RARIK semur við samsærismenn Árni Árnason skrifar 27. janúar 2012 06:00 Samkvæmt reglum á EES svæðinu er opinberum aðilum óheimilt að semja við fyrirtæki sem hafa verið sakfelld fyrir þátttöku í skipulögðum brotasamtökum. Engu að síður fór hún hljótt fréttin sem birtist undir jólin að RARIK hefði samið um stórt hitaveituverkefni við erlent fyrirtæki sem hlotið hefur sekt fyrir gróft samkeppnisbrot. Með samningnum fer úr landi verkefni sem munar um í núverandi atvinnuástandi og verkefni sem hefði skilað töluverðum skatttekjum í opinbera sjóði. Útboð þetta hefði gjarnan mátt fá ítarlegri umfjöllun í fréttum. Markaðurinn á meginlandi Evrópu fyrir rör og efni til fjarvarmaveitna á sér nokkra sérstöðu í samkeppnisrétti Evrópusambandsins. Í október 1998 var skýrt frá því að samkeppnisyfirvöld (European Commission) hefðu sektað tíu fyrirtæki um samtals 92,2 milljónir ECU fyrir að starfrækja leynilegt samstarf (cartel) sem gekk út á að skipta markaði, ná samkomulagi milli þátttakenda um verð á lagnaefni og skipta á milli sín hver aðila í samsærinu ætti að vera sigurstranglegastur í tilteknum útboðum á rörum til fjarvarmaveitna. Í samstarfinu fólust einnig tilraunir til þess að knésetja keppinaut, þ.e. fyrirtækið Powerpipe í Svíþjóð, sem vildi ekki taka þátt í samráðinu. Voru því greiddar skaðabætur sem námu a.m.k. 50 milljónum sænskra króna en aðilar samsærisins fengu háar sektir. Svissneska fyrirtækið ABB Asea Brown Boveri Ltd., en aðalverksmiðja þess er í Danmörku, var í forsvari fyrir hópnum enda langstærst á markaðnum. Það hlaut sekt sem nam 70 milljónum ECU (ISK 11,2 milljarðar) en það næsta í röðinni, Løgstør Rør A/S í Danmörku hlaut sekt sem nam 8,9 milljónum ECU (ISK 1,4 milljarðar). ECU, Evrópumyntin, er forveri evrunnar. Í ágúst 2007 tók gildi hér á landi reglugerð um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutning og fjarskipti (nr. 755/2007). Í 3. gr. hennar segir að nánar skilgreindir opinberir aðilar og fyrirtæki skuli „útiloka frá gerð opinbers samnings sérhvern þátttakanda eða bjóðanda, sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi“ m.a fyrir „þátttöku í skipulögðum brotasamtökum“. Þessi forsaga rifjaðist upp fyrir mér þegar sagt var frá því að RARIK hefði ákveðið að taka tilboði frá Løgstør Rør A/S upp á 465 milljónir ISK. Tilboðið var fyrir Hitaveitu Blönduóss og hitaveitu á Skagaströnd og í nærliggjandi dreifbýli. Í ljósi framanritaðs og forsögunnar vekur það nokkra undrun að RARIK, opinbert fyrirtæki, skuli velja röraframleiðanda með þessa forsögu til verksins. Íslenska ríkið hefur af því umtalsverða skattalega hagsmuni að innlendir aðilar sinni framleiðslunni og skatttekjur af vinnu og útgjöldum allra þeirra sem að verkinu koma renni í opinbera sjóði. Á tímum atvinnuleysis væri í grannlöndum okkar leitað leiða við undirbúning og framkvæmd verks sem þessa til þess að þarlendir aðilar hefðu forskot í samkeppninni. Það var þess vegna með nokkurri forvitni að ég kynnti mér útboðsgögn til þess að kanna hvort sjá mætti þess merki að ætlunin hefði verið að færa innlendum aðilum verkið á silfurfati. Niðurstaðan var þveröfug. Ef eitthvað er má fremur segja að útboðið sé skrifað með hagsmuni erlendra bjóðenda að leiðarljósi. Hér bendi ég á að allt lagnaefnið á að afhendast í einu lagi ekki seinna en 1. júní 2012 sem gerir erlendum aðila sennilega kleift að fá leiguskip til flutnings á lagnaefninu. Þá er reiknað með að varan verði staðgreidd af kaupanda innan þriggja vikna eftir afhendingardag. Þetta eru stífir greiðsluskilmálar. Þegar tveggja ára framkvæmdatími er hafður í huga er RARIK að taka á sig vexti á framkvæmdatíma vegna fjárbindingar í lagnaefni sem eru langt umfram þann verðmun sem fólst í boði lægstu bjóðenda. Munurinn á tilboðum var 7% en til samanburðar eru kjörvextir Íslandsbanka með 1% álagi nú 7%. Loks má nefna að áskilið var að boð aðila væri í evrum sem leysir marga erlenda aðila undan gengisáhættu en færir hana til kaupandans, RARIK. Innlendur framleiðandi tekur einnig gengisáhættu vegna innlends kostnaðar. Ef evran braggast, þó ekki sé nema í það horf sem var í lok síðasta sumars, hefur samningsfjárhæðin hækkað um 4%. Með þessu er ég ekki að segja að útboðið hafi verið skrifað fyrir erlenda aðila. Það vakti hins vegar undrun mína að sá aðili, sem er ráðgjafi kaupanda, mun aldrei hafa heimsótt eina innlenda aðilann sem kom til greina, þ.e. Set ehf. á Selfossi, til þess að kynna sér starfsemi hans. Set er eitt af leiðandi fyrirtækjum í Evrópu í sinni grein. Ég hef oft heimsótt fyrirtækið með erlendum sérfræðingum á sviði lagnamála og hafa þeir lokið upp miklu lofsorði á starfsemi þess. Þá er í útboðsgögnum að finna nokkuð sérstæðar villur. Þar er vísað til laga sem eru ekki lengur í gildi. Einnig er vísað til DIN staðla í útboðslýsingu en þeir staðlar hafa vikið fyrir nýrri EN stöðlum. Þetta er hins vegar nokkuð, sem þeir, sem hafa verið lengi í viðskiptum, kippa sér ekki mikið upp við enda eru úreltar lýsingar í útboðum algengari en ætla mætti. Á löngum viðskiptaferli hef ég séð mikið af óvönduðum útboðslýsingum. Fullkomin aðferðafræði við opinber innkaup almennt verður seint fundin. Ef engar reglur gilda má stórlega mismuna aðilum. Reynslan hefur þó kennt mér að útboð sé ekki gefin leið til þess að allt sé uppi á borðinu og gegnsæi og heiðarleiki ríki í ferlinu. Þar með er ekki sagt að svo hafi ekki verið í þessu tilviki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt reglum á EES svæðinu er opinberum aðilum óheimilt að semja við fyrirtæki sem hafa verið sakfelld fyrir þátttöku í skipulögðum brotasamtökum. Engu að síður fór hún hljótt fréttin sem birtist undir jólin að RARIK hefði samið um stórt hitaveituverkefni við erlent fyrirtæki sem hlotið hefur sekt fyrir gróft samkeppnisbrot. Með samningnum fer úr landi verkefni sem munar um í núverandi atvinnuástandi og verkefni sem hefði skilað töluverðum skatttekjum í opinbera sjóði. Útboð þetta hefði gjarnan mátt fá ítarlegri umfjöllun í fréttum. Markaðurinn á meginlandi Evrópu fyrir rör og efni til fjarvarmaveitna á sér nokkra sérstöðu í samkeppnisrétti Evrópusambandsins. Í október 1998 var skýrt frá því að samkeppnisyfirvöld (European Commission) hefðu sektað tíu fyrirtæki um samtals 92,2 milljónir ECU fyrir að starfrækja leynilegt samstarf (cartel) sem gekk út á að skipta markaði, ná samkomulagi milli þátttakenda um verð á lagnaefni og skipta á milli sín hver aðila í samsærinu ætti að vera sigurstranglegastur í tilteknum útboðum á rörum til fjarvarmaveitna. Í samstarfinu fólust einnig tilraunir til þess að knésetja keppinaut, þ.e. fyrirtækið Powerpipe í Svíþjóð, sem vildi ekki taka þátt í samráðinu. Voru því greiddar skaðabætur sem námu a.m.k. 50 milljónum sænskra króna en aðilar samsærisins fengu háar sektir. Svissneska fyrirtækið ABB Asea Brown Boveri Ltd., en aðalverksmiðja þess er í Danmörku, var í forsvari fyrir hópnum enda langstærst á markaðnum. Það hlaut sekt sem nam 70 milljónum ECU (ISK 11,2 milljarðar) en það næsta í röðinni, Løgstør Rør A/S í Danmörku hlaut sekt sem nam 8,9 milljónum ECU (ISK 1,4 milljarðar). ECU, Evrópumyntin, er forveri evrunnar. Í ágúst 2007 tók gildi hér á landi reglugerð um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutning og fjarskipti (nr. 755/2007). Í 3. gr. hennar segir að nánar skilgreindir opinberir aðilar og fyrirtæki skuli „útiloka frá gerð opinbers samnings sérhvern þátttakanda eða bjóðanda, sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi“ m.a fyrir „þátttöku í skipulögðum brotasamtökum“. Þessi forsaga rifjaðist upp fyrir mér þegar sagt var frá því að RARIK hefði ákveðið að taka tilboði frá Løgstør Rør A/S upp á 465 milljónir ISK. Tilboðið var fyrir Hitaveitu Blönduóss og hitaveitu á Skagaströnd og í nærliggjandi dreifbýli. Í ljósi framanritaðs og forsögunnar vekur það nokkra undrun að RARIK, opinbert fyrirtæki, skuli velja röraframleiðanda með þessa forsögu til verksins. Íslenska ríkið hefur af því umtalsverða skattalega hagsmuni að innlendir aðilar sinni framleiðslunni og skatttekjur af vinnu og útgjöldum allra þeirra sem að verkinu koma renni í opinbera sjóði. Á tímum atvinnuleysis væri í grannlöndum okkar leitað leiða við undirbúning og framkvæmd verks sem þessa til þess að þarlendir aðilar hefðu forskot í samkeppninni. Það var þess vegna með nokkurri forvitni að ég kynnti mér útboðsgögn til þess að kanna hvort sjá mætti þess merki að ætlunin hefði verið að færa innlendum aðilum verkið á silfurfati. Niðurstaðan var þveröfug. Ef eitthvað er má fremur segja að útboðið sé skrifað með hagsmuni erlendra bjóðenda að leiðarljósi. Hér bendi ég á að allt lagnaefnið á að afhendast í einu lagi ekki seinna en 1. júní 2012 sem gerir erlendum aðila sennilega kleift að fá leiguskip til flutnings á lagnaefninu. Þá er reiknað með að varan verði staðgreidd af kaupanda innan þriggja vikna eftir afhendingardag. Þetta eru stífir greiðsluskilmálar. Þegar tveggja ára framkvæmdatími er hafður í huga er RARIK að taka á sig vexti á framkvæmdatíma vegna fjárbindingar í lagnaefni sem eru langt umfram þann verðmun sem fólst í boði lægstu bjóðenda. Munurinn á tilboðum var 7% en til samanburðar eru kjörvextir Íslandsbanka með 1% álagi nú 7%. Loks má nefna að áskilið var að boð aðila væri í evrum sem leysir marga erlenda aðila undan gengisáhættu en færir hana til kaupandans, RARIK. Innlendur framleiðandi tekur einnig gengisáhættu vegna innlends kostnaðar. Ef evran braggast, þó ekki sé nema í það horf sem var í lok síðasta sumars, hefur samningsfjárhæðin hækkað um 4%. Með þessu er ég ekki að segja að útboðið hafi verið skrifað fyrir erlenda aðila. Það vakti hins vegar undrun mína að sá aðili, sem er ráðgjafi kaupanda, mun aldrei hafa heimsótt eina innlenda aðilann sem kom til greina, þ.e. Set ehf. á Selfossi, til þess að kynna sér starfsemi hans. Set er eitt af leiðandi fyrirtækjum í Evrópu í sinni grein. Ég hef oft heimsótt fyrirtækið með erlendum sérfræðingum á sviði lagnamála og hafa þeir lokið upp miklu lofsorði á starfsemi þess. Þá er í útboðsgögnum að finna nokkuð sérstæðar villur. Þar er vísað til laga sem eru ekki lengur í gildi. Einnig er vísað til DIN staðla í útboðslýsingu en þeir staðlar hafa vikið fyrir nýrri EN stöðlum. Þetta er hins vegar nokkuð, sem þeir, sem hafa verið lengi í viðskiptum, kippa sér ekki mikið upp við enda eru úreltar lýsingar í útboðum algengari en ætla mætti. Á löngum viðskiptaferli hef ég séð mikið af óvönduðum útboðslýsingum. Fullkomin aðferðafræði við opinber innkaup almennt verður seint fundin. Ef engar reglur gilda má stórlega mismuna aðilum. Reynslan hefur þó kennt mér að útboð sé ekki gefin leið til þess að allt sé uppi á borðinu og gegnsæi og heiðarleiki ríki í ferlinu. Þar með er ekki sagt að svo hafi ekki verið í þessu tilviki.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun