, um 40% þeirra hafi við 18 ára aldur haft fleiri en fjóra rekkjunauta og ein af hverjum tólf hafi sögu um kynfæravörtur. Um 48% höfðu reykt, 26% höfðu greinst með kynfærasjúkdóma og um 92% hafa notað getnaðarvarnarpilluna. Þetta skýrir vafalaust þá aukningu sem orðið hefur í tíðni forstigsbreytinga og leghálskrabbameina. Áhrif HPV-bólusetningarTvö bóluefni, Gardasil® og Cervarex®, hafa verið þróuð gegn HPV-veirunni. Rannsóknir staðfesta að bólusetning með þremur sprautum á sex mánaða tímabili gefur nær 100% vörn gegn myndun alvarlegra forstigsbreytinga af völdum þeirra stofna (HPV 16/18) sem bóluefnin líkja eftir. Þessi vörn er þó háð því að konan sé ekki þegar sýkt af þessum stofnum fyrir bólusetningu eða sýkist af þeim á bólusetningartímanum. Megingalli bóluefnanna er sú staðreynd að þau innihalda aðeins ónæmisvaka gegn tveimur af um 17 stofnum veirunnar sem geta valdið leghálskrabbameini og eru talin gefa takmarkað ónæmi gegn öðrum stofnum veirunnar. Rannsóknir benda þannig til að bólusetning stúlkna fyrir kynþroskaaldur gagnist ekki sem vörn hjá um 30% kvenna sem nú greinast með leghálskrabbamein. Bólusetning 12 til 13 ára stúlkna hófst hér á landi á síðastliðnu hausti. Hvað ber að gera?Ljóst er að heilbrigðisyfirvöld þurfa að fræða konur um orsakir sjúkdómsins og mikilvægi reglulegrar mætingar til leitar, auk fræðslu til bólusettra kvenna um kosti og takmarkanir HPV-bólusetningar. Koma þarf í veg fyrir að bólusettar konur fyllist falskri öryggiskennd þar sem þær telji að bólusetning sé allsherjar vörn gegn sjúkdómnum þegar staðreynd málsins er að bólusetningin nær aðeins til takmarkaðs fjölda þeirra stofna sem valda sjúkómnum. Nauðsynlegt er einnig að bæta greiningarmátt og skilvirkni leitarinnar með tæknibúnaði sem gerir kleift að greina með meiri nákvæmni þær konur sem hafa í reynd smitast af illkynja HPV-stofnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Árangur leghálskrabbameinsleitar hér á landi, sem hófst 1964, er ótvíræður. Nýgengi sjúkdómsins (fjöldi nýrra tilfella) hefur á síðustu áratugum lækkað um 71% og dánartíðnin um 93%. Þessi árangur hefur náðst vegna skipulagsbreytinga í leitarstarfinu eftir 1980 sem leiddi til þess að mæting í aldurshópnum 25-69 ára fór úr 50% 1980 í 82% 1992. Mætingin hefur þó síðan farið minnkandi og hefur síðustu fimm árin verið rúmlega 70% á þessum aldri og um 52% á aldrinum 20-24 ára. Blikur á loftiNú eru blikur á lofti þar sem á síðastliðnum tveimur árum hefur orðið aukning á greiningu lengra genginna krabbameina, aðallega meðal kvenna sem ekki hafa mætt eða mætt óreglulega til leitar. Það er ljóst að batahorfur fara eftir dreifingu sjúkdóms við greiningu. Þegar kona greinist á algeru byrjunarstigi nægir að fjarlægja krabbameinið með því að taka bita af leghálsinum (keiluskurður) en sú aðgerð hefur ekki áhrif á frjósemi konunnar. Hlutfall krabbameina á byrjunarstigi jókst úr 19% við upphaf leitar í 60% á tímabilinu 2005-2009 en hefur á síðustu tveimur árum lækkað á ný í 35% og hlutfall lengra genginna meina hefur aukist að sama skapi. Leghálskrabbamein og kynhegðanLjóst er að HPV-smit (Human papilloma virus) er forsenda þróunar leghálskrabbameins. Talið er að meira en 80% kvenna smitist einhvern tíma af þessari veiru. Þó ónæmiskerfið vinni bug á flestum þessara sýkinga er ljóst að áhætta á varanlegu HPV-smiti eykst með fjölda rekkjunauta og öðrum áhættuþáttum svo sem reykingum, öðru kynsmiti svo sem klamydíusýkingu og notkun getnaðarvarnarpillu. Á síðastliðnum áratugum hafa orðið breytingar á lífsstíl og kynhegðan yngri kvenna í hinum vestræna heimi. Íslensk rannsókn gefur til kynna að um 60% íslenskra kvenna byrji kynmök við 16 ára aldur, um 40% þeirra hafi við 18 ára aldur haft fleiri en fjóra rekkjunauta og ein af hverjum tólf hafi sögu um kynfæravörtur. Um 48% höfðu reykt, 26% höfðu greinst með kynfærasjúkdóma og um 92% hafa notað getnaðarvarnarpilluna. Þetta skýrir vafalaust þá aukningu sem orðið hefur í tíðni forstigsbreytinga og leghálskrabbameina. Áhrif HPV-bólusetningarTvö bóluefni, Gardasil® og Cervarex®, hafa verið þróuð gegn HPV-veirunni. Rannsóknir staðfesta að bólusetning með þremur sprautum á sex mánaða tímabili gefur nær 100% vörn gegn myndun alvarlegra forstigsbreytinga af völdum þeirra stofna (HPV 16/18) sem bóluefnin líkja eftir. Þessi vörn er þó háð því að konan sé ekki þegar sýkt af þessum stofnum fyrir bólusetningu eða sýkist af þeim á bólusetningartímanum. Megingalli bóluefnanna er sú staðreynd að þau innihalda aðeins ónæmisvaka gegn tveimur af um 17 stofnum veirunnar sem geta valdið leghálskrabbameini og eru talin gefa takmarkað ónæmi gegn öðrum stofnum veirunnar. Rannsóknir benda þannig til að bólusetning stúlkna fyrir kynþroskaaldur gagnist ekki sem vörn hjá um 30% kvenna sem nú greinast með leghálskrabbamein. Bólusetning 12 til 13 ára stúlkna hófst hér á landi á síðastliðnu hausti. Hvað ber að gera?Ljóst er að heilbrigðisyfirvöld þurfa að fræða konur um orsakir sjúkdómsins og mikilvægi reglulegrar mætingar til leitar, auk fræðslu til bólusettra kvenna um kosti og takmarkanir HPV-bólusetningar. Koma þarf í veg fyrir að bólusettar konur fyllist falskri öryggiskennd þar sem þær telji að bólusetning sé allsherjar vörn gegn sjúkdómnum þegar staðreynd málsins er að bólusetningin nær aðeins til takmarkaðs fjölda þeirra stofna sem valda sjúkómnum. Nauðsynlegt er einnig að bæta greiningarmátt og skilvirkni leitarinnar með tæknibúnaði sem gerir kleift að greina með meiri nákvæmni þær konur sem hafa í reynd smitast af illkynja HPV-stofnum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun